Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HVERS VEGNA farast svo margir Íslendingar í umferðinni sem raun ber vitni og hvers vegna eru svo margir sem bera menjar ævilangt vegna umferð- arslysa? Þessum spurningur hafa margir velt fyrir sér og virðist svo sem skoðanir manna séu mjög misjafnar, en það virðist ríkjandi stefna þeirra sem segja frá slysum og óhöppum í umferðinni, að kenna einhverjum öðrum um en ökumanni. Þannig er oft sagt að slys hafi orðið vegna þess að veg- kantur gaf sig, grjót eða hola á vegi, blindhæð eða beygja og þann- ig mætti lengi telja. Þann 11. júlí var sagt í fréttum að rúta með um 30 manns hefði farið útaf vegi á Steingrímsfjarðarheiði, vegna þess að vegkantur gaf sig. Það var ekki talað um að ökumaður hefði sýnt óvarkárni með því að aka svo tæpt á veginum að hann réð ekki við bíl- inn og fór útaf. Það var ekki veg- urinn, sem var slysavaldur heldur maðurinn. Þegar ekið er um blaut- an og lélegan veg eins og þarna var, ber ökumanni að aka með fullri var- úð og fara ekki hraðar en svo að hann hafi fullt vald á bílnum og geti stansað áður en hann missir vald á honum. 12. júlí kemur í fréttum að tveir flutningabílar hafi keyrt sam- an í Víðidalnum þegar annar bíllinn er að aka framúr litlum bíl. Þarna er góður vegur. En ökumaður virð- ist ekki hafa virt þá gullvægu reglu að aka ekki hraðar en það að hann ráði við bílinn. Þannig er það nán- ast alltaf að það er ökumaður sem er valdur að slysum en ekki vegur eða ökutæki, því það er ekki staur, grjót eða kyrrstæður hlutur sem hleypur fyrir bíla, heldur er það yf- irleitt of mikill hraði, ökumaður ek- ur of hratt miðað við aðstæður og ræður ekki við bílinn, bíllinn tekur völdin og þá er voðinn vís. Þarna er löggjafinn sekur líka, þar sem leyfður hámarkshraði er oft og tíðum mun hærri en vega- kerfið er gert fyrir, enda er Vega- gerðin farin að setja upp aðvör- unarmerki víða og benda fólki þar á að ekki sé hættulaust að aka á lög- leyfðum hámarkshraða. Það er sama hvernig á það er litið að nán- ast öll slys eða óhöpp í umferðinni verða vegna of mikils hraða, enda er það staðreynd að íslendingar aka flestir 10 til 20 km. hraðar en leyfi- legt er samkv. lögum. Þannig var það þegar leyfður hraði var 60 km. og þannig er það enn. Í dag aka menn almennt á 100 til 110 km. hraða. Eiga ekki dómstólar þarna sök líka, hvernig taka þeir á svona mál- um? Núna, eða 11. júlí, var sagt í fréttum að ökumaður sem ók á 150 km. hraða og banaði unglings- stúlku, hafi verið dæmdur í eins mánaðar fangelsi skilorðsbundið og réttindasviptingu í sex mánuði. Þarna er í raun verið að verðlauna ökumanninn, hann ekur á ofsahraða þrátt fyrir það að hann viti af ung- lingunum á veginum, ekur á það miklum hraða að hann ræður ekk- ert við bílinn og ekur á aðra stúlk- una, sem lætur lífið samstundis. Það er kominn tími fyrir löggjaf- ann að berjast gegn slysum í um- ferðinni með því að lækka hraða og herða viðurlög við brotum, því það er staðreynd að langflest slys verða vegna of mikils hraða. Það á ekki að verðlauna eða afsaka menn fyrir að virða ekki aðstæður hverju sinni. KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, Kópavogsbraut 97, 200 Kópavogi. Umferð og umferðarmenning Frá Karli Gústaf Ásgrímssyni, eftirlaunaþega: Karl Gústaf Ásgrímsson TÖLUVERT hefur verið rætt um aðild Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra að sölu Landsbank- ans og fjár- málaleg tengsl hans við þá sölu gegnum ákveðin fyrirtæki. Í venjulegu lýðræðissam- félagi þykir ekki góð latína, að stjórnmálamaður sé bendlaður við hugsanlega spill- ingu og að hann auðgist við ákvörðun sem hann hefur sjálfur tekið sem stjórnmálamaður. Gildir einu þó að fyrirtækið, sem hann á einhvern hluta í, sé aðili gegnum þriðja fyrirtækið að sölunni. Í flestum lýðræðislöndum eru settar skorður við hlutabréfaeign stjórnmálamanna sem taka að sér trúnaðarstörf á vegum hins op- inbera. Tilgangurinn er augljós: með því er komið í veg fyrir að viðkomandi geti hyglað sjálfum sér með ákvörðun sem hann sjálfur tekur. Á þessu sviði eiga að gilda sömu reglur og hjá dómstólum: dómari má ekki vegna vanhæf- isreglna dæma í máli sem varðar hann sjálfan eða aðila honum skyldan eða tengdan. Hliðstæðar reglur eru einnig til í íslenskri stjórnsýslu: sá sem fer með op- inbert vald, má t.d. ekki semja við sjálfan sig um sölu á vöru eða þjónustu, hvað þá verksamning. Að fara með opinbert vald er mjög vandmeðfarið og að sjálf- sögðu á að gera ítarlegri kröfur til þeirra sem gegna störfum ráð- herra en ýmissa annarra. Mörg rök mæla með því, að Halldór eigi skilyrðislaust að draga sig út úr stjórnmálum. Sem ráðherra hefur hann tekið um- deilda ákvörðun sem hann vissu- lega hefur notið góðs af. Er rætt um að hann og fjölskylda hans hafi auðgast um nálægt 100 milljónir með sölu Landsbankans vegna einkavæðingarstefnu núverandi ríkisstjórnar. Hér er ekki um neinar smáfjár- hæðir að ræða, heldur gríðarlegan auð sem hann hefur fært sjálfum sér og sínum á silfurfati með einu pennastriki. Venjulegur launamað- ur getur með ýtrasta sparnaði komist kannski nærri því alla ævi sína að öngla saman hluta þess- arar fjárhæðar með hlutabréfa- braski. Ef minnsti vafi er á að tengja megi sölu Landsbankans við spill- ingu, á ráðherrann að láta þegar af embætti. Hætt er við, að í fram- tíðinni kunni nafn Halldórs að verða tengt pólitísku siðleysi og hann verði tákn spillingar á sviði íslenskra stjórnmála. GUÐJÓN JENSSON, áhugamaður um virkt lýðræði á Íslandi, Mosfellsbæ. Á Halldór Ásgrímsson að segja af sér? Frá Guðjóni Jenssyni: Guðjón Jensson EINSTAKLINGSFRELSI og ferðafrelsi. Skyldu margir spá í þessi atriði oft á sinni ævi? Ég er ekki viss. Hvað felst í orðinu frelsi? Að vera laus við allar hindr- anir. Frelsi er forsenda þess að einstaklingseðlið fái að njóta sín og fólk þroskist og rækti hæfileika sína. Það að geta ferðast er sjálfsögð mannréttindi fyrir mörgum. Að sjá aðra menningarheima get- ur líka verið liður í að þroska einstaklinginn. Að upplifa annað samfélag en það sem maður elst upp í er allt annað en að sjá það í sjónvarpinu eða lesa um það í bókum. Þeir sem eiga við einhvers konar fötlun að stríða eru oft í þeim sporum að þurfa að treysta á aðra til að geta ferðast, skoðað og séð landið sitt og einnig kynnst öðrum menning- arheimum. Það er öllum nauðsyn- legt að stunda útivist, líka fötl- uðum. En náttúran setur okkur fötluðum hömlur. Hjálpartækin, sem oft á tíðum eru hluti af okkar lífi, eru stundum ekki nóg til að komast að sjá náttúruna í sinni fegurstu mynd. Til dæmis til að fara um Þingvelli, skoða Snæfells- jökul eða fara til útlanda. Þá þurf- um við meiri hjálp frá hjálpfúsum einstaklingum. Til dæmis við að halda á ferðatöskum á ferðalögum erlendis, hjálpa okkur þar sem við getum ekki hjálpað okkur sjálf eins á og malarstígum og í brekk- um. Ég er ein af þeim. Ég er bundin hjólastól og hef yndi af því að ferðast og skoða náttúru landsins, sjá önnur lönd og kynnast ólíkum menningarheimum. Það er nauð- synlegt fyrir mig að hafa aðstoð- armanneskju til að hjálpa mér á þessum ferðalögum. Að róa er eitt af mínum áhuga- málum. Ég hef farið í 2 ferðir á kajak og var það mér mjög eft- irminnilegt. Á báti verð ég frjáls. Ég hef ekki mátt í fótum, en úti á vatni þá gleymir maður því, þar stóð ég jafnfætis ófötluðu vin- um mínum. „Frelsi til að ferðast“ er setning sem er mér ofarlega í huga. Sérstaklega yfir sumartímann þegar margir lands- menn eru í ferðahugleiðingum. Ég er þar engin undantekning. Hjálparliðasjóður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, var stofn- aður 1997 með það að markmiði að hjálpa okkur að hafa þennan val- möguleika „að GETA ferðast“. Sjóðurinn hefur hjálpað okkur við að finna fólk sem aðstoðarmann- eskjur á ferðalögum og hjálpað okkur við að fjármagna ferðina fyrir aðstoðarmanneskjuna. Sjóð- urinn hafði réttindanámskeið fyrir fólk sem ætlaði að verða hjálp- arliðar. En árið 2004 varð að loka honum vegna fjárskorts. Nú er verið að safna fyrir sjóðinn svo hægt verði að opna hann aftur. Í samstarfi við Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, hóf Kjart- an Jakob Hauksson það þrekvirki að róa kringum landið á árabáti til að láta drauma sína rætast og jafnframt minnir hann á hvað ferðafrelsi er mikilvægt fyrir alla. Hann var nokkur ár að undirbúa þessa ferð. Hún hófst árið 2003 en báturinn eyðilagðist. Kjartan var ekki á því að gefast upp. Hann keypti nýjan og betri bát sem hann kallar „Frelsi“ sem á svo sann- arlega vel við. Hófst annar áfangi ferðarinnar í Bolungarvík í júní síðastliðnum og hefur hún gengið vel. Ferðin hans Kjartans er mér því mjög hugleikin. Ég bind miklar vonir við þessa söfnun og að hægt verði að endurvekja sjóðinn. Hvet ég því alla sem hafa tök á því að styrkja þessa söfnun á heimasíðu Sjálfsbjargar, http://www.sjalfs- bjorg.is, eða hringja í síma 908- 2003, þá dragast sjálfkrafa 1000 kr. af símareikningi. Ferðafrelsi Hanna Margrét Kristleifsdóttir fjallar um einstaklingsfrelsi og ferðafrelsi ’Ferðin hans Kjartanser mér því mjög hug- leikin. Ég bind miklar vonir við þessa söfnun og að hægt verði að end- urvekja sjóðinn. ‘ Hanna Margrét Kristleifsdóttir Höfundur er gjaldkeri Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og formaður Halaleikhópsins. SÍÐASTLIÐINN sunnudag (10. júlí) deildi Morgunblaðið áhyggjum blaðsins með lesendum sínum þeg- ar ritstjóraleiðari þess fjallaði um nýgerða skoðanakönnun Gallup. Niðurstaða könnunarinnar var sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sótt í sig veðrið í borginni og ætti nú möguleika á að end- urheimta meirihluta sinn í borginni. Nú veit ég ekki hvort Morgunblaðið telur það vera gott mál eða slæmt að Sjálfstæð- isflokkurinn nái á ný meirihluta í borginni en leiðari blaðsins veltir því hins vegar upp að Sjálfstæð- isflokkurinn sé enn of hægrisinnaður til að ná til kjósenda borg- arinnar og bendir þá sérstaklega á unga sjálfstæð- ismenn. Leiðari blaðsins leggur til að Sjálfstæðisflokkurinn færi sig lengra inn á miðjuna til að ná til þeirra kjósenda sem þar eru fyrir. Orðrétt segir: „Fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins verður ekki með því að leggja áherzlu á hægri- sinnuð stefnumál í stjórnmálum. Hún verður einungis með því að leggja áherzlu á að ná til kjósend- anna á miðjunni.“ Eftir rúma 11 ára setu R-listans ætti hægri stefna Sjálfstæð- isflokksins að vera síðasta áhyggjuefni Morgunblaðsins. Þessa dagana eru liðsmenn R-listans að karpa um hvort halda eigi sam- starfi áfram og þá hvernig skipta skuli borgarstjórnarsætum sín á milli þannig að allir geti verið ánægðir. Tvisvar hefur kosninga- bandalagið komist í alvarlega leiðtogakreppu þar sem mikið púð- ur hefur farið í að gera við og græða málamiðlanir til þess eins að halda stjórnarsamstarfi áfram og halda völdum. Þeir sem hafa tekið það að sér að starfa í stjórn- málum gera það væntanlega af hugsjón og hugmyndum og ættu að fara eftir því. Nú hafa þeir flokkar sem mynda kosninga- bandalagið R-listann lagt hugsjónir sínar og hugmyndir til hliðar enn á ný til að reyna að mynda nýtt bandalag. Og til hvers, jú til þess eins að halda völdum og stöðum. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort Morgunblaðið vilji að Sjálf- stæðisflokkurinn láti af stjórn- málastefnu sinni til þess eins að komast kannski til valda og áhrifa í borginni. Einnig er hægt að spyrja, hvers konar miðjuflokkur vill blað- ið að Sjálfstæðisflokk- urinn sé? Sjálfstæð- isflokkurinn hefur um áratugaskeið verið stærsti stjórn- málaflokkur á Íslandi. Stefna flokksins hefur að sjálfsögðu þróast í takt við nýja tíma en helsti styrkur flokksins hefur ein- mitt verið sá að hann hefur haldið fast í hugsjónir sínar og frambjóð- endur flokksins séð um að koma þeim í framkvæmd þegar þeir hafa hlotið til þess umboð kjósenda. Morgunblaðið telur að það verði enginn borgarstjórnarmeirihluti nema kjósendum á miðjunni „sé sýnd full virðing" og gefur þar aft- ur í skyn að flokkurinn þurfi að færa sig á miðjuna. Kjósendum er hins vegar engin virðing sýnd með því einu að breyta stjórn- málastefnu flokks bara til þess eins að vinna kosningar. Það má ef til vera að Morg- unblaðið beri virðingu fyrir þeim stjórnmálamönnum sem elta uppi skoðanakannanir og það sem þeir halda að sé vinsælast hverju sinni. Leiðari Morgunblaðsins segir það „grundvallaratriði [] að borg- arstjórnarflokkurinn átti sig á því, að hann þarf að ná til þeirra kjós- enda, sem skipa miðjuna í íslenzk- um stjórnmálum …“ Sjálfur tel ég það vera grundvallaratriðið borg- arstjórnarflokksins að hann haldi í hugsjónir sínar og leggi þær síðan í dóm kjósenda. Ég tel að það sé betra að vera trúr hugsjónum sín- um og hugmyndum heldur en að breyta þeim eftir hentugleika. Það er einmitt stjórnmálastefna Sjálf- stæðisflokksins sem getur komið Reykjavíkurborg út úr þeim vand- ræðum sem hugsjónaleysi R- listans hefur komið rekstri borg- arinnar í. Mestur tími liðsmanna R-listans fer í að halda sjálfum sér gangandi og ákveða hver geri hvað hverju sinni. Enda er árangurinn eftir því. Leiðari Morgunblaðsins leggur sérstaklega áherslu á að það sé unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum sem þurfi að átta sig á þeim veru- leika sem fyrr var minnst á. Orð- rétt segir blaðið: „Það er alveg sérstaklega unga fólkið í Sjálfstæð- isflokknum, sem þarf að átta sig á þessum veruleika. Sá hópur hefur um nokkuð langt skeið horft til hægri en mun ekki ná árangri í borgarstjórnarkosningum með því.“ Það er reyndar alveg rétt hjá blaðinu að ungt fólk í flokknum hefur um langt skeið horft til hægri. Ungt fólk í Sjálfstæðis- flokknum hefur horft til hægri í 75 ár með ágætis árangri. Ungir sjálf- stæðismenn fögnuðu nýlega 75 ára afmæli og geta verið stoltir af því að hafa farið eftir sannfæringu sinni og hugsjónum. Reglulega hafa fyrrnefndar hugsjónir verið lagðar í dóm kjósenda og með þeim standa menn og falla. Annars hafa menn ekkert í stjórnmál að gera. Hugsjónir eða lýðskrum? Gísli Freyr Valdórsson fjallar um Sjálfstæðisflokkinn og borgina ’Leiðari Morgunblaðs-ins leggur sérstaklega áherslu á að það sé unga fólkið í Sjálfstæðis- flokknum sem þurfi að átta sig á þeim veruleika sem fyrr var minnst á.‘ Gísli Freyr Valdórsson Höfundur er ungur sjálfstæðismaður og einn af ritstjórum vefritsins Íhald.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.