Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A AU GL †S IN GA ST OF AN /S IA .I S L YF 2 84 55 06 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil EINU SINNI Á DAG Í EINA VIKU DREPUR FÓTSVEPPINN. Lamisil gel FÆST ÁN LYFSEÐILS Lamisil er borið á einu sinni á dag í eina viku. Hreinsið og þurrkið sýkt svæði vel áður en borið er á. Bera skal Lamisil á í þunnu lagi á sýkta húð þannig að það þeki allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan húðertingu. Lamisil inniheldur terbinafin sem er sveppadrepandi (fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum í húð af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigðamyglu (“lifrarbrúnir blettir”). Lamisil á ekki að nota gegn sveppa- sýkingum í hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir terbinafini eða öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri pakkningu. Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi – Laugarási ÞETTA er hærra ofan frá,“ segir Karl Ingólfsson leiðsögumaður í Adrenalíngarðinum sem verður opn- aður í dag á Nesjavöllum við blaða- mann og ljósmyndara Morgunblaðs- ins. Þegar komið er upp í tíu metra hátt trjávirkið, fetandi eftir tveimur bitum sem titra undir skjálfandi hnjánum verður blaðamanni sann- leikur þessara orða ótvíræður. Tvö- hundruð tonn af tré, steinsteypu og stagvírum mynda öruggt umhverfi, en blaðamaður er engu að síður dauðskelfdur. „Adrenalíngarðurinn er staður þar sem fólki býðst virk afþreying, en ekki bara að sitja og njóta. Hér er fólk að vinna með sjálft sig. Það hef- ur mikil áhrif á sálina að takast á við óttann,“ segir Karl nokkrum mín- útum áður, um leið og hann hjálpar gestum að spenna á sig sigbelti og hjálm. „Þetta er ekki endilega lík- amlega erfitt, en þetta herðir all- harkalega upp hugann.“ Rík áhersla á öryggi Að loknum ítarlegum öryggisfyr- irlestri er haldið upp súlu á pall, þar sem taka við margar áhugaverðar og miserfiðar þrautir. „Þetta er ekki bara 100% öruggt heldur er þetta vottað samkvæmt Evrópustaðli,“ segir Karl og bætir við að slysatíðnin sé lægri en í fótbolta. „Þetta væri ekkert mál ef þú vær- ir að gera þessar þrautir niðri við jörðina,“ segir Karl um leið og hann lóðsar gesti sína um pallinn. Það er án efa skondið að fylgjast með blaða- manni feta hálfkjökrandi af loft- hræðslu yfir bitana og faðma að lok- um fagnandi eina af burðarsúlunum. „Þetta snýst um að sigrast á tak- mörkunum sínum, bæði líkamlegum og ekki síður andlegum.“ Adrenalíngarðurinn, sem líkja má við fullorðinsleikvöll í tíu metra hæð, skiptist í tvennt. Annars vegar eru einstaklingsþrautir en hins vegar er hópeflisbraut. „Þrautirnar í hópefl- isbrautinni er ekki hægt að leysa einn, þá stranda menn bara og kom- ast ekkert,“ segir Karl. „Í hópefl- isþrautunum reynir á samvinnu allra í hópnum. Hópefli er sérfag þar sem maður er að vinna með hóp á mark- vissan hátt að fyrirfram skilgreindu markmiði. Það er ekki endilega það að vera settur í þriðja bekk í Nissan Patrol og hristast þar í sex tíma.“ Blaðamaður er óttaleg rola og læt- ur sér nægja tvær léttar þrautir, en ljósmyndari hreinlega gengur af göflunum í þrautabrautunum og þrammar hverja hindrunina á fætur annarri af slíku öryggi að Karl vill helst bjóða honum starf sem leið- beinandi. Að loknum þrekraununum fá fé- lagarnir að prófa nokkurs konar risarólu, þar sem viðkomandi er hífður upp og sleppir síðan sjálfur. Það er óhjákvæmilegt að öskra „Yiha“. Fjölbreytt afþreying Samhliða Adrenalíngarðinum er einnig boðið upp á kajakferðir, fjalla- hjólaferðir, hellaferðir, fjalla- og ís- klifur og ýmiss konar virka útivist. Þá er boðið upp á nokkra mismun- andi pakka, allt frá nokkrum einföld- um þrautum og leikjum, sem taka tæpa tvo klukkutíma upp í heilan adrenalíndag með öllum pakkanum. Adrenalíngarðurinn verður sem áður segir opnaður í dag kl. 13 og er 14 ára aldurstakmark og 150 cm hæðartakmark í herlegheitin. Nýr „Adrenalíngarður“ verður opnaður á Nesjavöllum í dag Morgunblaðið/Eyþór Dagný B. Indriðadóttir tekst á við eina erfiðustu þrautina í Adrenalíngarð- inum, en þar ríður á að vera aldrei á aðeins einu dekki. Morgunblaðið/Eyþór Karl Ingólfsson leiðsögumaður glímir við „Stundaglasið“, en í þeirri þraut er glímt við afar lúmska breytingu á aðstæðum á miðri leið. „Fullorðinsleikvöllur“ í tíu metra hæð Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.adrenalin.is BARNAGRAUTAR frá bandaríska framleiðandanum Gerber eru nú uppseldir í flestum verslunum landsins. Í kjölfarið hefur innflytj- andanum Íslensk-Ameríska borist fjöldi fyrirspurna frá foreldrum. Sölu á grautunum verður hætt af þeirri ástæðu að mismunandi regl- ur gilda um járnbætingu í barna- mat í Bandaríkjunum og Evrópu. Engar undantekningar eru veittar frá reglunum. Barnamatur í krukkum sem Gerber framleiðir verður áfram seldur hérlendis, þar sem samsetn- ing hans er leyfileg samkvæmt reglum Evrópusambandsins. Í stað grautanna frá Gerber verða seldir grautar frá Beauvais í Danmörku en þeirrra má vænta í verslanir um miðjan ágúst. Gerber-grautar bannaðir LÖGREGLAN í Reykjavík lagði í upphafi vikunnar hald á talsvert magn af amfetamíni og e-töflum þegar húsleit var gerð í íbúð í mið- borginni. Kona sem var handtekin í tengslum við málið á mánudag var úrskurðuð í átta daga gæslu- varðhald en var sleppt í gær. Á mið- vikudag var karlmaður handtekinn grunaður um aðild að málinu og í kjölfarið úrskurðaður í gæslu- varðhald til 22. júlí. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík, sagði í gær að ótímabært væri að greina frá því hversu mikið magn fíkniefna fannst við húsleit- ina. Lögðu hald á amfetamín og e-töflur HREFNUVEIÐIBÁTURINN Dröfn RE veiddi seint að kvöldi miðviku- dags sjöttu hrefnuna sem fengist hefur í sumar vegna hrefnurann- sókna Hafrannsóknastofnunar- innar. Síðdegis á fimmtudag veiddi svo Halldór Sigurðsson ÍS aðra hrefnu og hafa því alls feng- ist sjö hrefnur. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnuninni var hrefnan sem Dröfn RE veiddi 7,75 metra löng kýr og fékkst hún á Faxaflóamiðum. Hrefnan sem Halldór Sigurðsson ÍS veiddi var 5,99 metra löng kýr og veiddist á Vestfjarðamiðum. Slæmt veður var á miðunum í gær og hamlaði það hrefnuveið- um. Sjö hrefnur veiddar TVEIR fulltrúar frá brasilíska málmvinnslufyrirtækinu Rio Tinto voru á ferðinni um Norður- og Austurland í vikunni að skoða staði undir álver og virkjanir. Fyrirtæk- ið er meðal nokkurra sem sýnt hafa því áhuga að reisa álver á Norður- landi. Embættismenn úr iðnaðarráðu- neytinu og frá Landsvirkjun, þeir Sveinn Þorgrímsson, Bjarni Már Júlíusson og Garðar Ingvarsson, voru með fulltrúum Rio Tinto í för og sýndu þeim aðstæður í Mý- vatnssveit, á Húsavík og við Kára- hnjúka. Samkvæmt upplýsingum úr iðn- aðarráðuneytinu hafa engar form- legar viðræður hafist við Rio Tinto heldur var fyrst og fremst um skoðunarferð að ræða. Starfsmenn fyrirtækisins voru hér á landi á ál- ráðstefnu í fyrra og vildu kynna sér aðstæður betur frá fyrstu hendi. Morgunblaðið/BFH Fulltrúar frá Rio Tinto skoðuðu álverskosti FLEST bendir til þess að Verka- lýðsfélag Akraness muni vísa deilu félagsmanna sem starfa hjá fyr- irtækinu Fangi til félagsdóms. Í vikunni var haldinn fundur í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemj- ara en hann var árangurslaus. Fang ehf. var stofnað fyrir þremur árum í þeim tilgangi að sjá um ræstingu, mötuneyti, þrif og launavinnslu hjá Íslenska járn- blendifélaginu á Grundartanga. Samtök atvinnulífsins telja að kjarasamningur á hinum almenna markaði, sem undirritaður var í mars 2004, gildi fyrir starfsmenn Fangs. Af þeirri ástæðu neita þeir að gera sjálfstæðan kjarasamning við starfsmenn Fangs eins og verkalýðsfélagið hefur krafist. Fé- lagið bendir á að starfsmennirnir hafi unnið eftir kjarasamningi Ís- lenska járnblendifélagsins í ára- raðir og sá samningur sé útrunn- inn. Starfsmenn hafa verið boðaðir til fundar nk. mánudag þar sem endanleg ákvörðun um að vísa málinu til félagsdóms verður væntanlega tekin. Ætla að vísa deilu til félagsdóms
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.