Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 20
Innri Njarðvík | Víkingaskipið Íslendingur stendur í sumar á þurru landi í garði þurrabúðar- innar Stapakots í Innri- ar. Fyrirhugað er að gera Vík- ingaheima þarna skammt frá og þar verður Íslendingur í aðal- hlutverki. Njarðvík. Geta gestir Stapakots skoðað skipið um leið og bæinn og er Böðvar Gunnarsson Suð- urnesjavíkingur gestgjafi í sum- Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Íslendingur í garði Stapakots Víkingar Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Það er merkilegt hvað hægt er að tala endalaust um veður. Vetur, sumar, vor og haust, alltaf jafngaman að tala um veðrið. Hér á Djúpavogi er líka alltaf gott veður. Þó verð ég að játa að helsta ágreiningsefni okk- ar hjóna eru veðurlýsingar. Einhvern veginn erum við aldrei sammála um hvernig veðrið hafi verið hér á árum áður. Hann að austan og ég að sunnan. Höfum búið á báðum stöð- um, tíu ár fyrir sunnan og sex ár fyrir aust- an. Í sjávarþorpinu mínu fyrir sunnan er alltaf sól. Allavega minnir mig það. Í sjáv- arþorpinu hans fyrir austan er alltaf þoka. Finnst mér. Í minningunni hans er alltaf rok og rigning í sjávarþorpinu mínu fyrir sunn- an. Og aldrei hefur komið þoka inn í fjörðinn okkar fallega hér fyrir austan. Ekki svo hann muni. Þannig getum við þrasað um veðrið þegar við keyrum suður og aftur austur. En ég hef „þokusönnunargögn“. Ég efast um að nokk- ur nái að lýsa þokunni á Djúpavogi jafn vel og Stefán Jónsson gerði: „Trúir því enginn nema sá sem reynt hefur, á vorljósu kvöldi, að leita kúnna eftir eyranu, en lent hefi ég í því að finna andblæinn af vörum kýrinnar áður en ég sá hana sjálfa.“    En ég verð víst að viðurkenna að þokan hef- ur varla sést í sumar. Þegar ég ákvað að hefja skipulega skráningu á veðrinu, svo ég gæti nú sýnt og sannað fyrir mínum manni að við búum á þokusamasta stað landsins, þá barasta lét hún sig hverfa. Júlí senn á enda og dagbókarfærslum fer fækkandi. „Æ, ég gleymdi bara að skrifa veðurlýsingu í gær,“ segi ég sólbrún og sæt þegar ég er rukkuð um þokudagbókina.    En veðrið hefur ekki bara áhrif á hjóna- bandið mitt. Það að sjá til sólar er ótrúlega hollt fyrir sálina og litla sjávarþorpið hér fyrir austan. Það er eins og allt breytist þeg- ar sólin skín. Það lifnar yfir mannlífinu. Kon- ur og karlar með barnavagna spígspora um bæinn og bjóða góðan daginn. Þegar líður á kvöldið berst grilllyktin milli garða, börnin hlaupa um í klettunum og lífið verður eitt- hvað svo einfalt. Í fyrrakvöld neitaði fjög- urra ára sonur minn að koma inn að sofa, há- bjartur dagur að hans mati. „Það er ekki komin nótt mamma mín, sérðu ekki hvað er bjart úti?“ sagði hann og klifraði upp í næsta klett, tíndi fífla og sóleyjar og færði mér. Það var einmitt þá sem ég þakkaði fyrir íslensk sumur. Og það var þá sem ég sagði að nú væru dýrðardagar á Djúpavogi. Úr bæjarlífinu DJÚPIVOGUR EFTIR SÓLNÝJU PÁLSDÓTTUR FRÉTTARITARA Hótel Ólafsvík hefur tekið í notk-un nítján hótelíbúðir í húsnæðisem eigendur hótelsins festu kaup á en áður hýsti Gistiheimili Ólafs- víkur. Húsnæðið var allt tekið í gegn og innréttað upp á nýtt. Íbúðirnar eru 37 fermetrar að stærð, með baði og eldhúsaðstöðu þar sem gestirnir geta útbúið morgunmat. „Þetta hefur vantað hér á Snæfellsnes,“ segir Kristín Jóhannesdóttir, hótelstjóri á Hótel Ólafsvík, sem einnig er með átján herbergi í sjálfri hótelbygging- unni auk gistiheimilis. Telur hún að góð- ur markaður sé fyrir gistingu af þessu tagi og segist hún verða vör við að fjöl- skyldufólk taki íbúðirnar jafnvel fram yfir gistingu á venjulegum hótelher- bergjum. Áform eru uppi um að byggja við Hót- el Ólafsvík og fjölga hótelherbergjum verulega með því og breytingum á eldra húsnæðinu. Morgunblaðið/Alfons Hótelstjóri Kristín Jóhannesdóttir hót- elstjóri í einni íbúðinni á Hótel Ólafsvík. Vantaði hér á Snæfellsnes Davíð Hjálmar Har-aldsson á Ak-ureyri fékk á sig vísur þegar kýrnar hlupu hraðar honum í vin- áttuhlaupinu (World Harmony Run). Hann svarar: Fús ég skýri fyrir þér að flýti ber að meta og kýrnar fara hraðar hér en hestar víðast geta. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd sá auglýs- ingu í Morgunblaðinu um Ragnar Bjarnason með fyrirsögninni „Með hang- andi hendi“ og orti: Glatt hefur karla og kvendi kátur um sína daga, Ragnar með hangandi hendi, höfðingi söngs og laga! Kveðju ég kappanum sendi, krýni hann gæfustjarna Allir með hangandi hendi hlusta á Ragga Bjarna! Úr þjóðlífinu pebl@mbl.is Skagafjörður | Siglingastofnun undirbýr umtalsverðar sjóvarnarframkvæmdir í Fljótum og á Skaga í Sveitarfélaginu Skagafirði. Skipulagsstofnun telur ekki að framkvæmdirnar hafi í för með sér umtals- verð áhrif á umhverfið og telur ekki að þær séu háðar mati á umhverfisáhrifum. Áformað er að leggja 300 metra sjó- varnargarð við Haganesvík í Fljótum, 200 metra garð við Hraun í Fljótum og 130 metra sjóvarnargarð við Hraun á Skaga. Garðarnir eru liður í vörn gegn landbroti. Efnið verður tekið úr Kóngsnefi við Siglu- fjarðarveg og Hvalnesnámi á Skaga. Í úrskurði sínum vekur Skipulagsstofn- un athygli á að garðarnir við báða Hrauns- bæina verði innan svæðis á náttúruminja- skrá og leggur áherslu á að framkvæmdirnar falli sem best að landinu. Ráðist í sjóvarnir í Skagafirði Garður | Íbúar í Garði stefna að því að halda stóra atvinnusýningu í íþróttahúsinu á næsta ári. Slík sýning var haldin í Garð- inum á árinu 2003 og þótti takast vel. Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs sam- þykkti á fundi sínum í vikunni að stefna að slíkri sýningu. Atvinnufyrirtækjum, fé- lagasamtökum og handverksfólki í Garði verður gefinn kostur á að taka þátt. Jafn- framt var nefndinni sem sá um sýninguna fyrir tveimur árum falið að annast und- irbúning, en hana skipa þeir Jón Hjálm- arsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar- innar, Gísli Heiðarsson, formaður stjórnar íþróttamiðstöðvar og byggðasafnsnefndar og Sigurður Jónsson bæjarstjóri. Stefnt að atvinnusýningu á næsta ári ♦♦♦ Landsins mesta úrval af yfirhöfnum Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 Mörkinni 6, sími 588 5518 ♦♦♦ Vík í Mýrdal | Orkustofnun og Mýrdals- hreppur hafa gert samning við Fjarhitun hf. um að kanna möguleika á því að nota varmadælur til húshitunar í Vík í Mýrdal. Fram kemur á heimasíðu Mýrdals- hrepps, vik.is, að verkefnið felst meðal annars í forathugun á því hvort fjárhags- lega hagkvæmt sé að ráðast í hönnun og byggingu hitaveitu sem notar varmadælur. Varmadælur henta vel þar sem aðgangur er að volgu vatni sem ekki er nægilega heitt til að hægt sé að nýta það beint til húshitunar. Kanna notkun varmadæla við húshitun Hólmgarður - Keflavík Höfum fengið í sölu mjög gott ca. 120 fm verslunar- og þjónusturými á jarðhæð í verslunarmiðstöðinni Hólmgarði í Keflavík. Mjög góð staðsetning, næg bíla- stæði og góð aðkoma. Verðtilboð óskast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.