Morgunblaðið - 09.07.2005, Síða 43

Morgunblaðið - 09.07.2005, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 43 FRÉTTIR h ö n n u n : w w w . p i x i l l . i s BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR Hetthi falleg eikarlína Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun LOKAÐ -20% Leðurhornsófi (282x150) Verð : 205.000.- Tilboðsverð: 28.000.- Eikarsófaborð: 164.000.- Sjónvarpsskenkur (br. 240cm) Verð:69.000.- Vegghilla með ljósi Verð:29.500.- Sjónvarpsskenkur (br. 200cm)Verð: 67.000.- Sófaborð (65cm x 65cm) Verð: 25.000.- Sófaborð (120cm x 64cm) Verð: 34.500.- Borðstofustóll Verð: 13.500.- Borðstofustóll Verð: 11.900.- Á AÐALFUNDI Búmanna hsf. sem haldinn var 15. júní sl. var Reykja- víkurborg veitt sérstök viðurkenning sem stjórn Búmanna ákvað að veita borginni og hefur gengið undir nafn- inu „Vinur Búmanna“. Þetta er í þriðja sinn sem viðurkenningin er veitt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri tók við viðurkenningunni fyr- ir hönd Reykjavíkurborgar úr hendi formanns stjórnar Búmanna, Guð- rúnar Jónsdóttur arkitekts. Ástæða þess að Reykjavíkurborg varð fyrir valinu að þessu sinni er sú að Búmenn hafa mætt miklum skiln- ingi hjá Reykjavíkurborg á und- anförnum árum. Fyrst þegar Bú- mönnum var úthlutað svæði við Prestastíg þar sem nú er 80 íbúða byggðarkjarni félagsins. Síðan fengu Búmenn að laga byggingarreiti við Grænlandsleið að þörfum sínum. Uppbyggingu við Grænlandsleið lauk 16. júní þegar síðustu átta íbúðirnar voru afhentar og voru þá komnar 50 íbúðir í notkun á því svæði. Þar með eiga Búmenn nú 120 íbúðir í Reykja- vík og alls 305 íbúðir í ellefu sveit- arfélögum. Reykjavíkurborg hefur úthlutað fé- laginu lóð í Norðlingaholti og standa nú yfir viðræður við borgina um skipulag lóðarinnar og þær þarfir sem Búmenn leggja áherslu á, segir í fréttatilkynningu. Búmenn veita Reykjavík viðurkenningu Á myndinni eru Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Guðrún Jónsdóttir, formaður stjórnar Búmanna, við afhendinguna. TVEGGJA vikna kynnisferð til Japans er í verðlaun fyrir nokkur íslensk ungmenni í nóvember nk. í boði þarlendra stjórnvalda. Ís- lendingum sem eru 18–35 ára hinn 1. júní 2005 gefst kostur á að taka þátt í ritgerðarsam- keppni. Þátttakendur þurfa að skila stuttri ritgerð á ensku, ásamt ferilskrá, til sendiráðs Jap- ans á Íslandi, ekki seinna en mánudaginn 25. júlí. Ritgerðin á að vera um 1 A4-bls. og fjalla um eftirfarandi efni: Hvað er hægt að gera til þess að styðja þróun sambands milli Íslands og Japans? (What can be done to further promote the re- lations between Iceland and Jap- an?) Fjölbreytt dagskrá bíður þeirra sem boðið verður til Japans en þátttakendur í ferðinni verða frá yfir 30 Evrópulöndum. Í gegnum fyrirlestra, heimsóknir og ým- iskonar upplifanir munu þátttak- endurnir fá að kynnast öllu því helsta sem snertir japanskt þjóð- félag og m.a. að hitta japanska jafnaldra sína og búa í nokkra daga á japönsku heimili. Utanríkisráðuneyti Japans mun greiða flugfargjöld og dvalar- kostnað og skipuleggja ferðina fyrir þá Íslendinga sem býðst að taka þátt í námsferðinni, segir í fréttatilkynningu. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sendiráði Japans á Lauga- vegi 182, netfang: japan@itn.is, sími: 510 8600. Kynnis- og náms- ferð til Japans fyrir ungt fólk Júlíus sótti málið Í frétt um mál ákæruvaldsins gegn sakborningi sem hlaut 9 mán- aða fangelsi fyrir fíkniefnabrot fyrir Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag var ranglega greint frá því að Arn- þrúður Þórarinsdóttir hefði sótt mál- ið eins og tilgreint var á forsíðu dómsins sjálfs. Hið rétta er að sækj- andi var Júlíus Kristinn Magnússon, fulltrúi sýslumannsins í Keflavík. Mest seldu bílarnir Í yfirliti yfir mest seldu bíla á Ís- landi á fyrri hluta þessa árs var þriðja sætið tekið af Ford. Af Ford seldust 718 bílar fyrstu sex mánuði ársins og er það 22,5% aukning mið- að við sama tíma í fyrra. Einnig var Suzuki, Nissan og MMC víxlað í töflu yfir mest seldu bílana. Suzuki var í 8. sæti og seldist 421 bifreið fyrri hluta ársins, Nissan í 9. sæti með 416 bif- reiðar seldar og MMC í því 10. með 382 bifreiðar seldar. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT ÍSRAELSKU friðarsamtökin Wo- men in Black standa fyrir alþjóð- legri kvennaráðstefnu friðarhreyf- inga í Jerúsalem 12.–16. ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá Félag- inu Ísland- Palestína, eru nokkrir Íslendingar að skipuleggja þátt- töku í ráðstefnunni, en félagið sér um að vekja athygli á ráðstefnunni og sjá um þátttökuskráningu. Ráðgert er að konur á öllum aldri alls staðar að úr heiminum muni koma saman, en yfirskrift ráðstefn- unnar er „Konur og friðarbar- áttan“. Í boði verða m.a. fyrir- lestrar, vinnustofur, fjölmenn- ingarlegir viðburðir og ferðir um hertekin svæði Palestínu. Gisting í fjórar nætur, matur og ferðir milli staða kosta 200 dollara á mann, en þátttakendur greiða sjálfir fyrir fargjald til Palestínu. Allar nánari upplýsingar veitir Arna Ösp Magnúsardóttir í síma 562 5708 eða á: arnaosp@yahoo.co- .uk. Alþjóðleg kvennaráðstefna í Jerúsalem ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.