Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 34

Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 34
34 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í DAG, þann 9. júlí, er merkisdagur í lífi bahá’ía um heim allan. Þennan dag komum við saman og minnumst at- burðar sem átti sér stað fyrir 155 ár- um í borginni Tabríz í Íran. Ungur maður, Bábinn að nafni, boðberi nýrra tíma, var á þessum degi tekinn af lífi á almenningstorgi í borginni. Hann var líflátinn fyrir að hafa boðað að hann hefði verið sendur til að ryðja brautina fyrir mikinn mannkynsfræð- ara sem öll helg trúarrit tala um og sem ætti að opna dyr að nýrri öld sameiningar, þegar allir menn sam- einast í einni trú – þeim trúar- brögðum, sem allir spámenn Guðs hafa boðað frá aldaöðli. Á þessari nýju öld myndu allir menn lifa saman sem bræður. Bábinn kenndi einnig jafnrétti kynjanna og einingu mann- kyns. Um 20.000 fylgjendur hans týndu lífinu í miskunnarlausum of- sóknum yfirvalda og klerkaveldis á hendur þeim fyrir þær sakir einar að fylgja málstað hans. Bábinn hafði sjálfur á þeim 6 árum sem höfðu liðið frá boðun hans verið í fangelsum eða í útlegð og þolað pyntingar og harð- ræði í höndum íranskra klerka. Þann 9. júlí 1850 var Bábinn fluttur í fangelsi í Tabríz-borg á meðan klerkarnir sem höfðu hann í haldi reyndu að koma sér saman um hvað gera ætti við hann. Loks var ákveðið að leiða hann fyrir aftökusveit skip- aða 750 hermönnum. Nagli var rekinn í stoðina milli dyra fangelsisklefanna. Þetta gerðist utanhúss á her- skálatorgi borgarinnar og mikill fjöldi fólks hafði safnast saman á torginu og húsþökum umhverfis það til að fylgj- ast með aftökunni. Talið er að um 10.000 áhorfendur hafi verið við- staddir aftökuna. Reipi voru fest við nagla við fangaklefa Bábsins, og í þessi reipi voru Bábinn og unglingur einn, fylgjandi hans sem einnig hafði verið fangelsaður, bundnir saman. Til er opinbert skjal í forn- bréfasafni breska utanríkisráðuneyt- isins (merkt F.O. 60/153/88) sem stað- festir lýsingu persneska sagnaritarans Nabíls á píslarvætti Bábsins. Skjal þetta er sendibréf frá Sir Justin Sheil, sérlegum sendi- manni Viktoríu drottningar í Teher- an. Bréfið segir meðal annars: „Leið- togi sértrúarflokksins (fylgjenda Bábsins) hefur verið líflátinn í Tabríz. Hann var skotinn af fótgönguliðum og dauði hans varpaði ljóma á trúar- brögð hans og getur orðið til þess að auka stórum fjölda áhangenda hans. Þegar kúlnahríðinni linnti og reyk- urinn og rykið settist, var Bábinn horfinn og mannfjöldinn hrópaði að hann hefði stigið til himins. Kúlurnar höfðu slitið reipið, sem hann var bundinn með, en hann var fluttur frá þeim stað, þar sem hann fannst eftir nokkra leit, og skotinn.“(1) Líkamsleifar Bábsins og læri- sveina hans voru lagðar á brún virkisgrafar fyrir utan borgina í þeirri von að villidýr mundu leggjast á þær. Lærisveinum Bábsins tókst hinsvegar að fjarlægja þær og koma þeim loks til landsins helga (Ísrael) og þar hvíla þær nú í fögru og undur- samlegu grafhýsi í hlíðum Karmel- fjalls í Haifa í Ísrael. Mig langar að ljúka þessum pistli með ritningargrein eftir Bábinn: „Engin paradís er upphafnari, að mati þeirra sem trúa á himneska ein- ingu, en sú að hlýðnast boðum Guðs, og enginn eldur er heitari í augum þeirra, sem þekkt hafa Guð og tákn hans, en að brjóta gegn lögum hans og kúga aðra sál, jafnvel þótt ekki sé í meira mæli en sem nemur must- arðskorni.“(2) Bahá’íar á höfuðborgarsvæðinu munu hittast á landi Bahá’í- samfélagsins að Kistufelli kl. 12:00 og minnast þessa atburðar með bæn- um og ritningalestri. DAVÍÐ ÓLAFSSON, Kleppsvegi 10, 105 Reykjavík Bahá’íar hittast við Kistufell Frá Davíð Ólafssyni sjúkraliða: UNDANFARIN ár hefur verið unnið að því á vettvangi Evrópu- sambandsins (ESB) að byggja upp sérfræðistofnanir á hinum ýmsu málasvið- um. Líkt og sérstakar stofnanir samgöngu- ráðuneytisins, t.d. Flugmálastjórn Ís- lands og Siglinga- stofnun Íslands, hafa nú verið settar á stofn bæði Siglingaörygg- isstofnun Evrópu (European Maritime Safety Agency, EMSA) og Flugörygg- isstofnun Evrópu (European Aviation Safety Agency, EASA). En hvernig er að- koma okkar Íslend- inga að þessum stofn- unum? Í þessari annarri grein minni um EES og sam- göngumál ætla ég að fjalla um Flugörygg- isstofnun Evrópu, EASA, og samstarf okkar við hana. EASA, sem staðsett er í Köln í Þýskalandi, tók form- lega til starfa 28. sept- ember 2003. Það var síðan á grundvelli EES samnings- ins, sem Ísland varð formlega aðili að stofnuninni þann 9. desember sl., þegar tekin var upp í EES samn- inginn reglugerð er lýtur að stofnun EASA og skilgreinir þau verkefni sem stofnuninni eru falin. EASA er m.a. að hluta til ætlað að taka við hlutverki Flugöryggissamtaka flug- málastjórna Evrópu (JAA), sem Ís- land er fullgildur aðili að. Um þess- ar mundir er flugmálastjóri, Þorgeir Pálsson, meðal forystu- manna í stjórn. Meginhlutverk stofnunarinnar (EASA) er að vinna að auknu flug- öryggi í Evrópu og tryggja sam- ræmdar öryggiskröfur í flugi á Evr- ópusvæðinu. Stofnuninni ber að stuðla að frjálsri og opinni sam- keppni, skilvirku vottunarferli og alþjóðlegri samræmingu. Að auki tekur stofnunin yfir ýmis verkefni sem hafa verið í höndum JAA. Stofnuninni hefur einnig verið falið að sjá um hluta af þeim verkefnum flugmálastjórna innan EES svæð- isins sem lúta að útgáfu og viður- kenningum á tegundarskírteinum flugvéla og íhluta þeirra. Í þessu felst að stofnunin sér um hönnunar- og umhverfisvottun á nýjum teg- undum flugvéla og flugvélahluta í samræmi við alþjóð- legar reglur og staðla um öryggi slíks bún- aðar eða staðfestir vottun ríkja utan EES. Aðild að EASA mikilvæg fyrir sí- fellt vaxandi at- vinnugrein Flugið og flugtengd starfsemi er atvinnu- grein sem vex hröðum skrefum og skiptir ís- lenskt efnahagslíf og íslenskan almenning verulegu máli. Fyrir okkur Íslendinga eru talsverðir hagsmunir bundnir þátttöku Ís- lands í EASA, jafnt fyrir flugrekendur og flugmálayfirvöld. Það skiptir okkur miklu máli að búa þessari at- vinnugrein sem best starfsskilyrði og eitt af mikilvægustu atrið- unum er að regluverk flugsins hér á landi sé í samræmi við okkar helstu viðskiptaþjóðir. Aðild Íslands að EASA auðveldar viðurkenningu á þeim viðhalds- stöðvum sem starfræktar eru hér á landi. Slíkt mun spara flugiðnað- inum hér á landi talsvert fé. Þá skiptir ekki síður máli að með markvissri þátttöku okkar í stofnun eins og EASA treystum við enn frekar það góða orðspor sem fer af íslenskum flugfyrirtækjum í útrás þeirra á alþjóðavettvangi. Það er ekki síst þannig sem stjórnvöld geta stutt við bakið og ýtt undir vöxt og viðgang þessarar mikilvægu at- vinnugreinar sem flugið er. Hluti af því sem samgönguráðuneytið hefur gert til þess að styrkja stöðu okkar á þessum vettvangi er að byggja upp þekkingu innan ráðuneytisins til að takast á við þessi vaxandi verkefni og auðvelda fulltrúa ráðu- neytisins í Brussel að standa vakt- ina með því ágæta fólki sem vinnur þar og tryggir hagsmuni okkar. Flugöryggis- stofnun Evrópu Sturla Böðvarsson fjallar um samgöngumál og EES ’Meginhlutverkstofnunarinnar (EASA) er að vinna að auknu flugöryggi í Evr- ópu og tryggja samræmdar ör- yggiskröfur í flugi á Evr- ópusvæðinu.‘ Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. Í DAG, 9. júlí, er brotið blað í menntasögu okkar Íslendinga þegar útskrifaðir verða fyrstu stúdentarnir frá Menntaskólanum Hraðbraut eftir tveggja ára mennta- skólanám. Í umræðu um stytt- ingu framhaldsskóla sem verið hefur ofar- lega á baugi und- anfarnar vikur, ef ekki mánuði, hef ég saknað þess verulega hversu lítið hefur verið fjallað um þann einstaka val- möguleika sem ungu fólki býðst í dag að klára framhaldsskól- ann á tveimur árum. Umræðan hefur aðal- lega snúist um undir- búning nemenda upp úr grunnskóla og þá um breytingu laga til stytt- ingar á framhaldsskólanámi. Þeir nemendur sem útskrifast í dag hófu framhaldsnám sitt í ágúst- mánuði árið 2003 og setja nú upp hvíta kolla í júlí tæpum tveimur árum seinna. Með tilkomu Menntaskólans Hraðbrautar gefst nemendum kost- ur á að ljúka námi á tveimur árum án þess að til hafi komið lagabreyting um framhaldsskóla. Menntaskólinn Hraðbraut er góð- ur skóli. Þar er vandað til allra verka með það að markmiði að gera nemendum kleift að ljúka námi á tveimur árum. Skóla- stjórinn, Ólafur H. Johnson, hefur ásamt frábærum kennurum og starfsliði skólans unnið þrekvirki í menntamálum okkar Íslendinga með því að gera slíkan valmögu- leika að veruleika. Kennarar og starfsfólk skólans er vel menntað, kennarar eru fagmenn hver á sínu sviði og búa þeir yfir mikilli reynslu og færni og koma námsefninu vel til skila, þannig að nemendur fara á engan hátt var- hluta af námskrá menntamálaráðu- neytisins. Að sjálfsögðu leggja nemendur hart að sér í náminu, því þeir hafa valið að fara þessa leið og nýta sem flestar stundir til náms. Þrátt fyrir miklar kröfur í náminu fara nem- endur ekki á mis við þann félagslega þroska sem ungu fólki er nauðsyn- legur, þar sem félagsandinn í skól- anum er góður og má reyndar taka sér hann til fyrirmyndar. Við krefj- andi aðstæður myndast mikil sam- heldni meðal nemenda sem er í senn þroskandi fyrir frekari mannleg samskipti, sem mun nýtast nem- endum vel í framtíðinni. Menntaskólinn Hraðbraut Valgerður Sigurðardóttir fjallar um menntaskólanám ’Þeir nemendur sem út-skrifast í dag hófu fram- haldsnám sitt í ágúst- mánuði árið 2003 og setja nú upp hvíta kolla í júlí tæpum tveimur ár- um seinna. ‘ Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar og nemandi í Mennta- skólanum Hraðbraut. ÁRNI Finnsson framkvæmda- stjóri Náttúrusamtaka Íslands vænir mig um ósannindi í grein minni í Morgunblaðinu í fyrradag. Hann hvetur mig til að kynna mér staðreyndir máls áður en ég set fram fullyrðingar og gagnrýni á þá sem mér eru ósammála í hvalveiði- málinu. Í fyrsta lagi þá virði ég alfarið skoðanir þeirra sem andvígir eru hvalveiðum. Ég geri einfaldlega þá kröfu að þeir komi fram með sann- ar fullyrðingar í málflutningi sín- um en ekki augljósan andáróður. Í Morgunblaðinu 25. júní hélt Árni því fram að ríki á vestur- strönd Afríku hefðu greitt atkvæði gegn Japan, Íslandi og öðrum þeim þjóðum sem vilja sjálfbæra nýtingu hvalastofna. Í blaðinu í gær segir hann að þau hafi greitt þessi atkvæði með fjarveru sinni. Í mínum huga greiða menn atkvæði með eða á móti eða sitja hjá. Þeir sem eru fjarverandi greiða að ríki fylgjandi sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og því sammála Íslandi, Japan, Noregi og fleirum innan Alþjóðahvalveiðiráðsins. En það er mikil einföldun að halda því fram að þau hafi greitt atkvæði gegn málstaðnum með fjarveru sinni. Fulltrúar Indlands voru ekki fyrstu dagana á fundinum og þegar fulltrúi þeirra kom var hann ekki með umboð til að greiða at- kvæði. Indland er eitt þeirra landa sem ákaft hafa fylgt þeim þjóðum sem ekki vilja sjálfbærar veiðar. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að stefna þeirra hafi eitthvað breyst. Sannleikanum er hver sárreið- astur og ég vil hvetja Náttúru- verndarsamtök Íslands til að vanda sinn málflutning í framtíð- inni. sjálfsögðu ekki atkvæði. Hann tel- ur upp Gambíu, Kamerún og Togo. Frá Vestur-Afríku eru eftirtalin ríki í Alþjóðahvalveiðiráðinu: Ben- ín, Kamerún, Fílabeinsströndin, Gabon, Gambía, Gínea, Malí, Már- itanía, Marokkó, S-Afríka og Togo. Það rétta er að af þessum ríkjum mættu ekki Gambía (gekk í ráðið 17/5 sl.) og Togo (gekk í ráðið 15/6 sl.). Fulltrúar Kamerún, sem Árni heldur fram að hafi ekki mætt, voru á fundinum og greiddu atkvæði með Íslandi, Japan og Noregi og fleirum í öllum at- kvæðagreiðslum. Öll ríki Vestur- Afríku nema Malí eiga land að sjó og öll eru þau fylgjandi sjálfbær- um veiðum og styðja okkar mál- stað nema S-Afríka. Af hverju Gambía og Togo mættu ekki á fundinn má að öllum líkindum rekja til þess að um er að ræða fátæk ríki sem hafa ekki fjár- ráð til að sækja alla fundi sem þau gjarnan vilja. Líklega eru þessi Jón Gunnarsson Menn greiða ekki atkvæði með fjarveru sinni Höfundur á sæti í nefnd Íslands sem sat fundi Alþjóðahval- veiðiráðsins í Kóreu. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa lands- menn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu al- mennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræðisþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yfirlýsingar framkvæmda- valdsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.