Morgunblaðið - 09.07.2005, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Öll fjölskyldan getur tekið þátt
í þessum skemmtilega leik.
edda.is
1. vinningur: North Face göngutjald, Grivel Nepal ísöxi og
Grivel G 10 mannbroddar auk veglegs
útivistarbókasafns sem inniheldur fjórðungskort af
Íslandi og hálendiskort og sérkort af helstu
göngusvæðum Íslands, s.s. Fjallabak og Lónsöræfum.
Bækurnar Gengið um óbyggðir og Þar sem landið rís
hæst, auk Íslensks jarðfræðilykils og Íslenskra fjalla.
2. vinningur: Meindl Colorado gönguskór og bækurnar
Gengið um óbyggðir og Þar sem landið rís hæst, auk
Kortabókarinnar.
3. vinningur: Göngustafir og bókin Gengið um óbyggðir
Glæsilegir vinningar í boði fyrir göngugarpa
Sigraðu Vífilsfell
25% afsláttur
í verslunum
Pennans/Eymundssonar
og Mál og menningu.
Taktu þátt í leiknum Sigraðu tindana sjö og
skelltu þér á toppinn á Vífilsfelli, einu helsta
útsýnisfjalli við Reykjavík, sendu okkur mynd
af þér á tindinum (tindar@edda.is) og fyrsta
áfanga af sjö er náð. Veglegir vinningar í boði
frá Útilífi og Eddu útgáfu.
Lista yfir tindana er
að finna á www.mbl.is
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur
komist að þeirri niðurstöðu, að máls-
meðferð dóms- og kirkjumálaráðu-
neytisins í máli Úkraínumanns, sem
vísað var úr landi, hafi ekki samrýmst
stjórnsýslulögum. Umboðsmaður
beinir þeim tilmælum til ráðuneytis-
ins að það taki úrskurðinn sinn til
endurskoðunar, komi fram beiðni um
það frá manninum, og ráðuneytið taki
þá mið af þeim sjónarmiðum sem
fram koma í áliti umboðsmanns.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir
að í fórum mannsins hafi við brott-
vísun fundist heróín og verði tilmæli
umboðsmanns um frekari athugun á
málinu að skoðast í því ljósi. Þá telur
umboðsmaður, að verulegur vafi leiki
á því að þær forsendur og þau gögn
sem lágu til grundvallar mati dóms-
og kirkjumálaráðuneytisins á aðstæð-
um mannsins hafi verið nægur grund-
völlur fyrir ályktun sem dregin var.
Kona mannsins, sem er íslensk,
kvartaði til umboðsmanns yfir úr-
skurði ráðuneytisins sem staðfesti
synjun Útlendingastofnunar um end-
urnýjun dvalarleyfis mannsins.
Í tilkynningu dómsmálaráðuneytis-
ins segir m.a. að umboðsmaður leggi
oftar en einu sinni áherslu á, að álit
hans snúi eingöngu að málinu eins og
það horfði við ráðuneytinu hinn 28.
október 2004, þegar brottvísun var
ákveðin, en ekki sé litið til þeirra að-
stæðna og atvika sem áttu sér stað í
samskiptum Úkraínumannsins og
stjórnvalda eftir að úrskurðurinn var
kveðinn upp. Ráðuneytið vill upplýsa,
að umrædd „atvik og aðstæður“ snúa
að ætluðum vörslum viðkomandi ein-
staklings á heróíni, sem fannst í fór-
um hans við brottvísun. Tilmæli um-
boðsmanns um frekari athugun á
þessu máli verður að skoða í þessu
ljósi.
Þá segir að umboðsmaður telji, að
verulegur vafi leiki á því, að brotafer-
ill mannsins, eins og hann horfði við
ráðuneytinu 28. október 2004, hafi
verið nægur grundvöllur fyrir þeirri
ályktun, að sérstök ástæða væri til að
óttast, að hann myndi fremja refsi-
verðan verknað hér á landi. Sú álykt-
un ráðuneytisins er óhögguð og
styrktist við brottvísun mannsins,
segir í tilkynningunni.
Umboðsmaður bendir á, að sér-
staklega hefði átt að kanna, hvort
framfærsla Úkraínumannsins hér á
landi hafi verið tryggð. Hefur dóms-
og kirkjumálaráðuneytið þegar unnið
að breytingum á meðferð umsókna að
þessu leyti í samvinnu við Útlend-
ingastofnun. Leiðbeinandi ábending-
ar umboðsmanns um verklag o.fl-
.verða hafðar til hliðsjónar við frekari
framkvæmd útlendingalaga.
Umboðsmaður vill að dómsmálaráðu-
neyti endurskoði mál Úkraínumanns
Heróín fannst í
fórum mannsins
við brottvísun
FIMLEGA fikraði forseti Alþingis sig yfir tvær kvíslar
Skjálfandafljóts á leið sinni út í Þingey í vikunni þar
sem hann ásamt Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, og Jóni Kristjánssyni heilbrigðis-
ráðherra kynnti sér fornleifauppgröft í eynni. Auk
þeirra var í leiðangrinum áhugafólk um fornleifar í
Þingeyjarsýslu en Hið þingeyska fornleifafélag og
Fornleifastofnun stóðu fyrir förinni.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Óðu yfir Skjálfandafljót
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness úr-
skurðaði í gær að kröfu sýslumanns-
ins á Keflavíkurflugvelli þrjá einstak-
linga í gæsluvarðhald vegna gruns
um brot á lögum um útlendinga. Fólk-
ið var handtekið á leið sinni úr landinu
á fimmtudag. Um er að ræða fólk um
þrítugt sem var á leið til Bandaríkj-
anna eftir að hafa dvalið hérlendis í
tvo daga.
Einn hinna handteknu er Banda-
ríkjamaður af filippeyskum uppruna
en hinir tveir eru Kínverjar sem
framvísuðu japönskum vegabréfum
sem þeir áttu ekki sjálfir. Bandaríkja-
maðurinn er talinn meintur fylgdar-
maður þeirra en fólkið kom hingað til
lands frá Frankfurt í Þýskalandi.
Ekki grunur um mansal
Grunur er um að smygla hafi átt
tvímenningunum til Bandaríkjanna,
en ekki er talið að um mansal sé að
ræða þar sem fólkið hefur búið um
margra ára skeið í Þýskalandi að því
er talið er.
Héraðsdómur úrskurðaði hinn
meinta fylgdarmann í gæsluvarðhald
til 22. júlí og hina tvo til 15. júlí næst-
komandi.
Málið er í rannsókn hjá embætti
sýslumanns og er rannsakað sem brot
á útlendingalögum með því að aðstoða
hafi átt tvímenningana með ólögleg-
um hætti að komast til Bandaríkj-
anna.
Sett í gæsluvarð-
hald vegna gruns
um smygl á fólki
Framvísuðu vegabréfum á Keflavík-
urflugvelli sem þeir áttu ekki sjálfir
fjórum sólarhringum eftir fæðingu.
Í niðurstöðum dómsins segir m.a.
að ljóst sé að eftirliti eftir legvatnsást-
ungu með blæðingu með augljósri
hættu fyrir fóstrið hafi verið mjög
ábótavant. Þegar síðan ljós merki um
alvarlega fósturstreitu og grunur um
blæðingalost hjá fóstrinu komu fram
hafi seint og illa verið brugðist við
þeim. Það leiddi til þess að þegar
barnið fæddist með keisaraskurði var
það bráðveikt af blæðingalosti og lést
fjórum dögum síðar.
Á hinn bóginn var fallist á það með
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær íslenska ríkið og fæðing-
arlækni á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi til að greiða foreldrum
barns, sem lést skömmu eftir fæð-
ingu, samtals um 7,6 milljónir króna í
bætur. Komst dómurinn að þeirri nið-
urstöðu að um stórfellt gáleysi hefði
verið að ræða.
Málið snérist um að legvatns-
ástunga, sem gerð var á LSH í nóv-
ember 2002, leiddi til þess að drengur,
sem fæddist með keisaraskurði fjór-
um klukkustundum síðar, lést rúmum
stefndu að fyrir því væri ekki lagastoð
að mistök af hálfu starfsfólks um-
ræddrar stofnunar í samskiptum við
stefnendur eftir hið sviplega andlát
og vöntun á tilhlýðilegri aðgát gætu
verið grundvöllur skaðabóta. Málið
dæmdu Sigurður H. Stefánsson hér-
aðsdómari og dómsformaður ásamt
meðdómendunum Benedikt Ó.
Sveinssyni og Konráð Lúðvíkssyni,
sérfræðingum í kvensjúkdómum og
fæðingarhjálp. Ragnar Aðalsteinsson
hrl. flutti mál foreldranna og Skarp-
héðinn Þórisson fyrir ríkið.
Stórfellt gáleysi við fæðingareftirlit á Landspítalanum
Ríkið skaðabótaskylt
vegna andláts nýbura
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt 31 árs karlmann í tveggja
mánaða fangelsi fyrir að hafa hjá sér 76 grömm af amfetamíni sem fund-
ust við húsleit í febrúar sl. Ákærði játaði sakargiftir og sagðist hafa
keypt 30 grömm af amfetamíni og blandað það með mjólkursykri þannig
að heildarþyngd efnisins hefði orðið 76,76 grömm eins og í ákæru
greindi. Finnbogi Alexandersson héraðsdómari dæmdi málið.
Verjandi var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækjandi Karl Ingi Vil-
bergsson, fulltrúi lögreglustjórans í Kópavogi.
Fangelsisdómur fyrir
vörslu á amfetamíni
TVEIR piltar um tvítugt voru
teknir með lítilræði af kanna-
bisefnum í bíl sínum í Kópa-
vogi í fyrrinótt. Að sögn lög-
reglunnar í Kópavogi fannst
efnið við reglubundið eftirlit á
götum bæjarins. Hald var lagt
á efnin og skýrsla tekin af
drengjunum. Telst málið upp-
lýst og bíður ákvörðunar
hvort ákært verði í því.
Með kannabis
í Kópavogi