Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 27

Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 27 MINNSTAÐUR • Á Dalvík 1. júlí - 5. ágúst • Vinningar að verðmæti 250.000 • Þátttaka ókeypis og öllum heimil • Ný heimasíða Fiskidagsins mikla á www.julli.is Komdu við á Dalvík og taktu þátt í fjölskylduratleik Í tilefni af 5 ára afmæli Fiskidagsins mikla í Dalvíkurbyggð verður fjölskylduratleikur í gangi í sumar þar sem þátttaka er ókeypis og öllum heimil. Fjölskyldan fær sér göngutúr um Dalvík, leysir létta þraut í leiðinni og á möguleika á að vinna glæsilega vinninga. 1. vinningur er úrvalsfiskur, nokkrar tegundir, að verðmæti 100.000 kr, frá Samherja og Landflutningar Samskip flytja vinninginn heim að dyrum. 2. – 6. vinningur eru 65 lítra ferðakistlar frá Sæplasti, frábærir ferðafélagar sem munu innihalda sýnishorn af matseðli Fiskidagsins mikla 2005, að verðmæti 30.000 hver. Hægt er að taka þátt í leiknum í allt sumar til kl 22.00 föstudaginn 5. ágúst, þátttökuseðlar liggja frammi á helstu þjónustustöðum á Dalvík, upplýsingamiðstöðvum og víðar. Ný heimasíða Fiskidagsins mikla á www.julli.is Allar upplýsingar - Daglegar fréttir - Skráðu þig á póstlistann 5 ára Selfoss | Bæjarstjórn Árborgar hefur fest kaup á meginhluta jarðarinnar Bjarkar sem er sunnan við þéttbýlið á Selfossi. Var þetta samþykkt af fulltrúum í meirihluta bæj- arstjórnar og jafnframt að taka 180 milljóna kr. lán vegna kaupanna. Kaupin voru tekin fyrir á síðasta fundi bæjarstjórnar. Fram kom að jörðin er um 102 hektarar að stærð en undanskildir eru 3 hektarar umhverfis hús seljanda og kaupir Árborg því 99 ha. Á fundinum gagnrýndu fulltrúar minni- hlutans, Sjálfstæðisflokksins, kaupin og greiddu atkvæði á móti. Í bókun Páls Leós Jónssonar og Halldórs Vals Pálssonar kemur fram að land sem sveitarfélagið á nú þegar og land sem einstaklingar eru að skipuleggja fyrir íbúðabyggð dugi til að tvöfalda íbúatölu Selfoss. Vekja þeir athygli á því að niður- stöður sameiningarkosninga í haust geti haft áhrif á þróun byggðar. Einnig að mörg önnur brýn verkefni bíði framkvæmdar. Því sé hvorki skynsamlegt né tímabært að ráðast í svo mikla lántöku til kaupa á landi sem ekki þurfi að nýta næstu tuttugu árin. Af hálfu meirihluta bæjarstjórnar var lýst þeirri stefnu að eiga ávallt nóg af landi til að byggja á. Sveitarfélagið hafi þannig verið í samkeppni við einkaaðila um að bjóða land fyrir nýbyggingar og sú samkeppni verið til góðs. Kaupin á Bjarkarlandinu séu til að við- halda jafnvæginu og veita sveitarfélaginu svigrúm til þróunar í framtíðinni. Árborg festir kaup á landi Bjarkar LANDIÐ Dalir | „Mér datt í hug að breyta til, fara að gera eitthvað nýtt,“ segir Áslaug Finnsdóttir sem rekur minjagripamarkað og kaffisölu í stóru víkingatjaldi sem hún hefur komið upp á Eiríksstöðum í Hauka- dal. Þar er allt í víkingastílnum, eins og hæfir fæðingarstað Leifs heppna. Áslaug er sauðfjárbóndi á Hömr- um í Haukadal. Þau hjónin voru áð- ur einnig með kúabúskap en hættu því fyrir fimm árum og Áslaug fór að vinna á hjúkrunarheimilinu Fellsenda. „Okkur fólkinu hér í sveitinni hefur þótt vantað þjónustu við ferðafólk hér á Eiríksstöðum. Hugmyndin fæddist og ég ákvað að breyta til,“ segir Áslaug um tildrög þess að hún hóf rekstur á Eiríks- stöðum. Hún tók sér ársleyfi frá störfum á Fellsenda til að sinna þessu og öðrum áhugamálum í vet- ur. Ákvað að eyða sumrinu hér Hún lét sauma fyrir sig fjörutíu fermetra tjald og reisti það á Eiríks- stöðum í síðasta mánuði. Þar hefur hún til sölu minjagripi, ekki síst muni sem tengjast víkingatímanum. Þar eru meðal annars handverks- munir sem heimafólk hefur gert og félagar í íslensku víkingafélögunum sem heimsótt hafa staðinn. Þá geta gestir sest niður og fengið sér kaffi og heimabakaðar kleinur, einnig harðfisk og fleira góðgæti. „Við reynum að hafa þetta sem mest í víkingastílnum eins og tilheyrir á Eiríksstöðum,“ segir Áslaug. Hún þarf að pakka öllum vörun- um niður að kvöldi og taka með sér heim. „Þetta er sannkallað markaðs- líf. Maður venur sig á þetta og þarf bara að vera jákvæður,“ segir hún. Áslaug er með opið alla daga vik- unnar og viðurkennir að starfið sé nokkuð bindandi. Segir þó að dóttir sín leysi sig stundum af. „Ég ákvað að eyða sumrinu hér. Svo gerir mað- ur eitthvað skemmtilegt í vetur,“ segir hún og upplýsir að þá hyggist hún fara í nám. Áslaug er fædd og uppalin í Keflavík en hefur búið í sveitinni í 21 ár. Segist hún ekki hafa nennt að læra þegar hún var ung. Nú sé orðið auðveldara að bæta úr slíku og hyggst hún reyna að ná sér í stúdentspróf með fjarnámi. Alltaf gaman í sveitinni Ekki væsir um Áslaugu á Eiríks- stöðum. „Hér er mikið af góðu og skemmtilegu fólki og yndislegt að vera. Það er alltaf gaman í sveit- inni.“ Töluverður gestagangur er á Ei- ríksstöðum. Á síðasta sumri greiddu um 10 þúsund gestir aðgangseyri að tilgátubænum og er talið að 13 til 15 þúsund manns hafi komið á staðinn. Áslaug segir að töluverð umferð sé í sumar og flestir komi í tjaldið til hennar. Fólk sé forvitið um þetta stóra og mikla tjald. Framundan er aðalhelgi sumars- ins, Leifshátíðin á Eiríksstöðum, og gerir Áslaug sér vonir um að í dag verði mikið að gera í víkingatjald- inu. Áslaug Finnsdóttir á Hömrum í Haukadal söðlaði um og hóf rekstur á víkingatjaldi á Eiríksstöðum Hugmynd fæddist og ég ákvað að breyta til Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Vattarsaumur Áslaug Finnsdóttir stendur við borðsendann við að kenna áhugasömum víkingum úr Dölunum vatt- arsaum. Hópurinn er að stilla saman strengina fyrir Leifshátíðina sem haldin er í Haukadal um helgina. ÁRBORGARSVÆÐIÐ Hveragerði | Fyrirtækið Byr hefur flutt í eigið húsnæði, að Austurmörk 4 í Hveragerði. Á þeim tímamótum var opnað þar svokallað skrifstofuhótel. Bætist það í fjölbreytta flóru starfsemi sem rekin er undir hatti Byrs. „Þetta er nú eiginlega Soffíu að kenna,“ seg- ir Bryndís Sigurðardóttir, annar eigandi Byrs, þegar fréttaritari spyr um tilurð fyrirtækisins. Og Bryndís segir söguna: „Soffía hafði nýlokið námskeiði til löggildingar fasteignasala, þegar hún kom að máli við mig.“ „Og mamma getur allt,“ heyrist þá í Lottu, dóttur Bryndísar.“ „Já og ég get allt, þannig að mig vantaði einhvern félaga.“ Þær stöllur Soffía Theódórsdóttir og Bryndís slógu til og stofnuðu fyrirtækið Byr í júní 2003. Skrifstofuhótel opnað Þetta eru tvö fyrirtæki, segir Soffía, en Byr er samheiti beggja. Soffía rekur Byr fast- eignasölu en Bryndís er með skrifstofuþjón- ustu, skrifstofuhótel, útibú frá Bílaleigu Ak- ureyrar og saman hafa þær umboð fyrir Vörð vátryggingafélag. Skrifstofuhótel er nýtt af nálinni í Hveragerði. Fyrir er slíkt skrifstofu- hótel á Selfossi en það er verkefnið Sunnan3 – rafrænt samfélag sem hefur forgöngu um stofnun hótelanna. Þar getur fólk fengið leigða vinnuaðstöðu. Nú þegar er pláss fyrir fjóra á hótelinu, en hægt er að bæta fleirum við, eins og Bryndís segir gestum þegar hún kynnir nýja hótelið. Fyrsti leigjandinn er kominn, það er Guðrún Tryggvadóttir, sem meðal annars er að vinna verkefnið grasagudda- .is, sem fæst við allt náttúruvænt og verkefnið Fósturlandsins freyj- ur. Hversu lengi ætli þær hafi geng- ið með hugmyndina um fyrirtækið áður en draumurinn varð að veru- leika? „Frá því að hugmyndin fæddist og þar til við opnuðum liðu tveir til þrír mánuðir. Það er því á tveggja ára afmæli fyrirtækisins sem við opnum í okkar eigin hús- næði,“ segja þær Soffía og Bryndís brosandi. Og það er svo sannarlega ástæða fyrir þær að brosa, því hús- næðið hefur tekið stakkaskiptum eftir að þær fengu það í hendur. Þær keyptu hvor sinn hlut í hús- inu sem er á tveimur hæðum og stendur við Austurmörk 4. Fast- eignasalan er á neðri hæðinni en skrifstofuþjónustan á þeirri efri. „Við keyptum húsnæðið í apríl og höfum verið að endurnýja það síð- an,“ segir Soffía. Hér er búið að leggja nýtt rafmagn, skipta um gler, setja ný gólfefni og allar innréttingar. Það má því segja að allt hafi verið rifið út og endurnýjað. Breytingarnar hafa tekist mjög vel sem er ekki síst að þakka glerveggjum sem skipta rýminu þannig að alls staðar er bjart. Auk eigendanna, þeirra Bryn- dísar og Soffíu, vinnur Hafrún Einarsdóttir á fasteignasölunni en sameiginlegur ritari beggja fyrirtækjanna er Hugrún Ólafsdóttir. Fyrirtækið Byr flytur í eigið húsnæði og opnar nýtt skrifstofuhótel „Mamma getur allt“ Eftir Margréti Ísaksdóttur Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Nýr vinnustaður Eigendur og starfsfólk Byrs, Bryndís Sigurðardóttir og Soffía Theodórsdóttir sitja og fyrir aftan standa Hugrún Ólafsdóttir og Hafrún Einarsdóttir. Selfoss | Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur ákveðið að hefja uppbyggingu íþróttamannvirkja við Engjaveg á Selfossi með byggingu nýs gervigrasvallar en fjármagn til þess verkefnis er á fjárhagsáætlun ársins. Áður hafði bæjarstjórn slegið á frest uppbyggingu við Engjaveg vegna stórfelldra framtíðaráforma um uppbyggingu íþróttamannvirkja neðarlega við Eyraveg. Á bæjarráðsfundinum var eft- irfarandi bókun samþykkt: Meiri- hluti bæjarstjórnar Árborgar tók ákvörðun í vetur um að kanna stór- fellda uppbyggingu íþróttamann- virkja, m.a. fjölnotaíþróttahús, þar sem tekið er mið af hinni gríðarlegu íbúafjölgun og uppgangi sem er í sveitarfélaginu. Í nýju aðalskipulagi er framtíðaruppbyggingu íþrótta- mannvirkja markaður staður vestan Eyravegar og sunnan Hagalands. Þar er mikið landrými sem býður upp á fjölbreytta möguleika á sviði íþrótta, menningar og hvers kyns af- þreyingar fyrir gesti og gangandi. Nú er ljóst að þessi uppbygging er flóknari og tímafrekari í undirbún- ingi en sérfræðingar bæjaryfirvalda töldu í upphafi. Þess vegna hefur meirihlutinn ákveðið að jafnhliða verði nú þegar hafin uppbygging á nýjum gervigrasvelli á íþróttasvæð- inu við Engjaveg á Selfossi í sam- ræmi við fjárhagsáætlun 2005.“ Jafnframt var ákveðið að skipa verkhópa með fulltrúum bæjaryf- irvalda og íþróttahreyfingarinnar til að forgangsraða og móta framtíð- aruppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Nýr gervigrasvöllur byggður á Selfossi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.