Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 30

Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 30
30 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Sem betur fer er veðrið ekkert sérstakt daginn sem lopapeysumátunin fer fram, eilítil súld sem sannar enn og aftur mátt peysunnar gegn veður„ofsa“ Íslands. Það er í raun sama hvern- ig veðrið er, lopapeysan á alltaf við. Nú hefur færst í aukana að breyta hefð- bundnu formi peysunnar en gamla, ís- lenska munstrið hefur fengið að halda sér. Munstrið hefur einnig sést annars staðar, eins og til dæmis á T-bolum Smekkleysu hér um árið. Þess má geta að „gamla“ munstrið, eins og við þekkjum það, sást ekki á lopa- peysum á Íslandi fyrr en upp úr 1940 svo það er ekki eins gamalt og margir halda. Kvenlegar í útilegunni Gömlu íslensku sauðarlitirnir eru enn vinsælir en það er líka hægt að fá peysur í öllum regn- bogans litum. Þær eru margar orðnar aðsniðnar, með víðari ermum, rennilás, tölum eða stærri krögum og henta því betur á konur sem vilja líta kvenlega út, líka í úti- legunni. Lopapeysan, sem lengi hef- ur verið einkennisbúningur útihátíða og haustrétta, er nú að verða algengari sjón innan borgarmark- anna, enda hlýleg flík sem getur komið í stað- inn fyrir jakka og verið hentug á köldum vinnu- stað. Hún passar líka á alla, konur og karla, stelpur og stráka og al- mennt Íslendinga á öllum aldri. Og ekki má gleyma útlendingunum. Í verslun Handprjónasambandsins á Skólavörðustíg eru út- lendingar í miklum meiri- hluta viðskiptavina yfir sumarið. Annað gildir um verslun vetrarins og þar á bæ er almenn ánægja með þá aukningu sem hefur orðið á vinsældum lopapeysunnar meðal Íslendinga sjálfra. Leist vel á aðsniðnu peysurnar Hallveig, sem er oft kölluð Hadda, brá sér í nokkrar mismunandi peysur frá handprjóna- sambandinu. Leist henni sérstaklega vel á aðsniðnu peysurnar, sem eru prjónaðar úr fallegum, skærum litum enda er hún mikil áhugamanneskja um tísku. Hún var ekki eins hrifin af herðaslánni en bar hana engu að síður með reisn. Eins og sést á meðfylgj- andi myndum, er fjarri lagi að íslenska lopa- peysan geti talist lúðaleg og fellur hún vonandi seint úr tísku.  TÍSKA Lopapeysur eru alls ekki lúðalegar Gamla góða lopapeysan stendur fyrir sínu gegn veðri og vindum. Hún hefur þó ekki verið talin sérstaklega kvenleg hingað til. Sara M. Kolka fékk Hallveigu Ólafsdóttur, til að prófa nokkrar nýjar, og gamlar gerðir af fallegum lopapeysum. Hér er Hadda í blárri, aðsniðinni lopapeysu með rennilás. Um hálsinn hefur hún fornt ís- lenskt hálsmen er nefnist kinga. Grátt „Poncho“ eða herðaslá er upplagt yfir jakka og er með hærri kraga. Getur auðveld- lega komið í staðinn fyrir sjal. Bleik, aðsniðin lopapeysa er afskaplega dömuleg. Þessi hefur rennilás sem er hægt að renna, bæði uppi og niðri. Hin hefðbundna lopapeysa með íslensku munstri. Hún er lokuð og stroffið þrengir að við ermar, háls og mjaðmir. sara@mbl.is Finnst þér unglingurinn á heimilinu ekki nógu þjóðlegur? Þá er upplagt að gefa honum lopa-hettupeysu. Það eru vasar á henni og hún er víð neðst sem og við ermarnar. M or gu nb la ði ð/ Þ Ö K Oftast er skilnaður hjóna eða slit á sambúð erf- ið lífsreynsla fyrir alla sem hlut eiga að máli. Ekki síst börnin. Benedikt Jóhannsson sál- fræðingur, sem skrifað hefur bókina Börn og skilnaður, segir að þó að skilnaður feli í sér brostnar vonir þá sé hann ekki endirinn á lífs- hamingjunni. Hann markar líka upphaf að nýju og vonandi hamingjuríkara lífi fyrir alla sem hlut eiga að máli. „Til þess að svo geti orðið, og börn komist vel frá skilnaði, þarf að standa vel að honum ef svo má að orði komast. Umfram allt ætti að hafa þarfir barnanna í fyrirrúmi. Þau eru ekki hlutir eins og eignir og skuldir sem hægt er að skipta á milli foreldranna við skilnað. Þótt for- eldrar skilji sem makar eru þeir ekki að skilja við börnin sín. Þeir þurfa áfram að rækja for- eldrahlutverkið og þurfa þess vegna að hafa samskipti um uppeldi barna sinna.“ Áframhaldandi deilur eftir skilnað hafa slæm áhrif á börn. Rannsóknir benda til að árekstrar foreldra, tengsl barna við foreldr- ana, aðlögun forsjárforeldra, fjárhagur for- eldra og álag í lífi barnanna skipti miklu máli hvað varðar langtímaáhrif skilnaðar á börn. Árekstrar foreldra og ofbeldi unglinga Íslenskar rannsóknir sýna til dæmis að tengsl eru á milli tíðra og mikilla árekstra for- eldra og ofbeldis og depurðar hjá unglingum. Stúlkur virtust viðkvæmari fyrir árekstrum milli foreldra sinna. Deilur foreldra fyrir skiln- að geta haft þau áhrif að frammistaða í námi, hegðun í skóla og líðan barna versnar. Ef skilnaður hefur í för með sér að börnin losna við árekstra foreldranna getur hann leitt til betri líðanar hjá börnunum. Áframhaldandi deilur foreldra eftir skilnað hafa slæm áhrif á börnin og virðist sem langtímaáhrif á börnin séu mest undir því komin hvort foreldrunum tekst að leysa deilur sínar. Regluleg umgengni við föður Mun algengara er að börn búi áfram hjá móður sinni eftir skilnað en hjá föður. Börn sem hafa reglulega umgengni við föður sinn eftir skilnað eru betur aðlöguð og getur það mildað verulega hin neikvæðu áhrif skilnaðar- ins. Þetta á einkum við um drengi. Það virðist mikilvægt að faðirinn fylgist með lífi barnanna og taki þátt í því eins og kostur er, en sé ekki helgarpabbi sem börnin eru í fríi hjá. Bókin Börn og skilnaður kom út í endur- skoðaðri útgáfu fyrir síðustu jól hjá Skálholts- útgáfunni. Í bókinni setur Benedikt fram óskir barna til foreldra við skilnað. Óskirnar eru að fyrirmynd danska sálfræðingsins Mortens Nissens og nokkuð er stuðst við hugmyndir bandaríska sálfræðingsins E. Teyber. Benedikt hvetur foreldra sem standa frammi fyrir skilnaði að íhuga réttmæti þess- ara óska þó sumum gæti þótt þær viðamiklar. Með skilnaði eru foreldrar væntanlega að óska sér betra lífs og þá auðvitað fyrir börnin sín líka.  SKILNAÐUR Hafa ætti þarfir barna í fyrirrúmi Óskir barna til foreldra við skilnað 1. Að foreldrarnir búi börn sín vel und-ir þær breytingar sem skilnaðurinn mun hafa í för með sér, áður en þeir slíta sam- vistum.  2. Að skýrt sé út fyrir börnunum að skilnaður sé nauðsynlegur vegna vanda í samskiptum foreldranna.  3. Að börnunum sé gert ljóst að þau eigi ekki sök á skilnaðinum.  4. Að börnunum sé ekki ætlað að ákveða sjálf hjá hvoru foreldrinu þau búa.  5. Að börnin verði áfram í sama um- hverfi, þannig að sem fæst félagsleg tengsl rofni.  6. Að stuðlað sé að stöðugleika og aga í daglegu lífi barnanna.  7. Að foreldrarnir gefi sér tíma til að vera með börnunum og hlúa að þeim til- finningalega.  8. Að börnunum sé tryggð regluleg umgengni við foreldrið sem þau búa ekki hjá og að með aldrinum hafi þau aukin áhrif á hvernig umgengni er háttað.  9. Að börnunum séu tryggð tengsl við fjölskyldur beggja foreldra, einkum við afa sína og ömmur.  10. Að foreldrarnir haldi áfram nauð- synlegu samstarfi sem foreldrar eftir skilnað.  11. Að börnunum sé haldið utan við deilur foreldranna og að foreldrar hall- mæli ekki hvort öðru í áheyrn barnanna.  12. Að börnunum sé ekki ætluð of mikil ábyrgð eftir skilnaðinn og þeim ekki gert að axla ábyrgð eins og þau séu fullorðin.  13. Að foreldrarnir undirbúi börnin vel áður en þeir stofna nýja fjölskyldu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.