Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 31 UMRÆÐAN UNDANFARNAR vikur hafa núverandi og fyrrverandi forsvars- menn Iceland Express ítrekað sett fram ýmsar fullyrðingar um óeðli- leg tengsl mín sem formanns stjórnar Samkeppniseftirlitsins við keppinaut fyrirtækisins eða ýjað að slíkum tengslum í fjölmiðlum. Þá hef ég verið sakaður um óeðlileg afskipti af málarekstri Iceland Express fyrir fyrri samkeppnisyf- irvöldum. Þessar ásakanir forsvarsmanna Ice- land Express eru með öllu tilhæfulausar eins og hér verður rakið. Ég vil taka fram að ég hef engan áhuga á að eiga í deilu við þetta fyrirtæki eða forsvarsmenn þess í fjölmiðlum og hefði ekki tekið upp á því að fyrra bragði. Undan því verður þó ekki komist að leið- rétta missagnir þeirra. Ég hef hins vegar ekki í hyggju að ræða þetta mál frekar í fjölmiðlum. Einu afskipti mín af samkeppnismálum Iceland Express til þessa fólust í því að veita keppinaut þess, Icelandair, ráðgjöf og skrifa hag- fræðilega greinargerð í máli sem rekið var fyrir þáverandi sam- keppnisyfirvöldum árið 2003. Því máli lauk með úrskurði samkeppn- isráðs í júlí og úrskurði áfrýj- unarnefndar samkeppnismála í september það ár. Þar með lauk einnig afskiptum mínum af því máli. Úrskurðurinn var Iceland Express í hag og keppinaut þess var uppálagt að hækka verð. Síðan hef ég ekkert unnið fyrir Icelandair eða tengd fyrirtæki og ekkert komið að neinum öðrum samkeppnismálum sem snerta það fyrirtæki eða Iceland Express. Ég hef engin fjárhagsleg tengsl eða önnur tengsl sem máli skipta við Icelandair, móður- eða systurfyr- irtæki þess eða önnur flugfélög. Það helsta sem núverandi og fyrrverandi forsvarsmenn Iceland Express hafa fullyrt eða ýjað að er eftirfarandi: 1. Að ég hafi beitt mér fyrir því að samruni Bláfugls, FL-Group og Flugflutninga yrði samþykktur af samkeppnisyfirvöldum eða a.m.k. haft áhrif í þá átt og að samkeppn- isyfirvöld hafi verið vanhæf vegna þess. Þetta er rangt. Ég hafði engin afskipti af þessu máli, hvorki fyrir hönd málsaðila né samkeppnisyf- irvalda né annarra og tengist eng- um málsaðila. Þessi ákvörðun var tekin af samkeppnisráði sem ég hef aldrei setið í og hef ekkert og mun ekkert hafa yfir því fólki sem þar sat að segja. 2. Að ég hafi beitt mér fyrir því að kæra Icelandair á hendur Ice- land Express vegna auglýsinga þess síðarnefnda fengi skjóta með- ferð og hagstæða niðurstöðu. Þetta er rangt. Ég hafði engin afskipti af því máli, hvorki fyrir hönd málsaðila né samkeppnisyf- irvalda. 3. Að ég hafi beitt mér fyrir því að afgreiðsla kæru Iceland Ex- press á hendur Icelandair frá árinu 2004 vegna verðlagningar Ice- landair tefðist. Þetta er rangt. Ég hef engin af- skipti haft af þessu máli, hvorki fyrir hönd málsaðila né samkeppn- isyfirvalda og vissi raunar ekki einu sinni að það væri í vinnslu fyrr en forsvarsmenn Iceland Express tóku að fjalla um málið í júní sl. og blönduðu nafni mínu í þá umræðu. Í þessu máli er hugs- anlegt að eldri skrif mín verði lögð fram sem gögn. Það kann að valda vanhæfi mínu komi málið inn á borð stjórnar Samkeppn- iseftirlitsins. Það verð- ur athugað ef sú staða kemur upp og afgreitt í samræmi við stjórn- sýslulög. Ég hef hins vegar enga hagsmuni af því að niðurstaða málsins verði á einn veg fremur en annan eða af því hvenær mál- ið verður afgreitt. 4. Að ég sé helsti hagfræðilegur ráðgjafi Icelandair í samkeppn- ismálum. Þetta er rangt. Sem fyrr segir þá starfa ég ekki fyrir Icelandair og hef engin tengsl við það fyrirtæki. Ég ítreka að einu störf mín fyrir Icelandair voru vegna afmarkaðs verkefnis og því lauk árið 2003. Ég hef ekkert annað starfað fyrir Icelandair eða tengd fyrirtæki, hvorki fyrr né síðar. 5. Að ég muni leggja þá starfs- menn Samkeppniseftirlitsins sem verða ósammála mér um tiltekna hagfræðilega niðurstöðu í einhvers konar einelti. Ég muni beita mér fyrir því að ráðningarkjör þeirra versni og framgangur þeirra í starfi verði ekki sem skyldi eða starfsmenn hafi að minnsta kosti ástæðu til að óttast það. Þetta er rangt. Raunar er ásök- unin svo furðuleg að það er varla hægt að svara henni. 6. Að ég hafi fullyrt að Ice- landair gæti selt farmiða til Lond- on eða Kaupmannahafnar á innan við 500 krónur án þess að það væri merki um svokallaða árás- arverðlagningu. Þetta er rangt. Þessi tala eða niðurstaða er ekki frá mér komin. Í greinargerð minni sem vísað er til vegna þessa eru ýmis sjónarmið og viðmið vegna árásarverðlagningar reifuð. Sé það skoðað í samhengi er engin leið að túlka greinargerðina á þann veg að þar sé því haldið fram að eðlilegt sé að selja farmiða á þessu verði eða einhverju svipuðu í magni sem máli skiptir. Ys og þys Gylfi Magnússon fjallar um deilur Iceland Express og Icelandair Gylfi Magnússon ’Ég hef hinsvegar enga hagsmuni af því að niðurstaða málsins verði á einn veg fremur en annan eða af því hvenær mál- ið verður af- greitt.‘ Höfundur er formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins. Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni M IX A • fít • 5 0 7 6 5 Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Végarður í Fljótsdal Kynnið ykkur Kárahnjúkavirkjun og allt sem henni viðkemur í Végarði. Tilvalið að koma þar við áður en haldið er upp að Kárahnjúkum. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals „Andlit Þjórsdæla“ – áhugaverð sýning um mannlífið í Þjórsárdal í 1100 ár. Blöndustöð í Húnaþingi Þorir þú 200 metra niður í jörðina? Hvað verður í göngum Blöndustöðvar í sumar? Magnaður viðkomustaður. Kröflustöð í Mývatnssveit Allt um Kröfluelda í Gestastofu. Kynnist eldsumbrotunum sem urðu í nágrenni Kröflustöðvar 1975-1984. „Hreindýr og dvergar“ Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir magnaða tréskúlptúra í Laxársstöð í sumar. „Hvað er með Ásum?“ Frábær sýning Hallsteins Sigurðssonar, sem hlotið hefur einróma lof. Ljósafosstöð í Soginu „Ár og kýr“ Jóns Eiríkssonar komnar suður. 365 kúamyndir sem hlotið hafa verðskuldaða athygli. Einnig ljósmyndasýning Guðmundar frá Efri-Brú „Oft er í holti heyrandi nær“. Hvernig verður rafmagn til? Hvers vegna er rafmagn á Íslandi umhverfisvænna en hjá öðrum þjóðum? Laxárstöðvar í Aðaldal Heimsókn til Landsvirkjunar er upplýsandi og skemmtileg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.