Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 38

Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 38
38 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hann afi var alltaf svo róleg- ur og góður maður og vildi manni alltaf það besta. Að fara í veiðiferð með afa var mjög gaman, því það var áhugamál okkar beggja, hvort sem við fórum upp í Lón eða í Hofsá, og ef pabbi var á sjó á veiðidegi fjölskyld- unnar fór afi alltaf með okkur bræðurna, ég gleymi því aldr- ei elsku afi minn. Hann hvatti mig í öllum íþróttum en þó sérstaklega í fótboltanum. Þú varst og ert enn besti afi sem hægt er að hugsa sér, minn- ingarnar um það sem við tveir gerðum saman munu alltaf hvíla í hjarta mínu. Þinn afastrákur, Sævar Knútur. Elsku afi minn, ég á marg- ar góðar minningar um sam- verustundir okkar, eins og það að við fórum nýlega í fjallgöngu inn á Bergárdal, við vorum vel nestaðir, en það var mjög nauðsynlegt að okk- ar mati, við sáum hreindýr og foss. Svo fór ég nú í sum- arbústað með ykkur ömmu, það var mikið ævintýri og að sulla í heitapottinum með þér var mjög gaman. Afa urru keyrir hratt yfir stóra steina, það er sem ég segi satt því er ekki að leyna. Þinn afastrákur, Egill Jón. HINSTA KVEÐJA ✝ Egill Jónassonfæddist á Húsa- vík 1. október 1944. Hann lést laugar- daginn 2. júlí síðast- liðinn. Hann er son- ur hjónanna Huldu Þórhallsdóttur, f. 1921, og Jónasar Egilssonar, f. 1923, d. 1998. Egill er elst- ur sex systkina, hin eru: 1) Kristbjörg, gift Sigmari P. Mikaelssyni, 2) Baldur Þórhallur, kvæntur Margréti G. Einarsdótt- ur, 3) Garðar, kvæntur Hildi Bald- vinsdóttur, 4) Hörður, og 5) Hulda Jóna, gift Rúnari Óskarssyni. Egill kvæntist 6. nóvember 1968 Aðalheiði Sigríði Hannesdóttur frá Höfn í Hornafirði, f. 18. nóv- ember 1946. Foreldrar Aðalheiðar minna mótornámskeiði Fiskifélags Íslands 1963 og starfaði sem vél- stjóri á bátum og smyrjari á milli- landaskipum í nokkra mánuði að því loknu. Árið 1964 stundaði Egill nám við fiskvinnsluskólann Sta- tens Lærebruk í Vardö í Noregi. Hann hóf störf hjá Fiskiðjuveri KASK á Hornafirði 10. janúar 1965, fyrst sem verkstjóri og síðar sem yfirverkstjóri til ársins 1992. Síðustu árin starfaði Egill sem um- sjónarmaður niðurlagningar á síld hjá Skinney-Þinganesi. Egill tók virkan þátt í ýmsum fé- lagsmálum og var m.a. félagi í Lionsklúbbi Hornafjarðar í ára- tugi. Þá gegndi Egill ýmsum trún- aðarstörfum, var m.a. formaður umhverfisnefndar Sveitarfé- lagsins Hornafjarðar og fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Heilbrigð- iseftirlits Austurlands. Hann var formaður Verkstjórafélags Aust- urlands frá 1992 til dauðadags og sat einnig í stjórn Verkstjórasam- bands Íslands. Útför Egils fer fram frá Hafnar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. eru Sigurbjörg Þor- leifsdóttir, f. 1918, og Hannes Erasmusson, f. 1915. Bróðir Aðal- heiðar er Rögnvaldur Hannesson. Synir Egils og Aðalheiðar eru Jónas, f. 1969, í sambúð með Bryn- hildi Hall, hún á tvær dætur, Borgþór, f. 1974, kvæntur Örnu Ásmundardóttur, eiga þau einn son og fyrir átti Aðalheiður soninn Hannes Inga Jónsson, f. 1967, sem Egill gekk í föðurstað, hann er kvæntur Sig- nýju Knútsdóttur, þau eiga þrjá syni. Egill ólst upp í foreldrahúsum á Húsavík þar sem hann lauk venju- bundnu skólanámi. Hann stundaði sjómennsku um tíma og lauk Lifðum saman æskuárin ærsl og gleði, barnatárin, vafin öll af ást og hlýju áfanga að lífi nýju. Enginn veit hver örlög hremma öllum horfinn varstu snemma, burt frá þeim sem bljúgir sakna, biðja að þú megir vakna. Lífið er af Guði gefið gildir eins um hinsta skrefið, saman því við bæn nú biðjum brjótumst út úr sorgarviðjum. Gakk þú frjáls til helgra heima, hjörtu okkar minning geyma margar stundir bjartar blíðar. Bróðir hittumst aftur síðar. (Baldur Jónasson.) Kveðja, systkini og móðir. Það er stutt síðan ég fékk símtal frá Agli. Hann var að bíða eftir kunningja sínum og datt í hug að slá á þráðinn til frænku sinnar í Reykjavík og spjalla aðeins rétt á meðan hann beið. Þetta er bara eitt af ótal mörgum símtölum sem við áttum. Erindið þurfti ekki alltaf að vera eitthvað sérstakt, bara láta í sér heyra og athuga hvernig gengi hjá mér og mínum. Þannig var það svo oft, stutt og laggott en alltaf jafn notalegt. Það eru ekki bara sím- tölin góðu sem ylja mér núna þegar ég hugsa til baka. Heimsóknirnar á Grandaveginn í gegnum árin eru óteljandi og það var ósjaldan sem hann kíkti í kvöldkaffi þegar hann átti erindi til Reykjavíkur, stundum einn á ferð en oft með spúsu sína með sér. Það voru líka mörg skiptin sem þau Egill og Alla voru stödd í Reykjavík á sama tíma og foreldrar mínir þegar þau brugðu sér suður yfir heiðar frá Húsavík. Nánast undantekningar- laust hittumst við þá öll í morgun- kaffi, einhver fór í bakaríið og þá var sko ekkert verið að kaupa eintóma hollustu. Nú síðast 18. júní sátum við öll saman, nú á nýjum stað við nýja borð- stofuborðið heima hjá mér. Þetta var í fyrsta skipti sem ég lagði á þetta borð og ég man að ég hugsaði að hér ætt- um við oft eftir að sitja og spjalla, rifja upp gamlar vitleysur og skondin at- vik. Við gátum endalaust hlegið að sömu sögunum aftur og aftur sama hvort það var upprifjun á „ellefufrétt- unum“ eða öðru. Ein af mínum fyrstu minningum um Egil er þegar ég var lítil stelpa að í hvert skipti sem við hittumst tók hann í hönd mína, heilsaði mér kurt- eislega en kreisti síðan höndina vel og lengi. Þetta þótti mér alltaf jafn gam- an og það var gott að finna traust og hlýtt handtakið sem vakti líka hjá mér svona mikla kátínu. Þannig hafa okkar samskipti verið allar götur síð- an. Þéttingsfast handtak og hlýtt faðmlag í öll þessi ár. Þórhalla Sólveig. Man ég afl andans í yfirbragði, og ástina björtu, er úr augum skein. Var hún mér æ, sem á vorum ali grös in grænu guðfögur sól. (Jónas Hallgrímsson.) Við skyndilegt, hörmulegt og ótímabært fráfall Egils frænda míns setur mig hljóðan. Dugnaðarforkur, hraustmenni, máttarstólpi byggðar- lags og fjölskyldu er hrifinn á brott. Harmurinn rænir okkur orðum, eins og Snorri lýsir í Sonatorreki Eglu. En sorgin dregur líka fram þann kærleik, sem við oft byrgjum inni, leiðum hjá okkur eða látum ógert að tjá hvert öðru í dagsins önn. Það sem við sjaldnast sögðum þegar færi gafst, en kann svo að verða um seinan. Það var stutt milli heimila okkar frændfólks á bernskuárunum á Húsa- vík og tvö sumur dvöldum við Egill saman, ungir piltar við sveitastörf hjá góðu frændfólki í Fagradal í Vopna- firði. Egill var árinu eldri, stærri, reyndari og vaskari og litla frænda sínum haukur í horni. Svo skildi leiðir, eins og vill verða, en alltaf fagnaðar- fundir þegar færi gafst. Ég minnist Egils eiginlega best fyrir það hve hann var hjálpfús og greiðvikinn öllum, sem til hans leit- uðu, og þeir voru margir. Þannig líkt- ist hann Jónasi föður sínum, en fáa hef ég þekkt sem hafa verið jafn ós- ínkir á tíma sinn og hjálpfúsir og þeir feðgar, og reyndar frændfólk mitt allt úr Árholti á Húsavík. Það er þessi greiðvikni, fórnfýsi og gleði við að hjálpa öðrum, sem yljar í minning- unni. Í suðurstofunni í Árholti hefur Hulda frænka mín á hverju kvöldi kveikt kertaljós við mynd og minn- ingu Jónasar. Nú er þar tvö ljós að tendra. Ljós, sem eru táknræn fyrir það hvernig þessir einlægu, fórnfúsu og hjálpsömu feðgar, tendruðu með um- hyggju sinni og hjálpfýsi ljós í hjört- um allra, sem á vegi þeirra urðu. Þessir mannkostir eru í senn minning þeirra og arfleifð, – og boðskapur til næstu kynslóða. Bjarni Sigtryggsson, New York. Það er um margt merkilegt hvern- ig leiðir liggja saman fólks í millum. Við Egill Jónasson höfðum verið lít- illega málkunnugir í mörg ár áður en börnin okkar tvö, Borgþór sonur hans og Arna dóttir mín, hófu búskap sam- an. Það voru gæfuspor unga parsins sem juku kynni okkar Egils. Sam- fundum okkar fjölgaði eftir því sem árin liðu og úr varð traust og góð vin- átta. Hann kom býsna oft í heimsókn til okkar í Árnanes, hvort heldur var færandi hendi eftir vinnu með síld of- an í túrhesta eða hafði hér viðkomu eftir fuglaskoðun inni í sveit eða eftir heimsókn á tind Ketillaugarfjalls hvar Egill átti sín síðustu spor í þess- um heimi. Oftar en ekki var lífsföru- nautur hans með í för, sú mæta kona Aðalheiður Hannesdóttir. Aldrei skorti umræðuefnin og ávallt var nóg í neftóbaksdósinni. Egill var mannkostamaður, harð- duglegur, ábyggilegur og traustur í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Var annt um hag síns byggð- arlags og þess vinnustaðar sem hann starfaði við lengst af sinni starfsævi. Ferill hans sem formaður Verkstjór- afélags Austurlands var aðdáunar- verður. Umfram allt var Egill þó fjöl- skyldumaður og barnakarl af bestu gerð. Ég kveð góðan vin með trega og færi fjölskyldu hans mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ásmundur Gíslason. Síminn hringir á laugardagskvöldi og tilkynnt er sviplegt andlát Egils Jónassonar, formanns Verkstjórafé- lags Austurlands. Okkur félaga hans í stjórninni og aðra setur hljóða við þessa frétt. Það er enginn tilbúinn að meðtaka þetta, þetta er allt of snemmt, félagið okkar átti eftir að njóta krafta hans miklu lengur. Hann tilkynnti á aðalfundi okkar í vor að hann væri tilbúinn að halda áfram. En tveimur mánuðum síðar er Egill allur og stórt skarð höggvið í hópinn. Egill tók við formennsku í Verkstjórafélaginu vorið 1992 og á þeim tíma hefur félagið vaxið og fé- lögum fjölgað ört. Sami hópurinn hef- ur unnið með honum í stjórn og segir það meira en mörg orð, það var gam- an að vinna með honum. Egill var stórhuga en raunsær maður og vildi hag sinna félagsmanna sem mestan og bestan og bera störf hans í þágu fé- lagsins þess glöggt vitni. Hans mark- mið var að ef ekki var hægt að „gera hlutina myndarlega“, þá væri betra að sleppa þeim. Það sést best á aðal- fundum félagsins þar sem fé- lagsmönnum og mökum þeirra hefur verið boðið til kvöldverðar og skemmtunar og síðan fjölskyldudag- urinn á sumri hverju þar sem öll fjöl- skyldan er boðin til grillveislu. Egill sagði alltaf: „Félagarnir sjálfir eiga félagið og þeir skulu njóta, það á ekki að safna sjóðum.“ Það er sama hvar borið er niður, or- lofsíbúðir félagsins í Reykjavík eða leiga á sumarhúsi, allt skyldi þetta vera vel úr garði gert þannig að allir hefðu vellíðan og ánægju af. Egill átti hugmynd að því að verð- launa afburðanemendur í framhalds- skólum fjórðungsins á vori hverju. Hann var vakinn og sofinn í að hugsa um hag félagsins og hvernig væri hægt að ná inn nýjum félögum og vekja athygli á félaginu. Ekki taldi hann eftir sér ökuferðirnar um fjórð- unginn ef þær gátu orðið til góðs, svo við tölum nú ekki um stjórnarfundina sem yfirleitt voru haldnir á Reyðar- firði á laugardagsmorgnum og stjórn- armenn á heimavelli mættu oftar en ekki aðeins of seint, en Egill skrapp þetta frá Höfn. Hann hafði skýr markmið varðandi framtíð félagsins á þeim uppgangs- tímum sem framundan eru hér á Austurlandi og var hann þegar farin að vinna að þeim. Það verður að vera markmið okkar sem eftir erum að halda nafni Egils hátt á lofti og halda ótrauð áfram veginn með minninguna um góðan og tryggan félaga og for- mann í veganesti. Elsku Alla, hafðu hjartans þakkir fyrir öll þessi ár, án þíns stuðnings hefði hann ekki getað starfað með okkur fyrir félagið. Kæru aðstandendur, Aðalheiður, synir og fjölskyldur og Hulda móðir Egils, við viljum á þessari erfiðu stundu votta ykkur okkar dýpstu samúð. Eftir standa góðar minningar sem við geymum öll. Benedikt, Páll, Heimir og Sigurbjörg. Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá Verkstjórasambandinu í upphafi árs 2000 kynntist ég Agli Jónassyni. Sú viðkynning hefur alltaf verið ánægju- leg. Egill var formaður Verkstjórafé- lags Austurlands. Hann var sérstak- lega virkur og duglegur formaður og það er ekki síst fyrir hans tilverknað að félagafjöldi þar hefur ríflega tvö- faldast í hans stjórnartíð. Egill var kjörinn til setu í stjórn Verkstjóra- sambands Íslands og hefur verið þar í stjórn um sextán ára skeið, hann fór fyrir laganefnd sambandsins og sat í samninganefnd fyrir verkstjóra. Honum þótti það aldrei neitt tiltöku- mál að skjótast akandi frá Höfn til fundahalda í Reykjavík. Hann var mikill og ástríðufullur félagsmála- maður og kom víðar við í félagsmál- um, alltaf ábyrgðarmikill og lifandi. Réttlæti og sanngirni voru þau atriði sem hann vildi alltaf leggja mesta áherslu á. Egill var fróður um málefni verk- stjóra og kunnugur flestu er sneri að félagsmálum þeirra. Það var gott að leita til hans með spurningar varð- andi málefni þeirra. Hann kom oft með skemmtilega nýstárlegar hug- myndir og var tilbúinn að berjast nokkuð fyrir framgangi þeirra. Það var þó ekki síst ef hann varð undir með hugmyndir sínar sem einn af hans stóru kostum kom í ljós. Því hann studdi alltaf heils hugar niður- stöðu meirihlutans og leit svo á að þegar mál væru afgreidd, þá væru þau afgreidd og þyrfti ekki að ræða það neitt frekar. Verkstjórastéttin hefur misst góð- an fulltrúa og við erum mörg sem söknum frábærs félaga. Mestur er þó missir fjölskyldunnar, Aðalheiðar, sonanna, tengdadætra og barna- barna. Ég votta þeim samúð okkar hjónanna og starfsmanna Verkstjóra- sambandsins. Ég mun minnast Egils er ég heyri góðs manns getið. Kristín Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Verkstjórasambands Íslands. Örlög sín viti engi fyrir, þeim er sorgalausastur sefi. (Úr Hávamálum.) Ég sé fyrir mér mann á toppi fjalls- ins, tindsins. Hann er meðalmaður á hæð, nokkuð þrekvaxinn og vel á sig kominn, góðlegur á svipinn og ber svipmót beggja foreldra sinna. Hann hefur stundað fjallgöngur og leiðsögn lengi. Hefur farið á fjallið oft, svo oft að ferðirnar má telja í tugum. Í eitt skiptið enn á að njóta kyrrlátrar nátt- úru, fuglasöngs og gróðurilms. En tími hans er kominn og sem hendi sé veifað er hann farinn. Farinn á vit feðra sinna, til annarra fjalla og ann- arra tinda. Nú er ekkert erfiði lengur, engin spenna um hvað er handan við næsta stein, næstu hæð eða hvað ber fyrir augu á toppnum. Hvers vegna eru menn að leggja á sig erfiðið við að klífa fjöll? Það skilja aðeins þeir sem hafa reynt. Það eru tilfinningar, spenna og ánægja sem menn finna. Ekki síður náttúran, landið og fegurð- in sem ber fyrir augu á góðum degi. Ég hef reynt þetta og skil. Það gerði hann frændi minn líka, hann Egill, sem fór sína síðustu fjallgöngu á laug- ardaginn var. Hann átti ekki langt að sækja áhugann fyrir göngu. Móðir hans hefur haft mikla ánægju af úti- vist og gönguferðum og gekk um alla Húsavík og nágrenni á hverjum degi í fjöldamörg ár og móðir mín, systir hennar, var meðal þeirra fyrstu sem klifu Herðubreið, drottningu fjallanna. Með þessum fátæklegu orð- um sendi ég fjölskyldu Egils samúð- arkveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ég minnist góðs drengs með hlý- hug. Sveinn Arason. Fyrr en hugði fór á braut fjörs er liðin senna yndi lífsins ætíð naut en ei má sköpum renna. (EAJ.) Þessi vísa kom upp í huga okkar þegar við fengum þær hörmulegu fréttir að okkar kæri vinur Egill Jón- asson hefði farist í fjallgöngu á laug- ardagsmorguninn 2. júlí sl. Hann fékk sér gjarnan smágöngutúr á laugar- dagsmorgnum þegar konan hans var að vinna og þá varð Ketillaugarfjall gjarnan fyrir valinu, svo að hann var ekki ókunnugur þar. Egill var fæddur og uppalinn á Húsavík, elstur í sex systkina hópi. Hann var sannarlega góður sonur og stóri bróðir og góð fyrirmynd systkina sinna og sinnti foreldrum og systkinum mjög vel, þrátt fyrir að búa í fjarlægð frá þeim öll sín fullorðinsár. Móðir Egils lifir hann og er harmur hennar mikill. Tengdaforeldrar Egils sjá einnig á eftir góðum syni. Egill og Alla hafa alla tíð búið í næsta húsi við gömlu hjónin og var Egill þeim eins og besti sonur. Egill hleypti heimdraganum ungur og fór til Noregs að læra fiskvinnslu. Þegar heim kom höguðu örlögin því svo að honum bauðst vinna á Hornafirði hjá KASK frystihúsi sem EGILL JÓNASSON Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.