Morgunblaðið - 09.07.2005, Síða 48

Morgunblaðið - 09.07.2005, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Geirmundur Valtýsson og hljómsveit í kvöld Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 9. júlí kl. 12.00: Bjørn Andor Drage, orgel 10. júlí kl. 20.00: Norski organistinn Bjørn Andor Drage leikur norska og franska orgeltónlist. SÖNGHÓPURINN Hljómeyki og Nordic Affect koma fram á sumar- tónleikum í Skálholtskirkju um helgina. Hljómeyki flytur dagskrá helgaða verkum Jórunnar Viðar kl. 15 í dag. Jórunn er ein af fimm staðar- tónskáldum Skálholts í ár. Á tón- leikum Hljómeykis kemur söng- konan Ásgerður Júníusdóttir einnig fram. Sönghópurinn frumflytur út- setningu Önnu Þorvaldsdóttur á sálminum Heyr þú oss himnum á í messu helgarinnar á sunnudaginn kl. 17. Anna er einnig staðartónskáld Skálholts í sumar. Nordic Affect flytur dagskrá sem inniheldur verk frá frumdögum bar- okksins kl. 17 í dag. Dagskrána kalla þau Í kjölfar sónötunnar. Hljóm- sveitina skipa Halla Steinunn Stef- ánsdóttir fiðluleikari og Karl Nyhlin chitarrone-leikari (hljóðfæri af lútu- ætt). Frekari upplýsingar um dagskrá helgarinnar og sumartónleika í Skál- holti er að finna á www.skalholt.is. Verk Jórunnar Viðar flutt í Skálholtskirkju Morgunblaðið/Golli Jórunn Viðar tónskáld verður í forgrunni á tónleikum dagsins í Skálholti. Morgunblaðið/Golli Ásgerður Júníusdóttir mezzósópr- ansöngkona. NORSKI orgelleikarinn Bjørn Andor Drage er gestur tónleika- raðarinnar Sumarkvöld við orgelið um helgina. Hann leikur í dag kl. 12 og annað kvöld kl. 20. Í frétta- tilkynningu segir um orgelleik- arann: „Bjørn Andor Drage er meðal virtustu organista Noregs, mjög þekktur fyrir áherslu á að kynna norska tónlist. Til þessa hefur hann m.a. umritað tónlist tónskálda sem ekki skrifuðu orgel- tónlist.“ Bjørn hefur verið lektor í kirkjutónlist við Tónlistarháskól- ann í Þrændalögum síðan 1985 og dómorganisti í Bodø frá 1989. Sem stendur kennir hann orgelleik og kórstjórn við Tónlistarháskólann í Tromsø. Þá er hann stjórnandi Bodø Sinfóníettunnar og sl. vetur var hann gestastjórnandi hjá Sin- fóníuhljómsveit Tromsø. Fyrir 12 árum hljóðritaði Bjørn geisladisk með tónlist eftir Grieg sem hann hafði umritað fyrir orgelið í Hallgrímskirkju. Grieg í Hallgrímskirkju AÐRIR tónleikar Sumartónleika í Akureyrarkirkju verða haldnir á morgun kl. 17. Þar mun sænski orgel- leikarinn Mattias Wager leika verk eftir Johan Helmich Roman, Ad Wammes, W.A. Mozart, Olivier Messiaen, Charles-Marie Widor og svo mun hann flytja spuna utan um gefið stef Mattias Wager nam kirkjutónlist og orgelleik við Konunglega tón- listarháskólann í Stokkhómi. Sam- kvæmt fréttatilkynningu lauk hann þar einleikaraprófi með glæstum vitnisburði í orgelleik og spuna. Kennarar hans voru Torvald Torén (orgel) og Anders Bondeman (spuni). Wager hefur tekið þátt í mörgum al- þjóðlegum keppnum og keppt í spuna og orgelleik. Á árunum 1993–1997 kenndi Wager orgelleik og spuna við Háskólann í Piteå í Norður-Svíþjóð. Frá 1998–2002 var hann búsettur í Malmö, og kenndi orgelleik og spuna við tónlistardeild háskólans þar. Hann kennir einnig við Háskólann í Gautaborg og er eftirsóttur gesta- kennari. Hann býr nú í Stokkhólmi og er organisti og tónlistarstjóri við Elenor Hedvik kirkjuna þar í borg. Aðgangur er ókeypis á tónleikana sem hefjast kl. 17 í Akureyrarkirkju. Sænskur orgelleikari í Akureyrar- kirkju HEIMUR ljóðsins er yfirskrift ljóða- og söngvaskemmtana sem hófu göngu sína á Listasumri 1998 á Akur- eyri og voru svo árlegur viðburður á Listasumri allt til ársins 2002. Að sögn aðstandenda jukust vinsældir þessara skemmtana með hverju ári og aðsóknin eftir því. Ákveðið hefur verið að taka upp þráðinn að nýju og í kvöld hefst dagskráin kl. 21.30 í Ketil- húsinu í Listagili. Á dagskránni í kvöld er Kvöld með kvæðum eftir T.S. Eliot og Jóhannes úr Kötlum. Flytjendur eru Þorsteinn Gylfason, Sif Ragnhildardóttir, Michael Jón Clarke og Richard Simm. Ljóðalestur í Ketilhúsi Út er komin bókin Snotra vinnur sigur eftir Iona Treahy í þýðingu Brynhildar Björnsdóttur. Bókin fjallar um Bubba byggi og félaga. „Pétur bóndi og Skrámur ætla að taka þátt í hunda- keppni og Skófli ákveður að kenna Snotru ýmsar listir líka. Snotra er ekkert spennt. En þegar Skófli lendir í vanda kem- ur Snotra til bjargar og fær að vera með í keppninni,“ segir um bókina. Bókin er 32 bls. Vaka Helgafell gef- ur út. Sami útgefandi gefur einnig út bókina Hrappur dreki eftir Iona Treahy. Bókin fjallar um Bubba byggi og félaga hans en í þess- ari bók er Pála önnum kafin við að taka til bún- inga fyrir skóla- leikritið. Í fréttatilkynningu um at- burðarrásina segir: „Þegar hún sér ekki til fer Hrappur í drekabúning og ákveður að skemmta sér svolít- ið. Hrappur er fljótur að valda vand- ræðum og um stund lítur út fyrir að búningurinn sé ónýtur en þá fær Selma góða hugmynd.“ Bókin er 32 bls. Barnabækur TÓNLIST eftir líb- ansk-franska org- anistann og tón- skáldið Naji Hakim hefur ekki verið áber- andi á tónleikum hér- lendis, og því var kærkomið að heyra Kára Þormar leika á Klais-orgelið í Hall- grímskirkju Pange lingua eftir Hakim. Sálmurinn Pange lingua var saminn af Tómasi Aquinas og er verk Hakims tilbrigði sem innblásin eru af uppbyggingu textans í sálminum. Tónlistin er ákaflega stílhrein, allar meginhugmyndir eru markvisst settar fram, úr- vinnslan er eðlileg og uppbygg- ingin rökrétt. Andrúmsloftið er auk þess notalega draugalegt og skilaði það sér fyllilega í sann- færandi, tilþrifamikilli túlkun Kára. Á tónleikunum voru tvö önnur verk sem varla þarfnast kynn- ingar (þó gaman hefði verið að lesa EITTHVAÐ í tónleikaskránni, sem var harla fátækleg), Tokkata frá árinu 1985 eftir Jón Nor- dal og Prelúdía og fúga í D-dúr BWV 532 eftir Bach. Tok- kata Jóns er skemmtilega kaldr- analeg og Kári flutti hana af öryggi og glæsileika. Ég var síður hrifinn af túlk- un organistans á tón- smíð Bachs, sem var dálítið einstrengings- leg í raddvali og var því fremur þreytandi áheyrnar. Hraðar nótur voru vissulega jafnar og skýrar og við- eigandi kraftur var í túlkuninni; það var bara ekki nóg. Draugalegt andrúmsloft TÓNLIST Hallgrímskirkja Kári Þormar organisti flutti tónsmíðar eftir Jón Nordal, Naji Hakim og Jóhann Sebastian Bach. Fimmtudagur 7. júlí. Hádegistónleikar Jónas Sen Kári Þormar MYNDLISTARKONAN Þórdís Að- alsteinsdóttir sýnir þessa dagana í 101 Gallery, Hverfisgötu 18a, Reykjavík. Þórdís nam myndlist á Íslandi og í New York en þetta er fyrsta einkasýning hennar á Ís- landi eftir að hún útskrifaðist frá School of Visual Arts í New York árið 2003. „Fyrsta einkasýning Þórdísar í New York var hins veg- ar í Stefan Stux Gallery þar sem verk hennar hlutu fádæma góða dóma,“ segir í fréttatilkynningu um sýninguna. Á sýningunni í 101 Gallery, sem stendur yfir til 9. september 2005, sýnir Þórdís 9 akrýlmálverk. 101 Gallerý er opið fimmtudaga til laugardaga kl. 14–17 eða eftir samkomulagi. Þórdís sýnir í 101 Gallery KÍNVERJAR minnast þess um þessar mundir að sextíu ár eru liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldar- innar. Í Peking stendur m.a. yfir sýning á málverkum sem lýsa átök- um milli Kínverja og Japana. Reuters Stríðsloka minnstSTRENGJATRÍÓIÐ Tríó trix leikur í Stykkishólmskirkju á morgun kl. 17. Tríóið skipa þær Sigríður B. Baldvins- dóttir á fiðlu,Vigdís Másdóttir á víólu og Helga B. Ágústs- dóttir á selló. Tríó trix mun vera eina starfandi strengja- tríóið hér á landi og hefur síð- an það var stofnað haldið nokkra tónleika í Reykjavík og nágrenni. Sumartónleik- ar í Stykkis- hólmskirkju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.