Morgunblaðið - 16.07.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 16.07.2005, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Að mati Landssam-bands kúabændaer líklegast að kúabændur fái greiddar 45–50 krónur fyrir hvern mjólkurlítra af umfram- mjólk ef þeir framleiða í samræmi við óskir mjólk- uriðnaðarins. Afurða- stöðvar hafa lýst yfir að þær muni greiða fyrir allt að 6,1% af mjólk sem framleidd er umfram kvóta eða fyrir 6,5 millj- ónir lítra. Ástæðan er góð sala á mjólkurvörum á þessu ári. Kúabændur fá tekjur annars vegar af sölu mjólkur til afurða- stöðva og hins vegar af bein- greiðslum sem ríkið greiðir. Ekki eru greiddar neinar beingreiðslur fyrir umframmjólk en óljóst hefur verið hversu mikið mjólkuriðnað- urinn myndi greiða. Samkvæmt samantekt Landssambands kúa- bænda er upphæðin 45–50 krónur á lítra. Nýtt framleiðsluár hefst 1. september og því er um að ræða greiðslur fyrir mjólk sem fyrst og fremst er framleidd í ágúst og júlí. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi kúabænda er um að ræða sambærilega upphæð og greidd hefur verið fyrir umfram- mjólk síðustu ár. Magnið sem keypt verður er hins vegar mun meira. Mjólka ekki komin með verð Ólafur M. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Mjólku ehf., sem starfar utan styrkjakerfis land- búnaðarins, segist ekki vera tilbú- inn til að nefna hvað Mjólka ætli að greiða fyrir umframmjólkina en það verði gert þegar fram- leiðsluvörur fyrirtækisins komi á markað í ágúst. Upphaflega ætl- aði Mjólka að koma með ost á markað í maí en það hefur dregist af ýmsum ástæðum. Ólafur sagði að tilraunavinnsla myndi væntan- lega hefjast í næstu viku. Ólafur sagði að tilkoma Mjólku hefði engu að síður haft mikil áhrif á markaðinn. Ákvörðun mjólkuriðnaðarins að kaupa 6,5 milljónir í umframmjólk og stór- aukinn kvóti á næsta ári mætti að miklu leyti þakka Mjólku. Hann hafnar því að rekja mætti þessa ákvörðun alfarið til söluaukningar og benti á að birgðastaða á ostum væri mjög góð um þessar mundir og hefði sjaldan verið betri. Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúabænda, sagði ótvírætt að sala á mjólkurvörum hefði aukist mik- ið á þessu ári. Samkvæmt tölum Samtaka af- urðastöðva í mjólkuriðnaði jókst sala á mjólkurvörum frá mars– maí um 4,9% miðað við sömu mán- uði í fyrra. Á sama tíma dróst framleiðslan saman um 0,4%. Snorri sagði að það væri engin hætta á skorti á mjólk, en það væri hins vegar full ástæða fyrir bændur að reyna að auka fram- leiðsluna. Hann sagði að það væri í sjálfu sér ekki óvenjulegt að greitt væri fyrir umframmjólk. Það hefði verið gert flest árin, en núna væri hins vegar greitt fyrir óvenjulega stórt hlutfall, eða 6,1%. Þá hefði mjólkurkvótinn aldrei áður verið aukinn jafnmikið í einu stökki, en kvótinn fer úr 106 milljónum lítra á þessu verðlags- ári í 111 milljónir lítra á því næsta. Kvótinn hefur í mörg ár verið í kringum 103–106 milljónir lítra. Snorri sagði að það væri ým- islegt sem bændur gætu gert til að auka framleiðsluna. Þeir gætu frestað því að slátra kúm sem ráð- gert hefði verið að setja í slát- urhús. Þetta væri að gerast því að lítið framboð væri á gripum til slátrunar. Bændur gætu einnig aukið kjarnfóðurgjöf. Bændur gætu hins vegar ekki haft stjórn á veðrinu en veður í ágúst skipti miklu máli varðandi nyt í kúm. Kuldar og rigningar hefðu mjög slæm áhrif á nytina. Snorri sagði spurður að góð sala á mjólkurvörum gæti bent til þess að pláss væri fyrir Mjólku ehf. á markaðinum. A.m.k. hefði Ólafur Magnússon metið að svo væri. Það ætti eftir að koma í ljós hvernig Mjólku gengi. Vegna tafa sem orðið hafa á því að afurðir Mjólku komi á markað er líklegt að fyrirtækið kaupi minna af umframmjólk en það hefði annars gert. Ólafur sagði að nokkrir bændur hefðu ákveðið að selja sér mjólk. Hann fullyrti að fyrirtækið myndi kaupa umfram- mjólk í ágúst. Flytja út mikið af mjólkurfitu Síðustu ár hefur sala á fitu- snauðum mjólkurvörum aukist mikið á kostnað fituríkra vara. Þetta hefur aftur á móti leitt til þess að þörf fyrir að flytja út mjólkurfitu (smjör) eykst sífellt. Á síðasta ári voru flutt út um 657 tonn af mjólkurafurðum, aðallega smjöri og mjólkurdufti. Útflutn- ingurinn verður enn meiri á þessu ári. Árið 1995 nam þessi útflutn- ingur 89 tonnum. Snorri sagði að mjólkuriðnað- urinn væri m.a. að skoða markaði í Bandaríkjunum fyrir hágæða- smjör. Þarna væri um langtíma- verkefni að ræða. Heimsmarkaðs- verð á smjöri er lágt. Fréttaskýring | Hvatt til aukinnar mjólkurframleiðslu vegna góðrar sölu Fá 45–50 kr. fyrir mjólkina Aldrei áður hefur mjólkurkvóti verið aukinn eins mikið í einu stökki Kýrnar eru hvattar til að mjólka vel í sumar. Aukinn kvóti í kjölfar auk- innar sölu á mjólkurvörum  Sala á mjólkurvörum hefur verið mjög góð það sem af er ári. Salan í maímánuði var t.d. 11,5% meiri en í sama mánuði í fyrra. Birgðir mjólkurvara, reiknuð á próteingrunni, voru í lok maí 9,8% minni en fyrir ári. Kúa- bændur eru því hvattir til að auka framleiðslu og verður í ár greitt fyrir 6,5 milljónir lítra af umframmjólk. Þá hefur mjólk- urkvóti fyrir næsta ár verið stór- aukinn. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HÓPUR danskra bifhjólamanna á allsérstökum fararskjótum er á ferðinni um Ísland þessa dagana. Um er að ræða stolta eigendur svonefndra Nimbus bifhjóla sem ætla að ferðast um landið næstu tvær vikurnar. Að sögn Ejvind Madsen hafa þessi hjól verið framleidd af Nil- fisk fyrirtækinu frá árinu 1919, en margir kannast líklega frekar við fyrirtækið sem ryksuguframleið- anda. Þó má ætla að enn fleiri þekki Nimbus nafnið af öðrum vettvangi, ekki síst yngri kyn- slóðin. Ef blaðamann brestur ekki minni var fararskjóti galdrastráks- ins Harrys Potter fljúgandi kústur af Nimbus gerð, en ekki liggur ljóst fyrir hvort kústurinn góði rekur uppruna sinn til ryksugu- framleiðandans. Nimbus-hjólin eru skemmtileg á að líta; litrík, gam- aldags og með hliðarvögnum fyrir farþega eða farangur. Elsta hjólið í hópnum er frá árinu 1939 og var það upphaflega notað til póst- burðar. Þá hefur eitt hjólanna ver- ið notað til hernaðar. Í fyrsta sinn á Íslandi Danirnir hafa ekki komið áður til Íslands. Þeir ætluðu að keyra í Árnes í gær og skoða Gullfoss, en höfðu fengið hjólin sín daginn áður eftir siglingu frá Árósum. Þetta er í fyrsta skipti sem hópurinn ferðast saman og fæstir innan hans þekktust fyrir ferðina. Ej- vind sagði að hópurinn væri spenntur að leggja í hann og að margir kílómetrar væru fram- undan. Ferðalangarnir eru á öllum aldri, en sá yngsti er tíu ára og sá elsti 84 ára. Hann hefur hjólað síð- an í upphafi sjötta áratugar síð- ustu aldar og hefur meðal annars farið um Þýskaland, Ástralíu, Tékkóslóvakíu, Pólland, Noreg, Sviss, Finnland og nú Ísland. Hann sagðist safna merkjum frá löndunum og var þegar kominn með íslenskan límmiða á hjólið sitt. Eitt sinn þegar hann var á ferð um Kaliforníu var hann tek- inn fyrir of hraðan akstur en flaggaði stoltur „Sheriff“-stjörnu í barminum sem bandarískur lög- reglustjóri gaf honum við það til- efni. Blaðamaður benti honum á að gæta sín vel á íslensku vegunum og gefa ekki of mikið inn. Dananna bíður áreiðanlega skemmtileg ferð um landið og von- andi betra veður en verið hefur að undanförnu. Danskir bifhjólakappar á ferðalagi um Ísland Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gula hjólið er það elsta í hópnum, frá árinu 1939, og sjálfir eru ferðalangarnir á ýmsum aldri. Sá yngsti í hópnum 10 ára en aldursforsetinn 84 ára Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is SEX meiddust þegar rúta með stórum hópi bandarískra ferðalanga og strætisvagn skullu saman á gatnamótum Túngötu og Ægisgötu skömmu fyrir hádegi í gær. Þar af hlutu tveir allslæma áverka og voru fluttir á slysadeild með sjúkrabíl. Rútunni var ekið af Ægisgötu inn á Túngötu þar sem strætisvagninn skall inn í hlið hennar. Við árekst- urinn brotnuðu rúður í rútunni og rigndi glerbrotum yfir farþega henn- ar. Allir þeir sem meiddust voru í rútunni en þeir tiltölulega fáu far- þegar sem voru í strætivagninum sluppu án teljandi meiðsla. Þegar blaðamaður náði tali af bandarísku ferðamönnunum skömmu eftir áreksturinn virtust þeir að mestu hafa jafnað sig eftir skellinn. Þeir biðu því ekki boðanna heldur héldu rakleiðis í skoðunarferð um miðbæinn. Morgunblaðið/Golli Bandarísku ferðalangarnir tóku slysinu með jafnaðargeði og héldu af stað í skoðunarferð skömmu eftir óhappið. Rúta og strætisvagn skullu saman

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.