Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 11 FRÉTTIR vegið mjög þungt“ í huga ráðherra. Þessu vísar Haraldur alfarið á bug og segir álit Þingvallanefndar ekki hafa vegið þyngra hvað varðar úr- skurð ráðherra en álit annarra aðila, s.s. Bláskógabyggðar og Vegagerð- arinnar. Í þessu samhengi bendir Haraldur á að seinna bréf Þingvalla- nefndar, dagsett 15. júní sl., hafi ein- göngu verið ítrekun á fyrra bréfi nefndarinnar sem sent var sl. haust. „Þannig er seinna bréfið ekkert nema staðfesting á því að fyrra bréf- ið standi.“ Í fyrrnefndu viðtali við Margeir U mhverfisráðherra hafði ekki annan kost í stöðunni en þann að fella úrskurð Skipu- lagsstofnunar frá 11. nóvember 2004 úr gildi sökum þess að formgalli var á málsmeðferð Vegagerðarinnar þar sem Gjá- bakkavegur í núverandi legu var úti- lokaður fyrirfram af hálfu framkvæmdaraðila. Þetta segir Haraldur Johannessen, aðstoð- armaður umhverfisráðherra. Í úr- skurði ráðherra er vitnað til mats Skipulagsstofnunar þess efnis að ekki sé hægt að þvinga fram- kvæmdaraðila til að leggja fram til athugunar og úrskurða kost sem framkvæmdaraðili telur ekki koma til greina og hann ætlar sér ekki að framkvæma. Að sögn Haralds er engu að síður ljóst að framkvæmdaraðila ber samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum að láta meta þennan kost og ekki sé hægt að útiloka hann fyrirfram án lögformlegs umhverfismats. Tekur hann fram að úrskurður ráðherra feli ekki í sér höfnun á þeim vegi sem Vegagerðin vill leggja á svæð- inu. Rangt að jafnræðisreglu hafi ekki verið gætt Nokkuð hefur verið rætt um bréf Þingvallanefndar til ráðherra sem dagsett er 15. júní sl. og var m.a. haft eftir Margeiri Ingólfssyni, for- manni byggðaráðs Bláskógabyggð- ar, í Morgunblaðinu í gær að svo virtist sem afstaða nefndarinnar sem birtist í fyrrnefndu bréfi „hafi sakaði hann umhverfisráðherra um að hafa ekki gætt jafnræðisregl- unnar við vinnslu málsins þar sem hann hafi „kallað einn hags- munaaðila, þ.e. Þingvallanefnd, til og [fengið] hann til að tjá sig á vett- vangi“. Aðspurður vísar Haraldur því á bug að ráðherra hafi ekki gætt jafnræðisreglu við meðferð málsins. Segir hann rangt að ráðherra hafi farið í vettvangsferð með fram- kvæmdastjóra Þingvallanefndar eins og forsvarsmenn Bláskóga- byggðar haldi fram. Bendir Har- aldur á að sá sem einna mest og með formlegustum hætti hafi verið rætt við í ferlinu öllu hafi verið fram- kvæmdaraðilinn, þ.e. Vegagerðin. „Þannig að það er ekkert út á jafn- ræðið að setja.“ Vegagerðin þegar hafið nýtt matsferli Spurður hvort ráðherra sé með úrskurði sínum að hafna leið sem Vegagerðin vill fara og þvinga hana til að setja aftur á gamla veginn sem Vegagerðin telur óframkvæmanlegt að leggja segir Haraldur alls ekki svo, enda engan veginn hægt að þvinga Vegagerðina til að leggja veg sem hún vill ekki eða telur ekki upp- fylla öryggisstaðla. Vegagerðin hef- ur þegar hafið nýtt matsferli fyrir Gjábakkaveg í samræmi við úrskurð umhverfisráðherra. Samkvæmt aug- lýsingu Vegagerðarinnar sem birtist m.a. í Morgunblaðinu fyrr í vikunni kemur fram að í nýju mati verði fjallað um endurbyggingu núverandi vegar og fjórar aðrar leiðir, þ.e. leið 2, 3, 7 og 12a. Samkvæmt heimildum blaðsins má gera ráð fyrir að nýtt matsferli geti tafið framkvæmdir Vegagerðarinnar um allt að hálft ár. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hestamenn á ferð um Gjábakkaveg. Í bréfum Þingvallanefndar kom fram að hún hefði áhyggjur af því að nýrri veglínu fylgdu óþarfa náttúruspjöll. Úrskurður ráðherra felur ekki í sér höfnun Þ etta er langtímaumræða sem er mjög verðugt að koma af stað,“ segir Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, um hugmyndir þær sem Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, varpaði fram í viðtali í Morg- unblaðinu í gær. Þar kallaði Ólafur eftir nýrri nálgun þegar rætt er um stöðu myndlistar í land- inu og hlutverk listasafna Íslands og Reykjavíkur, auk þess sem hann kallaði eftir aukinni samvinnu ríkis og borgar á sviði myndlistar. Að mati Eiríks er einmitt áhugavert að umræðan sé fyrst tekin á faglegum nótum, þ.e. að rætt sé um þarfir íslenskrar myndlistar og íslenskrar myndlistarsögu, m.a. með tilliti til þess að hún fái verðuga framsetningu í menningarstofnunum þjóðarinnar. „Síðan væri það pólitískt úrlausnarefni hvernig það yrði gert með sem bestum hætti og sú skylda kemur nátt- úrlega til með að hvíla á þeim sem kjörnir eru til að stjórna þeim málum bæði hjá ríki og borg,“ segir Eiríkur. Rifjar hann upp að samvinna þessara aðila hafi í tímans rás ekki verið allt of mikil. „En er nú orðin mjög góð, að því er mér skilst, í kringum byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Það er fordæmi sem á vonandi eftir að skila árangri á fleirum sviðum þegar fram líða stundir, þeirra á meðal á sviði myndlistar.“ Aðspurður segist Eiríkur sammála Ólafi þegar kemur að bæði aukinni samvinnu safna sem og aukinni verkaskiptingu, enda sé það það sem koma skuli. „Ef við lítum á heildarmynd- ina hvað varðar safnaveröldina á Íslandi þá eru hér á landi eitthvað í kringum 25-30 söfn per 100 þúsund íbúa, en í ná- grannalöndum okkar eru á bilinu 7-9 söfn fyrir sama fjölda. Af þessu leiðir að íslenskur safnaheimur er allt of sund- urgreindur og margkvíslaður til þess að ná þeim slagkrafti sem er nauðsynlegur fyrir íslenskt menningarlíf. Til þess að geta tekist á við verðug verkefni á alþjóðlegum „standard“ þá þurfa þessar stofnanir að geta unnið mjög náið saman og þannig náð árangri,“ segir Eiríkur og bendir á samstarf Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Íslands í tengslum við nýafstaðna Listahátíð í Reykjavík sem gott dæmi um sam- vinnu. Eitt útilokar ekki annað Í viðtalinu við Ólaf nefndi hann þau tvö verkefni í myndlistarheiminum sem brýn- ust væru að hans mati. Aðspurður segist Eiríkur sammála mati Ólafs en vill einnig nefna til almenna listfræðslu í landinu, en eins og staðan sé í dag geti söfnin, að hans mati, smæðar sinnar vegna, ekki unnið jafn markvisst og ákveðið að listfræðslu og æskilegt væri. Spurður hvernig sér lítist á þá hugmynd Ólafs að gera Kjarvalsstaði að framtíðarsýningarhúsnæði fastasýningar er miðlaði 20. aldar myndlist svarar Eiríkur: „Kjarvalsstaðir eru óneitanlega besta sýningarsvæði landsins fyrir myndlist, því þarna eru bæði bestu salirnir og mesti sveigjanleikinn. Þannig að Kjarvalsstaðir eða annað sam- bærilegt húsnæði yrði auðvitað kjörinn vettvangur fyrir slíka fastasýningu á 20. aldar myndlist. En þá erum við farin að tala um stefnumótun á hærra stigi þar sem ríki og borg þyrftu að ná saman um stefnu og þar með úrræði og lausnir, en slík tæknileg útfærsla þyrfti að bíða síðari tíma. En svona nokkuð myndi aldrei gerast nema sem hluti af heildarlausn, því um leið þyrfti t.d. að finna lausn fyrir Kjar- valssafnið. Að mínu mati væri eðlilegt að það yrði áfram á Kjarvalsstöðum, enda byggingin nefnd til heiðurs listamann- inum. Hins vegar tel ég ekki að eitt útiloki annað. Þannig að ef eigendur, þ.e. ríki og borg, næðu saman í stefnumótun um þetta þá er hægur vandi að bæta við húsnæði Kjarvalsstaða með þeim hætti að það gæti bæði hýst Kjarvalssafn sem nyti sín með verðugum hætti sem og yfirlitssýningu um myndlist 20. aldar,“ segir Eiríkur. Viðbygging myndi ekki spilla Kjarvalsstöðum „Að minni hyggju er vel hægt að byggja við Kjarvalsstaði án þess að misbjóða nokkuð byggingarlist hússins eða stöðu þess,“ segir Pétur H. Ármannsson, arkitekt og deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur, þegar hug- mynd Ólafs Kvaran um viðbyggingu við Kjarvalsstaði er bor- in undir hann. Segir Pétur það eðli bygginga að vaxa, stækka og breytast í takt við kröfu starfseminnar og nefnir í því sam- hengi viðbygginguna við Alþingi sem nýlega viðbyggingu sem hafi tekist mjög vel auk þess sem viðbygg- ingin hafi tryggt að núverandi starfsemi gæti áfram verið í húsnæðinu. Að sögn Péturs hefur einu sinni áður verið sett fram hugmynd um viðbyggingu við Kjarvalsstaði, en sú hugmynd, sem fram kom undir lok níunda áratugar síð- ustu aldar, gekk út á það að stækka safnið í formi viðbyggingar sem vera átti neð- anjarðar undir garðinum framan við húsið og átti viðbyggingin að hýsa sérstakt safn tengt Kjarval. „Kjarvalsstaðir, sem teiknaðir eru af Hannesi Kr. Davíðs- syni, eru mjög merk bygging sem hefur staðist tímans tönn vel. Byggingin hefur elst mjög vel og er vel varðveitt í upp- runalegri mynd. Ég held að það væri vel hægt að byggja við- byggingu við safnið á mjög smekklegan hátt án þess að ganga of nærri húsinu eða spilla því,“ segir Pétur, en tekur fram að slík viðbygging yrði auðvitað að taka ákveðið tillit til safnsins hvað varðar t.d. efnisval og mynda ákveðna heild, þó ekki þyrfti hún að vera bein eftirlíking af núverandi safni. Pétur bendir á að mun auðveldara sé að stækka við Kjar- valsstaði en að byggja við núverandi húsnæði Listasafns Ís- lands við Fríkirkjuveg þar sem afar lítið svigrúm sé til stækk- unar. „Við Kjarvalsstaði eru aðstæður hins vegar mjög góðar, þar er gott aðgengi og landfræðilegar aðstæður mjög heppi- legar þar sem þetta er ekki ofan í mýri og því væri hægt að gera geymslur undir sölunum og leysa ýmis praktísk mál.“ Aðspurður segir Pétur ýmislegt sem heppilegt væri að gera í leiðinni ef farið yrði út í það á annað borð að byggja við Kjarvalsstaði. Nefnir hann í því samhengi að í dag eru engar lyftur sem tengja saman annars vegar listaverkageymslur safnsins sem staðsettar eru í kjallara og hins vegar sýning- arsalina, sem þýðir að bera þarf allt milli hæða. Að sögn Pét- urs þyrfti einnig við útfærslu viðbyggingar að hafa í huga breytt hlutverk Kjarvalsstaða. „Með þessum hugmyndum sem Ólafur Kvaran viðrar þá er í rauninni verið að tala um að Kjarvalsstaðir verði safnbygging, en safnið var upphaflega byggt sem sýningarhús fyrir myndlist. Því þyrfti að gera ákveðna breytingar því safn með fastasýningu kallar á ákveðna stoðstarfsemi í kringum sig, s.s. bókaverslun, kaffi- stofu, aðstöðu fyrir fyrirlestra og móttöku á hópum,“ segir Pétur. Aukin samvinna skilar þeim slagkrafti sem til þarf Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Pétur H. Ármannsson Eiríkur Þorláksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.