Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásta Einarsdótt-ir fæddist í Reykjadal í Hruna- mannahreppi 7. október 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 8. júlí sl. Foreldrar hennar voru hjónin Pálína Jónsdóttir, f. í Grindavík 23. okt. 1885, d. 26. nóv. 1985, og Einar Jóns- son bóndi í Reykja- dal, f. á Högnastöð- um í Hrunamanna- hreppi 21. feb. 1877, d. 18. sept. 1974. Systkini Ástu voru alls ell- efu. Þau eru: Magnús, f. 8. júlí 1906, d. 7. júní 1984, Jóhanna Guðrún, f. 16. des. 1907, d. 6. jan. 1996, Jón, f. 27. maí 1909, d. 30. okt. 1995, Guðmundur, f. 27. ágúst 1911, d. 27. júní 2004, Margrét, f. 27. nóv. 1912, d. 16. júlí 1941, Sig- urður, f. 27. mars 1914, d. 26. júní 2001, Elísabet, f. 8. feb. 1917, Jó- hann, f. 15. okt. 1919, d. 5. mars 1995, Hörður, f. 17. júní 1921, d. 14. júní 1999, Haukur, f. 3. des. 1923, og Auður, f. 10. okt. 1926. Árið 1936 giftist Ásta Kort Ármanni Ingvarssyni, f. 4. jan. 1908, frá Klömbrum undir Austur-Eyjafjöllum, d. 7. apríl 1986. Þeirra börn eru Guðbjörg Júlía, f. 21. okt. 1936, hús- freyja á Akureyri, gift Grími Jóhann- essyni, fyrrum bónda á Þórisstöð- um á Svalbarðss- rönd, og Elín Gréta, f. 1. ágúst 1943, kennari í Reykja- vík, gift Sigurði Sigurðssyni frá Stakkagerði í Vestmannaeyjum, nú verkstjóra hjá Siglingastofnun ríkisins. Systkini Korts voru Sig- urjón, Björgvin, Guðni, Ísleifur, Sigurlín, Guðbjörg, Ingileif og Páll, sem öll eru látin. Kort var bóndi og síðar verkamaður í Vest- manneyjum sína starfstíð þar. Ásta var húsfreyja, og hagleik- skona af guðs náð. Ásta verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Gengin er góð kona, góðhjörtuð með gullna sál, sem með göfuglyndi sínu og glettnum vísum laðaði að sér vini og kunningja. Hún hét Ásta og fæddist í Reykjadal í Hrunamanna- hreppi hinn sjöunda október árið 1915 og hefði því orðið níræð í haust ef henni hefði enst aldur. Foreldrar hennar voru hjónin Pálína Jónsdótt- ir ættuð frá Hrauni í Grindavík og maður hennar Einar Jónsson bóndi í Reykjadal. Mannmargt varð í Reykjadal, því systkinin urðu alls tólf. Á þeim árum, sem Ásta var að alast upp, tíðkuðust enn kvöldvökur. Þá þjappaði heimilisfólkið sér saman og hlýddi á það, sem hver hafði fram að færa. Og í svo fjölmennum hópi urðu til liprir hagyrðingar, en því miður var ekki verið að flíka þeirri gáfu út fyrir baðstofuna í Reykjadal, heldur lifðu þær meðal hlustenda uns þær liðu inn í dal gleymskunnar. Þarna var líka oft kveðist á og kom sér þá vel að geta sett saman skammlausa ferskeytlu. En lífsbar- áttan var erfið og það voru aðeins inniverudagarnir, sem buðu upp á slíka skemmtun. Það kom snemma í ljós hve Ásta var mikið náttúrubarn, og það barn bjó í henni allt æviskeiðið. Á fögrum sumardögum bernskunnar, þegar sköpunin og gróandin voru að vakna í ríki náttúrunnar, fannst henni hún svífa á björtum geislum gleðinnar og drakk í sig öll blæbrigði hennar, lífs- þorstinn gagntók hana, því hún skynjaði svo vel ilminn af vorinu. Brekkurnar í Reykjadal voru henni heill heimur dýrðar, og þar hefur hún sungið fyrir grösin og blómin í birtu og yl vorsins. Í hljómkviðu minninganna hefur það stef orðið henni fyrirmynd og leiðarljós að öllu hennar handbragði, því hún erfði mikið listfengi og allt sem hún tók sér fyrir hendur lýsir aðdáun á hinu eilífa kraftaverki náttúrunnar. Morgun einn er henni gengið upp á fjallið Háhnjúk og þaðan blasir við nýtt sjónarhorn. Hún horfir út á haf- ið og víðáttu þess. Og úti fyrir ströndu landsins sér hún hilla fyrir eyjum, sem spegluðu sig í árgeislum morgunsólarinnar. Ekki þótti henni þá þær háreistar í bláma fjarlægð- arinnar og þótt litlar væru vissi hún að þar bjó fólk með stóra sál. En þótt gylltur geislahjúpur væri yfir eyjun- um vissi hún ekki að þar biði hennar ný veröld og þangað myndu leiðir hennar liggja áður en langt um liði. Dag einn stendur átján ára ung- lingsstúlka á hlaðinu í Reykjadal og er að kveðja ástvini sína því hún er á förum til Vestmannaeyja. Hún hefur ráðið sig þangað í vist til Gunnars Ólafssonar kaupmanns og konsúls. Að skilnaði horfir hún upp í brekk- urnar sínar sem geyma öll litlu spor- in hennar. Og sólskríkjan söng þar sín saknaðarljóð. Gunnar Ólafsson konsúll var umsvifamikill útgerðar- maður og það voru fáar eignir, sem hann átti ekki ítök í, og voru Eyjabú- ar mikið háðir honum. Á heimili hans hafði Ásta ærinn starfa, því margir áttu samskipti við kaupmanninn á Tanganum, og sem konsúll þýska- lands var oft fjölmenni í vík, þegar þýsk skemmtiferðaskip lögðu hingað leið sína, sem oft bar við á milli- stríðsárunum. Um tíma var Ásta vinnukona hjá Steingrími Bene- diktssyni kennara við barnaskólann hér í Eyjum. Vestmannaeyjar voru á þeim árum í miklum uppvexti með ört stækkandi vélbátafjölda, hér var atvinna næg og hingað dreif að fjölda vermanna víðs vegar að af landinu, og verður hlutverk þeirra í sköpun velferðarríkis okkar seint þakkað. Og það fór ekki hjá því að stúlkan frá Reykjadal vekti aðdáun vermanna og einn hafði þar heppn- ina með sér, það var Kort Ingvars- son frá Klömbrum undir Austur- Eyjafjöllum. Og í vertíðarlok um þær mundir var jörðin hvað fegurst. Ungu hjónaefnin sitja hátt í hlíðum byggðarinnar framan við hnígandi sól og ráðgera framtíð sína. Árið 1936 giftist hún svo ástmanni sínum Kort Ármanni Ingvarssyni. Í leyfisbréfinu stendur: „Með leyfi Danakonungs lýsi ég yður hjón.“ Hin ungu hjón setjast síðan að á heimili Korts í Klömbrum, en þar bjuggu fyrir og störfuðu að búinu móðir hans og systkini, en faðir hans hafði látist af völdum hrakninga ár- um áður. Sjóbæirnir voru ekki í al- faraleið en mikil samkennd og sam- vinna skapaðist meðal íbúanna og rétti hver öðrum hjálparhönd ef á þurfti að halda. Ásta var öllum svo þakklát fyrir allt, sem laut að henni og fjölskyldunni. Og margar ferðirn- ar fór hún um nágrannabýlin og færði börnunum gjafir, sem hún hafði gjört. Kannski voru það hann- yrðir eða skrautlegar jólakúlur, sem hún hafði búið til úr mislitum selló- fan- eða kreppappír. Ef um lengri vegalengdir var að ræða fór hún gjarnan á reiðskjóta sínum. Allt lék í höndunum á Ástu. Hún var dýra- læknir af guðsnáð og líknaði mörg- um smáum og stærri dýrum. Hún lóðaði lek ílát og bætti gúmmískó. Í fábreytni eftirstríðsáranna varð mikið til úr litlu, svo eitthvað sé nefnt. Í hennar höndum laufgaðist allt líf. Og þegar þau hjón ákveða að flytjast á brott varð söknuður í sveit- inni. Í Klömbrum eignuðust þau hjón tvær dætur, sem eru Guðbjörg Júlía, fædd 21. október árið 1936, nú húsfrú á Akureyri, gift Grími Jó- hannessyni fyrrum bónda á Sval- barðsströnd, og Elín Gréta, nú myndlistarkennari í Reykjavík, gift Sigurði Sigurðssyni frá Stakkagerði í Vestmannaeyjum, verkstjóra hjá Siglingastofnun ríkisins. Og svo liðu árin. Á hverjum vetri fór Kort í verið til Vestmannaeyja og kunni þar orðið vel við sig og því var það árið 1953 að þau hjón ákveða að flytjast þangað alfarið með fjölskyld- una og kveðja sveitina sína. Þá fyrst er Ásta húsmóðir á eigin heimili. Lengst af bjuggu þau síðan í Upp- sölum við Vestmannabraut. Fljót- lega eftir komuna til Eyja starfar Ásta tímabundið í frystihúsi Fiskiðj- unar. Meðal starfsmanna þar var maður, sem kallaður var Guðjón brýnari. Sá gekk á milli borða og brýndi hnífa fyrir pökkunarstúlk- urnar. Í Fiskiðjunni uppgötvaðist fljótt að hún var góður hagyrðingur og með spaugsemi sinni og yrking- um lífgaði hún upp á tilveruna og ávann sér velvild og virðingu. Einu sinni sem oftar kemur Guð- jón að borðinu þar sem Ásta var að störfum og segir: ÁSTA EINARSDÓTTIR ✝ Júlíus UnnarJóakimsson fæddist á Merkigili í Eyjafirði 6. nóvem- ber 1942. Hann lést á Heilbrigðisstofn- un Þingeyinga á Húsavík 4. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóakim Guðlaugs- son, bóndi á Bárðar- tjörn í Grýtubakka- hreppi, síðar búsettur á Grenivík, f. í Hvammi í Grýtu- bakkahreppi 19. janúar 1915, d. á Akureyri 22. febrúar 2004 og Guðrún Rósa Jónsdóttir, hús- freyja á Bárðartjörn, f. á Merki- gili í Eyjafirði 20. maí 1919, d. á Kristnesspítala 2. nóvember 2000. Systkini Júlíusar eru Rósa Jóna, f. 27. feb. 1946, Guðlaugur Emil, f. 24. nóv. 1949, Jenný, f. 27. feb. 1955 og Rúnar Jóakim, f. 8. sept. 1960. Eiginkona Júlíusar er Sigur- laug Svafa Kristjánsdóttir, f. á Grund í Grýtubakkahreppi 1. jan- úar 1952 . Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Stefánsson, bóndi í Hvammi og síðar á Grýtubakka til 1984, f. í Hvammi 10. sept. 1929 og Hjördís Regína Helgadóttir, f. 8. okt. 1934, frá Grund, d. í Reykjavík 26. jan. 1986. Börn Júl- íusar og Sigurlaugar eru: 1) Ómar Þór, f. á Akureyri 20. apríl 1972, sambýliskona (slitu samvistum) Sigþrúður Sigurðardóttir, f. í Reykjavík 14. júní 1972, dóttir Sigurðar Þórs Jörgenssonar, f. 13. maí 1931 og Sig- rúnar Gissurardótt- ur, f. 17. maí 1937. Sonur Ómars og Sigþrúðar er Sig- urður Þór, f. í Reykjavík 31. júlí 1998. 2) Jóakim Kristján, f. á Akur- eyri 21. okt. 1974, maki Berglind Er- lingsdóttir, f. á Ak- ureyri 19. des. 1973, dóttir Erlings Berg- vinssonar, f. 23. apr- íl 1955, og Ingi- bjargar Ágústsdóttur, f. 24. nóv. 1956. Börn Jóakims og Berglindar eru Agnes, f. í Reykjavík 31. des. 1997, og Almar, f. á Akureyri 16. febr. 2005. Júlíus ólst upp á Bárðartjörn í Grýtubakkahreppi. Hann lauk barnaskóla Grenivíkur 1956, tók vélstjórapróf á Akureyri 1963 og var vélstjóri á bátum frá Hafnar- firði 1964-1968. 1969 lauk hann meiraprófi bifreiðastjóra, þá var hann með bifreiðaverkstæði á Grenivík frá 1972-1974. Árin 1974-1983 og 1987-1993 vann hann við vélgæslu og fleira í frystihúsi Kaldbaks hf. á Greni- vík. Árin 1983-1987 stundaði hann vöruflutninga á milli Grenivíkur og Akureyrar. Frá 1993 til 2002 var hann vélstjóri á skipum gerð- um út frá Norðurlandi, m.a. Sig- urborgu HU-100, Þórði Jónassyni EA-350 og Súlunni EA-300. Júlíus verður jarðsunginn frá Grenivíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fallinn er frá, langt um aldur fram, vinur okkar Júlíus Jóakims- son. Okkar fyrstu kynni voru þau að Júlli hljóp undir bagga og kom sem vélstjóri í afleysingar á Sænesið EA, afleysingu sem varð að nokkrum ár- um. Og þvílík himnasending. Að öðr- um ólöstuðum var Júlli sennilega besti vélstjóri sem ég hef haft. Vann mjög fyrirbyggjandi starf, mjög lag- inn, snarráður og einstakt snyrti- menni. Vélarúmið hjá honum var eins og fínasta stássstofa. Og þar fyrir utan var hann góður vinur. Við komum einu sinni í land á Grenivík um miðja nótt í júlímánuði í veðri eins og það gerist best. Þá rölt- um við nokkrir úr áhöfninni upp í brekkuna ofan við frystihúsið, tyllt- um okkur og síðan fengum við fræðslu um staðhætti og kennileiti frá Júlla. Ógleymanleg stund. Eins þegar hann fór með okkur utanbæjarmennina í bíltúr um höfð- ann, sýndi okkur staði og sagði okk- ur sögu þeirra. Svo komum við að gömlum trukki og við fengum líka sögu um mjólkurflutninga á veturna. Þetta lýsir Júlla vel. Hann gaf okkur tíma af sínum frítíma. Júlli gat verið dálítið hrekkjóttur en það voru aldrei ljótir hrekkir. Einu sinni komum við í land á Greni- vík rétt eftir miðnættið um helgi. Það var fullt af bílum á bryggjunni og voru heimamenn víst úti í Hrísey að skemmta sér. Þá tölti Júlli heim, kom til baka með reiðhjólaslöngu, klippti hana niður og dundaði sér síðan við að troða bútunum upp á púströrin á nokkrum sérvöldum bíl- um. Síðan kom ferjan með fólkið og þvílíkt bíó þegar bílarnir voru gang- settir. Eins voru þau hjónin einstakir höfðingjar heim að sækja. Góð vin- átta myndaðist hjá okkur hjónunum við Júlla og Sillu. Heimatilbúnu jóla- kortin frá þeim fengu sérstakan sess á okkar heimili. Eins eru í fersku minni gagnkvæmar heimsóknir. Elsku Silla. Við Friðbjörg og fjöl- skylda okkar vottum þér, sonum þín- um, tengdadóttur, barnabörnum og öðrum aðstandendum dýpstu samúð okkar og kveðjum góðan dreng. Sævar. Óbladí, óblada … Júlli notaði ýmis ráð til að halda okkur systkinunum góðum, þegar hann var að heim- sækja Sillu. Eitt ráðið var að bjóða okkur á rúntinn í ameríska bílnum sínum, Rambler. Það stirndi á hann og í honum var góð lykt sem var framandi börnum sem höfðu til þessa ferðast um í traktorum og Land Rover, sem notaður var til landbúnaðarstarfa, jöfnum höndum. Ramblerinn hans Júlla var eins og ævintýrafarartæki, svo glansandi og með plötuspilara sem spilaði 45 snúninga plötur. Óbladí, óblada … Við þorðum vart að anda er við sát- um í aftursætinu, búin að lofa öllu fögru, fara snemma að sofa, ekki trufla turtildúfurnar og ekki fikta neitt í Ramblernum. Þá spilaði Júlli fyrir okkur Bítlana – óbladí, óblada. Þannig er ein af mínum fyrstu minningum um minn kæra mág, Júlla, sem við kveðjum í dag. Orð verða svo máttlaus þegar sorgin kveður dyra. Hvernig er best að minnast Júlla? Hvað kenndi þessi maður mér mest af öllu? Þegar upp er staðið kenndi hann Júlli mér margt. Hann var heilsteyptur per- sónuleiki sem trúði á að fara vel með hlutina sína, hann gat verið mjög passasamur, en af svo mikilli virð- ingu að maður skynjaði það og bar ósjálfrátt virðingu fyrir því. Hann var ótrúlega atorkusamur og því hefur það eflaust verið honum meiri þraut en nokkurn grunaði að þurfa að láta af störfum langt fyrir aldur fram vegna veikinda. En veik- indin stoppuðu hann ekkert. Hann var alltaf svo einstaklega bóngóður. Þegar ég hitti hann síðast hafði hann meira en nóg á sinni könnu og geisl- aði fyrir vikið. Ég tók fyrst eftir því að Júlli geisl- aði þegar hann eignaðist barnabörn. Það var svo ótrúlega gaman að fylgj- ast með honum þegar hann varð afi. Þessi ákveðni og staðfasti maður varð sem bráðið smjör í kringum barnabörnin og gat endalaust talað um velferð þeirra. Það var sérstök unun að fá að fylgjast með því. Síðustu árin eignaðist ég í honum góðan vin þegar við systurnar fórum að ferðast saman, alltaf var hann tilbúinn að aðstoða, benda á það sem betur mætti fara og fyrstur til að spá og spekúlera um lausn verkefna sem upp komu. Það lék allt í höndunum á honum Júlla, hann gat gert við allt sem bilaði. Ef Júlli gat ekki lagað það, þá var það einfaldlega ónýtt. Hann hafði ótrúlega næmt auga fyr- ir smáatriðunum sem gátu samt ver- ið stór atriði þegar til kastanna kom. Þegar ég var búin að segja A var Júlli yfirleitt kominn í Ö-ið. Júlli var mikill skapmaður sem gerði hann að svo skemmtilegum persónuleika. Sem lítil stelpa bar ég óttablandna virðingu fyrir honum og hans stóru orðum. Sem fullorðin hélt ég áfram að bera virðingu fyrir skoð- unum hans og lífssýn, en á unglings- árunum fann ég húmorinn hans Júlla og prakkaraskapinn. Júlla var gefið að sjá spaugilegar hliðar tilverunnar og sá eiginleiki hefur eflaust komið honum vel í veik- indunum sem reyndu mjög á hann. Síðast þegar ég hitti hann, nokkr- um dögum fyrir andlátið, sagði Júlli: „Þegar þú kemur norður næst, taktu þá með þér eldhúshnífana þína, ég skal stála þá almennilega fyrir þig,“ og hélt svo áfram að brytja rabar- barann fyrir hana Sillu sína. Þetta lýsir Júlla kannski hvað best. Elsku Silla, Ómar, Jói Gói, Berg- lind og barnabörnin þrjú. Orðin verða svo einskis nýt. Í Spá- manninum stendur: „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Steingerður. Elsku Júlli minn. Júlli er, var og verður einn allra hjálpsamasti og glaðlyndasti maður sem ég mun kynnast á minni lífsleið. Hann var alltaf tilbúinn til að hjálpa, hver svo sem átti í hlut. Hann var líka alltaf tilbúinn til að gefa góð ráð og hann var líka tilbúinn til að hjálpa til við að hrinda þessum sömu ráðum í framkvæmd. Ég kynntist Júlla svila mínum fyrst fyrir um tíu árum síðan. Fyrstu árin voru kynnin frekar stopul en efldust mjög á síðustu árum á ferð um landið okkar. Þá var nú ekki ónýtt að geta fengið hjálp við eitt og annað sem ég kunni ekki á og alltaf var Júlli jafn hjálpsamur og alveg ótrúlega duglegur við að útskýra alla hluti, jafnvel þó hann hafi örugglega vitað ég skildi ekki nema brot af út- skýringunum. Júlli hafði gaman af að velta öllum málum fyrir sér. Hann vildi skilja sem mest og var duglegur að spyrja. Hann hugsaði upphátt og það var oft mjög gaman að taka þátt í þessum pælingum hans. Hann byrjaði oft á því að lýsa því að hann vissi nú ekk- ert um þetta en … Svo byrjaði hann að tala um eitthvað og þá kom nú oft fyrir að hann vissi meira um þetta en við hin sem hann var að spyrja út úr. Júlli var mjög stríðinn og var hann réttlátur í stríðni sinni; allir urðu fyrir henni. Þetta var mjög græsku- laus og saklaus stríðni. Hann hafði líka gaman af að stríða sjálfum sér og gat gert óspart grín að sjálfum sér. Síðasta skiptið sem við, fjöl- skyldan mín, hittum Júlla var hann að skera rabarbara fyrir hana Sillu JÚLÍUS UNNAR JÓAKIMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.