Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður Bene-dikta Jónsdóttir fæddist á Akureyri 30. apríl 1929. Hún lést á Kristnesspít- ala 1. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Rann- veig Sigurðardóttir, f. 1888, og Jón Sig- urðsson, f. 1889. Systur Sigríðar eru Ingibjörg, búsett á Akureyri, Ester, látin, Jakobína, lát- in, Ragnhildur, dó barnung, Pálína búsett á Akur- eyri og Hermína búsett á Ak- ureyri. Sigríður giftist 24. september 1955 Guðmundi Magnússyni frá Siglunesi við Siglufjörð, f. 24. febrúar 1929. Foreldrar Guð- mundar voru hjónin Antonía Er- lendsdóttir, f. 1901, og Magnús Baldvinsson, f. 1895. Börn Sigríð- ar og Guðmundar eru: 1) Jóna, f. 1956, búsett í Reykjavík, maki Þórólfur Geir Matt- híasson og eiga þau tvær dætur og tvö barnabörn. 2) Magna, f. 1957, bú- sett á Akureyri, maki Úlfar Björns- son og eiga þau þrjú börn. 3) Guð- mundur Baldvin, f. 1962, búsettur á Akureyri, sambýlis- kona Katrín Dóra Þorsteinsdóttir. Guðmundur á þrjá syni og Katrín tvær dætur. 4) Rannveig Antonía, f. 1966, búsett í Reykjavík, maki Vilhjálmur Grímsson, og eiga þau samtals þrjú börn. Sigríður og Guðmundur bjuggu allan sinn búskap á Ak- ureyri þar sem hún starfaði lengst af við Dvalarheimilið Hlíð. Útför Sigríðar hefur farið fram. Í lok langrar gönguferðar berast okkur hjónum boð um alvarleg veik- indi. Tólf tímum síðar er elskuð amma dætra minna og móðir konu minnar öll. Þungbært, ótímabært og þó óhjákvæmilegt. Það eru síðan tregablandnar hugsanir sem fara í gegnum hugann þegar henni er fylgt til grafar á mánudegi og sam- eiginleg búslóð hennar og tengda- föður míns er borin út í gám á stuttu seinna í samræmi við löngu skipulagðar búsetubreytingar. Bú- slóðin rúmast í gámi og líkaminn í litlum kassa. En í hugum okkar sem kynntumst Sigríði Jónsdóttur tekur hún stærra pláss og skilur eftir sig meira tóm en mælt sé í gámafetum eða öðrum rúmmálseiningum. Sigríður kom inn í líf mitt stuttu eftir að ég hafði kynnst Jónu dóttur hennar. Frumburður okkar Jónu, Eirný Þöll, kom síðan inn í líf okkar allra. Án þess að nokkrum þætti taka því að ræða það hófum við bú- skapinn inni á heimili Guðmundar og Sigríðar. Það var þægileg og árekstralaus sambúð. Og gott var fyrir byrjendur í foreldrafaginu að eiga aðgang að ráðleggingum Sig- ríðar. Hún kunni þá list að taka ekki af fólki ráðin. Ráðleggja þegar ráða var leitað. Hún var reyndar því frá- bitin að ganga um og segja öðrum hvernig þeir ættu að haga lífinu. Ég man eiginlega bara eftir einni und- antekningu: Þeim hjónum báðum þótti það nálgast fjárglæfrar þegar við, litla fjölskyldan, fluttum nokkr- ar húslengdir í leiguíbúð og lögðu nokkuð að okkur dvelja lengur í Byggðaveginum. Stuttu seinna fluttum við til út- landa. Sigríður sá til þess að við gleymdum ekki gamla landinu. Pósturinn bar okkur pakka með ís- lenskum varningi, bæði matarkyns og fatakyns. Viðurgjörningur í mat og drykk og almennu atlæti í árleg- um jólaheimsóknum var einnig slík- ur að dóttir okkar hélt að á Íslandi væri eilíf veisla og sífelld glaðværð og uppátektir. Þvílíku lífi tókst Sig- ríði að glæða hversdagslega hluti að stærsta tilhlökkunarefni Eirnýjar í þeim heimsóknum var að fara með ömmu sinni í fótabað. Stundum fannst okkur sem þær baðferðir tækju pakkastússi jólaheimsóknar- innar fram í tilhlökkun ömmustelp- unnar. Eftir að við fluttum heim aftur urðu heimsóknirnar í Byggðaveginn tíðari. En alltaf var tekið á móti okkur og ömmu- og afabörnunum af sama örlæti og með sömu glaðværð. Afi Mundi, með dyggum tilstyrk ömmu Siggu, hélt áfram að birgja heimilið upp af sérvöldu barnagóð- gæti þegar von var ömmubarna í heimsókn og náði sú siðvenja allt fram á fullorðinsár þeirra og reynd- ar passaði það að langömmubarnið náði að loka hringnum öllum til mik- illar ánægju. Sigríður var fjölhæf kona. Áður en hún hóf búskap stundaði hún saumaskap bæði á Akureyri og í Reykjavík. Hún tók fullan þátt í matvöruverslunarrekstri Guð- mundar á áttunda áratugnum. Auk þess að versla með hefðbundinn varning markaði hún versluninni sérstöðu með því að leggja áherslu á heilsuvarning og var þar langt á undan sinni samtíð. Eftir að þau hjón seldu Eyrarbúðina hóf hún störf við aðhlynningu og sauma hjá Dvalarheimilinu Hlíð. Vann þar svo lengi sem aldur leyfði. Áhuganum á heilsu og heilbrigði var fundinn far- vegur undir merkjum Náttúrlækn- ingafélags Akureyrar. Væru ömmu- börn í heimsókn á laugardags- morgni fengu þau gjarnan að dvelja með ömmu í ævintýraheimi flóa- markaðs þess félags. Þar stóð amma Sigga vaktina innan um alla dýrgripina og lagði sitt af mörkum til fjáröflunar félagsins. Og Sigríður hugsaði um eigið heilsufar af sömu alúð. Hún fór í sund á hverjum morgni um áratuga skeið og hætti ekki fyrr en Parkinsonssjúkdómur- inn hafði svipt hana vöðvastyrkn- um. Við leiðarlok setur mann hljóðan og maður hugsar sitt um tilgang lífsins og verkefni mannsins. Þegar Sigríður Jónsdóttir er kvödd fylgir því mikill söknuður en jafnframt sú góða vissa að henni tókst að koma mörgu í verk. Þau verk lifa í huga þeirra sem henni voru nánir og henni þótti vænt um. Blessuð sé minning Sigríðar Jónsdóttur. Þórólfur Matthíasson. Við frændsystkinin erum svo lán- söm að hafa átt undurgóða og ynd- islega ömmu. Þrátt fyrir það að 22 ár eru á milli yngsta og elsta barna- barnsins eigum við öll keimlíkar minningar um hana ömmu okkar. Hjá ömmu Siggu og afa Munda var alltaf opið hús og alltaf nóg að sýsla. Amma dreif okkur barnabörnin með sér í hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Við fengum að taka þátt í kleinubakstri með henni, fórum í berjamó (misviljug), í sund, á flóa- markaðinn hennar, eða út á stétt með brúnköku og mjólk að njóta sólarinnar. Þegar engin var sólin var alltaf hægt að grípa í spil eða syngja nokkur vel valin lög og þá spilaði amma undir á gítar. Amma Sigga var alltaf flott og ræktaði sál og líkama. Hún stundaði sund af kappi, borðaði hollan mat og saum- aði á sig falleg föt. Við nutum góðs af saumahæfileikum hennar, því þær eru ófáar flíkurnar sem hún hefur töfrað fram á okkur í gegnum tíðina. Amma var líka menningar- lega sinnuð og lét ekki spennandi listviðburði fram hjá sér fara, hvort heldur sem um var að ræða skóla- tónleika hjá barnabarni, sinfóníu- tónleika eða nýjustu uppfærslu Leikfélags Akureyrar. Það var allt- af erfitt að kveðja ömmu eftir góða samveru og þau okkar sem lengra fóru felldu oftar en ekki tár á kveðjustund. Nú kveðjum við ömmu í hinsta sinn með miklum trega og djúpum söknuði. Megi góður guð geyma ömmu Siggu. Barnabörnin. Það er svo margt að minnast á, frá morgni æskuljósum. (E. Sæm.) Mig langar að minnast Sigríðar, vinkonu minnar til margra ára, nokkrum orðum. Þær eru margar myndirnar sem ég á af þér í myndaalbúminu mínu. Ég kynntist þér fyrst þegar þú varst líklega 11 eða 12 ára. Svo liðu nokk- ur ár, en fljótlega eftir fermingu fórstu að vinna á Saumastofu Gefj- unar. Þar var ég líka að vinna og eft- ir það varðstu mín besta vinkona. Við höfðum hlotið svipað uppeldi og höfðum svipuð áhugamál. Það var mjög gaman að vinna á saumastof- unni, þar voru margar ungar stúlkur og líka vel fullorðnar konur sem tóku okkur sem yngstar voru með eindæmum vel og við áttum þær að vinum til æviloka þeirra. Þarna lærðum við líka heilmargt sem kom sér vel í lífinu. Á sumrin var sauma- stofunni lokað og allir fengu hálfs- mánaðar frí. Í eitt skiptið fórum við í fríinu til Ísafjarðar og á ég eina mynd af okkur og Sigurjónu um borð í Fjallfossi. Þú fórst til að vera hjá Immu systur þinni og Óskari, en við Sigurjóna fórum nokkrum dög- um seinna til Reykjavíkur. Veturinn 1946 skelltum við okkur í að læra sænsku og sóttum um skóla í Svíþjóð sumarið 1947. En þá gripu forlögin í taumana. Ég gat ekki farið að heiman og það kom ekki til mála að þú færir án mín, allt í lagi að bíða til næsta sumars, og ef til vill var í lagi að við fórum ekki því nú varst það þú sem gast ekki farið vegna veikinda svo við fórum aldrei lengra en austur í Vaglaskóg. Þú náðir sem betur fór góðri heilsu og sumarið 1949 fórum við til Danmerkur. Pála systir þín var þar gift og nýbúin að eiga litla stelpu. Í Fredericia hjá Pálu og Matthíasi áttum við yndis- legar vikur og enginn munur gerður á mér, óskyldri Pálu, og þér systur hennar. Þetta var ævintýri sem aldr- ei gleymist og ég get ekki þakkað sem skyldi. Þá eru þær margar myndirnar úr ferðinni með Immu og Óskari, tjaldferð sem var engu lík. Já, myndirnar geyma óteljandi minningar. Og árin liðu og nú erum við komnar til Reykjavíkur, setj- umst upp hjá Immu og Óskari, það virðist ekkert mál að ég sé þar líka þó þau hafi ekki mikið pláss fyrir sig. Við ráðum okkur á saumastofu. Um jólin förum við heim til Akur- eyrar, þú ferð ein suður aftur en ég verð eftir og þá er gripið í taumana. Ég uppgötva að mér er ætlað að verða bóndakona. Við skrifumst á, sendum á milli dagbækur. Sumarið 1954 kemur þú til okkar í sveitina sem kaupakona. Þú gengur í verkin og að heyskap af sama dugn- aði og öllu öðru sem þú tókst þér fyr- ir hendur á ævinni. Það sumar fædd- ist mitt fyrsta barn. Þá var frábært að hafa þig. Í byrjun næsta árs hafð- ir þú hitt ungan, myndarlegan mann hann Guðmund, sem varð þinn lífs- förunautur og hamingja. Þú bjóst ykkur fallegt heimili og börnin ykk- ar fæddust eitt af öðru og bera ykk- ur fagurt vitni. Það var alltaf gott að koma til ykkar, fyrst í Eiðsvallagöt- una síðan í Byggðaveginn, oft gagn- kvæmar heimsóknir, fermingaveisl- ur og fleira. Þegar börnin uxu úr grasi og við höfðum betri tíma gáf- ust okkur tækifæri til að ferðast saman. T.d. þegar við ókum hringinn og fórum m.a. út á Dalatanga, þar sem við fengum höfðinglegar mót- tökur. Þegar maður eldist líður tíminn svo hratt, að árin líða hjá í einni svip- an, en vinátta okkar hélst óslitin. Þú varst einstök manneskja, listræn og gefandi, samkvæm sjálfri þér og vin- ur í raun. Þú tókst veikindum þínum með hetjulund og kvartaðir ekki. Ég kveð þig með söknuði, elsku vinkona, og þakka öll árin. Kæri Guðmundur og fjölskylda, við Siggi og fjölskyldan sendum ykkur öllum innilegar samúðar- kveðjur. Svava. SIGRÍÐUR BENE- DIKTA JÓNSDÓTTIR ✝ Árni ÁsgrímurÞorbjörnsson fæddist á Geita- skarði í Langadal í A-Hún. 10. júní 1915. Hann andað- ist á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörn Björnsson frá Veðramóti, bóndi á Geitaskarði og Sig- ríður Árnadóttir frá Geitaskarði og síðar húsfreyja þar. Árni var kvæntur Sigrúnu Sigríði Pétursdóttur, húsfreyju og skrifstofumanni, frá Sauðár- króki, f. 21. júní 1922, d. 31. maí 1987. Sonur Árna og Maríu J. Sveinsdóttur, frá Arnardal, hús- freyju í Kópavogi, f. 14. feb. 1915, d. 24. ágúst 2001, var Stef- án sjómaður, f. 30. jan. 1938, d. 6. júlí 1979. Kjör- sonur Árna og Sig- rúnar Sigríðar, konu hans, var Þorbjörn lögfræð- ingur, f. 25. júlí 1948 d. 17. nóv. 2003. Barnabörn Árna og Sigrúnar eru Árni Þór lög- fræðingur, f. 16. mars 1970, Helga Hrönn viðskipta- fræðingur, f. 16. des. 1973 og Atli Björn lögfræðing- ur, f. 20. des. 1976, Þorbjörns- börn. Árni var stúdent frá MR 1936 og cand. jur. frá Háskóla Íslands 1941. Hann rak lengst af lög- fræðiskrifstofu og var kennari á Sauðárkróki. Hann sat í bæjar- stjórn Sauðárkróks 1958-1968. Útför Árna fór fram frá Sauð- árkrókskirkju 9. júlí, í kyrrþey. Hann fór ekki alltaf um á tánum hann Árni móðurbróðir minn, sem nú er allur, saddur lífdaga held ég, enda kominn á tíræðisaldur. Og ekki var hann allra. Veit raunar ekki hvernig ég vann til þess, hversu elskulegur hann var alla tíð við mig. Gaf mér m.a. flotta veiði- ÁRNI ÞORBJÖRNSSON ✝ Valborg Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík hinn 9. janúar 1920. Hún lést á Landspítal- anum 28. júní síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Elínborg Kristjáns- dóttir, f. 10.9. 1898, d. 4.5. 1975, og Ólafur Sveins- son, f. 1.11. 1890, d. 19.2. 1966. Systkini hennar eru: Sveinn, f. 5.12. 1917, d. 3.8. 1996; Kristján Agn- ar, f. 24.12. 1922, d. 12.2. 1996; Stefán, f. 21.7. 1924, d. 17.1. 1975; Anna Þórborg Þorkels- dóttir, hálfsystir sammæðra, f. 6.9. 1939; Sigríður Ása Ólafs- dóttir, f. 1.9. 1943; Jóhanna Val- gerður Ólafsdóttir, f. 14.8. 1950, d. 9.2. 1971, hálfsystur sam- feðra. Hinn 11. júlí 1942 giftist Val- borg Gísla Jónssyni frá Stokks- eyri, f. 7. febrúar 1917, d. 20. maí 2001. Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson, f. 7.5. 1885, d. 7.5. 1925, og Jóna Jónsdóttir, f. 24.9. 1891, d. 31.8. 1978. Val- borg og Gísli eign- uðust fimm dætur. Þær eru: 1) Svava Björg (f. 27.11. 1943), maki Er- lingur Snær Guð- mundsson (f. 3.9. 1939). Þau eiga fjögur börn. 2) Hrafnhildur Jóna (1.3. 1945), maki Sigurgeir Gunn- arsson (f. 19.6. 1944, d. 4.6. 2000). Þau eiga tvö börn. 3) Elínborg (f. 15.2. 1947), maki Sigurður Egg- ertsson (f. 22.7. 1942). Þau eiga tvö börn. 4) Friðborg (f. 19.1. 1949), maki Birgir Kristjánsson (f. 24.7. 1942). Þau eiga þrjú börn. 5) Anna Bjarndís (f. 27.6. 1953), maki Emil Hákonarson (f. 20.9. 1947). Hún á eina dótt- ur. Valborg ólst upp í Reykjavík og lauk prófi frá Húsmæðra- skóla Laugarvatns. Valborg var lengstum heimavinnandi hús- móðir. Útför Valborgar var gerð í kyrrþey hinn 6. júlí frá Foss- vogskapellu. Nú er komið að kveðjustund. Að kvöldi 28. júní lauk móðir okkar ævigöngu sinni. Okkur langar til að þakka henni með nokkrum orð- um fyrir samfylgdina. Fyrir rúm- um 60 árum giftist hún pabba okk- ar, Gísla Jónssyni, fæddum á Stokkseyri. Þau hófu búskap sinn á Grettisgötu 44a og ólumst við allar fimm þar upp. Þau voru af- skaplega samrýnd alla tíð og reyndist það mömmu mjög þung- bært þegar pabbi okkar féll frá 20. maí 2001. Á Grettisgötunni bjó stórfjölskyldan í húsinu sem amma okkar, Elínborg Kristjáns- dóttir, átti. Margar góðar minn- ingar eigum við þaðan, sérstak- lega þegar mamma spilaði og söng með okkur á kvöldin, enda var hún mjög tónelsk og spilaði jafnt á pí- anó og gítar. Lagði hún sig fram við að kenna okkur góða siði og kurteisi. Ekki spilla minningarnar heldur um dvöl okkar í sumarbústað fjöl- skyldunnar sem pabbi byggði í Lögbergslandi. Þar var oft glatt á hjalla og fjölskyldan flutti þangað á vorin og aftur til Reykjavíkur að hausti er skólarnir hófust. Svona liðu árin, bæði í gleði og sorg. Jólaboðin hjá mömmu og pabba voru miklar gleðisamkomur, mikið hlegið og gott að borða enda var mamma annálaður kokkur. Einu sinni sem oftar bakaði mamma súkkulaðitertu. Til að skreyta hana keypti hún tertuskraut að hún hélt en það reyndist vera þurrkaðar hvítlauksflögur. Var mikið hlegið þegar tertan var bor- in á borð. Foreldrar okkar höfðu mjög gaman af að ferðast og ferðuðust víða innanlands sem utan. Þau voru einnig mikið útivistarfólk enda afreksfólk í íþróttum á sínum yngri árum. Meðal annars átti mamma nokkur íslandsmet í sundi og skíðaíþróttin var líka mikið iðk- uð. Þegar við vorum litlar gerði hún okkur stelpurnar afskaplega stoltar þegar hún synti tignarlega í Sundhöllinni. Mamma dvaldist þrjú síðustu æviárin á Hrafnistu í Reykjavík og viljum við þakka starfsfólki og heimilismönnum á þriðju hæð fyr- ir frábæra umönnun og hlýju í hennar garð. Elsku mamma, guð geymi þig. Hvíl þú í friði. Þínar dætur, Svava, Hrafnhildur, Elínborg, Friðborg og Anna. VALBORG ÓLAFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.