Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Flaggskip Nýlega var auglýst laust til umsóknar emb- ætti útvarpsstjóra. Útvarpsstjóri er einn æðsti embættismaður þjóðarinnar á því sviði sem að menningu lýtur, yfirmaður stofnunar sem hefur áhrif á mótun alls þorra fólks í landinu, smekk þess og þroska. Hann er yfirmaður stofnunar sem hefur menningarlega og félagslega ábyrgð líkt og aðrar opinberar stofnanir af slíku tagi, Þjóðleikhús, Þjóðminjasafn, Þjóðskjalasafn, flaggskip hvert á sínu sviði og verðir þeirra gilda í samfélagi og sögu sem aldrei verða inn- flutt og heldur ekki varðveitt og ræktuð af öðr- um. Þó að Ríkisútvarpið hafi hingað til verið rekið stjórnsýslulega sem fyrirtæki í eigu hins op- inbera, þá hefur það haft visst sjálfræði í rekstri og fjárhagsfyrirkomulagi, er svokölluð B- stofnun með eigin tekjustofna, annars vegar af- notagjöld, hins vegar auglýsingatekjur. Hvort tveggja er þó háð samþykki stjórnvalda, upp- hæð afnotagjalda og heimild til að afla tekna með auglýsingum í hljóðvarpi og sjónvarpi. Hvort tveggja hefur ver- ið umdeilt á undanförnum árum, eftir að landslagið í fjölmiðlaheim- inum breyttist og Ríkisútvarpið eignaðist keppinauta um hylli neyt- enda. Þó að nýrri stöðvar sæki hart að fá að sitja einar að kjötkötlum auglýsingamennskunnar, þá eru ekki líkur til þess að á því verði breyting í Efstaleitinu í bráðina. Rökin eru ekki endilega þau, að það sé hefð hjá fyrirtækinu að hafa aug- lýsingar í dagskrá sinni og hafi svo verið frá fyrstu tíð útvarpssend- inga, heldur einfaldlega þau, að auglýsendur virðast ekki vilja missa þennan áhrifamikla og – að því er skoðanakannanir benda til – traust- vekjandi vettvang til að ná til vænt- anlegra viðskiptamanna. Í öðru lagi er spurn- ingin um afnotagjöldin. Þar eru rök keppinautanna sterkari: þann hluta rekstr- arkostnaðarins þarf einfaldlega að tryggja með annars konar fyrirkomulagi, líkt og á sér stað um aðrar ofangreindar menningarstofnanir. Á undanförnum árum hefur einnig færst í vöxt að fyrirtæki styrki útsendingar á ein- stökum dagskrárliðum, eða jafnvel alla gerð þeirra. Við slíka kostun er auðvitað ekkert að athuga, svo fremi reglur séu skýrar, t.d. um að viðkomandi fyrirtæki hafi ekki áhrif á innihald þáttanna, séu ekki með dulbúnar auglýsingar í þeim sjálfum, ráði engu um niðurröðun efnis á útsendingartíma og fleira í þeim dúr. Í þeim efnum virðist pottur hafa verið brotinn hjá öll- um íslenskum sjónvarpsstöðvum á seinni árum, og auglýsingar skotið upp kollinum í miðjum klíðum þátta, þrátt fyrir fyrirmæli í þeim efn- um. Er þá stutt yfir í siði til dæmis Ameríku- manna, þar sem útsendingar á sjónvarps- messum á páskum eru rofnar öðru hverju með auglýsingum um kvenhatta, en páskamessa er talin einkar hentug til að sýna nýjustu tísku í þeim efnum. Frumvarp menntamálaráðherra Í frumvarpi menntamálaráðherra um Rík- isútvarpið, sem lagt var fyrir á síðasta þingi, eru tekin af öll tvímæli um nauðsynlegt menningar- hlutverk Ríkisútvarpsins í samfélagi eins og því sem við höfum valið okkur. Þó að deilur kunni að vera um einstök framkvæmdaratriði, og þau öll leysanleg, þ. á m. skipan útvarpsráðs, er varla vafi á því að meginhugsun frumvarpsins byggir á skoðun sem allur þorri fólks í landinu aðhyllist og telur farsælasta. Hlutverk stofn- unarinnar eða fyrirtækisins sem almennings- fjölmiðils, á ensku oft kallað Public Service Broadcasting, er þar undirstrikað, hvernig svo sem tengsl útvarpsins og stjórnvalda endanlega verða. Er það mjög í samræmi við þá umræðu sem nú fer fram í flestum menningarlöndum, þar sem nauðsyn á óháðum traustvekjandi fjöl- miðli er meiri en nokkru sinni fyrr, eftir að fjöl- miðlun á ljósvakanum er orðin frjálsari. Rökin eru margvísleg og þau sterkust, að slíkum miðli beri að standa vörð um lýðræði og skoðanafrelsi í landinu, og þá ekki síður, að menningarleg fjöl- breytni sé auðlegð jarðarbúa og hana beri ein- mitt að rækta í útvarpi og sjónvarpi sem end- urspegli sérkenni í menningu hverrar þjóðar. Líkt og í stjórnkerfi ríkjanna sé reynt að tryggja skoðanafrelsi og önnur lýðræðisleg rétt- indi, beri því að búa svo um hnútana, þó að slík- ar stöðvar séu reknar fyrir sameiginlegt fé landsmanna, að þær séu svo óháðar stjórnvöld- um hverju sinni að ólík sjónarmið í einu lýðræð- isríki, ólíkur smekkur og ólík áhugamál berist þar óbrengluð á borð. Því er ekki að treysta þar sem arðsemissjón- armið fyrir hluthafa fjölmiðils eru í fyrirrúmi. Og þar sem menningarhlutverkið er ekki skil- greint markmið. Menningarhlutverkið En í hverju felst svo menningarhlutverkið? Þegar fjölmiðlunin var gefin frjáls var það trú margra, að samkeppnin myndi stuðla að fjöl- breytni – og jafnvel auka gæði dagskráefnis. Það hefur ekki gengið eftir. Þorri útvarpsstöðva sendir daglangt út erlenda poppmúsík – sem í sjálfu sér væri ekkert við að athuga, ef mat- arkosturinn væri byggður á öðru efni af öðrum toga líka – en verður ákaflega þreytandi í flest- um tilvika, því að dagskrágerðin er óvönduð, þulirnir einfaldlega ekki þeim vanda vaxnir að geta talað undirbúningslaust þannig að eitthvað sé í það spunnið. Of margir tónar slæva heyrn, segir í gamalli vísdómsbók um veginn og dyggð- ina. Auk þess tilheyri ég þeim hópi fólks, sem er angur af því að heyra Íslendinga sem hafa lítið vald á íslensku máli tala. „Frjálsu“ sjónvarpsstöðvarnar hafa staðið sig mun betur og oft sýnt ferska takta. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur tekið mið af fréttastofu Sjón- varpsins og vönduðum erlendum fréttamiðlum og nýtur álits. En því miður verð- ur að segjast eins og er að mjög lítils frumkvæðis gætir í dag- skrárgerð bæði þar og á hinum stöðvunum; vinsælustu „inn- lendu“ þættirnir eru oft útvatn- aðar eftirapanir af vinsælum er- lendum þáttum. Við því væri svosem ekkert að segja, ef á móti kæmi einhver innlend frum- sköpun, en því er sjaldnast að heilsa. SkjárEinn er líka með nokkra þætti að erlendri fyr- irmynd, suma vinsæla meðal yngstu kynslóðarinnar. En þar á bæ virðist gleymast að um helm- ingur þjóðarinnar er ekki lengur ómótaðir unglingar, hugsar öðru- vísi, gerir aðrar kröfur og man lengra. En líkt og á hinum bæn- um myndi allt þetta efni flokkast aðeins undir afþreyingu. Sem væri ágætt ef líka væri á boð- stólum efni sem meira höfðaði til hugsunar og reynslu. Og ekki myndi saka að leita til málfars- ráðunauta annað slagið. Við þykjumst þó ennþá tala íslensku í þessu landi. Ekki dettur mér í hug annað en að for- ráðamenn þessara miðla hafi áhyggjur af því einhæfa fæði sem þeir bera á borð. Ekki vegna þess að þeim beri skylda til að standast gæða- kröfur almenningsfjölmiðla eða sinna menning- arhlutverki viðlíkt og ætlast er til af Rík- isútvarpinu – heldur einfaldlega vegna þess að þeir vita að gott, innlent efni hefur yfirhöndina hjá áhorfendum, þá sjaldan það birtist. En í dag eru hlutföllin sorgleg: Nýjar tölfræðilegar út- tektir um svokallaða „menningarneyslu“ sýna okkur, að milli áttatíu og níutíu prósent af því efni sem Íslendingum er boðið upp á í sínum eigin fjölmiðlum eru erlendir þættir – á enskri tungu! Og svipað er uppi á teningnum í kvik- myndahúsunum, þar sem meira að segja þýsk- um og sænskum myndum er gefið enskt heiti fyrir Íslendinga, líkt og var með nýlega mynd, Der Untergang, eða Endalokin. Þau hétu hér The Downfall! Einhvern tíma hefði þetta verið kallað lágkúra og þeir sem að standa undirmáls- menn. Hlutverk Ríkisútvarpsins Og hvernig stendur svo Ríkisútvarpið sig í þessu útvarps- og sjónvarpsumhverfi? Það er tilefni þessa greinarstúfs að árétta einu sinni enn, að til þess að standa undir því hlutverki sem því er ætlað í hinu nýja lagafrumvarpi, verður það að taka sig rækilega á. Tökum fyrst fyrir hljóðvarpið með sínar tvær rásir. Það er reyndar skoðun undirritaðs, að þær tvær bæti hvor aðra upp og skapi fjöl- breytni, og því myndi það vera sjónarsviptir – eða öllu heldur heyrnarsviptir – ef atlaga yrði gerð að Rás tvö, eins og stundum hefur verið ýj- að að. Rás eitt ber höfuð og herðar yfir aðrar stöðvar, vitsmunalega séð, sömuleiðis hvað fjöl- breytni snertir og þar er yfirleitt á ferð vönduð dagskrárgerð sem endurspeglar ólík hugð- arefni. Reyndar hefur Talstöðin nýlega veitt Rás eitt ágæta og örvandi samkeppni. Þó að út- varpsleikritin hafi ekki þann virðingarsess sem þau eitt sinn höfðu, hygg ég að þar sé vel haldið á spilum, miðað við það sem úr er að moða; sakamálaleikritin innlendu hafa til dæmis verið vinsæl og skemmtileg nýbreytni. Hitt er annað mál, sem þeim ber að hafa í huga sem skipta niður kökunni, að áhorfshlutfall er ekki sú við- miðun ein sem virða ber. Í fyrsta lagi eru slíkar tölur breytilegar – og breytanlegar, meðal ann- ars eftir því hvað í er borið og ekki síður hvern- ig að er hlúð, jafnt hvað snertir útsendingartíma Ríkisútvarpi Sveinn Einarsson fjallar um Ríkisútvarpið á tímamótum Sveinn Einarsson EF NÆGILEGA MÖRGUM FINNST ÞAÐ SJÁLFSAGT Aðstoð til þróunarlanda eðabágstaddra í heiminum get-ur verið með margvíslegum hætti. Víst er að yfirleitt skiptir litlu hvaðan gott kemur þegar fólk býr við neyð, hvað þá heldur að ein- hver setji það fyrir sig hvernig það kemur. Það hlýtur þó að vera með áhrifaríkustu leiðum mannúðar- starfs að tengja saman tvo einstak- linga úr ólíkum áttum, með það að markmiði að báðir hafi hag af tengslunum – félagslegan og til- finningalegan. Í Morgunblaðinu í gær, föstudag, var sagt frá fundi óvenjulegra „mæðgna“; þeirra Caroline Buzuzi og Guðríðar Helgu Magnúsdóttur. Guðríður Helga hefur um árabil stutt Caroline sem er eitt þeirra barna er hlotið hafa skjól í Sos- barnaþorpunum í Afríku. „Mér fannst svo sjálfsagt að styrkja mál- efni Sos-barnaþorpanna,“ segir Guðríður í samtalinu við Morgun- blaðið. „Ég valdi að styrkja ein- stakling frekar en þorp og fékk stuttu seinna bréf og mynd af Car- oline.“ Aðstæður móður Caroline voru þannig að hún gat ekki séð henni farborða og Caroline var sett á munaðarleysingjahæli Sos-þorp- anna í heimalandi sínu Zimbabwe. Þar hefur hún notið menntunar meðal barna sem líkt er ástatt fyr- ir, en framlag Guðríðar Helgu stóð straum af veru hennar þar. Í dag er Caroline orðin 22 ára gömul og stundar háskólanám í Kanada, svo aðstoðin sem hún hefur notið hefur skilað sér ríkulega. Ekki einungis til hennar sjálfrar, því hún er í sambandi við fjölskyldu sína í Zimbabwe og sendir þeim reglu- lega peninga þar sem þau búa við kröpp kjör og harðstjórn. Fundur þeirra Caroline og Guð- ríðar Helgu hér á landi – en þrátt fyrir að þær hafi skrifast á um ára- bil voru þær fyrst nú að hittast í fyrsta sinn – er til marks um hverju hægt er að áorka í hjálp- arstarfi sem einstaklingur. Af- raksturinn skilar sér óneitanlega mjög ríkulega þegar fylgst er með framvindu náms og þroska hjá barni, sem án aðstoðar á sér ekki viðreisnar von. Þau samtök sem að- stoða fólk við að gerast styrktar- foreldrar barna með þessum hætti eru nokkur og full ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér starf- semi þeirra og láta gott af sér leiða með reglulegum framlögum. Í þess- um tilvikum getur lítil fjárupphæð – u.þ.b. andvirði einnar pizzu á mánuði – orðið til þess að sjá barni farborða og mennta það til betra lífs. Ef nægilega margir hugsa á sömu leið og Guðríður Helga; að það sé sjálfsagt að gerast styrkt- arforeldri, mun starf barnaþorp- anna, það uppeldi og sú menntun sem þar er í boði, geta haft veiga- mikil áhrif til frambúðar í sam- félögum sem eiga verulega undir högg að sækja. ÞEGAR SAGNAÞULURINN SVEIFLAR TÖFRASPROTANUM Það er ekki oft sem bækur vega svoþungt í alþjóðlegu samhengi að tímasetning sölu þeirra á útgáfudegi er samræmd í löndum heims. Það er með enn meiri ólíkindum að slíkt ger- ist þegar um barna- eða unglingabók er að ræða, en sú er þó einmitt raunin nú. Sala á nýjustu bókinni í Harry Potter-bókaflokknum hófst á mið- nætti í nótt um heim allan. Verslanir í fjölmörgum löndum, þar á meðal hér á landi, höfðu undirbúið söluna með því að standa fyrir uppákomum af ýmsu tagi til að stytta óþolinmóðum aðdá- endum flokksins biðina. Fyrirfram var búist við að bókin seldist í jafnstóru upplagi í dag og spennubókin Da Vinci-lykillinn gerði á einu ári í Bret- landi, en mikið hefur verið fjallað um vinsældir hennar. Eins og fram kom í pistli Birtu Björnsdóttur í Morgun- blaðinu í gær eru bækurnar um Potter orðnar að einhverjum „mest lesna og keypta bókaflokki í heimssögunni. Hvorki meira né minna!“ Og það jafn- vel þótt nýja bókin sé ekki talin með. Eins og margir hafa bent á und- anfarna daga er engu líkara en töfra- drengurinn Harry Potter stýri vel- gengni bókanna sjálfur, með töfrasprotann að vopni. Frá því að fyrsta bókin í flokknum kom út árið 1998 hafa 270 milljónir eintaka verið seldar í heiminum á 62 tungumálum. Íslensk börn hafa verið með í þessu ævintýri frá upphafi vega, því bóka- forlagið Bjartur hefur gefið bækurnar út á íslensku, eins fljótt og auðið er eftir að þær koma út á ensku. Af þessu öllu má vera ljóst að J.K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter, hefur líklega unnið meira þrekvirki á alþjóðavísu í því að hvetja börn til lestrar en flestir geta gert sér í hugarlund. Bækurnar eru þó ekkert sérstaklega árennilegar fyrir unga bókaorma; hver annarri þykkari með tiltölulega flóknum söguþræði og tölu- verðu persónugalleríi. Þrátt fyrir það sýnir reynslan hér á landi að íslensk börn hafa ekki einungis steypt sér á kaf í lesturinn á íslensku, heldur hafa Potter-bækurnar einnig orðið fyrsta lesning margra þeirra á enskri tungu. Bækurnar eru m.ö.o. nógu spennandi til þess að börn leggja það á sig að stauta sig í gegnum þær á máli sem þeim er ekki einu sinni tamt. Yngstu börnin hafa jafnvel haft svo mikla ást á þessum sögum að foreldrar hafa aft- ur tekið upp þann góða sið að lesa kafla á kvöldi fyrir þrábeiðni barna sinna. Sem sagnaþulur hefur J.K. Rowling sýnt að allar bölsýnisspár um framtíð bókarinnar meðal ungmenna heimsins voru byggðar á vantrú á ungum les- endum. Staðreyndin virðist nefnilega hreinlega vera sú að á því augnabliki sem sagnaþulurinn sveiflar töfra- sprota sínum af nægilegri trú á þá ungu sem njóta, þá hefst töfrastund sú er dugar sumum til að liggja á kafi í bókum allt sitt líf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.