Morgunblaðið - 09.07.2005, Side 2

Morgunblaðið - 09.07.2005, Side 2
2 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KONUR Í MEIRIHLUTA Konur verða í meirihluta allra ár- ganga í læknanámi við Háskóla Ís- lands á komandi vetri. Voru þær 70% þeirra sem tóku inntökupróf fyrir námið í sumar. Baugur hættir þátttöku Baugur Group hefur staðfest að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta þátttöku í fyrirtækjahópnum sem átt hefur í viðræðum við verslana- keðjuna Somerfield varðandi hugs- anlegt tilboð í félagið. Klipptu bæklinga Nokkrir mótmælendur á Kára- hnjúkum gengu inn í kynningar- miðstöðina í Végarði í Fljótsdal í gær og tóku allt kynningarefni sem þar var og klipptu í sundur. Gagnrýna bresk stjórnvöld Lífið var að færast í samt horf á ný í London í gær og samgöngur að miklu leyti orðnar eðlilegar. Vitað er með vissu að yfir 50 manns létu lífið í sprengjutilræðunum á fimmtudag. Breskir fjölmiðlar gagnrýndu í gær stjórnvöld fyrir andvaraleysi og sögðu öryggisgæslu hafa brugðist. Charles Clarke innanríkisráðherra vísaði þeim ásökunum á bug og sagði að árásirnar hefðu verið gerðar fyrirvaralaust. Málið verði endurskoðað Umboðsmaður Alþingis telur málsmeðferð dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins í máli Úkraínumanns, sem vísað var úr landi, ekki hafa samrýmst stjórnsýslulögum. Um- boðsmaður leggur til að ráðuneytið endurskoði mál mannsins, en heróín fannst í fórum hans við brottvísun. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær Magnús Einarsson í 9 ára fangelsi fyrir að ráða eiginkonu sinni bana aðfaranótt 1. nóvember 2004. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða tveimur börnum sínum samtals tæpar 11,3 milljónir króna í bætur auk lögfræðikostnaðar, og foreldrum eig- inkonu sinnar samtals 2 milljónir króna. Þá var hann dæmdur til að greiða málskostnað, rúmar 2,3 milljónir króna. Dómurinn taldi sannað með játningu ákærða að hann hefði banað eiginkonu sinni með kyrkingu í íbúð þeirra að Hamraborg 38 í Kópavogi. Í málinu yrði við það miðað, að við verknaðinn hafi verið notað sundurskorið plastband sem fannst ofan á kommóðu á gangi íbúðarinnar er lögreglan var kvödd á staðinn. Í dómi segir að bæði ákomur á hinni látnu, um- merki í íbúðinni og framburður nágrannakonu bendi til þess að átök hafi átt sér stað skömmu fyr- ir látið og það fái stoð í krufningarskýrslu og fram- burði réttarmeinafræðings að um harkaleg átök hafi verið að ræða. Þegar allt væri virt yrði að telja að ákærði hefði orðið reiður, afbrýðissamur og niðurlægður og ekki færi á milli mála að hann hefði verið í andlegu ójafnvægi og ráðvilltur umrædda nótt. Frásögn ákærða um að verknaður hans hefði tengst ætlaðri sjálfsvígstilraun eiginkonu hans var ótrúverðug að mati dómsins en á hinn bóginn var frásögn hans um að kona hans hefði skýrt honum frá kynferð- islegum samskiptum sínum við aðra menn og lýst þeim í smáatriðum eigi vísað á bug. Ásetningur fyrirfram ósannaður Þá er það ekki talið sannað að ákærði hafi haft fyrirfram mótaðan ásetning til að bana konu sinni, heldur er það mat dómsins að um skyndiásetning hafi verið að ræða sem mótast hafi rétt fyrir at- burðinn. Þá hafi gripið hann ofsahræðsla og út hafi brotist innibyrgð reiði sem hafi leitt til þess að hann hafi framið verknaðinn í örvæntingu. Honum hafi samt hlotið að vera ljóst miðað við hve miklu afli hann beitti gegn konunni að yfirgnæfandi líkur væru til þess að hún hlyti bana af. Ljóst væri að ákærði hefði unnið verknaðinn í mikilli geðshræringu, reiði og geðæsingu og þættu refsilækkunarheimildir almennra hegningarlaga eiga hér við. Á móti yrði að meta það til refsiþyng- ingar að ákærði brást ekki strax við er honum rann reiðin og hringdi á neyðaraðstoð þegar hann fann þá lífsmark með konunni og hann afmáði einnig verksummerki. Málið dæmdu héraðsdómararnir Guðmundur L. Jóhannesson dómsformaður, Finnbogi Alexand- ersson og Sveinn Sigurkarlsson. Verjandi var Kristinn Bjarnason hrl. og sækjandi Kolbrún Sævarsdóttir frá ríkissaksóknara. Níu ára fangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni ÞRÍR góðhjartaðir hjólreiðakappar lögðu af stað frá Ingólfstorgi á hádegi í gær. Ætlun þeirra er að hjóla hálendisleiðina yfir Kjöl og það í einni lotu. Kapparnir eru Róbert Traustason, Arnaldur Birgir Konráðsson og Evert Víglundsson. Tilgangur ferðarinnar er að safna fé til styrktar ungri snót, Kolbrúnu Rós Erlings- dóttur. Hún er aðeins tveggja ára en á í erfiðri baráttu við krabbamein. Í september þarf Kolbrún að gangast undir beinmergsskiptaaðgerð í Svíþjóð. Þeim sem vilja styrkja Kolbrúnu Rós er bent á eftir- farandi reikningsnúmer: 0315-13-300882, kennitala 040902-2790. Morgunblaðið/Eyþór Hjóla yfir Kjöl til styrktar krabbameinssjúkri stúlku „ÞAÐ verður ekki gefið neitt upp um gang viðræðnanna í neinum smáatriðum fyrr en við- ræðunum er lokið og niðurstaða komin í málið,“ segir Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra, um viðræðu- lotu embættismanna varðandi framtíð varnarsamningsins sem fram fór í Bandaríkjunum nýverið og lauk sl. fimmtudag. Að sögn Illuga var um að ræða hóp tíu embættismanna frá þremur íslenskum ráðuneytum, þ.e. utanríkisráðuneytinu, for- sætisráðuneytinu og dóms- málaráðuneytinu, sem ræddi við fimmtán manna bandaríska embættismannanefnd. „Þetta var fyrsti leggurinn, en fyrir- hugað er að halda viðræðum áfram hér á landi í september nk.,“ segir Illugi og tekur fram að viðræðurnar séu á grunni þeirra ákvarðana sem teknar voru á fundi Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, annars veg- ar með George Bush Banda- ríkjaforseta og hins vegar með Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í fyrra þar sem Powell lýsti því yfir að hann teldi að hér ættu áfram að vera loftvarnir. Kostnaðarskiptingin rædd Að sögn Illuga ber enn nokk- uð á milli samningsaðila. „Bandaríkjamenn hafa verið að leggja fram sínar skoðanir og við höfum samtímis kynnt þeim okkar skoðanir. Það er verið að ræða kostnaðarskiptinguna milli landanna tveggja varðandi reksturinn á Keflavíkurflug- velli sem og tæknilegar út- færslur,“ segir Illugi og bendir á að málin verði rædd áfram í haust. „Við vonum bara að þeim við- ræðum miði vel og að þetta gangi sem hraðast fyrir sig, en viðræðurnar taka auðvitað sinn tíma og það verður tekinn sá tími í þetta sem þarf. Öllu skipt- ir að við náum fram þeim mark- miðum okkar sem menn hafa verið að ræða hér í umræðunni um íslensk varnarmál.“ Viðræðulotu um varnarmál lokið í Washington Enn ber nokkuð á milliSAMKVÆMT viðhorfskönnun IMGGallup yrði Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta í Reykjavík ef kosið yrði til borgarstjórnar nú. Sjálfstæðis- flokkurinn fengi 50,2%, R-listinn 49% og Frjálslyndi flokkurinn 0,8%. Spurt var: „Ef kosið yrði í dag til borgarstjórnar, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa/líklegast kjósa?“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti borgarstjórnarflokks sjálfstæð- ismanna, segir að taka beri öllum skoðanakönnunum með fyrirvara en augljóst sé að borgarbúar vilji breytingu í Reykjavík. „Mér er efst í huga þakklæti fyrir það traust sem okkur er sýnt. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðis- flokksins er samhentur hópur sem hefur unnið vel að fjölmörgum hags- munamálum borgarbúa,“ segir Vil- hjálmur og bætir því við að hann telji niðurstöðuna vera afrakstur af skipulögðu starfi borgarstjórnar- flokksins og sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á undanförnum misser- um. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera í mikilli sókn í Reykjavík en sömu sögu sé ekki hægt að segja um R-listann þar sem stefnuleysi og óeining sé ríkjandi. Könnunin, sem var unnin fyrir borgarstjórnarflokk sjálfstæðis- manna, var símakönnun gerð 15. júní til 5. júlí 2005. Endanlegt úrtak var 670 Reyk- víkingar, 18–75 ára, handahófsvald- ir úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 56,1%. R-listi síðast með meirihluta Þess má geta að í þjóðarpúlsi Gallup var síðast spurt um fylgi í Reykjavík í janúar 2004 en þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 42,5%, R-listinn með 54,3% og Frjálslyndi flokkurinn með 2,9%. Ný skoðanakönnun um fylgi flokkanna í borgarstjórn D-listinn fengi 50,2% en R-listinn fengi 49%                                 ! " # $ %            &         '() * +,,,                       Í dag Fréttaskýring 8 Úr vesturheimi 35 Úr verinu 11 Skák 35 Viðskipti 14 Minningar 36/39 Erlent 15/22 Kirkjustarf 40 Minn staður 23 Myndasögur 44 Akureyri 26 Dagbók 44 Suðurnes 26 Víkverji 44 Landið 27 Velvakandi 45 Árborg 27 Staður og stund 46 Forystugrein 28 Menning 47/53 Daglegt líf 27 Ljósvakamiðlar 54 Ferðalög 2 Staksteinar 55 Umræðan 33/34 Veður 55 * * *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.