Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 15 ÚR VERINU SJÁVARÚTVEGURINN er hvergi betri í heiminum en á Íslandi. Þetta er niðurstaða skýrslu stofn- unar sem kallar sig Framtíð- arráðið, en hún fjallar um sjálf- bæra nýtingu fiskstofna. Frá þessu er sagt í leiðara í norska blaðinu Fiskaren, sem segir að þetta sé ekki vegna þess að Íslendingar stjórni veiðunum betur, heldur að þeir hugsi meira um gæði og kaupendur matvæla fái þann fisk sem þeir vilji. Framtíðarráðið er í tengslum við alþjóðlega matvælarisann Unilever og er skýrslan gerð að beiðni þess. Meginniðurstaðan er sú að fiskveiðum sé hvergi betur stjórnað en á Íslandi og Nýja- Sjálandi. Í Fiskaren segir að í út- tektinni sé Unilever hrósað fyrir að leggja áherzlu á sjálfbærar veiðar í viðskiptum sínum með fisk. Engu að síður sé það ljóst að matvælarisinn nái ekki að fá nema 70% af þeim fiski sem hann notar úr sjálfbærum veiðum. Unilever er hætt að nota þorsk úr Norðursjó og hefur dregið verulega úr kaup- um á þorski úr Eystrasalti. Sam- steypan kaupir mest af sínum þorski úr Kyrrahafinu. Brezka stórmarkaðakeðjan Waitrose telur fiskveiðistjórnun á Íslandi þá beztu á norðurhveli jarðar. Stjórn- endur hennar segjast kjósa að eiga viðskipti við einn birgi og þeir vilji að hægt sé að rekja feril afurðanna til baka til bátsins sem veiddi þorskinn. Mun tengdari markaðnum Fiskaren segir að íslenzkur sjávar- útvegur skilji sig frá hinum norska með því að vera mun tengdari markaðnum. Stærri sjáv- arútvegsfyrirtæki geti betur tryggt stöðugar afhendingar og séu tengdari endanlegum neyt- anda allt frá veiðum til markaðar. Kvótakerfið á Íslandi hafi gert einstökum fyrirtækjum kleift að byggja sig upp og áhuginn og um- hyggjan verði ekki eftir á bryggj- unni, eins og í Noregi, heldur fylgi fiskinum alla leið á markaðina. Norskur sjávarútvegur verði að átta sig á því að stórmarkaðakeðj- urnar sækist eftir viðskiptum við öflug fiskvinnslufyrirtæki. Sé það ætlunin að halda sig við núverandi samsetningu sjávarútvegsins í Noregi, með mörg smá fyrirtæki og strandveiðiflota sem aflar bróð- urpartsins af þorski, ýsu og ufsa, verði Norðmenn að finna svar við þeirri þróun sem eigi sér stað á Ís- landi. Hún byggist fyrst og fremst á stöðugu flæði hráefnis, stöð- ugleika í afhendingu afurða, en einnig á því að afhenda úrvals fisk. Það borgi sig og þeir sem ekki geri það, beri skarðan hlut frá borði. Sjávarútvegur hvergi betri en á Íslandi Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Karfinn handflakaður hjá Hamra- felli í Hafnarfirði. Fyrirtækið sér- hæfir sig í ferskum fiski og selur beint til stórra kaupenda ytra. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● STJÓRN Fjármálaeftirlitsins hefur ráðið Jónas Fr. Jónsson forstjóra Fjár- málaeftirlitsins frá 18. júlí að telja. Jónas er fædd- ur árið 1966. Hann lauk emb- ættisprófi í lög- fræði frá Háskóla Íslands, LL.M.- prófi frá háskól- anum í Cam- bridge í Englandi og MBA-prófi frá Vlerick Leuven Gent Management School í Belgíu. Þá hefur hann lokið verðbréfamiðlaraprófi. Jónas hefur mikla reynslu af alþjóðlegu samstarfi og fimm ára reynslu sem fram- kvæmdastjóri innra markaðssviðs Eftirlitsstofnunar EFTA í Brüssel. Jónas Fr. ráðinn forstjóri FME Jónas Fr. Jónsson ● HAGNAÐUR sænska fjárfestinga- félagsins Carnegie á fyrri helmingi ársins nam 346 milljónum sænskra króna, sem samsvarar tæplega 2,9 milljörðum íslenskra króna. Eftir skatt var hagnaður félagsins 239 milljónir, sem samsvarar tæplega 2 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fé- laginu. Þar með jókst hagnaður á fyrri helmingi ársins um 17% frá síð- asta ári og hefur hann ekki verið hærri síðan árið 2001 sem var besta ár í sögu félagsins. Burðarás á 20,5% hlutafjár í Carnegie. 3 milljarða hagnaður Carnegie ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði í gær um 0,19% og er nú 4.178,25 stig. Heildarviðskipti í Kauphöllinni námu 10,6 milljörðum króna, mest með íbúðabréf fyrir um 6,7 milljarða. Mestu hlutabréfaviðskiptin voru með bréf KB banka fyrir tæpar 300 millj- ónir. Heildarvelta upp á 10,6 milljarða króna ● FORMLEGA hefur verið gengið frá sölu á og greiðslu fyrir tæplega 2/3 eignarhlut Íslandsbanka í Sjóvá til Milestone ehf, að því er segir í frétta- tilkynningu. Hluthafafundur kaus nýja stjórn Sjóvár en hana skipa Bjarni Ármannsson, Benedikt Jó- hannesson, Karl Wernersson, Guð- mundur Ólason og Jón Scheving Thorsteinsson. Í tilkynningu frá Íslandsbanka seg- ir að þar sem Sjóvá sé ekki lengur dótturfélag bankans heldur hlut- deildarfélag muni forstjóri Sjóvár, Þorgils Óttar Mathiesen, ekki lengur sitja í framkvæmdastjórn Íslands- banka. Formlega gengið frá sölu Sjóvárhlutarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.