Morgunblaðið - 16.07.2005, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.07.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 25 DAGLEGT LÍF Í GAMLA daga var það kallað Plássið sem nú gengur undir nafn- inu Kvosin, svæðið með svörtu hús- unum og Vesturfarasetrinu niðri við bryggju á Hofsósi. Þarna í Kvos- inni stendur lítið blátt hús í gömlum stíl og þar á neðri hæðinni er Veitingastofan Sól- vík. Áður fyrr var þetta hús hótel stað- arins, enda var Plássið þá einskonar stoppi- stöð því brúin sem liggur yfir ósinn ber merki um gamla þjóð- leið til Siglufjarðar. En nú er öldin önnur og innanbúðar á Sól- vík ráða lofum og lögum mæðgur sem eru sérlega skörug- legar. Dagmar Þor- valdsdóttir eða Dídí eins og hún er oft- ast kölluð og dætur hennar Valdís Brynja og Vala Kristín reiða fram úr pínulitlu eldhúsi Sólvíkur mikið af gómsætum krás- um fyrir gesti. „Stelpurnar eru mínar hjálparhellur og standa við hlið mér daga og nætur í þessum rekstri. Þær hafa verið hérna með mér frá því þær voru pínulitlar en við fluttum hingað fyrir tólf árum,“ segir Dídí og bætir við að móðir hennar hafi á sínum tíma líka unnið í þessu húsi þegar þar var starfrækt hótel. Bjuggum á loftinu „Eftir að hót- elinu var lokað var til margra ára þurrkuð skreið í þessu húsi og því fór það mjög illa. Þetta var í mikilli niður- níðslu þegar frændi minn Sigmundur Frans, sem er mikill framtaksmaður, keypti húsið fyrir um fimmtán árum og lét gera það upp. Valgeir bróðir minn tók verkið að sér og það varð kveikj- an að áfram- haldandi viðgerðum á húsum hér í kvosinni. Frændi minn vissi ekki í upphafi hvað hann ætlaði sér með húsið, en þegar nær dró sumri fannst honum að hér væri þörf fyr- ir lítið veitingahús og ákvað að láta á það reyna. Þá bjó ég á Blönduósi og aðrar manneskjur sáu um mat- seld hér, en fljótlega flutti ég hing- að með stelpurnar mínar litlar og tók til við að kokka fyrir gesti húss- ins. Þá bjuggum við mæðgurnar hér á efri hæð Sólvíkur en vinnan okkar var á þeirri neðri,“ segir Dídí og bætir við að ýmsir aðilar hafi leigt reksturinn gegnum árin en ævinlega hafi þetta endað í hennar höndum aftur. En nú eru nýir eig- endur að Sólvík, þótt hún sé enn framkvæmdastjóri og yfirkokkur í húsinu, en þær mæðgur búa ekki lengur á efri hæðinni. Nýtur góðs af Vesturfarasetrinu Veitingastofan Sólvík er aðeins opin yfir sumartímann en þá er líka mikið að gera. Dídí segist þó stund- um taka á móti einstaka hópum í mat yfir vetrartímann. Hún getur með góðum vilja tekið á móti fjöru- tíu manns í mat í einu. „Vest- urfarasetrið er hér við hliðina á mér og auðvitað nýtur Sólvík góðs af þeirri miklu umferð fólks sem þar fer um á hverjum degi,“ segir Dídí og bætir við að gestir Sólvíkur séu bæði innlendir og erlendir, á öllum aldri og af öllum stéttum. Á matseðlinum má sjá að Dídí býður meðal annars upp á rétti þar sem tekið er fram að hráefnið sé úr héraðinu eða heimahögum og þar eru silungur, þorskur og lamb í að- alhlutverkum. Maturinn á Sólvík er líka heimilislegur rétt eins og and- rúmsloftið og þar má finna hvers- dagsmat eins og síld með rúg- brauði, kjötbollur í brúnni sósu, heimabakað brauð, pönnukökur og hið sígilda flatbrauð með hangi- kjöti. Kynörvandi kaffi frá Malasíu Dídí lumar líka á litlu leynd- armáli á matseðlinum sem vert er að mæla með en það er frábærlega gott lúxuskaffi. „Þetta er verð- launakaffi sem ég fæ beint frá Mal- asíu og því er Sólvík eini staðurinn á Íslandi þar sem hægt er að fá þetta kaffi. Í því er ginseng sem eykur súrefnisupptöku í blóðinu og magnar upp kyngetuna. Þegar ég hef fiktað aðeins við kaffið og bragðbætt það með hernaðarleynd- armálum er þetta eðaldrykkur.“ Dídí er atorkusöm kona og hún lætur ekki duga að sjá um rekst- urinn á Sólvík, því hún rekur líka annan stað sem heitir Sigtún en það er sjoppa og bar sem stendur uppi á hæðinni á Hofsósi. „Þar er ég með aðrar hjálparhellur, þær Silju Ösp og Agöthu Ýri, sem eru mjög duglegar og þær koma stund- um líka hingað niður í Kvosina til að hjálpa okkur á Sólvík.“  VEITINGASTAÐUR | Dagmar Þorvaldsdóttir rekur veitingahúsið Sólvík í Kvosinni á Hofsósi Morgunblaðið/Kristín Heiða Dídí ásamt dætrum sínum Völu Kristínu og Valdísi Brynju á veröndinni í Sólvík. Dídí og dæturnar í Sólvík Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Tröllkarlinn Arngrímur sem var frá Noregi og átti hvergi heima, hann endaði á Sólvík og hér held- ur hann á kaffibolla sem inniheld- ur Lúxuskaffi að hætti Dídíar. MEÐ því að stunda líkamsrækt getur fólk orðið dug- legra í vinnunni, að því er breskir vísindamenn telja. Á heilsuvef MSNBC kemur fram að e.t.v. sé best að fara út í göngutúr þegar maður er að drukkna í vinnu. Rannsóknin tók til 200 starfsmanna í háskóla, hjá tölvufyrirtæki og tryggingarfélagi. Þeir svöruðu spurn- ingalista um frammistöðu og skapferli þá daga sem þeir stunduðu líkamsrækt og þá daga sem þeir gerðu það ekki. Allir þátttakendur æfðu reglulega og fannst þeir þegar skila góðu verki í vinnunni. Þátttakendum var frjálst að stunda líkamsrækt að eigin vali. Flestir not- uðu 30-60 mínútur í hádeginu til að fara t.d. í jóga, eróbikk, styrktarþjálfun eða körfubolta. Sex af hverj- um tíu sögðu að tímastjórnun, frammistaða og hæfni til að standast tímaáætlun batnaði á líkamsræktardög- unum, að meðaltali um 15%. Ekki virtist skipta máli hvers konar líkamsrækt var stunduð. Þátttakendur svöruðu einnig spurningum um skap að morgni og kvöldi og eins og búist var við bætti líkamsrækt skap- ið, eins og aðrar rannsóknir hafa bent til. Þátttakendur voru ánægðari með vinnudaginn þá daga sem þeir æfðu. Fólk sagðist ennfremur betur í stakk búið til að standast þrýsting í vinnunni þá daga sem það æfði. Það sýndi meiri þolinmæði og missti ekki stjórn á skapi sínu. Dr. I-Min Lee, aðstoðarprófessor við læknadeild Harvard-háskóla, segir að aðrar rannsóknir styðji að líkamsrækt hjálpi fólki í vinnunni. Í þessari rannsókn velji þátttakendur hins vegar hvenær þeir stundi líkamsrækt og hún segir að mögulegt sé að þeir hafi verið í betra skapi þá daga sem þeir völdu og haft meiri tíma en einhverja aðra daga sem þeim gekk verr í vinnunni. „Getur verið að niðurstöðurnar sýni jákvæð áhrif líkamsræktar eða hefur sú staðreynd áhrif að þeir sem æfa ákveðinn dag gera það vegna þess að þeim líður vel?“ spyr hún. Lýðheilsufræðingar eru hins vegar sammála um að það sé mikilvægt að koma líkamsræktinni fyrir í stundaskránni til að halda heilsunni við. Nægilegt geti verið að fara í stuttan göngutúr í hádeginu eða taka stigann í staðinn fyrir lyftuna. Forsvarsmenn rann- sóknarinnar hvetja fyrirtæki til að bjóða starfs- mönnum sínum upp á líkamsrækt þar sem það stuðli að vellíðan þeirra og geti fækkað veikindadögum. Líkamsrækt eykur dugnað í vinnu  HREYFING Morgunblaðið/Árni Sæberg Flestir notuðu 30–60 mínútur í hádeginu til að fara t.d. í jóga, eróbikk, styrktarþjálfun eða körfubolta. Fiskréttur að hætti Dídíar (Fyrir sex) Takið slatta af blaðlauk, svepp- um og papriku, brytjið smátt og steikið í matarolíu og svo- litlu smjöri. Kryddið með sí- trónupipar, hvítlaukssalti og hlynsýrópi. Bætið gulum baun- um út í og setjið blönduna í eld- fast mót. (Hér er hverjum og einum frjálst að bæta við græn- meti eða hverju öðru sem ímyndunaraflið leyfir) Síðan eru þrjú meðalstór þorskflök (eða ýsuflök) bein- og roðhreinsuð. (Best er að fisk- urinn sé nýveiddur). Pískið eitt til tvö egg og krydd- ið með aromat, sítrónupipar og hvítlaukssalti. Látið fiskinn liggja í leginum í einhvern tíma til að hann taki í sig bragðið. Veltið þá fiskinum upp úr hveiti, einnig krydduðu með sí- trónupipar, salti og hvítlauks- salti. Steikið fiskinn snöggt við mikinn hita og komið síðan fyr- ir á niðursaxaða grænmetinu. Tómatasneiðar eru lagðar ofan á. Gerið fljótandi lög úr hvítlauks- smurosti og rjóma og hellið yf- ir. Að lokum eru ostsneiðar eða rifinn ostur sett ofan á allt sam- an. Bakið í ofni við 180–200°C í 15 mínútur. Borið fram með kartöflum, fersku salati og heitu hvít- lauksbrauði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.