Morgunblaðið - 09.07.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 09.07.2005, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Tómas Magnús-son húsasmíða- meistari fæddist í Hallgeirsey í Aust- ur-Landeyjum 1. september 1926. Hann lést á heimili sínu, Stóru-Sandvík I í Árnessýslu, 1. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Anna Brynj- úlfsdóttir, f. 30.6. 1900, d. 2.7. 1986, og Magnús Tómas- son, f. 13.5. 1897, d. 27.9. 1991. Systkini Tómasar eru: 1) Matthías vélstjóri, f. 1930, kvæntur Jónu Lárusdóttur, 2) Jenný húsmóðir, f. 1933, d. 2003, gift Ragnari Hermannssyni, og 3) Þórhallur flugmaður, f. 1941, kvæntur Hafdísi Guðbergsdóttur. Tómas kvæntist 1. desember 1950 Sigríði Kristínu Pálsdóttur, f. 5. febrúar 1930, dóttur hjónanna Rannveigar S. Bjarna- dóttur, f. 19.7. 1901, d. 11.6. 1987, og Ara Páls Hannessonar bónda í Stóru-Sandvík, f. 23.8. 1901, d. 1.6. 1955. Börn Tómasar og Sigríðar eru: 1) Ari Páll, f. 30. sept. 1951, 1976, búsettur í Kópavogi, maki Anna Margrét Jakobsdóttir, f. 1975. b) Valgeir, f. 1979, búsettur í Kópavogi, unnusta Ásta Björk Agnarsdóttir, f. 1983. 3) Magnús, f. 11.8. 1962, búsettur á Selfossi, kvæntur Líneyju Tómasdóttur, f. 6.4. 1963. Dætur þeirra eru: a) Ólöf Huld, f. 1987. b) Veiga Dögg, f. 1989, unnusti Hjálmar Már Kristinsson, f. 1986. c) Tinna Björk, f. 1993. Fósturbörn Magn- úsar og Líneyjar eru tvö. Þegar Tómas var fjögurra ára fluttist hann með foreldrum sínum að Pulu í Holtum og ólst þar upp. Hugur hans hneigðist fljótt til smíða og nokkru eftir að hann lauk skyldunámi gerðist hann lær- lingur hjá Kristni Vigfússyni húsasmíðameistara á Selfossi og bjó nokkur ár á heimili hans. Var Tómas alla ævi þakklátur fyrir hið góða atlæti og veganesti er hann naut hjá Kristni og konu hans, Al- dísi Guðmundsdóttur. Meistara- námi í húsasmíði lauk hann svo frá Iðnskólanum á Selfossi árið 1950. Við giftingu sína fluttist Tómas að Stóru-Sandvík og átti þar heima síðan. Hann vann lengst af við húsasmíðar hjá fyrirtæki Guð- mundar Sveinssonar á Selfossi og seinast alllengi hjá fyrirtækinu Alpan á Eyrarbakka. Tómas verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. búsettur á Álftanesi, kvæntur Guðrúnu Guðfinnsdóttur, f. 5.4. 1951. Börn þeirra eru: a) Guð- björg Inga, f. 1972, búsett í London, maki Steven Arten- ton f. 1966. b) Tómas, f. 1975, búsettur á Akureyri, maki Berglind Hlín Bald- ursdóttir, f. 1980, börn þeirra eru Emelía Ósk, f. 1999, og Ari Páll, f. 2001. c) Sigríður Kristín, f. 1977, búsett á Álftanesi, maki Sigurjón Már Sigurjónsson, f. 1970, dætur þeirra eru Guðrún Sunna, f. 1995, og Þórhildur Marey, f. 2001. Son- ur Sigurjóns Más er Pétur Már, f. 1989. Sonur Ara Páls og Svanhild- ar Sverrisdóttur, f. 16.3. 1951, er d) Sverrir, f. 1970, búsettur í Reykjavík, maki Ólöf Þóra Ólafs- dóttir, f. 1971, dætur þeirra eru Svanhildur, f. 1995, og Matthildur, f. 2002. 2) Rannveig, f. 7.9. 1957, búsett í Kópavogi, gift Viðari Ólafssyni, f. 15.2. 1955. Synir þeirra eru: a) Tómas Gunnar, f. Elsku afi minn, Guð blessi þig og hafðu það gott þarna uppi. Það voru margir mjög ósáttir við för þína en svona er lífið, maður er ekki sáttur með allt í lífinu. Það var grátið mikið og hlegið líka að skammarstrikunum sem þú hefur gert, eins og þegar þú varst 70 ára fórstu í hlöðuna með krökkunum úr sveitinni sem voru að leika sér á hjóla- bretti og þú vildir endilega fá að prófa líka, en það fór ekki sem best því að þú dast og braust á þér hægra lærið. Og svo einn daginn komstu í heim- sókn til okkar og við vorum að hoppa á kengúrupriki og þig langaði að fá að prófa líka en við bönnuðum þér það, þú varst nú ekki alveg sáttur við það en sættir þig við það. Þú hjólaðir oft frá skúrnum og út að aðalveginum og til baka aftur. En rétt fyrir 77 ára af- mælið þitt prófaðir þú hjólið mitt sem var inni í bílskúr, þegar þú komst til baka dastu og braust á þér vinstra lærið, varst við bílskúrinn að fara af hjólinu. En þú varst alltaf jafn hraust- ur, unglegur og alltaf sami prakkar- inn. Vildir aldrei að neinum liði illa og varst alltaf glaður. Amma var að segja mér það að þú hefðir sagt að þú ættir svo margt eftir að prófa, eins og sjóskíði, snjóbretti og margt fleira. Afi minn, ég hefði nú ekki leyft þér að fara á snjóbretti né sjóskíði, þú hefðir stórslasað þig. Besta hugsunin er sú að þú varst svo glaður, varst að leika við barnabarna- börnin úti í garði og mikið langaði þig að prófa trampólínið en lést það ógert, hinn 1. júlí, og svo fórstu niður að á að vitja um net með manni úr sveitinni og það fannst þér mjög skemmtilegt. Þú sagðist alltaf ætla að búa í Stóru-Sandvík þar til þú yrðir borinn út (allur) og þú fékkst þá ósk upp- fyllta. Þú fórst kvöldið 1. júlí 2005 á afmælisdeginum mínum, ég var í bænum úti að borða og við vorum á leið í bíó þegar mamma hringdi og sagði mér að koma heim eftir bíóið því að þú hefðir fengið hjartaáfall og ég sagðist koma heim eftir það, því ég ákvað að fara útgrátin í bíó því að þú og amma gáfuð mér pening fyrir bíó- miða, þú hefðir ekki verið stoltur af mér hefði ég sleppt því. En elsku afi minn, þú varst aldrei úreltur, þó þú héldir það því þú áttir ekki tölvu, heimabíóið, stóra sjón- varpið og flottu græjurnar voru alveg nóg fyrir 78 ára mann. Elsku afi minn, ég mun alltaf muna eftir þér og reyna að komast upp í kirkjugarð á afmælinu mínu, 1. júlí, og afmælinu þínu, 1. september. Lifðu í ljósu, afi, elska þig alltaf. Hefur oft í hönd mér haldið horft í augu mín. Aldrei svíkur, aldrei deyr endurminning þín. (Höf. ók.) Þín Veiga Dögg. Það var mér mikið áfall að heyra að afi hefði dáið síðasta föstudagskvöld. Ég hitti afa síðast 29. maí, þegar hann og amma komu ásamt fleirum í heim- sókn til okkar hér í Englandi. Þá var hann mjög hress og kátur að vanda og ekkert sem benti til þess að hann yrði ekki heima í Sandvík þegar ég kem í heimsókn í haust. Síðan á föstudag hef ég hugsað mikið um afa og ótal minningar sem ég á honum tengdar, en það sem stendur upp úr er hversu mikið ég mat hann sem persónu og dáðist að skapgerð hans og fari öllu. Hann afi var mjög hæverskur mað- ur, en alltaf jákvæður og einstaklega barngóður. Hann var einnig mjög ráðagóður og kunni að hugga og hug- hreysta, og það var alltaf gott að leita til hans. Hann var mjög hæfileikaríkur smiður og handlaginn. Honum féll aldrei verk úr hendi og vann sín verk af alúð og vandaði allan frágang. Afi hugsaði líka vel um heilsuna og lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að hreyfa sig fyrir líkama og sál, enda stundaði hann líkamsrækt fram á síð- asta dag. Hann var alltaf mjög vel til fara og fínn, hvort sem hann var að fara í veislu eða niður í skúr, enda hafði hann gaman af að kaupa föt og horfði mikið á að snið og efni væri vandað. En það sem ég dáði umfram allt í fari hans afa míns var að hann var alltaf tilbúinn að prófa eitthvað nýtt. Þá skipti ekki máli hvað það var, að renna sér á hjólabretti, boltaleikir með barna- og barnabarnabörnum, eða eins og þegar við hittumst á Maj- orka og könnuðum spænskan mat og drykk, alltaf þótti honum jafngaman að prufa og kynnast einhverju nýju. Þetta eru bara fáir af hinum mörgu kostum afa og ég er þakklát fyrir að hafa alist upp með slíka fyrirmynd í lífinu. Elsku amma mín, ég sendi þér inni- legar samúðarkveðjur og hugsa til þín og ykkar allra. Mér þykir mjög miður að geta ekki komið heim og verið við jarðarförina, en hugga mig við að hafa átt með afa dagstund í garðinum hér í maí og mun reyna að heiðra minningu hans með því að tileinka mér eitthvað af hans góðu kostum og njóta lífsins sem best. Guðbjörg Inga Aradóttir. Elsku afi. Fyrst af öllu vil ég þakka fyrir að hafa átt með þér síðasta daginn þinn hér hjá okkur. Á föstudagskvöldinu hringir síminn og það er mamma, hún segir mér að þú sért farinn. Ég trúði þessu ekki því ég, Mási og langafas- telpurnar þínar, Guðrún Sunna og Þórhildur Marey, komum til ykkar ömmu eftir hádegi á föstudeginum, og það var svo gaman, þú varst svo glaður og kátur og þér leið svo vel. Þú fórst með stelpurnar út í garð að leika og þær fóru á trampólín en þú hopp- aðir ekki sjálfur og komst inn til að láta okkur vita af því, þú þurftir nefni- lega alltaf að prófa öll svona tæki. Við skoðuðum myndir og vorum að plana grillveislu sem við ætluðum að hafa í garðinum í Sandvík í ágúst og við fengum alveg vatn í munninn þegar við töluðum um hvað við ætluðum að grilla. Og auðvitað töfraði amma fram veislu og við sátum við borðið inni í eldhúsi og borðuðum og spjölluðum um daginn og veginn. Nú renna niður kinnar mínar tár en ég er að reyna að brosa í gegnum þau því ég er að hugsa um þig elsku afi minn og mér finnst ég bara geta sagt frá síðasta skiptinu okkar saman, því gleymi ég aldrei. Þú varst alltaf svo mikið fatafrík og fannst alveg æð- islegt að kaupa þér föt og vera í fínum fötum, en eitt varst þú nú að kenna mér á föstudaginn og það var hvernig ég á að kaupa mér skó. Þú skoðaðir strigaskóna mína og varst nú bara nokkuð sáttur við þá því sólinn á þeim var eins og þú sagðir að sólinn ætti að vera. Þú varst að segja okkur frá brúðkaupsdeginum ykkar ömmu 1. des. 1950 og hlóst svo mikið því skórn- ir sem þú varst í voru of litlir en þú lést þig hafa það. En elsku afi, minn- ingarnar um þig eru svo margar og góðar, en sú besta er að hafa átt föstu- daginn með þér. Þú fylgdir okkur út í bíl og meðan Mási og stelpurnar fóru út í fjós stóðum við úti að spjalla sam- an og þú sagðir jæja þið komið nú fljótt aftur, það var rétt hjá þér við komum aftur um kvöldið en þá varst þú látinn. En elsku afi ég á svo marg- ar minningar um þig en ég kem þeim ekki frá mér því ég er svo þakklát fyr- ir að hafa átt þennan dag með þér. Við pössum ömmu og ég veit að þú gerir það líka, og amma, Guð gefi þér styrk í sorginni. Takk fyrir allt elsku afi minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Sigríður Kristín Aradóttir. Það var lán fyrir félagsbúið í Stóru- Sandvík og heimilin þar þegar Tómas svili minn kvæntist þangað árið 1950. Stóru-Sandvíkurbræður voru reynd- ar góðir smiðir, einkum Ari Páll og Ögmundur, en þeim bættist dýrmæt- ur liðsauki í Tomma, nýútskrifuðum húsasmíðameistara, sem æ síðan hafði vökult auga með öllum húsa- kosti og þann metnað að vanda sem best nýbyggingar og viðhald húsa ásamt snyrtilegri umgengni sem setti rómaðan fyrirmyndarsvip á allan bæjarbrag. Þó að hann stundaði at- vinnu sína nær alltaf utan heimilis var hugur hans heima í Sandvík. Og um- hyggja hans var síður en svo bundin við hið ytra og sýnilega. Jafnlyndi hans og nærgætni við eldri og yngri kom sér oft vel á fjölmennu heimili, svo ekki sé minnst á hve óþreytandi hann var að gera börnum og fullorðn- um dagamun, m.a. með ökuferðum til upplyftingar um helgar þegar flestir í hans sporum hefðu notað stuttan frí- tíma fyrir sjálfa sig. Þetta tvennt: frábær vandvirkni ásamt smekkvísi og útsjónarsemi – og umhyggja fyrir öðrum – eru þeir eðl- iskostir Tomma sem mér eru efst í huga. Það hugsa ég að þeir geti tekið undir sem kynntust honum best. En hann var hlédrægur og fáskiptinn að eðlisfari svo að ókunnugir gátu þóst finna fálæti í framkomu hans. Ekkert var fjær sanni. Það kom best í ljós á síðari árum þegar heilsu hans tók að hraka og hann þurfti að dveljast tíma- bundið á sjúkrahúsum. Því var við brugðið hvað hann lagði sig fram um að sýna starfsfólki þakklæti sitt og samkennd og ekki síður hvernig hann uppörvaði aðra sjúklinga með glað- værð og jákvæðri afstöðu þótt sjálfur væri hann illa haldinn. Eftir að hann hætti fyrir nokkrum árum að vinna hjá öðrum var eins og þetta viðhorf hans kæmi betur í ljós. Hann varð ræðnari og opinskárri en áður, lét sér annt um þá sem stóðu höllum fæti, tók gjarnan svari þeirra sem aðrir hölluðu á og reyndi að finna þeim málsbætur. Það var oft hrein unun að vera með Tomma á ferðalögum og fylgjast með því sem vakti athygli hans. Aðdáun á smekkvísi í húsagerð og umgengni var honum ofarlega í huga og sýndi hans innri mann. Formskyn hans var afar næmt og lærdómsríkt. Í maí á þessu ári fórum við Bubba með þeim hjónum í stutta heimsókn til dóttur okkar í Brüssel og komum auk Belgíu við í Þýskalandi, Luxemburg og Hol- landi og fórum auk þess um göngin undir Ermarsund til London að heim- sækja elstu sonardóttur þeirra. Tommi naut þessarar ferðar í ríkum mæli, sívakandi fyrir öllu sem fyrir augun bar og ýmist hreifst af sam- ræmi í byggingarlist eða undraðist ósamræmi. Líðan hans var einnig góð allan júnímánuð og fráfall hans 1. júlí sárt og óvænt. En það mildar söknuð þeirra sem stóðu honum næst að hon- um var hlíft við frekari heilsubilun og hann náði að kveðja þrautalítið og með fullri reisn. Með innilegu þakk- læti fyrir allt, sem hann gerði fyrir okkur Bubbu og börnin okkar, hugs- um við í samúð til Siggu, minnar kæru mágkonu, barna þeirra og fjöl- skyldna. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Kristinn Kristmundsson. Árið 1950 var ungur maður kominn í heimili granna minna í Stóru-Sand- vík og þar var hann búsettur alla tíð síðan. Tómas Magnússon hét hann, tengdasonur hjónanna Ara Páls Hannessonar og Rannveigar S. Bjarnadóttur. Hinn 1. des. 1950 kvæntist hann æskuvinkonu minni, Sigríði Kristínu Pálsdóttur, og fyrir TÓMAS MAGNÚSSON Það húmar að kveldi 1. júlí. Góður dagur að renna inn í sólarlagið þegar mér barst andlátsfregnin þín. Elsku Tommi minn, það var mér einstaklega ánægju- legt að vera þér samferða, enda þú afar hlýr og barn- góður, þess nutu börnin þín öll stór og smá. Ég legg af stað án leiðsagnar og mals, mér lokast hvergi vegur austanfjalls, ég sigli hraðbyr sumarloftið blátt í sólarátt. (Sig. Ág. – Eir. Ein.) Kærar þakkir fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir Guðrún Guðfinnsdóttir. Elsku langafi, takk fyrir allar stundirnar sem við átt- um saman. Það var gaman að vera með þér á föstudaginn. Langamma gaf okkur bolt- ann sem þú ætlaðir að leika með við okkur næst þegar við kæmum og við pössum hann vel. Elsku langafi, Guð geymi þig. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þínar langafastelpur Guðrún Sunna og Þórhildur Marey. HINSTA KVEÐJA Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA EIÐSDÓTTIR, áður til heimilis að Staðarbakka 28 í Reykjavík, sem andaðist fimmtudaginn 30. júní, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 11. júlí kl. 15.00. Hreinn Eiður Þorkelsson, Brynja Hrönn Axelsdóttir, Edda Þorkelsdóttir, Jóhann Gunnarsson, Jóhanna Þorkelsdóttir, Magnús Bjarnason, Kristján Þorkelsson, Ragna Þórðardóttir, Þorkell Þorkelsson, Petra Magnúsdóttir, Þorleifur Þorkelsson, Guðný Bergstað, Kolbrún Þorkelsdóttir, Guðjón Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, SKÚLI GARÐARSSON, Þverbraut 1, Blönduósi, er lést miðvikudaginn 22. júní sl., verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju mánudaginn 11. júlí kl. 14.00. Sigþrúður Guðmunda Sigfúsdóttir, Guðni Rúnar Skúlason, Eydís Berglind Baldvinsdóttir, Hanna Dís Skúladóttir, Bergur Ingi Ásbjörnsson, Garðar Freyr Skúlason, Guðmunda Rán Skúladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.