Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 49

Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 49
Til 10. júlí. Opið frá fimmtudegi til sunnu- dags frá kl. 14–18. Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 MYNDLIST ARNÓR G. Bielt- vedt heldur nú sýn- ingu á Íslandi eftir nokkurra ár hlé. Arnór er fæddur og uppalinn á Íslandi en hefur síðan búið og menntað sig í Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Myndlistin var ekki hans fyrsta val en hefur síðar á æv- inni tekið yfir. Arnór starfar nú sem deildarstjóri, listkennari og stjórnandi gallerís við listadeild North Shore Country Day School í Winnetka, Illinois. Viðfangsefni Arnórs nú eru blóm, hann sýnir bæði málverk og teikn- ingar í sal Íslenskrar grafíkur. Stíll Arnórs einkennist af hröðum pens- ildráttum og línum, myndir hans eru tjáningarríkar og þó að mynd- efnið sé jafnan þekkjanlegt er freistandi að fella þær a.m.k. að nokkru leyti undir abstrakt ex- pressjónisma. Áhrif allnokkurra stærstu málara 20. aldarinnar má sjá í myndum Arnórs, áhrif frá van Gogh og Munch, en einnig Picasso og Matisse. Myndir Arnórs eru afar litríkar og litaskalinn allt frá brún- um og móleitum tónum sem tengja má við náttúru Íslands til skærari lita og blóma sem minna á van Gogh og sólblómamyndir hans. Nokkuð erfitt er að greina ná- kvæmlega séreinkenni Arnórs vegna þess hve kunnugleg bæði myndefni, stíll og vinnuaðferðir hans eru, hér er gengið í plægðan akur þar sem aðrir hafa rutt veg- inn. Hin allt að því villta express- jóníska tjáning sem á sínum tíma olli andköfum hjá áhorfendum hefur ekki lengur sömu áhrif og forðum daga. Innan þess ramma sem Arnór hefur valið sér að vinna, ramma sem í dag er tæpast hægt að kalla annað en hefðbundinn, er þó fátt út á myndir hans að setja, þær bera vott um mikinn sköpunarkraft og vinnugleði, teikningar eru unnar hratt og málverkin bera þess vitni að Arnór leitar í nokkrar áttir, ým- ist til kyrralífsmynda eða abstrakt tjáningar. Að öllum líkindum er það á mörkum þessara tveggja sem hvað mest spenna skapast í mynd- um hans, einna best tekst honum upp í mynd eins og málverki nr. 15, Kvöldroði, en þar tekst listamann- inum að skapa dýpt og rými á myndfletinum bæði hvað varðar myndbyggingu og túlkunarmögu- leika. Öllu verr finnst mér ganga upp tilraunir Arnórs til að koma með hugsun hugmyndalistamanna inn á myndflötinn með því að skrifa t.d. „yellow“ eða „red“, þar sem það á við eða ekki, slíkar tilraunir virka þvingaðar og þar sem hæfileikar og áhugi virðast að öðru leyti miðast við litanotkun og tjáningu liggur ef til vill beinast við að beina kröftum sínum í þá átt og kanna áfram möguleika lita og lína á myndflet- inum, sígílt og eilíft viðfangsefni sem alltaf er jafn krefjandi innan sinna marka. Arnór G. Bieltvedt á sýningu sinni í sal Íslenskrar grafíkur. Leikur að litum og línum Málverk og teikningar Arnór G. Bieldtvedt Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Þorkell MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 49 MENNING Belgískar vöf Nýlega bættist við enn einn ljúffengur réttur í kaffiteríu Perlunnar. Bragðið á gómsætum nýbökuðum belgískum vöff lum í kaffiteríunni á 4. hæð. Næg ókeypis bílastæði! BELGÍSKAR VÖFFLUR Veitingahúsið Perlan - S: 562 0200 - perlan@perlan.is - www.perlan.is Hr in gb ro t Acidophilus FRÁ Fyrir meltingu og maga H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri hlustun á verkinu,“ lýsir Víkingur. „Þarna uppgötvuðu Bandaríkja- menn sína rödd og menningu og verkið staðfestir þá menningar- hefð sem Bandaríkin hafa skapað sér og átt sérstöðu í.“ Þó svo að Víkingur segist ekki vera mjög fróður um djass hefur hann afskaplega gaman af að hlusta á hann og nefnir þar sér- staklega hve gaman sé að heyra góðan og frjóan spuna. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins segir hann hafa staðið sig mjög vel í þessu verkefni og greinilega mikill metnaður hjá sveitinni. „Þetta er mikil sumartónlist, mikill léttleiki og bjartsýni í henni,“ segir hann. Skemmtileg innsýn í tónlistina Lokaverk tónleikanna er 9. sin- fónía eftir Dvorák en hann samdi verkið þegar hann bjó í Bandaríkj- unum og ber sinfónían sterkan keim af þarlendri þjóðlagatónlist. Hljómsveitarstjóri er Robert Gutter frá New York og er hann meðal annars þekktur fyrir upp- byggingu sinfóníuhljómsveitar Springfield og hefur gert hana að einni þekktustu hljómsveit Banda- ríkjanna á landsvísu. Víkingur er ánægður með Gut- ter og segir uppruna hans og reynslu nýtast mjög vel. „Hann hefur gefið okkur skemmtilega innsýn í tónlistina sem fæst eflaust ekki nema hjá innfæddum.“ „SAGNIR frá nýja heiminum“ er yfirskrift tónleika Sinfóníu- hljómsveitar unga fólksins sem haldnir verða í Siglufjarðarkirkju á sunnudag og í Neskirkju á mánudag. Eins og yfirskriftin gefur til kynna verða á efnisskránni ýmis bandarísk verk eða tónlist sem tengist landinu á einhvern hátt. Flutt verða tvö verk eftir Aaron Copland, sem oft er nefndur faðir bandarískrar tónlistar. Fyrra verkið, El Salon Mexico er samið eftir kynni Coplands af þjóðlegri mexíkóskri tónlist. Það seinna heitir Quiet City og í því munu bræðurnir Matthías og Jóhann Nardeau leika einleik á óbó og trompet. Rhapsody in Blue eftir George Gershwin er djassverk í klass- ískum búningi og þar leikur Vík- ingur Heiðar Ólafsson einleik á pí- anó. Jazzinn rödd Bandaríkjanna Víkingur segir verkið vera í miklu uppáhaldi hjá sér en hann er við nám í New York og finnst mikill „stórborgarfílingur“ vera í verkinu. „Það er eins og hver ein- asta lína hafi komið áreynslulaust frá hjarta höfundarins og það er auðvelt að ímynda sér ástandið í New York á þriðja áratugnum, uppganginn og bjartsýnina, við Tónlist | Sinfónía unga fólksins flytur Sagnir frá nýja heiminum „Stórborgarfílingur“ í síldarþorpi Morgunblaðið/Sverrir Sinfóníuhljómsveit unga fólksins á æfingu ásamt Robert Gutter stjórnanda og Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara. Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is NOKKRAR erótískar kímnisögur úr Tídægru Boccacios voru á dag- skránni í Borgarleikhúsinu á fimmtudagskvöldið. Tídægra fjallar um tíu ungmenni sem flýja svarta- dauða á býli úti í sveit og stytta sér stundir með því að dansa, leika tón- list og segja sögur. Sögurnar voru lesnar af Theodór Júlíussyni og Jó- hönnu Vigdísi Arnardóttur og voru þau bæði skemmtilega lífleg. Jó- hanna Vigdís var þó miklu fyndnari, enda kryddaði hún frásögn sína með kostulegum tilburðum. Inn á milli lék Ensemble Unicorn (Einhyrningshópurinn?) tónlist frá sama tíma og Tídægra Boccacios gerist, safn dansverka úr norður- ítölsku handriti frá árinu 1390 eða þar um bil. Verkin tengjast Tídægru ekki beinlínis, en þar sem andrúms- loftið í bókinni er ekki ósvipað tón- listinni átti hún fyllilega heima þarna. Tónlistin var greinilega innblásin, hún var safarík og unaðsleg áheyrn- ar, enda var flutningur Einhyrnings- hópsins í fremstu röð, samtaka, skýr og þrunginn alls konar blæbrigðum. Ekki var laust við að maður greindi arabíska stemningu hér og þar, sem kom svo sem ekki á óvart þar sem ýmislegt úr evrópskri tónlist þessa tíma var undir áhrifum frá Mið- Austurlöndum. Einhyrnings- hópurinn sam- anstendur af þeim Michael Posch, Thomas Wimmer, Wolf- gang Reithofer, Jane Achtman og Reinhild Waldek. Posch spilaði á blokkflautu og það var sko spila- mennska í lagi! Satt best að segja man ég ekki eftir að hafa heyrt svo glæsilegan blokkflautuleik í háa herrans tíð; hröð hlaup voru af- burðavel leikin, bæði skýr og jöfn. Slagverksleikur Reithofers var líka sérlega litríkur, í senn nákvæmur og óhaminn. Svipaða sögu er að segja um frammistöðu hinna hljóðfæra- leikaranna, sem voru með allt sitt á hreinu. Eingöngu var leikið á upprunaleg hljóðfæri og verður að viðurkennast að þau nutu sín ekkert sérstaklega í steindauðri endurómun Borgarleik- hússins. Samt voru áheyrendur skammarlega fáir, sem var þó lán í óláni, því hljómburðurinn hefði væntanlega orðið ennþá verri með fleiri tónleikagestum. Þrátt fyrir dapurlegan hljómburð skyggði fátt á gleðina; til þess var hljóðfæraleikurinn of góður og Jó- hanna Vigdís of fyndin. Vonandi fáum við að heyra Einhyrningshóp- inn aftur í nánustu framtíð; hann er of frábær til að maður geti leyft sér að missa af honum. Erótískar kímnisögur TÓNLIST Borgarleikhúsið Sögur úr Tídægru eftir Boccacio og ítölsk tónlist frá 14. öld leikin á upprunaleg hljóðfæri af Ensemble Unicorn. Fimmtu- dagur 7. júlí. Kammertónleikar Jóhanna Vigdís Arnardóttir Jónas Sen AÐALSTEINN Ásberg Sig- urðsson og Anna Pálína Árna- dóttir hafa hlotið heiðursstyrk úr sjóði í Tvedestrand í Nor- egi sem hefur það að mark- miði að styrkja tengslin milli Íslands, Noregs og Færeyja. Fá þau styrkinn fyrir gott starf í þágu norrænnar menn- ingar, m.a. þýðingu á norskum bókmenntum og flutning á norrænum vísnasöng víðs- vegar um Norðurlöndin. Anna Pálína lést sem kunnugt er á liðnu ári en með þessu vill sjóðurinn heiðra minningu hennar. Sjóðurinn er kenndur við sóknarprestinn Alfred And- ersson-Rysst. Í tilefni af styrkveitingunni verður efnt til dagskrár í Tvedestrand í hádeginu á þriðjudaginn. Fram koma Að- alsteinn Ásberg og norski rit- höfundurinn Paal-Helge Haugen. Aðalsteinn og Anna Pálína hljóta styrk Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson Anna Pálína Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.