Morgunblaðið - 16.07.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.07.2005, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG G uðlaug Pétursdóttir starfar hjá Orkuveitunni og er meðlimur í félagsskapnum VIMA sem er vináttu- og menningarfélag Mið- Austurlanda. Í maí síðastliðnum fór hún ásamt tuttugu og tveimur öðrum úr VIMA-félagsskapnum til Jemens og Jórdaníu undir stjórn Jóhönnu Kristjónsdóttur sem er formaður VIMA. Hvað var skoðað í ferðinni? „Fyrst fórum við til Jemen og dvöldum þar í höfuðborginni Sana’a. Þar skoðuðum við gamla bæinn sem er ein- staklega fallegur. Síðan fórum við til miðhluta Jemens, Taiz. Í ökuferð, einn daginn, upp Sa- ber-fjall sáum við mörg gömul og áhugaverð fjallaþorp. Einnig lá leiðin til hafnarborg- arinnar Hodeidah við Rauða hafið, þar var margt að sjá en merkilegast var skrautlegur og skemmtilegur fiskmarkaður.“ Mesta ævintýrið fannst Guðlaugu þó að fara út í eyðimörkina. „Úti í henni er bærinn Sjibam sem kemur eins og skrattinn úr sauð- arleggnum og er kallaður „Manhattan eyði- merkurinnar“ og er hann samsettur af mikl- um háhýsum.“ „Síðan fórum við yfir til Jórdaníu og vorum þar í nokkra daga. Það sem stendur upp úr í sambandi við Jórdaníu er Wadi Rum. Það er eyðimörk og þar var hægt að sjá allskonar kynjamyndir út úr landslaginu, birtan lék þar við fjöll og sandhóla. Að skoða rósrauðu borg- ina Petru var líka hreint ævintýri. Við fórum einnig að Dauðahafinu og á Nebo-fjall, þar sem sagt er að Móses hafi horft yfir til fyrirheitna landsins og sé graf- inn. Seinasta daginn skoðuðum við svo Jerash sem er borg frá tímum Rómverja. Annars var svo margt gert og mikið skoðað að ferðasagan gæti verið endalaus.“ Hvernig var ferðin? Guðlaug segir að ferðin hafi alveg staðið undir væntingum hjá sér. „Þessi ferð til Jem- ens og Jórdaníu var afskaplega góð, hún var það góð að við værum til í að fara aftur eftir nokkur ár til að meðtaka allt sem er þar í boði. Við komumst nú yfir að skoða mikið en samt fær maður bara smá nasasjón af lífinu þarna.“ Hún segist hafa heillast meira af Jemen en Jórdaníu en fólkið og náttúrufegurðin þar komu henni á óvart. „Það tala allir um araba- heiminn eins og hann sé ein heild en hann er það ekki. Þetta er eins og segja að öll lönd innan Evrópu séu eins.“ Árið 2003 fór Guðlaug til Sýrlands og Líb- anon. Næsta land á stefnuskránni hjá henni er Óman en þangað er hún að spá í að fara ásamt vinkonum sínum á næsta ári.  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? | Guðlaug Pétursdóttir fór í vináttu- og menningarferð til arabalanda Ferðasagan sem gæti verið endalaus Vinkonur og ferðafélagar Guðlaugar í rós- rauðu borginni Petru. Edda Ragnarsdóttir, Þóra Jónsdóttir og Jóhanna Kristjónsdóttir. Guðlaug Pétursdóttir með eyðimerkurborgina Sjibam, eða „Manhattan eyðimerkurinnar“ eins og hún er kölluð, í baksýn. Enda fjöldi háhýsa sem prýðir þessa jemensku borg. ingveldur@mbl.is  14.–17. júlí Ísafjörður Útivistarhátíð hófst á fimmtudag og stendur alla helgina.  15.–17. júlí Hrísey Fullveldishátíð í Hrísey. Sjálfstæði lýst yfir í eynni á fjölskylduhátíðinni eins og venja er um þessa helgi.  15.–17. júlí Blönduós Fjölskylduhátíðin Matur og menning. 16. júlí er svo Blönduhlaup.  16. júlí Sauðárkrókur Hafnardagur.  16. júlí Drangnes Bryggjuhátíð.  16.–17. júlí Ólafsfjörður Nikulásarmótið í knattspyrnu.  17. júlí Strandir Sauðfjársetrið á Ströndum stendur fyrir sumarhátíð í Félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð.  17. júlí Laufás Starfsdagur. Heyskapur og fleira.  17. júlí Árbæjarsafn Harmonikkuhátíð.  18.–24. júlí Vopnafjörður Vopnaskak á Vopnafjarðardögum.  Á FERÐ UM LANDIÐ Matarmenn- ing og full- veldishátíð Morgunblaðið/Billi Fullveldishátíð er í Hrísey um helgina. Smálönd  Asa Herrgård sunnan við Jönköpin, en sagan segir að þar hafi sjálfur Óðinn búið og að þar sé hann graf- inn. www.asaherrgard.se  Möckelsnäs Herrgård á rætur að rekja til ridd- aratímans, en byggt var við herrasetrið árið 1908. 22 herbergi eru í gömlu byggingunni og 32 í tveimur við- byggingum. www.mockelsnasherrgard.se Vestur-Gautland  Håveruds Herrgård er lítið 13 herbergja herra- garðshótel með útsýni yfir Dalalandsskipaskurðinn. www.mockelsnasherrgard.se Vermaland  Sikfors Herrgård var reistur árið 1849 og er veit- ingastaðurinn þekktur fyrir að matreiða úr vistvænu hráefni samkvæmt uppskriftum úr héraðinu. www.sikforsherrgard.se  Hennickehammars Herrgård er einn þekktasti herragarður héraðsins fyrir margverðlaunaða matar- gerð kokkanna í eldhúsinu. www.hennickehammar.se Vestmannaland  Kohlswa Herrgård er rétt norðan við Köping og á rætur allt frá 16. öld, en núverandi aðalbygging var reist í kringum 1860. Hliðarálman frá um 1700 var áð- ur veiðihús Wallenbergs-fjölskyldunnar. www.ko- hlswa-herrgard.se  Surhammars Herrgård líkist einna helst höll með tveimur turnum og enskum garði. Boðið er upp á golf, útreiðartúra og veiði. www.surhammarsherrgard.se Suðurmannaland  Dufweholms Herrgård, rétt utan við Katrineholm sunnan við Eskilstuna, er frá 14. öld. Herbergin eru 26 í tveimur byggingum, aðalbyggingu og eldri viðbygg- ingu. www.dufweholm.se  Ulvhälls Herrgård var reistur í lok 17. aldar við Mälaren vestur af Stokkhólmi. Þar er, auk gistingar og veitinga, boðið upp á súkkulaði- og viskísmökkun að ógleymdri morðgátu sem gestir taka þátt í að leysa. www.ulvhall.se Í SVÍÞJÓÐ er víða boðið upp á gistingu á óðalssetrum, þar sem stjanað er við gestina. Við komuna er gjarnan boðið upp á hressingu í djúpum stólum fram- an við logandi eldstóna og ekki eru rúmin af lakari gerðinni, stórar himna- sængur. Í matsalnum bíða marg- réttaðar máltíðir innan um gömul mál- verk af virðulegum herramönnum. Þessi lýsing á að sjálfsögðu ekki við um öll óðalssetur sem taka á móti gestum, en mörg þeirra. Um 50–60 óðalssetur í Svíþjóð hafa gengið í endurnýjun lífdaga og verið gerð upp, og eru nú nýtt ýmist sem hót- el, veitingastaðir og/eða ráðstefnuset- ur á virkum dögum en um helgar er boðið upp á rómantík, ævintýri, veiðar og golf. Sum setrin hafa haldið í fyrri glæsileika en önnur bera frekar svip- mót af nýtískuhótelum eins og kemur fram í ferðablaði í Aftenposten. Bent er á nokkur óðalsetur og gefin upp net- föng.  SVÍÞJÓÐ | Gisting á óðalssetrum Himnasæng og marg- réttaðar máltíðir Hennickehammars Herrgård býður upp á gistingu í fallegu umhverfi. Á SVÆÐINU milli Þjórsár og Ytri Rangár er fjölmargt áhugavert að finna fyrir ferðafólk, bæði gististaði og afþreyingu. Þar er hægt að fara á s.k. Rúnt um Rangárþing og byrjar hann þá við Þjórsá þar sem komið er inn í sýsluna. Svo má rekja sig eftir bæjum og áhugamálum og Rúnturinn endar svo inni á hálendinu. Hægt er að staldra við á hinum ýmsu sveita- bæjum, ýmist til að kynna sér hefðbundinn bú- skap, ullarvinnu, fara í stangveiði, skoða gallerí, trítla eftir kortlögðum gönguleiðum, skoða huldufólksbyggð, nátttröll og álfabyggð, svo fátt eitt sé nefnt. Hestamennskan er allsráðandi í Rangárþingi og margir bjóða upp á styttri útreiðartúra í byggð eða lengri hestaferðir á hálendinu og jafnvel er hægt að komast í þriggja daga kvennaferð á hestbaki sem kallast Valkyrjuferð. Einnig er boðið upp á ævintýraferðir ætlaðar vel reiðfærum krökkum á aldrinum 10–14 ára. Hestasala og reiðkennsla eru einnig í boði og hinir dansglöðu geta lært grunnsporin í línu- dansi. Sundlaug með öllum þægindum er á Laugalandi og enginn má láta þrjá manngerða hella framhjá sér fara, sem eru í Landsveitinni fyrrverandi sem nú heitir Land, en í Hellnahelli ku vera góður hljómburður og er hann því tilval- inn staður til tónleikahalds eða söngs. Rúnturinn í Rangárþingi Nánari upplýsingar á: www.atvinnuferda.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.