Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Algjört hundalíf á morgun „ÞAÐ hefur verið staðið að þessu ferli í einu og öllu í samræmi við lög og reglur,“ segir Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, um gagnrýni, sem komið hefur fram, þess efnis að leyfi fyrir kvikmyndatöku í Krýsuvík hafi ekki verið sam- kvæmt reglum. Eins og Morgun- blaðið hefur greint frá telur Ómar Smári Ármannsson, náttúruunnandi og áhugamaður um sögu Reykjaness, að samþykkt stjórnar Reykjanesfólkvangs hafi ekki legið fyrir eins og hún hefði átt að gera áður en leyfið var veitt. Formaður stjórnarinnar, Hrefna Sigurjónsdóttir, segir jafnframt að nefndinni hafi ekki verið kunnugt um fyrirhugaðar kvikmyndatökur fyrr en fjölmiðlar fóru að fjalla um málið og að svo virðist sem málið hafi verið frágengið af hálfu bæj- arstjórnar. Innan lögsögu Hafnarfjarðar Lúðvík segir þetta rangt og að kallað hafi verið til sérstaks fundar með öllum aðilum sem höfðu um- sagnarrétt í málinu áður en það var tekið til endanlegrar afgreiðslu í skipulags- og byggingarráði. For- maður stjórnar Reykjanesfólkvangs hafi setið þessa fundi auk þess sem stjórnin hafi skilað frá sér umsögn um málið. „Eftir þessa yfirferð og með hlið- sjón af þeim gögnun og umsögnum sem lágu fyrir var það einróma nið- urstaða nefndarinnar að afgreiða málið með þeim hætti sem gert var,“ segir Lúðvík og bætir við að Krýsuvík sé innan lögsögu Hafn- arfjarðar og því fari bæjaryfirvöld með endanlegt ákvörðunarvald í þessu máli. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði um Krýsuvíkurmálið Fórum eftir lög- um og reglum Lúðvík Geirsson „ÉG GET fátt sagt á þessu stigi nema það að málið er komið í ákveðinn farveg og verður þar,“ sagði Valdimar Jónsson, trúnaðar- maður starfsmanna Strætó bs, en í gær funduðu yfirmenn Strætó með starfsmönnum. Fundurinn var hald- inn vegna óánægju meðal vagn- stjóra með nýtt vaktakerfi þeirra sem innleitt verður um leið og nýtt leiðakerfi næsta laugardag. Aðspurður hvort hann sjái fram á breytingar segir Valdimar að ein- hverjar breytingar verði að sjálf- sögðu. „En kannski ekki þær sem við óskuðum eftir. Það hefur auðvitað verið tekin ákvörðun í málinu og vaktakerfið mun breytast.“ Hann minnir þó á að kerfið sé til bráða- birgða og að eftir tíu vikur komist á endanlegt vaktakerfi. En er Valdimar vongóður um já- kvæðar breytingar? „Ja, þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör,“ segir hann. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri bs. segir að fundurinn hafi gengið vel. „Við vor- um sammála um að leysa vandann í sameiningu. Farið var yfir þau mál sem upp hafa komið í sambandi við leiðakerfisskiptinguna,“ segir Ás- geir sem staðfestir að málið sé komið í farveg. Strætó leitar lausna í samvinnu við starfsmenn Morgunblaðið/ÞÖK Breytingar hafa verið gerðar við Hlemm fyrir aðkomu strætisvagna. FÉLAG eldri borgara (FEB) hefur lýst yfir óánægju með nýtt leiðakerfi Strætó bs. Að sögn framkvæmda- stjóra félagsins, Stefaníu Björns- dóttur, þurfa eldri borgarar nú að ganga lengra til að komast í vagnana eftir að biðstöðvum fækkar. Stefanía bendir á að gamalt fólk sé stór hluti notenda strætisvagna. Nú þegar breytingar verða á leiðakerfinu sé of lítið tillit tekið til þeirra sem mest þurfa á almenningssamgöngum að halda. Þó breytingarnar séu gerðar með það að markmiði að fjölga far- þegum megi þær ekki bitna á þeim notendum sem fyrir eru. „Það að það sé lengra á milli stoppistöðvanna þýðir lengri gang, sem getur orðið mjög erfitt fyrir eldri borgara, sér- staklega þegar vetrar,“ segir Stef- anía. Stefanía segir það einnig áhyggjuefni verði húsi skiptistöðvar- innar í Ártúni lokað. Það komi sér illa fyrir eldri borgara að bíða úti á veturna eftir strætisvögnum. Varðandi ábendingar Bjarkar Vil- helmsdóttur stjórnarformanns Strætó bs. um að aldraðir gætu not- ast við Ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra segir Stefanía reglur um þá ferðaþjónustu í smíðum, svo hún sé ekki í notkun í dag. „Það hlýtur að verða mikið álag á Ferðaþjónustu aldraðra, þegar hún verður loksins tilbúin, ef aldraðir geta ekki notað Strætó vegna þess að það sé langt á stoppistöðina,“ segir Stefanía. „Við heyrum að sumir verði um kortér að ganga að næstu stoppistöð.“ Mikilvægar breytur útundan Björn Finnsson, verkefnisstjóri hjá Íþrótta- og tómstundarráði Reykjavíkur (ÍTR), hefur einnig gagnrýnt breytingarnar á leiðakerf- inu. Telur hann óæskilegt að börn þurfi að ganga yfir helstu hraðbraut- ir Reykjavíkur til að skipta um vagna. Auk þess telur hann nýja kerfið lítið mið taka af börnum og segir samgöngur við Laugardalinn, stærsta útivistar- og íþróttasvæði borgarinnar, mun lakari eftir hinar fyrirhuguðu breytingar. Björn, sem er umsjónarmaður frí- stundaheimilis í Breiðholti, ferðast talsvert með stóra barnahópa í strætisvögnum á sumrin og hefur áhyggjur af því að börnin gangi yfir hraðbrautir til að skipta um vagn. „Á sumrin er hér mikill flutningur á börnum,“ segir Björn. „Í forsendun- um fyrir breytingunum er lítið af börnum sem ferðast, en ég hef grun um að það hafi engin könnun verið gerð á því síðustu tvö sumur. Könn- unin var gerð fyrir fjórum árum, en þá voru leikjanámskeið ÍTR ekki farin að borga fyrir ferðir með strætómiðum. Nú er það hins vegar vinnureglan og þar með er hægt að sjá fjölda barna sem notar strætó á sumrin mun betur en áður,“ segir Björn. Björn telur auk þess að Laugar- dalurinn, með helstu íþrótta- og sýn- ingarhöll landsins, skautahöll, dýra- og skemmtigarð, tjaldsvæði, sund- laug og grasagarð, lendi að miklu leyti utan garðs í nýja strætisvagna- kerfinu. „Það alvarlegasta í þessu er að öll efri hverfin í borginni þurfa að nota eina strætóleið til að komast í Laugardalinn með alla þá íþrótta- og fjölskylduaðstöðu sem þar er og skipti um þá leið þurfa að fara fram í Ártúnsbrekkunni, þar sem Ártúns- skiptistöðin verður lögð niður,“ segir Björn. „Þá verður tíu mínútum lengri tími með strætó niður í Laug- ardal og niður á Hlemm frá Breið- holti, auk þess sem það þarf að skipta um vagn.“ Snjómokstur gangstétta er enn eitt mál sem Björn vill ítreka að verði endurskoðað. „Því var ekki breytt þegar síðast var gerð leiða- kerfisbreyting,“ segir Björn. „Það er forgangsröðun á gangstéttamokun á veturna, sem þarf að leiðrétta með nýju kerfi. Án þess getur það gerst að margar gangstéttir verði ómok- aðar á morgnanna og fólk muni eiga erfitt með að komast á sínar strætó- stöðvar.“ Segja lítið tillit tekið til aldr- aðra og barna í nýju leiðakerfi SJÁLFSTÆÐISMENN í borgar- stjórn hafa lagst gegn leiðakerf- isbreytingu Strætó bs. m.a. vegna of hraðra um- breytinga og einnig vegna þess að fjöl- margir farþegar verði fyrir þjón- ustuskerðingu við gildistöku nýja kerfisins og láti þeir óánægju sína óspart í ljós. „Mest kvartar gamalt fólk, ör- yrkjar og foreldrar barna sem þurfa eftir breytingu að ganga mun lengra en áður til að komast út á biðstöð,“ segir Kjartan Magn- ússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks. Telur Kjartan mikla hættu á að við breytingarnar missi Strætó stóran hluta af þeim 11 þúsund Reykvíkingum sem eru nú meðal fastra viðskiptavina Strætó bs., án þess að nokkur trygging sé fyrir því að jafn margir eða fleiri bætist við í staðinn. Varað við því að skipta um kerfi fyrir heila borg „Erlendir sérfræðingar sem ég hef ráðfært mig við hafa varað sterklega við því að skipt sé um strætisvagnakerfi fyrir heila borg á einni nóttu og nýtt tekið upp. Segja þeir að slík vinnubrögð séu hvergi viðhöfð lengur í almenn- ingssamgöngum þar sem áhættan af slíku sé metin of mikil. Nútíma- leg vinnubrögð felist í hægfara en stöðugum umbótum á leiðakerfum almenningssamgangna í stað bylt- ingar.“ Sjálfstæðismenn vara enn frem- ur við því að miðstöðvar kerfisins verði áfram á Lækjartorgi og Hlemmi, í útjaðri þjónustusvæð- isins. „Við vörum við því að nánast öll strætisvagnaumferð sé þannig dregin inn í þann borgarhluta þar sem umferðartafir eru mestar fyr- ir,“ segir Kjartan m.a. í bréfi sínu til fjölmiðla. Telur hann að mun betra hefði verið að skipuleggja nýja miðstöð kerfisins t.d. við gatnamót Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar, en þaðan er að sögn Kjartans hægt að aka í öll hverfi Reykjavík- ur á innan við 10 mínútum. Sjálfstæðismenn mótmæla leiðakerfi Kjartan Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.