Morgunblaðið - 09.07.2005, Side 7

Morgunblaðið - 09.07.2005, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 7 FRÉTTIR M IX A • fít • 5 0 7 6 5 Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Végarður í Fljótsdal Kynnið ykkur Kárahnjúkavirkjun og allt sem henni viðkemur í Végarði. Tilvalið að koma þar við áður en haldið er upp að Kárahnjúkum. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals „Andlit Þjórsdæla“ – áhugaverð sýning um mannlífið í Þjórsárdal í 1100 ár. Blöndustöð í Húnaþingi Þorir þú 200 metra niður í jörðina? Hvað verður í göngum Blöndustöðvar í sumar? Magnaður viðkomustaður. Kröflustöð í Mývatnssveit Allt um Kröfluelda í Gestastofu. Kynnist eldsumbrotunum sem urðu í nágrenni Kröflustöðvar 1975-1984. „Hreindýr og dvergar“ Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir magnaða tréskúlptúra í Laxársstöð í sumar. „Hvað er með Ásum?“ Frábær sýning Hallsteins Sigurðssonar, sem hlotið hefur einróma lof. Ljósafosstöð í Soginu „Ár og kýr“ Jóns Eiríkssonar komnar suður. 365 kúamyndir sem hlotið hafa verðskuldaða athygli. Einnig ljósmyndasýning Guðmundar frá Efri-Brú „Oft er í holti heyrandi nær“. Hvernig verður rafmagn til? Hvers vegna er rafmagn á Íslandi umhverfisvænna en hjá öðrum þjóðum? Laxárstöðvar í Aðaldal Heimsókn til Landsvirkjunar er upplýsandi og skemmtileg Á FUNDI skipulags- og byggingar- ráðs Hafnafjarðarbæjar í síðustu viku var samþykkt einróma að heimila tökur á kvikmynd Clints Eastwoods í Krýsuvík. Ákvörðuninni var mótmælt af stjórn Reykjanesfólkvangs, sem frétti af málinu í gegnum fjölmiðla, og umhverfisnefnd Hafnarfjarðar. Ómar Smári Ármannsson, náttúru- unnandi og áhugamaður um sögu Reykjaness, segir að ekki hafi verið farið að settum reglum um fólk- vanga við leyfisveitinguna. Vísar hann til auglýsingar um Reykjanesfólkvang frá 1. janúar 1975, en þar stendur: „Samvinnu- nefnd sveitarfélaganna fer með stjórn fólkvangsins og er hún skipuð einum fulltrúa frá hverju sveitarfé- lagi.“ Ómar segir ljóst að sveitar- félögin sem sameinuðust um Reykjanesfólkvang á sínum tíma hafi falið ráðstöfun hans stjórn fólk- vangsins. „Samþykkt stjórnar Reykjanesfólkvangs lá hins vegar ekki fyrir þegar ákveðið var að veita leyfi fyrir kvikmyndatökunum og því var ekki farið eftir settum reglum.“ Nýting fólkvangsins Fólkvangur er friðlýst landsvæði sem ætlað er til útivistar og almenn- ingsnota. Heimilt er þó að nýta landið skv. samvinnusamningi sem sveitarfélög setja sér um starfsemi fólkvangsins. Í auglýsingunni um Reykjanesfólkvang segir t.d. að allt jarðrask sé bannað en undanskilin er hagnýting jarðhita og nýting til búrekstrar. „Þegar nýta á landið á annan hátt en kveður á um í samvinnusamn- ingnum á að láta stjórn samvinnu- nefndar fólkvangsins vita svo hún geti metið hvort nýtingin samræm- ist upphaflegum markmiðum fólk- vangsins,“ segir Ómar Smári. Hrefna Sigurjónsdóttir, formaður stjórnar Reykjanesfólkvangs, segir hins vegar að nefndinni hafi ekki verið kunnugt um fyrirhugaðar kvikmyndatökur fyrr en fjölmiðlar hófu að flytja fréttir um málið. „Við mótmæltum þessum vinnubrögðum. Þegar við fengum fregnir af málinu lá álit Umhverfisstofnunar fyrir og málið virtist frágengið af hálfu bæjarstjórnarinnar,“ segir Hrefna. Gildi friðlýsingarinnar Ómar Smári segir ákvörðun og vinnubrögð bæjaryfirvalda vekja spurningar um markmið og starf- semi fólkvanganna. „Ef friðlýst land og fólkvangar eiga að hafa raun- verulegt gildi umfram orðanna hljóðan verður að sýna það í verki. Þegar gengið er framhjá stjórn fólk- vangsins þegar nýting landsins er ákveðin, eins og gert var í þessu til- felli, er ástæða til að efast um að gildi landsins séu höfð að leiðarljósi. Núna, á þrjátíu ára afmæli Reykja- nesfólkvangsins, er ástæða til að staldra við og meta nýtingu hans og þeirra verðmæta sem hann hefur upp á að bjóða til framtíðar,“ segir Ómar Smári og hyggst hann bjóða áhugasömum í göngu- og kynnisferð upp Arnarfell á næstunni. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Ómar Smári Ármannsson fyrir miðju ásamt Kristjáni Pálssyni og Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra í gönguferð um Reykjanesskaga. Segir leyfi fyrir kvik- myndatöku ekki samkvæmt reglum Arnarfell við Krýsuvík. GREEN Globe 21, hin alþjóðlegu fé- laga- og vottunarsamtök á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu, hafa veitt Guðrúnu Bergmann viður- kenningu fyrir starf sitt á sviði um- hverfismála innan ferðaþjónustu og Green Globe 21. Guðrún hefur unn- ið ötullega að umhverfisvænni ferðaþjónustu hér á landi og í því sambandi má nefna eigið fyrirtæki, Hótel Hellna, vinnu að Green Globe 21-vottun fimm sveitarfélaga og þjóðgarðs á Snæfellsnesi og sam- starf við Ferðaþjónustu bænda á þessu sviði. Þá hefur hún einnig kynnt Ís- land og Green Globe 21- verkefnið á er- lendri grundu. Þess má geta að fyrr á þessu ári var hún kosin ferðamálafröm- uður ársins af út- gáfufélaginu Heimi, segir í frétta- tilkynningu. Fær viðurkenningu frá Green Globe Guðrún Bergmann Guðrún Bergmann á Hellnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.