Morgunblaðið - 09.07.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 09.07.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 29 Morgunblaðið/Jim Smart etta listaverk Sigurðar Guðmundssonar, sem naspítala Hringsins í Reykjavík. Uppsetning um listskreytingar í og við opinberar byggingar. kafjár- synjað gs- að 30% akvöð aldrei til eikleik- a mál- yggingar- gja í því greina og að við æðið um og þar tingarnar nn, þ.e. stóla og breyting g að full ta til jálmar álfur sé að metn- ti af u mati er okið fyrr ki er fa feg- rænu vægi í legri rning um að við æna a út- ég tel að a átt,“ ar til nbera til lækkað á ndi það ð skrá endan- essar á er það ðandi og gir skref neytið ur- „HUGMYNDIN með Listskreyt- ingasjóði er alveg skýr. Þar er kveð- ið á um ákveðna menningarlega ábyrgð sem stjórnvöld hafa í þessum efnum, þ.e. varðandi list í opinberum byggingum,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og bendir á að veruleg þörf sé á að skoða hvers vegna ekki sé farið að lögum um Listskreyt- ingasjóð, en þar vísar hún til upplýs- inga frá Framkvæmdasýslu ríkisins þess efnis að allt að 30% af eðlilegri listskreytingakvöð komi aldrei til framkvæmda. „Við eigum ekki að vera að svíkja þau upphaflegu markmið sem kveð- ið er á um í lögum um Listskreyt- ingasjóð. Við eigum að viðhalda þeim og sjá til þess að það sé hægt að standa við þau með reisn. Það hefur ekki verið gert, sem sýnir mér og segir að skilningur stjórnvalda á þessu meginhlutverki Listskreyt- ingasjóðs sé afar fátæklegur og ég held að það þurfi að breytast.“ Kol- brún hefur átt sæti í mennta- málanefnd síðan 1999, en að hennar sögn hafa málefni Listskreytinga- sjóðs ríkisins ekki verið til sér- stakrar umfjöllunar í nefndinni á þeim tíma. Kolbrún Halldórsdóttir Skilningur stjórnvalda fátæklegur „AÐ MÍNU mati hefði verið eðlilegt að framlagið til sjóðsins hefði a.m.k. fylgt verðlagsþróun,“ segir Magnús Þór Hafsteins- son, þingflokks- formaður Frjálslynda flokksins, og vís- ar þar til þess að framlög Alþingis til Listskreyt- ingasjóðs rík- isins hafi farið lækkandi á um- liðnum árum. Var framlagið 8 millj- ónir kr. árlega á árunum 1993-2003, en 7,2 millj. kr. síðustu tvö ár. Hefði upphæðin fylgt verðlagsþróun hefði framlagið hins vegar átt að vera tæpar 12 millj. kr. í ár. „Ég vil endi- lega að ríkið standi myndalega að þessum málum, enda fátt sem gleð- ur augað meira en falleg listaverk í opinberum stofnunum. Þarna er póstur sem greinilega hefur orðið hornreka í kerfinu og þetta þarf bara að lagfæra.“ Þegar töfin á skráningu lista- verkaeignar sjóðsins sökum fjár- skorts er borin undir Magnús Þór segir hann algjörlega óásættanlegt að ekki skuli vera til gagnagrunnur yfir öll verk sjóðsins, sem valdi því að ekki sé vitað hvar sum verkanna eru niðurkomin. „Þeir peningar sem veita þyrfti í svona skráningar- vinnu væru fljótir að skila sér í formi þess að ríkið hefði mun betri yfirsýn yfir listaverkaeign sína,“ segir Magnús Þór og bendir á að sí- fellt sé verið að einkavæða stöðugt fleiri ríkisfyrirtæki og þá sé mikil- vægt að hafa góða yfirsýn yfir það hvaða listaverk í eigu ríkisins séu staðsett í viðkomandi byggingum svo þau glatist ekki. „Við munum taka þetta mál til skoðunar í mínum flokki og taka þetta upp inni í fjár- laganefnd þegar hún kemur sam- an.“ Magnús Þór Hafsteinsson Mikilvægt að hafa yfir- sýn yfir listaverka- eignina „VIÐ HÖFUM ekki fengið málefni sjóðsins til umfjöllunar hjá okkur frá því að ég tók við formennsku,“ segir Gunnar Ingi Birgisson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, en hann hefur verið formaður menntamála- nefndar frá árinu 2002. Þegar lækkun á framlögum hins opinbera til sjóðsins á umliðnum árum er borin undir Gunnar bendir hann á að byggingum í eigu ríkisins hafi fækkað umtalsvert með færslu grunnskólans til sveitarfélaganna árið 1997. „Þegar grunnskólinn færðist frá ríki til sveitarfélaga má gera ráð fyrir að fermetrum rík- isins hafi fækkað um 40%.“ Bendir hann á að flestar byggingar í eigu ríkisins séu annars vegar sjúkra- stofnanir og heilbrigðisstofnanir á landinu og hins vegar framhalds- skólarnir sem eru í 60% eigu rík- isins og 40% eigu sveitarfélaganna. Inntur eftir áliti sínu á seina- gangi við vinnslu gagnagrunns sjóðsins sem stafar af fjárskorti svarar Gunnar: „Mér þykir þetta nú með ólíkindum. Þetta er nú það lítil upphæð að yfirleitt er þetta nú afgreitt innan ráðuneytisins. Ég trúi því nú ekki að það þurfi að sækja um aukafjárveitingu til fjár- laganefndar fyrir slíkri upphæð. Ég teldi mjög æskilegt að eiga þessar upplýsingar allar á stafrænu formi,“ segir Gunnar og tekur fram að ákvörðunin sé undir mennta- málaráðherra komin. Gunnar Ingi Birgisson Undir ráð- herra komið Leiðtogar G8-ríkjanna,helstu iðnríkja heims, lukuí gær fundi sínum í Glen-eagles í Skotlandi með því að samþykkja það, sem þeir kölluðu „andstæðuna við hatrið“ og þá með beinni tilvísan til hryðjuverkanna í London. Felst það í stóraukinni að- stoð við Afríku og palestínsku heimastjórnina ásamt fyrirheiti um að takast í alvöru á við mengun og loftslagsbreytingar vegna hennar. „Við stöndum hér í skugga hryðjuverkanna í London en við er- um samt staðráðnir í að láta þau ekki skyggja á þann árangur, sem hér hefur náðst,“ sagði gestgjafinn, Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, í fundarlok. „Það er nú einu sinni þannig í stjórnmálum, að ár- angurinn verður aldrei sá, sem ýtr- ustu vonir stóðu til, en engu að síður höfum við fengið miklu áorkað.“ Blair fékk því framgengt á fund- inum, að ákveðið var að árið 2010 yrði búið auka þróunaraðstoð við Afríkuríkin um 50 milljarða dollara en það samsvarar 3.275 milljörðum íslenskra króna. Hann lagði hins vegar á það mikla áherslu að framtíð Afríku væri fyrst og fremst í hönd- um Afríkumanna sjálfra, án heiðar- leika og betri stjórnarhátta yrði flest unnið fyrir gýg. Merkilegur áfangi Litið er á þessa samþykkt G8- ríkjanna; Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada, Rússlands og Þýskalands, sem mik- inn sigur fyrir Blair og vonandi Afr- íku en samt sem áður eru viðbrögð margra hjálparsamtaka fremur nei- kvæð. Segja talsmenn þeirra að ekki sé nóg að gert en Bob Geldof, sem skipulagði Live 8-tónleikana, fagnaði samþykktinni sem miklum og merki- legum áfanga. „Aldrei fyrr hafa jafnmargir átt þátt í að móta stefnuna í heimsmál- um. Ef einhver hefði spáð því fyrir þremur vikum að aðstoðin við Afríku yrði stóraukin og skuldir afskrifaðar hefði enginn trúað því,“ sagði Geldof en auk þess að auka aðstoðina var samþykkt að strika út skuldir 18 af fátækustu ríkjum heims. Í sérstakri samþykkt fundarins um hryðjuverkaógnina hétu leiðtog- arnir því að efla samstöðuna og samstarfið, ekki síst hvað varðaði aukið öryggi lestarfarþega. „Markmið hryðjuverkamanna er ekki aðeins að drepa og örkumla saklausa borgara, heldur einnig að sá fræjum örvæntingar, reiði og haturs í hjörtu fólks. Þeir eru fulltrúar vonleysis og myrkurs en það sem við höfum fram að færa er andstæða þess, dálítil von um betri framtíð,“ sagði Blair er hann kynnti ályktanir fundarins. Blair dró enga dul á, að á sumum sviðum hefði árangur fundarins orð- ið minni en hann hefði vonað og þá sérstaklega hvað varðaði loftslags- málin. Er þar aðallega um að kenna andstöðu George W. Bush Banda- ríkjaforseta við Kýótó-sáttmálann og aðra bindandi samninga um að draga úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda. Samkomulag náðist samt um að boða til sérstakrar ráðstefnu í Bretlandi 1. nóvember næstkom- andi um loftslagsmálin og ákveðið hefur verið að taka upp viðræður um þau við vaxandi efnahagsveldi eins og Brasilíu, Mexíkó, Kína, Suður-Afríku og Indland. Palestínumenn studdir Ákveðið hefur verið að styðja pal- estínsku heimastjórnina með þrem- ur milljörðum dollara, nærri 197 milljörðum íslenskra króna, á næstu þremur árum og sagði Blair að von- andi yrði það til að auðvelda Palest- ínumönnum og Ísraelum að búa saman í sátt og samlyndi. Af öðrum samþykktum má nefna, að vonast er til að í viðræðum í Hong Kong síðar á árinu verði nefndar einhverjar tímasetningar um endalok niðurgreiðslna í land- búnaði og stóru iðnríkin hétu að stórauka framlög sín til baráttunn- ar gegn alnæmi. G8-ríkin sam- þykktu stóraukna aðstoð við Afríku Reuters George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Olusegun Obasanjo, forseti Nígeríu, ganga hönd í hönd út af fundarstað leiðtogafundar G8-ríkjanna. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Skuldir fátækra ríkja strikaðar út, mikill stuðningur við Palestínumenn en lítill árangur í loftslagsmálum Gleneagles. AFP. | Sú ákvörðun leiðtoga G-8-ríkjanna um að búið verði að auka þróunaraðstoð við Afríku- ríki um 50 milljarða bandaríkjadollara á ári fyrir árið 2010, nægir ekki ef standa á við þúsaldarmark- mið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í þróunarmálum, segja alþjóðleg hjálparsamtök. Peter Hardstaff, yfirmaður hjá Alþjóðlegu þróun- armálahreyfingunni (WDM), benti í gær á að hið aukna framlag af hendi G-8-ríkjanna nægði ekki til að standa við þúsaldarmarkmiðin sem stjórnvöld ríkjanna hefðu samþykkt. Alþjóðlegu hjálpar- samtökin Oxfam og Action Aid, sögðu að ákvörðun leiðtoga G-8-ríkjanna yrði til þess að framlög til þróunaraðstoðar yrðu 130 milljarðar dollara á ári innan fimm ára, en samkvæmt markmiðum SÞ hefðu þau átt að verða 180 milljarðar á þessu tíma- bili. Of seint fyrir þær 50 milljónir barna sem deyja fyrir 2010 Max Lawson, talsmaður Oxfam, sagði að ákörðun G-8-ríkjanna væri „skref fram á við, en kæmi of seint“. Samtökin Action Aid sögðu ákvörðunina frekar vera slæmar fréttir en góðar, þar sem hún dygði ekki fyrir þörfum hinna fátæku í heiminum. „G-8-ríkin hafa lofað 50 milljörðum til viðbótar í þróunaraðstoð fyrir árið 2010. Þó að aukin þróun- araðstoð sé vel þegin, þá er þetta of lítið, og of seint fyrir þær 50 milljónir barna sem munu deyja fram að árinu 2010. Ef þeim er alvara með því að binda enda á fátækt fyrir fullt og allt, ættu þeir að tilkynna um 50 milljarða aukningu núna, ekki eftir fimm ár,“ sögðu samtökin í yfirlýsingu. Að auki sögðu samtökin að ef útreikningar væru skoðaðir kæmi í ljós að innan við helmingurinn af þessum fjármunum væru „nýir peningar“. Blair segir samþykktina fela í sér raunverulegar framfarir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að þrátt fyrir að samþykkt leiðtoganna þætti ekki ganga nógu langt að allra mati væri ljóst að hún fæli í sér „framfarir, raunverulegar og raunhæfar framfarir“, eins og hann orðaði það. Hjálparsamtök gagnrýna niðurstöðu G-8-fundar Framlög nægja ekki til að standa við markmið SÞ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.