Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 18
Á KYNNINGARSPJALDI fyrir framan innganginn að King’s Cross-lestarstöðinni í London má sjá auglýsingu vegna sýninga á bandarísku bíómyndinni „Innrásin frá Mars“, sem á ensku kallast „War of the Worlds“. Og sumir telja að í hinu svokallaða hryðjuverkastríði samtímans takist einmitt á tveir heimar; heimur strangtrúaðra og róttækra múslíma annars vegar og hinn vestræni heimur hins vegar. En það er ekki að sjá á fólkinu sem blaðamaður Morgunblaðs- ins tekur tali á King’s Cross í gærmorgun, nákvæmlega sólar- hring eftir að sprengja sprakk þar í neðanjarðarlest með hörmulegum afleiðingum, að það telji stríðsástand vara í bresku höfuðborginni. Flestir virðast staðráðnir í að láta atburði fimmtudagsins ekki hafa áhrif á líf sitt, dagblaðasalinn fyrir framan innganginn er mættur á sinn stað eins og venjulega og í raun eru ekki mikil verksummerki a.m.k. ofanjarðar. Það er helst að sá aragrúi blaða- og fréttamanna sem kominn er á vett- vang gefi til kynna að ekki sé allt með felldu. Fjöldi lögreglumanna er þó auðvitað á staðnum líka og þeir koma í veg fyrir að nokkur maður fari ofan í neðanjarðarlest- irnar við King’s Cross; þær ganga ekki í dag. Ekki þarf að efast um að þar er heldur óhugnanlegt um að litast. Og vitaskuld eru menn á nálum; í þrígang er gefin út viðvörun á neðanjarðarlest- arstöðvunum í gær vegna pakka sem þykja grunsamlegir. Á stöðinni við Liverpool-stræti, þar sem fyrsta sprengjan sprakk í fyrradag, er öllum sagt að stefna rakleitt að næstu útgönguleið. Gafst ekki tími til að hugsa Ray Shields, varðstjóri í Lundúnalögreglunni, segir í samtali við Morgunblaðið að ofanjarðarlestarkerfið, sem tengir mið- borg London við úthverfin, gangi eins og venjulega og að vonast sé til að hægt verði að koma starfsemi neðanjarðarlestanna í venjulegt horf sem fyrst. Óhjákvæmilegt sé þó að rannsóknarlögreglan fái að athafna sig við King’s Cross áður en sú stöð verður opnuð. Shields var meðal þeirra lögreglumanna sem fyrstir komu á staðinn á King’s Cross í fyrradag. „Við mættum miklum straumi fólks sem var að flýta sér upp úr neðanjarðarlestar- kerfinu. Margir voru þaktir svörtu sóti, sumir voru augljóslega slasaðir. Flestir voru í mikilli geðshræringu. Við rýmdum lest- arstöðina sjálfa, í kjölfarið gátum við flutt hina slösuðu til þann- ig að sjúkraliðar gætu sinnt þeim,“ segir hann. Shields er spurður að því hvort hann hafi undireins áttað sig á því að um hryðjuverk væri að ræða. „Ekki fyrr en við komum niður í neðanjarðarlestarkerfið, þegar við sáum lestina sjálfa og skaðann sem sprengjan hafði valdið,“ svarar hann. En komu upp minningar um árásina á Bandaríkin 11. sept- ember 2001? „Í sannleika sagt þá var ég aðeins að hugsa um fólkið sem þarfnaðist aðstoðar okkar,“ svarar hann blaðamanni. „Það var kannski ekki fyrr en eftir fimm eða sex klukkutíma sem við gáf- um okkur tíma til að drekka kaffibolla. Fyrst þá fórum við að velta fyrir okkur hver bæri ábyrgðina og öðrum þess háttar hlutum.“ Komst ekki heim til sín Andspænis inngangnum að King’s Cross-lestarstöðinni er lít- il verslun, þar vinnur Sandra Zambelli. Hún sagðist ekki hafa fundið fyrir sprengingunni, hins vegar hefði verið gefin við- vörun um að bilun væri í lestarkerfinu. Það var ekki fyrr en fólk tók að streyma út af lestarstöðinni, allir sótugir og rykugir, sem hún áttaði sig á því að eitthvað slæmt kynni að hafa gerst. Fréttir af sprengingu á lestarstöðinni við Liverpool-stræti, sem er talsverða vegalengd í burtu, rímuðu ekki alveg við að menn væru að koma upp úr King’s Cross-lestarstöðinni þaktir sóti og ryki. „Fljótlega áttaði maður sig á því að um fleiri en eina spreng- ingu var að ræða,“ segir Zambelli. Skömmu síðar voru lögregla og björgunarsveitir komnar á vettvang. „Þeir stóðu sig mjög vel, náðu strax tökum á aðstæðum. Ég fæ ekki hrósað þeim nóg- samlega,“ segir hún. Zambelli segist ekki hafa getað farið heim um kvöldið, hún búi í úthverfi Lundúna og samgöngur lágu niðri. Hún gisti því um nóttina á hóteli við Russell-torg. Hið sama neyddust margir aðrir til að gera, það var erfitt að fá hótelherbergi í London þetta kvöld. Skammt frá King’s Cross er Tavistock-torg, þar sprakk sprengja um borð í strætisvagni þannig að efri hlutinn þeyttist af. Í gær var búið að girða nánasta umhverfi af og lögreglan kom í veg fyrir að hægt væri að nálgast torgið. Brak strætis- vagnsins var þar enn og unnið var að rannsókn á því. Vangavelt- ur voru uppi um það hvort um sjálfsmorðsárás hefði verið að ræða, en engin fordæmi eru fyrir slíku í sprengjutilræði á Bret- landi. Yfirvöld sögðu í gær að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að um sjálfsmorðsárás hefði verið að ræða en áfram væri unnið að rannsókninni. Aðeins íbúar á þessum slóðum fengu aðgang að hverfinu, sem og fólk sem vinnur í nágrenninu. Blaðamaður hitti Stephanie Brittan að máli en hún vinnur skammt frá þeim stað, þar sem strætisvagninn sprakk. Brittan var að bíða þess að vera hleypt sína leið en var greinilega enn í talsverðri geðshræringu. „Ég heyrði sprenginguna, hávaðinn var gífurlegur og byggingin hristist öll,“ segir hún. „Það varð al- gert öngþveiti,“ bætir hún við. Rýma þurfti bygginguna sem Brittan starfar í, var fólki vísað á hótel í nágrenninu og komst hvergi fyrr en síðla dags. „Ég tók strætisvagninn í vinnuna í dag. Það gekk ágætlega en það var mjög skrýtið andrúmsloftið. Það voru allir svolítið taugaveikl- aðir, ég veit að það á líka við um mig,“ sagði hún. Ætla alls ekki að láta ódæðið breyta lífi sínu Íbúar London virtust yfirvegaðir og ákveðnir í að láta hryðjuverkamenn ekki raska lífsháttum sínum þegar Davíð Logi Sigurðsson fór að árásarstöðunum í gær. Reuters Lestarfarþegar lesa blöðin á leið til vinnu sinnar í London í gærmorgun. Lestarsamgöngur komust að mestu leyti aftur á í borg- inni í gær eftir að hafa verið lagðar niður um tíma vegna árásanna á fimmtudag. Reuters Farþegi horfir út um gluggann á strætisvagni á leið 30, við Euston-stöðina í miðborg London í gær. Strætisvagn á leið 30 var sprengdur í loft upp á fimmtudag og biðu 13 manns bana í sprengingunni auk þess sem fjölmargir til viðbótar slösuðust. Reuters Par kyssist bless við Bank-lestarstöðina í gærmorgun. david@mbl.is 18 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hryðjuverk í London
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.