Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HANDTAKA Í KAÍRÓ Lögreglan í Kaíró hefur í haldi mann sem talinn er hafa komið að smíði sprengnanna sem notaðar voru í hryðjuverkunum í London fyrir rúmri viku, en þau kostuðu á sjötta tug manna lífið. Maðurinn sætir nú yfirheyrslum en mun halda fram sak- leysi sínu. Í gærkvöldi fordæmdu leiðtogar múslíma og íslamskir fræði- menn í Bretlandi hryðjuverkin og lögðu áherslu á að múslímar mættu ekki líta svo á að ódæðismennirnir hefðu dáið píslarvættisdauða fyrir trú sína. Miklar fjárfestingar Fjárfestingar Íslendinga í útlönd- um námu árið 2004 rúmum 192 millj- örðum króna, sem er aukning upp á 581% frá árinu áður, þegar fjárfest- ingar Íslendinga erlendis námu rúm- um 28 milljörðum, samkvæmt bráða- birgðatölum sem Seðlabanki Íslands hefur birt. Ekkert banaslys Ekkert banaslys hefur orðið á Reykjanesbraut frá því að opnað var fyrir umferð um tvöfaldan hluta hennar fyrir um fjórtán mánuðum. Þetta kemur fram í grein Steinþórs Jónssonar, hótelstjóra og bæjarfull- trúa í Reykjanesbæ, í blaðinu í dag. Á sama tímabili þar á undan létust sjö einstaklingar í jafnmörgum banaslys- um. Harry Potter snýr aftur Byrjað var að selja nýjustu bókina um Harry Potter, en hún heitir á ensku Harry Potter and the Half Blood Prince, um heim allan á mið- nætti í nótt en fullvíst þykir að hún muni seljast í bílförmum. Börn voru í biðröð fyrir framan bókabúðir víðs vegar um heiminn, m.a. hér í Reykja- vík, en Harry Potter og skapari hans, rithöfundurinn breski J.K. Rowling, eiga marga aðdáendur hér á landi. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Kirkjustarf 35 Viðskipti 14 Skák 41 Úr verinu 15 Minningar 36/41 Erlent 18/19 Myndasögur 44 Akureyri 21 Víkverji 44 Landið 21 Dagbók 45 Suðurnes 24 Staður og stund 45 Árborg 24 Velvakandi 44 Daglegt líf 25 Menning 47/49 Ferðalög 26/27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Staksteinar 55 Umræðan 30/34 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %          &         '() * +,,,                     TVEIR Kínverjar, karl og kona um þrítugt, voru í gær dæmdir í 45 daga fangelsi fyrir að framvísa röngum vegabréfum á Keflavíkurflugvelli. Fólkið var á leiðinni til Bandaríkj- anna þegar það var handtekið hinn 7. júlí sl. ásamt meintum fylgdarmanni sínum. Hann situr enn í gæsluvarð- haldi og bíður dóms. Vegabréf fólksins voru ekki fölsuð heldur tilheyrðu þau sviplíkum Jap- önum. Þegar verið er að smygla fólki milli landa er algengt að notast sé við ósvikin vegabréf fólks sem líkist þeim sem verið er að smygla. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að fólkið var búsett í Þýska- landi og samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Keflavíkurflug- velli er talið að það hafi búið þar í 5–6 ár. Þáttur fylgdarmannsins er enn til athugunar og beinist rannsóknin helst að ferðum hans um Ísland fram að því að hann var handtekinn. Ferðaskilríki tilbúin fyrir ungmenni Kínversku ungmennin fjögur sem voru stöðvuð í Leifsstöð í maí dvelja enn á landinu. Að sögn Eyjólfs Krist- jánssonar, fulltrúa sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, eru ferðaskilríki þeirra tilbúin og gerir hann ráð fyrir að þau muni brátt óska eftir að verða send til síns heima. Aðspurður sagði hann að þau hefðu ekki sótt um hæli hér á landi. Fylgdarmaður þeirra var í júní dæmdur í sex mánaða fang- elsi fyrir brot á útlendingalögum en ekki tókst að sanna mansal. 45 daga fangelsi fyrir að framvísa röngu vegabréfi FJÖGURRA sæta Cessna-flugvél hlekktist á í flugtaki í Fljótavík á Hornströndum í gær. Um borð voru þrír farþegar auk flugmanns en eng- an sakaði. Vélin lenti á vinstri hlið og skemmdist mikið. Óhappið varð síð- degis í gær og fékk lögreglan á Ísa- firði tilkynningu um málið um kl. 18. Fóru lögreglumenn á vettvang ásamt fulltrúa rannsóknanefndar flugslysa og flugmálastjórnar. Málið er í rannsókn og liggja orsakir óhappsins ekki fyrir. Landhelgisgæslan aðstoðaði rann- sóknarlið með því að flytja það á TF LIF, þyrlu Gæslunnar, og stóð til að þyrlan flytti flugvélina um borð í varðskip sem tæki hana til Reykja- víkur í frekari rannsókn. Hlekktist á í flugtaki ALEXANDER Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi, afhjúpaði í gær í Neðstakaupstað á Ísafirði minn- isvarða um liðlega 200 sjómenn sem fórust þegar skipalest lenti í tund- urduflabelti undan Straumnesi 5. júlí 1942. Var þetta gert í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum síð- ari heimsstyrjaldar. Viðstaddir athöfnina voru fulltrúi frá breska sendiráðinu og bandaríska sjóhernum auk fulltrúa Ísafjarðarbæjar. Þá fylgdist fjöldi bæjarbúa og ferðamanna með en öllum var velkomið að sækja at- höfnina. Gestirnir komu vestur með rússnesku herskipi og lögðu fyrr um daginn blómsveig á sjávarflöt- inn nálægt staðnum þar sem atvikið átti sér stað. Þeir voru síðan ferj- aðir í land á Ísafirði til að vera við- staddir athöfnina. Á minnisvarðanum er áletrun á þremur tungumálum, rússnesku, ís- lensku og ensku. Honum hefur ver- ið valinn staður í námunda við húsaþyrpinguna í Neðstakaupstað en þar er m.a. sjóminjasafn. Sjómennirnir sem fórust voru á skipum í skipalestinni QP-13 sem var á leið frá Rússlandi. Kaupskipin voru bandarísk, bresk og rússnesk og sigldu undir vernd breska flot- ans. Fyrir slysni sigldi skipalestin inn í tundurduflabelti þegar hún var á vesturleið út af Straumnesi. Morgunblaðið/Sverrir Látinna sjómanna minnst Alexander A. Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi, afhjúpar minn- ismerkið. Að baki honum sést Mark S. Laughton, yfirmaður flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. ÚTFLUTNINGUR á mjólkur- afurðum, aðallega smjöri, hefur aukist mikið á síðustu árum. Í fyrra voru flutt út 657 tonn af mjólkurafurðum en árið 1995 voru flutt út 89 tonn. Ástæðan fyrir þessum aukna útflutningi er að neysla á fitusnauðum mjólkurvörum er stöðugt að aukast og því verður að flytja mjólkurfituna úr landi. Horfur eru á að útflutningurinn aukist enn á þessu ári. Verð á smjöri á heimsmarkaði er lágt. Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að unnið sé að því að komast inn á markað í Bandaríkjunum með hágæða- smjör. Hann segir að það sé langtímaverkefni að komast inn á þennan markað. Það sé hins vegar óhjákvæmilegt að selja talsvert af smjöri úr landi því að neysla á fitusnauðum mjólkurvörum sé alltaf að aukast hérlendis. Í fyrra voru flutt inn 222 tonn af mjólkurvörum, aðallega ost- um. Innflutningurinn hefur minnkað síðustu ár, en hann var mestur árið 2000 þegar hann nam 556 tonnum. Það ár var flutt inn mikið af jógurt frá Spáni en sala á þessari vöru hefur minnkað mikið. Innflutn- ingur á ostum hefur hins vegar verið að aukast síðustu ár. Stöðugt meira flutt út af smjöri  Fá 45–50 kr./8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.