Morgunblaðið - 12.06.2005, Page 36

Morgunblaðið - 12.06.2005, Page 36
Ég fór aftur á hótelið, eftir götum sem voru þröngar en þó aðallega tómlegar.Þegar ég kom inn í veitingasalinn sat hótelstjórinn sjálfur bak við skenkinn og glápti á sjónvarp. Ég bað um bjór og settist með hann út í horn og horfði út um gluggann, á vanhirtan bakgarð með njóla og hvönn. Síðan gekk ég upp á herbergið mitt og lauk við að taka upp úr ferðatöskunni. Ég hafði tekið með mér þykka og mikla bók eftir Mark Twain, safn af ferðasögum hans úr Villta vestrinu og frá Landinu helga. Framan á kápunni ljósmynd af honum með grátt yfirskeggið. Ég byrjaði á bókinni, en hún var þung í hendi og ég lagði hana fljótlega frá mér, hag- ræddi höfðinu á koddanum og slökkti ljósið. Það varð hálfdimmt í herberginu, veggfóðrið með sínum grænu lóðréttu röndum gerði það að verkum að mér fannst ég andartak vera staddur í þéttum sykurreyrsskógi. Það var einsog til mín bærist dísæt angan inn um hálfopinn gluggann. Vornæturgolan bærði gardínurnar lítið eitt. Gyrðir Elíasson: Hótelsumar (M&M 2003) Enginn er ómissandi, sagði hótelstjórinn og skaut fram litla bjúganu þegar hanndreypti á rauðvíninu. Það er auðvitað aldrei gaman að reka fólk en við höfum ekki efni á dyraverði allan ársins hring. Þess vegna var honum sagt upp, ekki út af neinu öðru. Og þetta var svo sem ekki mikil dyravarsla, þannig. Hann klæddi sig í búninginn þegar komu kvikmyndastjörnur eða erlendir þjóðhöfðingjar og svo henti hann út fólki sem flæktist hingað inn. – Tók hann því illa? Þegar hann var rekinn. BÆKUR | SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR Í ÞÉTTUM SYKURREYRSSKÓGI Hótel eru í senn vettvangur veruleikans og skáldskaparins. Hér eru birt brot úr sex nýlegum íslenskum skáldsögum þar sem hótel koma beinlínis við sögu, valda straumhvörfum eða skapa stemningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.