Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 41
stöng í fermingargjöf. Sjálfsagt ætlað að gera mig að almennileg- um veiðimanni. Ætli laxveiðin hafi ekki verið hans mesta ástríða? Fyrir hugskotssjónum mínum brunar Árni í hlað sómahjónanna Hobbu, móðursystur minnar og Sigga í Stóru-Gröf. Ekki verra að vera vel akandi og með almenni- legt númer á bílnum. Með veiði- stöng. Alltaf veiðivon í Héraðs- vötnum og ekki greitt fyrir veiðileyfi þar á bæ… Hann lætur nokkur vel valin orð falla en strýkur mjúkum höndum um hnokkakoll minn og tekur strikið léttstígur niður yfir Mýrar. Það tók mig tímann að skilja tengdirnar með Bjössa, Hobbu og Árna og systkinunum í Stóru- Gröf. Löngu seinna þegar mikið er af honum dregið og Siddý kona hans látin, kem ég að honum á ætt- armóti okkar fyrir norðan þar sem hann stendur fyrir framan mynda- kort af ættleggnum sínum. Ég heyri hann tuldra ánægjulega um það hversu flott lið þetta sé. Tek heilshugar undir það. Við ræðum svo um lögfræðina okkar. Árni spyr hvort ekki sé alltaf jafnerfitt að fá borgað fyrir þjónustuna… Ég kynntist líka Stefáni syni Árna og Maríu, einni elstu vin- konu mömmu. Hann kom oft á æskuheimili mitt á Sunnubraut í Kópavogi. Hann lést af slysförum í Svíþjóð 1979, þegar við héldum að hann væri að ná sér á strik. Stefán var nauðalíkur föður sínum í útliti, fallegur og greindur. Okkur þótti öllum vænt um hann. Þorgerður systir Maríu er amma Tryggva Klemensar yngsta barns míns. Svona er lífið. Svo lést Þorbjörn, kjörsonur Árna og sonur Hobbu, fyrir aldur fram árið 2003. Atorkukonan Birna, ekkja Bjössa, börn hans með góðu fólki hafa haldið minn- ingu þess góða manns myndarlega á lofti og látið gott af sér leiða. Þau safna fyrir tæki sem hefði getað bjargað Bjössa. Það hefur verið mér ánægja að kynnast tveimur sonum Bjössa frænda, þeim lögmönnum Árna Þór og Atla Birni. Það hefur glatt mig að þeir eru föður sínum og afa til sóma. Nú eru þær einar eftir, mamma og Hobba, af hinum myndarlega hópi Geitaskarðssystkinanna, strákarnir fjórir farnir. Stefán sem unglingur, held að hörkutólið hann afi Þorbjörn hafi aldrei náð sér af þeim missi. Brynjólfur, völ- undurinn og dugnaðarforkurinn, og Sigurður greifi af Geitaskarði. Ég bið góðan Guð að blessa minningu Árna frænda og alla sem syrgja hann. Tryggvi Agnarsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 41 MINNINGAR ÞRÁTT fyrir að hafa beðið lægri hlut gegn rússneska stórmeist- aranum Konstantin Chernyshov (2.548) í síðustu umferð stóð al- þjóðlegi meistarinn Stefán Krist- jánsson sig vel í júlíútgáfu Fyrsta laugardagsmótsins sem lauk í Búdapest miðvikudaginn 12. júlí síðastliðinn. Hann fékk 6 vinninga af tíu mögulegum og lenti í 2.–3. sæti á mótinu ásamt Rússanum sem hann tapaði fyrir í lokaum- ferðinni. Lokastaða mótsins varð annars þessi: 1. Zlatko Ilincic (2.470) 7 vinn- ingar af 10 mögulegum. 2.–3. Stefán Kristjánsson (2.459) og Konstantin Chernyshov (2.548) 6 v. 4.–5. Tibor Fogarasi (2.490) og Attila Jakab (2.451) 5½ v. 6.-8. Denes Boros (2.443), Falko Bindrich (2.391) og Fe- derico Manca (2.390) 5 v. 9. Eddie Dearing (2.420) 4 v. 10.–11. Bragi Þorfinnsson (2.448) og Gerhard Lorscheid (2.285) 3 v. Gengi alþjóðlega meistarans Braga Þorfinnssonar var slakt á mótinu en hann tapaði þremur síðustu skákum sínum. Stefán hækkar hinsvegar um sjö skák- stig vegna frammistöðu sinnar á mótinu en besta skák hans á því var sennilega gegn ungverska stórmeistaranum Attila Jakab. Hvítt: Stefán Kristjánsson (2459) Svart: Attila Jakab (2451) 1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 Bg7 4. dxc5 Da5+ 5. c3 Dxc5 6. Ra3 Rf6 7. Bd3 b6?! 8. Be3 Dc7 9. Rb5! Db7 10. e5 Rg4 11. Bf4 0-0 12. h3 Rh6 Byrjunartaflmennska svarts hefur verið fálmkennd og næsti leikur hvíts undirstrikar þá klemmu sem riddari svarts á h6 er í. Sjá stöðumynd 1. 13. Dd2! Rf5 14. Bxf5 gxf5 15. 0-0 Kh8 16. Bh6 Bxh6 17. Dxh6 Hg8 18. Rbd4 d6 18. ... e6 gekk ekki upp vegna 19. Rg5 Hg7 20. Df6 og hvítur vinnur a.m.k. peð. Eftir textaleik- inn tapar svartur peði en í stað- inn eygir hann von til að koma mönnum sínum út á drottning- arvæng. 19. exd6 Rc6 20. dxe7 Rxe7 21. Df6+ Hg7 22. Hfe1 Rg8 Taflið er tapað á svart enda hefur hann peði minna og hefur peðaveikleika á kóngsvæng. Stef- án stýrði skákinni örugglega til sigurs með því að virkja menn sína hægt en örugglega. Sjá stöðumynd 2. 23. He8! Bd7 24. Rxf5 Bxf5 25. Hxa8 Dxa8 25. ...Dxf3 gekk ekki upp vegna 26. Dxg7+! og hvítur vinnur. 26. Dxf5 Re7 27. Df6 Rd5 28. Dd4 Rc7 29. Hd1 Re6 30. Df6 Hvítur er nú tveimur peðum yfir og myndaði sér svo frelsingja á c-línunni sem sá um að veita svörtum náðarhöggið. 30. ...Kg8 31. Hd7 De8 32. Re5 h5 33. h4 a6 34. g3 b5 35. b3 a5 36. c4 bxc4 37. bxc4 a4 38. c5 Db8 39. c6 Db6 40. Kh2 og svart- ur gafst upp. Næsta skákmót sem þeir fé- lagar Bragi og Stefán taka þátt í verður væntanlega Evrópukeppni landsliða eftir tvær vikur í Gauta- borg. Loek Van Wely efstur í Dortmund Hollenski stórmeistarinn Loek Van Wely (2.655) hefur tekið for- ystuna á ofurmóti sem fram fer þessa dagana í Dortmund. Hinn geðþekki hollenski sláni hefur fjóra vinninga af sex mögulegum en næstir koma Peter Leko (2.763), Arkadij Naiditsch (2.612) og Michael Adams (2.719) með 3½ vinning. Rússarnir Vladimir Kramnik (2.744) og Peter Svidler (2.738) koma í humátt á eftir með 3 vinninga. Loek sendi ísraelska stórmeist- arann Emil Sutovsky (2674) í neðsta sætið eftir að hafa lagt hann að velli í byrjun, sem er nú um stundir til mikillar umræðu á meðal teóríuhesta. Hvítt: Loek Van Wely (2655) Svart: Emil Sutovsky (2674) 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5 8. Re2 Rc6 9. Be3 0-0 10. 0-0 Bg4 11. f3 Ra5 12. Bd3 Karpov lék alltaf 12. Bxf7 í heimsmeistaraeinvígi hans og Kasparovs árið 1987 í Sevilla á Spáni. Hollendingurinn hefur ásamt fleirum vakið athygli manna aftur á þessum leik sem býður upp á tvíeggjaða skipta- munsfórn. 12. ...cxd4 13. cxd4 Be6 14. d5 Bxa1 15. Dxa1 f6 Sjá stöðumynd 3. Þessi staða hefur komið oft fyr- ir upp á síðkastið á meðal þeirra bestu en nú breytir Loek út af hefðbundnum slóðum með því að leika 16. Dd4!?. Venjulega hefur verið leikið 16. Bh6 en hér er hugmyndin að bíða með þann leik, færa drottninguna á f2 eftir að svartur leikur e7-e5 og reyna svo í framhaldinu að opna f-lín- una. Þessi áætlun gengur upp í þessari skák. 16. ...Bf7 17. Bh6 e5 18. Df2 He8 19. Bb5 He7 20. f4! Hc8 21. fxe5 Hxe5 22. Rg3 Rc4 23. Dxf6 Dxf6 24. Hxf6 Hvítur hefur nú mjög góð færi fyrir skiptamuninn þó að óvíst sé að taflið sé unnið á hann. 24. ...a6 25. Ba4 b5 26. Bd1 a5 27. Bg4 Hd8 28. Hc6 Hee8 29. Hc7 Re5 30. Be2 Hc8 31. Hb7 b4 32. Bf4 Svartur virðist hafa teflt vörn- ina prýðilega en hin sterka víg- staða hvíta hróksins á sjöundu reitaröðinni gerir honum erfitt um vik. Sjá stöðumynd 4. 32. ... g5?! Hér hefði 32. ...Hc2 hugsanlega komið frekar til álita. 33. Bxg5 Hb8 34. Hxb8 Hxb8 35. Bf4 He8 36. Bb5! Hvítur þvingar nú svartan til að gefa skiptamuninn til baka og þá er björninn unninn. 36. ...Rg6 37. Bxe8 Bxe8 38. Bc7 a4 39. Re2 Bb5 40. Kf2 a3 41. Rc1 Bc4 42. Bd6 Bxa2 43. Rxa2 b3 44. Bxa3 bxa2 45. Bb2 Rf4 46. Bc3 Kf7 47. g3 Rd3+ 48. Ke3 Rb4 49. Kd4 Rc2+ 50. Kd3 Re1+ 51. Ke2 Rc2 52. Kd2 Rb4 53. Ba1 Ra6 54. Kc3 Rc5 55. e5 Ke7 56. Kc4 Rd7 57. Kb5 h5 58. Kc6 Rb8+ 59. Kb5 Rd7 60. h3 Rf8 61. Kc6 Rd7 62. g4 hxg4 63. hxg4 Rb8+ 64. Kb5 Rd7 65. g5 Rf8 66. Kc6 Rg6 67. e6 Rf4 68. Bf6+ Ke8 69. g6 Rxg6 70. d6 Re7+ 71. dxe7 og svartur gafst upp saddur lífdaga. Hægt er að nálgast nánari upp- lýsingar um mótið í Dortmund og jafnvel fylgjast með skákum þar í beinni útsendingu á heimasíðu þess: http://www.chessgate.de/ do2005/. Fín frammistaða Stefáns í Búdapest Loek Van Wely, t.v., sigraði Sutovsky og leiðir ofurmótið í Dortmund. SKÁK Búdapest, Ungverjaland Fyrsta laugardagsmót 2.–12. júlí 2005 Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Stöðumynd 3. Stöðumynd 4. daggi@internet.is HELGI ÁSS GRÉTARSSON Það er ekki liðinn nema rúmlega einn mánuður frá því að við stóðum andspænis hvor öðrum við útskrift í Borgarholtsskóla, þú fékkst útskrift- arskírteinið þitt og handaband okkar var þétt og traust. Það er þannig með okkur mann- fólkið að öll eigum við okkar eigið háttalag og framkomu, misjafnlega áberandi og misjafnlega eftirtektar- verða. Þegar þú komst upp í Borg- arholtsskóla til að innrita þig sá ég strax þetta eftirminnilega og athygl- isverða fas á þér, sperrtur, bjartur yf- irlitum, göngulagið frjálslegt og glað- hlakkalegur. Þú hafðir lokið nokkrum einingum í Vélskólanum, vildir fá þær metnar, vel metnar, við settumst nið- ur, ræddum matið, vorum sáttir. Þú fórst kannski ekki alveg stystu leiðina til að ljúka náminu en alltaf varstu mjög ákveðinn í því að klára námið og lagðir stund á nám í kvöldskóla í Borgó til að ná að útskrifast sem þú og gerðir í maí sl. Stoltur drengur og stoltir foreldrar, áfanga í lífinu var náð og framtíðin blasti við þér. En framtíðin getur verið hverful, henni ÞORSTEINN VÍÐIR VALGARÐSSON ✝ Þorsteinn VíðirValgarðsson fæddist í Reykjavík 29. maí 1983. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykja- vík 6. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 14. júlí. fáum við ekki alltaf ráðið. Hinum megin er glaðhlakkalegur drengur og önnur framtíð, hver veit hvað sú framtíð ber í skauti sér, kannski þétt og traust handaband, aft- ur. Þorsteinn minn, þú ert hluti af Borgar- holtsskóla, það geym- um við í minningunni. Við kennararnir minn- umst þín sem góðs drengs og sendum for- eldrum þínum og systkinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Páll Indriði Pálsson, Borgarholtsskóla. Elsku Steini. Ég var svo heppin að fá að kynnast þér í Hagaskóla og vera vinkona þín í nokkur ár. Það var alveg sama hvað við vorum að bralla, mér leið alltaf vel með þér, á Vestó, á róló eða í bílnum þínum bak við hús. Þegar ég hugsa til baka þá dettur mér í hug Valentínusardagurinn í 10. bekk. Ég fór með þér um morguninn að kaupa rós handa stelpu í skólanum en um kvöldið komstu hjólandi með hana heim til mín og gafst mér hana fyrir að vera vinkona þín. Þetta lýsir þér vel. Þú varst frábær vinur. Elsku Steini, ég geymi minninguna um þig í hjartanu mínu. Þín Ólöf. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Formáli Minningargreinum fylgir for- máli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.