Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ákvörðun um með-ferð við lífslok get-ur verið sjúkling- um og aðstandendum mjög erfið en nú hefur Land- læknisembættið látið út- búa svokallaða lífsskrá sem greinir frá óskum fólks um slíka meðferð geti það ekki sjálft tekið þátt í ákvörðunum vegna and- legs eða líkamlegs ástands. Skráin er gerð þegar fólk er hæft til þess og getur metið þá kosti sem í boði eru, verði viðkomandi svo skaðaður andlega eða líkamlega að litlar eða engar líkur eru taldar á bata eða innihaldsríku lífi á ný. Skráin tekur gildi þegar viðkom- andi er orðinn óhæfur til að segja vilja sinn og er tilgangurinn að hann fái að deyja með reisn og að- standendur séu eins sáttir við ákvarðanir og kostur er. Sigurður Guðmundsson land- læknir segir skrána fela í sér þrjú meginatriði. Í fyrsta lagi sé fólki gert betur kleift að koma skoðun sinni á framfæri. Í öðru lagi megi útnefna umboðsmann sem hafi umboð til að koma fram fyrir hönd sjúklings og mælt sé með að þetta sé gert þar sem ekki sé hægt að sjá allar kringumstæður fyrir. Í þriðja lagi sé hægt að taka afstöðu til þess hvort fólk vilji gefa líffæri eða vefi en ekki sé nauðsynlegt að fylla þann hluta út. Aðspurður um hvort hann telji þetta auka það að fólk leyfi líffæragjafir segist hann óska þess en ekki vera viss um það. „Það hefur farið minnkandi að fólk leyfi að líffæri séu tekin úr ættingj- um og okkur finnst það alvarlegt mál.“ Engin tengsl við líknardráp Skrárnar verða fyrst í stað að- gengilegar slysa- og gjörgæslu- deildum þar sem búast má við at- vikum þar sem upplýsingar þarf strax. Aðspurður um hvort til greina komi að opna skrárnar öll- um segir Sigurður sjúklingi í sjálfsvald sett hvernig hann vilji koma þessu á framfæri. Sigurður segir enga sérstaka ástæðu fyrir að skráin sé tekin upp núna. „Hún hefur verið í undirbúningi í um eitt og hálft ár og er eðlilegt framhald um fimmtán ára gamalla leiðbein- inga um meðferð við lok lífs þar sem mikilvægi líknandi meðferðar er tíundað.“ Landlæknir segir einn og einn hafa spurt um þetta en aðallega hafi þetta komið til vegna vitn- eskju frá t.d. Bandaríkjunum þar sem þetta hafi lengst verið notað. Mál Terri Schiavo, bandarískrar konu sem varð fyrir óbætanlegum heilaskaða, vakti mikla athygli ný- lega. Aðspurður um áhrif þess seg- ir hann það dæmi um hversu gagn- legt sé að hafa lífsskrá. „Þetta er alltaf erfið ákvörðun og aðstand- endum er blandað inn í hana. Stundum eru þeir ekki sammála og það er gott að eiga til skjal með staðfestum vilja sjúklingsins.“ Sigurður leggur áherslu á að engin tengsl séu á milli lífsskrár og líknardrápa. „Þetta snýst um líknarmeðferð sem beinist að því að fólk hafi það sem best á loka- stigum lífsins. Líknardráp er hins vegar beinlínis gert til að stytta líf sjúklings og snýst ekki um neitt annað en það. Hérlendis er það ólöglegt og flokkast sem mann- dráp og ég er persónulega andvíg- ur líknardrápum.“ Sigurður segir kostnað í heilbrigðiskerfinu ekki eiga erindi í þessa umræðu en tel- ur að lífsskrár hafi ekki áhrif á hann. Allir geta fyllt út lífsskrá. Ekki þarf að vera veikur til þess, en gert er ráð fyrir að fólk sé sjálf- ráða. Þeir sem eru yngri en sextán ára mega koma sinni skoðun á framfæri en forráðamenn verða að koma að ákvörðunum. Afstaða getur breyst Ásta Möller, þingmaður og hjúkrunarfræðingur, segir sjálf- sagt að taka upp svona skrá en sér ekki ástæðu til þess að setja hana í lög. „Fólk fyllir þetta sjálft út svo viljinn á þeim tíma sem ákvörðunin er tekin liggur fyrir. Ég sé því ekki að ágreiningur komi upp nema að- standendur hafi hugmyndir um að skipt hafi verið um skoðun. Þetta getur líka aldrei verið til annars en leiðbeiningar.“ Ásta segir nauð- synlegt að fólk velti þessum málum fyrir sér og láti skoðun sína í ljós. „Það er erfitt fyrir aðstandendur að ákveða þetta, einkum ef þeir þekkja ekki vilja sjúklingsins. Það eru til reglur á spítölunum um hve- nær eigi að hætta meðferð en þetta er einn þáttur í því að fólk beri ábyrgð á lífi sínu og hafi skoðun á hvernig það vilji ljúka því.“ Hægt er að endurskoða lífs- skrána hvenær sem er. Ástríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræð- ingur, segir að frá sjónarhóli sið- fræðinnar sé tilkoma hennar já- kvæð en hún leggur áherslu á að upplýsingar í skránni megi ekki vera of gamlar. Aldur og lífs- reynsla eins og alvarleg veikindi og jafnvel nálægð við dauðann geti breytt afstöðu fólks. „Fólk má því ekki hafa gengið í gegnum mikla lífsreynslu eftir að það lét skrá þessar upplýsingar og nauðsynlegt er að uppfæra þær öðru hvoru. Maður vill vera viss um að þetta sé vilji fólks, enda er tilgangur skrár- innar að virða og heiðra hann.“ Fréttaskýring| Lífsskrá landlæknis Óskir um með- ferð við lífslok Einnig hægt að taka afstöðu til þess hvort fólk vilji gefa líffæri eða vefi Líknarmeðferðir eru mikilvægar Varðar frekar siðferðislega skyldu en lagaákvæði  LÖG um réttindi sjúklinga frá árinu 1997 kveða á um rétt sjúk- lings til að ákveða sjálfur hvort hann þiggur meðferð eða ekki. Engin ákvæði eru um lífsskrá í íslenskum lögum en fyrirfram- ákvörðun af því tagi sem hún geymir samræmist lögum og vinnuvenjum í heilbrigðisþjón- ustu á Íslandi. Landlæknir segir málið fyrst og fremst snúast um sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga og siðferðislega skyldu heil- brigðisstarfsmanna til að virða skoðanir þeirra. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is ÁÆTLAÐ er að klæðningu nýs sjö metra breiðs vegar frá Fáskrúðs- fjarðarbotni og inn að gamla ganga- munnanum á um sjö kílómetra kafla ljúki um helgina. Klæðninguna ann- ast Malarvinnslan og Myllan vega- gerðina en bæði eru á Egilsstöðum. Um tvö ár hefur tekið að leggja veg- inn en þegar þessum kafla lýkur þarf að klára stutta hluta Reyðarfjarðar- megin auk þess sem leggja verður malbik á einn kílómetra í göngunum sjálfum. Uppsetning raflýsingar í göngun- um gengur mjög vel og hugmyndin er að malbika þennan kílómetra um miðjan mánuðinn. Ístak, sem vinnur göngin, segir að verkið sé langt á undan áætlun og að því ljúki líklega í byrjun ágúst þótt ekki eigi að skila því fyrr en í lok september. Ef göng- in verða á undan áætlun er líklegt að þau verði opnuð fyrr en ella, en það hefur þó ekki verið ákveðið. Morgunblaðið/Albert Kemp Verktakar við lagningu slitlags á veginum að Fáskrúðsfjarðargöngunum í austfirskri blíðu í gær. Fáskrúðsfjarðargöng eru á undan áætlun HÖFUÐBORGARSAMTÖKIN hafa skorað á flokkana sem standa að Reykjavíkurlistanum, Fram- sóknarflokk, Samfylkingu og Vinstri græna, að hætta nú þegar viðræðum um áframhaldandi sam- starf um Reykjavíkurlista í borg- arstjórnarkosningum 2006. Vilja samtökin að borgarfull- trúum verði fjölgað í 27. Höfuð- borgarsamtökin segja mikla lýð- ræðishindrun í borginni. Tala borgarfulltrúa sé of lág eða sú sama og 1908 þó íbúafjöldi hafi fimmtánfaldast. Þá vekja þau athygli á að í lög- um á Norðurlöndunum, í Evrópu og víðar séu ákvæði um lág- marksfjölda kjörinna fulltrúa í hlutfalli við íbúafjölda sveitarfé- laga. Samtökin benda á ákvæði í ís- lenskum sveitarstjórnarlögum, um hámarksfjölda kjörinna fulltrúa. Þá skora á borgarstjórn Reykja- víkur að nýta þetta hámark nú þegar og fjölga borgarfulltrúum í 27 fyrir kosningar 2006. Borgarfulltrúum verði fjölgað í 27 TVÖ rússnesk herskip koma í heim- sókn til Íslands á morgun, sunnudag. Um er að ræða skipin Levtsjenkó að- mírál, sem er stórt kafbátavarna- skip, og olíubirgðaskipið Vjazma. Þegar skipin koma inn í Reykja- víkurhöfn kl. 13 á sunnudag verður skotið 21 fallbyssuskoti frá herskip- inu í virðingarskyni við Ísland. Fram kemur í tilkynningu frá rússneska sendiráðinu, að meðan á heimsókninni standi muni forseti og utanríkisráðherra Íslands og sendi- herra Rússlands koma um borð í skipin. Samkvæmt alþjóðahefðum verði skotið úr fallbyssum herskips- ins þegar þeir koma um borð. Almenningi verður heimilt að skoða herskipið en tilkynnt verður nánar um það síðar. Rússnesk herskip á leiðinni ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.