Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 52

Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 52
52 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ HR. Örlygur sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem segir að aðstandendur tón- listarhátíðarinnar Ice- land Airwaves séu byrjaðir að taka við umsóknum frá inn- lendum hljómsveitum og listamönnum sem vilja koma fram á hátíðinni. Í fyrra komu yfir hundrað innlendir flytj- endur fram á Airwaves – auk tutt- ugu og tveggja erlendra hljóm- sveita og listamanna. Þá bárust Hr. Örlygi um tvöhundruð og fimmtíu umsóknir frá innlendum flytjendum um að fá að spila á hátíðinni. Skilafrestur umsókna er til 10. ágúst 2005. Hr. Örlygur vill leggja áherslu á að ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma og að þeir sem þegar hafa skilað inn geisladiskum og sótt um að fá að spila á hátíðinni með öðrum hætti þurfa að fara í gegnum um- sóknarferlið sem nú hef- ur verið sett í gang. Í gegnum það er nefnilega öllum nauðsynlegum upp- lýsingum um listamenn- ina safnað. Allar frekari upplýsingar er að finna á www.icelandairwaves.com. Umsækjendum verður svarað fyrir 1. september. Það eru starfs- menn Hr. Örlygs, þeir Þorsteinn Stephensen, Árni Einar Birgisson, Egill Tómasson og Eldar Ástþórs- son, sem fara yfir umsóknirnar og taka síðan ákvörðun um hverjir koma fram á Iceland Airwaves 2005. Þeim til aðstoðar er óformleg ráðgjafarnefnd úr tónlistarbrans- anum. Tónlist | Lýst eftir hljómsveitum Hljómsveitin þín á Airwaves? Keane var eitt aðalnúmerið á Iceland Airwaves 2004. Á FIMMTUDAGINN var gerð tilraun til að setja saman stærstu hljómsveit Íslandssögunnar. Ungir sem aldnir mættu í íþróttahúsið Austurberg í Breiðholti og léku tuttugu mínútna verk stjórnað af þeim Páli Ivan Pálssyni og Guðmundi Steini Gunnarssyni. Að sögn Páls Ivans gengu tónleikarnir ótrúlega vel og þrátt fyrir að met hafi ekki verið slegið reyndist það fljótlega vera auka- atriði. „Þetta var stórkostlegt. Allir sem komu voru svo opnir og glaðir og þarna komu heilar fjölskyldur til að spila. Þetta hljómaði líka betur en orð fá lýst.“ Rúnar Júlíusson og Egill Ólafsson þöndu raddböndin. Morgunblaðið/Jim Smart Ungir sem aldnir mættu til að leika á hin ýmsu hljóðfæri. Betra en orð fá lýst SAFNPLATAN Svona er sumarið 2005 er komin út. Platan er að þessu sinni tvöföld með öllum vinsælustu íslensku lög- unum þetta sumarið. Á meðal þeirra sem eru með lag á plötunni má nefna Sál- ina hans Jóns míns, Írafár, Skítamóral, Nylon, Svölu og Helga Val trúbadúr sem nú er staddur í Danmörku. Þar stendur hann á Strikinu og leikur fyrir gesti og gangandi en hann nýtti einnig tæki- færið og skellti sér á nýafstaðna Hróarskelduhátíð. Aðspurður um lagið á safnplötunni, „The Night of the Demise of Faith“, segir hann að umfjöllunarefnið sé allt annað en léttúðugt. „Þetta lag fjallar um voveiflega at- burði sem áttu sér stað á Hagameln- um á seinasta ári. Ég var að spá í þessi mál og kom þá auga á lík- inguna við söguna af Abraham og Ísak. Þar höfum við föður sem ætl- aði að fórna syni sínum og eftir það var hann kallaður faðir trúarinnar. Í þessu máli höfum við móður sem varð dóttur sinni að bana og þá var pælingin að trúin væri ekki lengur okkar.“ Helgi Valur segist njóta sín á Strikinu en segir þó að það sé erf- iðara í ár en í fyrra. Hann er svo væntanlegur til landsins eftir helgi og leggur þá fljótlega upp í tónleika- för um landið. Tónlist | Safnplatan Svona er sumarið er komin út Bestu lög sumarsins Morgunblaðið/Golli Helgi Valur er með eitt lag á Svona er sumarið 2005. War of the Worlds kl. 6 - 8.30 - 11 b.i. 14 Batman Begins kl. 5.30 - 7.15 - 9 og 11 b.i. 12 Voksne Mennesker kl. 5.45 Crash kl. 8 og 10.15 b.i. 16 ÁLFABAKKI BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR ! Nýr og miklu betri leðurblökumaður. H.L. / Mbl. Loksins, Loksins  M.M.M / Xfm 91,9  Kvikmyndir.is Gleymdu hinum. Þetta er alvöru Batman Ó.Ö.H / DV Gleymið öllum hinum Batman myndunum. Þessi er málið Andri Capone / X-FM 91,9 Þórarinn Þ / FBL  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com “Einn af stærstu smellum ársins.”  B.B. Blaðið i f t r t ll r i . . . l i H.B. / SIRKUS T O M C R U I S E MYND EFTIR Steven spielberg I N N R Á S I N E R H A F I N     „EKTA STÓRSLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV  -KVIKMYNDIR.IS  -Ó.H.T, RÁS 2  „Innrásin er girnileg sumarskemmtun, poppkornsmynd af bestu gerð!“ -S.V, MBL      Djörf grínmynd sem kemur hormónunum af stað. Ef þú fílaðir American Pie seríuna áttu eftir að fíla þessa. Honum stendur ekki á sama. THE WAR OF THE WORLDS kl. 2 - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. THE WAR OF THE WORLDS VIP kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. WHO´S YOUR DADDY kl. 1.40 - 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 14 ára. BATMAN BEGINS kl. 2 - 3.30 - 4.30 - 5 - 6.30 - 7.30 - 8 - 9.30 - 10.30 B.i. 12 ára. SVAMPUR SVEINSSON kl. 1.40 m/ísl.tali. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI - 23.000 GESTIR HÁDEGISBÍÓ 400 KR. MIÐAVERÐ Á A 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.