Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Eflaust hafa einhverjirundrast að hlutabréfa-vísitölur í heiminumskyldu ekki hafa lækkað jafnmikið og raun ber vitni í kjölfar hryðjuverkanna í London í fyrra- dag. Áhrifin á markaði voru ekki meiri en svo að bandarísku vísitöl- urnar Dow Jones, Nasdaq og S&P 500 hækkuðu allar seinna um dag- inn. Í ljósi þess að vísitölur um heim allan hrundu í kjölfar hryðjuverka- árásanna á World Trade Center hinn 11. september 2001 er ekki úr vegi að spyrja sig hvers vegna sama þróun átti sér ekki stað að þessu sinni. Eðlileg dýfa Til skamms tíma sveiflast mark- aðir og er stundum erfitt að gera sér grein fyrir hver ástæða þessa flökts er. Gildir þá einu hversu skilvirkir markaðirnir eru, flökt á sér alltaf stað. Þróun hlutabréfamarkaða í Evrópu í kjölfar sprenginganna í London var alls staðar svipuð, vísi- tölur lækkuðu hratt um morguninn en þegar dró nær hádegi tóku þær að hækka á ný. Það er fullkomlega eðlilegt að markaðir hafi tekið dýfu í kjölfar árásanna því verð hlutabréfa endurspeglar þær upplýsingar sem markaðsaðilar hafa, um fyrirtæki og ástandið í heiminum almennt. Í kjöl- far hryðjuverka ríkir almenn óvissa um framhaldið. Er þetta bara byrj- unin eða er von á fleiri slíkum ódæð- um? Spurningin er hvers vegna markaðir voru svona fljótir að jafna sig. Eins og áður sagði er ekki auðvelt að drepa fingri á einhverja eina ástæðu en sennilega er hér um sam- spil nokkurra þátta að ræða. Takmörkuð efnahagsleg áhrif Sérfræðingar sem erlendir fjöl- miðlar hafa talað við telja flestir að þessi hryðjuverk muni ekki hafa langvarandi áhrif á markaði eða hagkerfi. Máli sínu til stuðnings benda þeir á þróunina í kjölfar hryðjuverkanna í Istanbúl 2003 og í Madríd 2004. Greint er frá þessu í sænska dagblaðinu Dagens Ny- heter. „Spænskur efnahagur varð ekki fyrir miklu áfalli,“ segir Ethan Harris, aðalhagfræðingur Lehman Brothers, í samtali við sænsku fréttaþjónustuna Direkt en árið 2004 var hagvöxtur á Spáni meiri en fjögur undangengin ár. Bloomberg News greinir frá því að ferðaþjón- ustan á Spáni, sem er ein mikilvæg- asta tekjulind landsins, hafi jafnað sig á innan við einum mánuði. Hryðjuverkin í Istanbúl í nóvem- ber árið 2003 höfðu ekki heldur nei- kvæð áhrif á hagkerfið til langs tíma litið og var hagvöxtur þar í landi 8,9% á síðasta ári samkvæmt DN. Með þetta í huga segir Aline Schill- ing, hagfræðingur hjá Fortis Bank í Amsterdam, við Bloomberg News að efnahagsleg áhrif hryðjuverk- anna í London komi til með að vera takmörkuð. „Yfirleitt bregðast fjár- málamarkaðirnir umsvifalaust við en árásirnar í Madríd höfðu ekki langvarandi áhrif,“ segir hún. Mikilvægt að loka ekki Spurningunni hvers vegna við- brögð markaðarins við þessum síð- ustu voðaverkum eru svo skamm- vinn er þó enn ósvarað. Blaðamaður DN vitnar í Wall Street Journal sem gerir því skóna að markaðurinn sé orðinn óþægilega vanur að bregðast við hryðjuverkum af þessari stærð- argráðu. Þetta er rökrétt skýring, sér- staklega í ljósi þess hver viðbrögðin urðu við árásunum á Tvíbura- turnana, sem voru fyrstu árásirnar af þessu tagi. Þá var kauphöllinni í New York lokað í fjóra daga, nokkuð sem jók enn á óvissuna. Ekki skal hér úrskurðað um hvort þetta voru mistök en engu síður er mikilvægt að innviðir samfélagsins haldi áfram að virka. Þetta hefur reynslan kennt mark- aðsaðilum sem, eins og áður sagði, eru farnir að verða vanir voðaverk- um af þessu tagi. Þetta kom berlega í ljóst þegar líða tók á daginn í fyrra- dag og evrópskar hlutabréfavísitölur tóku að jafna sig eftir fyrsta áfallið. Jákvæð þróun að undanförnu Annað sem eflaust hefur áhrif er sú staðreynd að hlutabréfamarkaðir hafa þróast mjög jákvætt á undan- förnum misserum, sérstaklega í Evrópu. FTSE 100-vísitalan hefur t.d. hækkað um 22% frá því í ágúst í fyrra og CAC 40-vísitalan í París hefur hækkað um 23%. Þegar ráðist var á Tvíbura- turnana í september 2001 var mark- aðurinn á hraðri niðurleið eftir að tæknibólan sprakk. Áfallið sem kom á markaði í kjölfarið og hin mikla óvissa sem ríkti varð einungis til þess að dýpka lægðina. Reuters Kona gengur til vinnu sinnar eftir Queen Victoria Street í miðborg London. Óþægilega vanur markaður Fréttaskýring | Áhrif hryðjuverkanna í Lond- on á hlutabréfamarkaði voru skammvinn. Guð- mundur Sverrir Þór veltir ástæðunni fyrir sér. sverrirth@mbl.is FJÖLMIÐLAR víða um heim brugð- ust í gær við hryllingnum í London með því að minna á, að hryðjuverkin væru ógn, sem ekki væri bundin við Bretland eitt, heldur beindist hún gegn öllum hinum frjálsa heimi. Sum- ir nefndu þó einnig, að hið svokallaða „heimsstríð“ George W. Bush Banda- ríkjaforseta gegn hryðjuverkum virt- ist ekki hafa borið mikinn árangur. „Hryðjuverkamennirnir eru mitt á meðal okkar. Þeir taka þátt í ráð- stefnum og koma jafnvel að undir- búningi Ólympíuleikanna og það minnir okkur á, að við eigum öll í stríði,“ sagði rússneska blaðið Vrem- ya Novostei og í hinu þýska Bild sagði, að hryðjuverkaógnin hefði færst nær og hér eftir gæti enginn verið öruggur. Hernaður ekki rétt viðbrögð „Hvenær verður það næsta?“ spurði tékkneska blaðið Mlada Fronta Dnes og sagði, að heimurinn, og ekki aðeins vestræn ríki, ætti eftir að upplifa margan 11. september. Þýska blaðið Die Welt sagði, að hryðjuverkin hefðu ekki beinst gegn bresku „krossfararíkisstjórninni“, heldur almennt gegn þeim, sem ekki væru múslímar, en önnur blöð, til dæmis Gazeta Wyborcza í Póllandi og Tagesspiegel í Þýskalandi, sögðu, að ekki væri hægt að líta á hryðjuverkin nema sem hefnd fyrir stuðning bresku ríkisstjórnarinnar við þá bandarísku í Írak og Afganistan. Í danska blaðinu Politiken var var- að við frekari hernaði í hryðjuver- kastríðinu: „Nú skiptir mestu fyrir vestræna leiðtoga að lægja öldurnar. Að bregðast nú við með hernaði myndi hafa alvarlegar afleiðingar. Vestræn ríki verða að endurskoða að- ferðir sínar í hryðjuverkastríðinu.“ Í mörgum evrópskum dagblöðum var Bretum og íbúum London hrósað fyrir æðruleysi frammi fyrir hörm- ungunum í fyrradag og það sagt minna helst á þrautseigju þeirra í síð- asta stríði. „Enn einu sinni eiga Bret- ar aðdáun okkar skilda,“ sagði hol- lenska blaðið De Volkskrant. Óttast aukna andúð á múslímum Fjölmiðlar í löndum múslíma for- dæmdu í gær hryðjuverkamennina sem huglausa aumingja en víða kom fram nokkur ótti við, að múslímar al- mennt, ekki síst í Evrópu, yrðu látnir gjalda voðaverkanna. „Blóðugur jarðskjálfti skekur London“ var aðalfyrirsögnin í Al- Khaleej, dagblaði, sem gefið er út í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um. Þar sagði, að glæpirnir í London væru „svívirða“ en jafnframt, að flest- ir Evrópubúar og margir vestrænir leiðtogar hefðu varað við innrásinni í Írak og sagt hana óréttlætanlega. Samt hefðu nokkur ríki ráðist í hana með blóðugum afleiðingum, sem ekki sæi fyrir endann á. Í Sádi-Arabíu sagði Saudi Gazette, að ekki væri hægt að segja, að hryðju- verkin í London hefðu komið á óvart. Með þeim væri hins vegar líka verið að sverta ímynd íslams og múslíma um allan heim. Al-Sharq í Qatar kvaðst óttast hefndaraðgerðir gegn múslímum í Evrópu en að ekki væri unnt að skilja alveg á milli „glæpa- verka al-Qaeda“ og atburða í heimi múslíma: „Þegar stórveldi á borð við Banda- ríkin ræðst inn í önnur ríki og hersit- ur þau, þá verður það alltaf til að kynda undir hatri og ofstæki.“ „Hvenær verður það næsta?“  Fjölmiðlar í Evrópu og múslíma- löndum fordæma voðaverkin Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Reuters Sádí-arabísk kona les fréttir af árásunum í London á heimili sínu í Riyadh í gær. Tókýó. AFP. | Á degi hverjum fara milljónir manna með neðanjarðar- lestum í öllum helstu stórborgum heimsins en sérfræðingar segja, að það sé næstum útilokað að koma í veg fyrir, að þau verði vettvangur hryðjuverka á borð við þau, sem unn- in voru í London í fyrradag. Tilgangur hryðjuverkamanna með því að ráðast á almenningsfarartæki er að valda sem mestri skelfingu enda eiga flestir ekki um annan ferðamáta að velja. Þannig var það í London í fyrradag og þannig var það í Madrid á Spáni fyrir rúmu ári. Þá týndi alls 191 maður lífi. „Helstu skotmörk hryðjuverka- manna nú eru samgöngufyrirtæki og einkafyrirtæki, ekki stjórnarbygg- ingar eða herstöðvar enda svo miklu erfiðara að koma höggi á þær,“ segir Myles Newlove, framkvæmdastjóri Aurora Intelligence, stofnunar, sem fæst við alþjóðlegt hættumat og við- búnað og er með aðsetur í Ástralíu. „Miklu skiptir, að fólk, sem notar lestir eða strætisvagna, hafi augun hjá sér og láti strax vita af öllu grun- samlegu.“ Neðanjarðarlestakerfið í Tókýó er það fjölfarnasta í heimi og þar hefur gæsla verið stóraukin vegna hryðju- verkanna í London. Hefur hún raun- ar verið mjög ströng síðan í mars 1995 þegar liðsmenn sértrúarsafnað- ar slepptu út taugagasi í yfirfullri lest og drápu 12 manns. Á síðasta ári stóðu alsírskir öfga- menn fyrir nokkrum árásum í neð- anjarðarlestinni í París, drápu alls átta manns, og í einni árás þar 1996 féllu fjórir. Óvinnandi verk að skoða farangur Í Tókýó og víðar hefur verið gripið til þess að fjarlægja allar ruslafötur en yfirmenn öryggismála segja, að útilokað sé að fylgjast með farangri farþeganna, þeirra 5,69 milljóna manna, sem daglega fara með neðan- jarðarlestinni í höfuðborg Japans. Japanir eins og Bretar eru banda- menn Bandaríkjanna í Írak þar sem 600 japanskir hermenn taka þátt í ýmsu uppbyggingarstarfi en ekki í neinum hernaðaraðgerðum. Yoshit- aka Murata, yfirmaður almanna- varnaráðsins í Japan, segir, að vitað sé, að Japan og japanskir hagsmunir séu á lista al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna yfir væntanleg skot- mörk. Með það í huga megi aldrei slaka á árvekninni. Lestirnar auðvelt skotmark Hryðjuverk í London
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.