Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 19 ERLENT Fáðu ferðatilhö gun, nánari upp lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðin n á netinu! www.urvalutsyn.is ÍS L E N S K A A U G L † S IN G A S T O FA N /S IA .I S U R V 2 8 9 9 3 0 7 /2 0 0 5 Portúgal 15., 22. og 29. ágúst 5., 12., 19. og 26. sept. Verð frá: 39.900 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja–11 ára í íbúð m/2 svefnh. á Club Albufeira, 22. ágúst í 7 nætur Mallorca 17., 24. og 31. ágúst 7. og 14. sept. Verð frá: 48.400 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn 2ja–11 ára í íbúð m/1 svefnh. á Club Royal Beach, 24. ágúst í 7 nætur Krít 8., 15., 22. og 29. ágúst 5., 12., 19. og 26. sept. Verð frá: 68.590 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna í Stúdíói á Helios í 7 nætur 22. ágúst Costa del Sol 11., 18. og 25. ágúst 1., 8., 15. og 22. sept. Verð frá: 58.400 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn 2ja–11 ára í íbúð m/1 svefnh. á Aguamarina, 25. ágúst í 7 nætur *Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Finndu verð á þinni ferð á www.urvalutsyn.is Lengdu sumarið – Njóttu sólar í haust! Síðustu sætin í sólina Port Au Prince. AFP. | Blaða- maðurinn Jacques Roche, sem var rænt á sunnudag, fannst látinn á fimmtudag. Lík hans var bundið við stól og illa farið. Augljóst er að hann hefur sætt pyntingum. Hann var handjárnaður, bein- brotinn, brenndur og skotinn nokkrum sinnum. Vopnaðir menn námu blaðamanninn á sínum tíma á brott úr bifreið hans og kröfðust 250.000 doll- ara lausnargjalds (rúml. 16 milljóna króna). Fjölskylda hans bauðst til að greiða mannræningjunum tæpar þrjár milljónir króna en því var hafnað. Roche var mikils metinn blaðamaður og skáld í heima- landi sínu. Hann stóð meðal annars fyrir sjónvarpsþætti sem stuðlaði að því að þáver- andi forseta landsins, Jean- Bertrand Aristide, var komið frá völdum í febrúar árið 2004. Mannrán og morð hafa ver- ið tíð á Haítí síðastliðna mán- uði en ætlunin er að þing- kosningar verði haldnar í landinu fyrir árslok. Nokkur hundruð manns hafa látið lífið síðan í september þrátt fyrir að um sjö þúsund friðar- gæsluliðar og lögreglumenn eigi að standa vörð um öryggi íbúa landsins. Blaða- maður myrtur á Haítí NÁNASTI ráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, Karl Rove, ræddi í síma við blaðamanninn Ro- bert Novak er hinn síðarnefndi var að undirbúa grein í júlí 2003 þar sem hann birti nafn Valerie Plame, starfsmanns leyniþjónustunnar CIA, en slík nafnbirting getur var- að við lög. Í The New York Times á föstudag er þetta haft eftir heimild- armönnum og segir þar að Rove hafi sagt saksóknara í Chicago, Pat- rick J. Fitzgerald, sem rannsakar málið að beiðni dómsmálaráðuneyt- isins í Washington, að hann hafi heyrt nafn Plame hjá Novak. Mál Rove er talið geta valdið Bush for- seta miklum vanda. Rove sagði í viðtali við CNN- sjónvarpsstöðina í fyrra að hann hefði ekki vitað um nafn CIA- starfsmannsins og ekki lekið því í blaðamenn. Plame er eiginkona Joseph C. Wilsons, fyrrverandi sendiherra, sem sendur var til Afr- íkuríkisins Níger til að kanna hvort það ætti við rök að styðjast að fulltrúar Saddams Husseins Íraks- forseta hefðu reynt að kaupa þar úrangrýti til að framleiða kjarn- orkuvopn. Til voru gögn sem bentu til þess en síðar kom í ljós að þau voru fölsuð. Bush forseti nefndi samt þessi hugsanlegu úrankaup í stefnuræðu sinni í ársbyrjun 2003, skömmu áð- ur en ráðist var inn í Írak. Ritaði Wilson blaðagrein þar sem hann gagnrýndi Bush harkalega fyrir vikið. Sagði Wilson m.a. að leyni- þjónustan hefði „lagfært“ gögnin um málið til þess að hægt væri að nota það til að leiða rök að því að ráðast yrði á Írak. Hefur stjórn Bush verið sökuð um að hefna sín á Wilson með því að leka nafninu á Plame sem mun hafa lagt sjálf til að eiginmaðurinn yrði sendur til Níg- er. Þeir Rove og Novak ræddust við í síma 8. júlí 2003, tveim dögum eft- ir að grein Wilsons birtist í The New York Times. Eftir að hafa hlustað á frásögn Novaks af málinu og þætti Plame sagði Rove: „Ég hef líka heyrt þetta.“ Sex dögum síðar, 14. júlí, birti Novak grein sína þar sem Plame var nafngreind. Blaða- maðurinn Judith Miller á The New York Times, sem aldrei skrifaði sjálf neitt um málið, var nýlega fangelsuð fyrir að neita að gefa upp nafn á heimildarmönnum sem hún notaði við gagnavinnu sem nýttist í greinar í blaðinu. Vill Fitzgerald saksóknari merð fangelsisvistinni þvinga hana til samstarfs. Novak talinn hafa borið vitni Fleiri blaðamenn birtu síðar nafnið, Matthew Cooper hjá tíma- ritinu Time ræddi við Rove þrem dögum eftir að ráðgjafinn talaði við Novak og voru það tölvuskeyti hans til ritstjóra síns um samskiptin við Rove, þar sem Cooper fullyrti að Rove hefði óbeint lekið nafni Plame, sem vöktu á ný athygli á málinu. Cooper komst naumlega hjá því að fara í fangelsi er réttað var yfir honum og Miller með því að sam- þykkja á síðustu stundu að eiga samstarf við saksóknarann. Novak, sem hefur lengi átt sam- starf við Rove, hefur ekki verið ákærður fyrir að neita samvinnu við yfirvöld. Er því talið að hann hafi borið vitni hjá liðsmönnum Fitzger- alds en ekki er enn vitað hvort frá- sögn hans ber saman við frásögn Rove. The New York Times ræddi við Novak á fimmtudag en hann neitaði þá að tjá sig um málið. Bush forseti segist bera fullt traust til Rove og vakti athygli að hann tók ráðgjafann með sér í ferð til Indiana á fimmtudag, eins og til að leggja áherslu á stuðninginn. Einnig sat Rove fyrir aftan forset- ann á ríkisstjórnarfundi daginn áð- ur. Samvinna þeirra hefur staðið yf- ir frá því á áttunda áratugnum og Bush er þekktur fyrir að vera trúr vinum sínum. Repúblikanar reyna nú ákaft að stilla málinu þannig upp að um sé að ræða persónulegar árásir og flokkapólitík. Þeir sem þekkja for- setann vel segja að það eina sem gæti fengið hann til að reka nán- asta ráðgjafa sinn væri að Rove yrði ákærður fyrir glæpsamlegt at- hæfi. Reuters George W. Bush forseti (t.v.) á grasflötinni við Hvíta húsið á fimmtudag ásamt Karl Rove, nánasta stjórnmálaráðgjafa sínum. Rove enn undir smásjánni Fullyrt að ráðgjafinn hafi staðfest að Valerie Plame væri liðsmaður CIA Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Naíróbí. AP. AFP. | Ítalskur biskup var myrtur í höf- uðborg Kenýa á fimmtudag. Lög- regla og embætt- ismenn kirkjunn- ar rannsaka nú hvort morðið tengist ættflokka- erjum í norður- hluta landsins sem þegar hafa kostað 77 manns lífið, þar af 26 börn. „Okkur grunar að morðið tengist ættbálkaerjunum því kaþólskir prestar hafa verið að hjálpa fólkinu,“ sagði talsmaður lögreglu á staðn- um. Ættflokkar Borana og Gabra hafa löngum deilt um vatn og beitiland og á þriðjudag réðust allt að 500 Boranamenn á þorpið Turbi, sem byggt er fólki af Gabra ættflokki. Voru þeir vopnaðir sveðjum, spjót- um, handsprengjum og rifflum. Á nokkrum klukkustundum slátruðu þeir 56 manns hið minnsta og voru 22 börn þar á meðal. Börnin, sem flest voru á leið í skólann, voru höggvin til bana og mörg afhöfðuð en flestir hinna fullorðnu voru skotnir. Að minnsta kosti tíu árásarmann- anna féllu í og eftir árásina. Gabramenn hefndu hinna myrtu og drápu níu Boranamenn, þar á meðal fjögur börn, sem þeir rifu ofan af vörubílspalli prests sem þau höfðu fengið far með. Tveir Boranamenn í viðbót féllu í ann- arri hefndarárás. Lögregla náði síð- an að tvístra hópi Gabramanna sem hafði ráðist að heimilum Borana í Maikonai og reynt að jafna þau við jörðu. Stjórnvöld í Kenýa hafa nú gripið til aðgerða í norðurhluta landsins til að koma í veg fyrir frekara blóðbað og handsama þá sem ábyrgð bera á ódæðunum. Um 2.000 sérsveitar- menn hafa nú ver- ið sendir til hér- aðsins. Rúmlega sex þúsund manns úr báðum ættbálkum hafa flúið heimili sín af ótta við frekari hefndir. Forseti landsins, Mwai Kibaki, hefur fordæmt árásirnar en átökin eru þau blóðugustu sem orðið hafa milli ættflokka í Kenýa frá lokum ný- lendutímans. Bað hann stríðandi ættbálka að sýna stillingu og láta af átökum. Mannréttindasamtök í Kenýa hafa gagnrýnt ríkisstjórn Kibakis fyrir að hafa hingað til vanrækt héraðið og ekki tryggt öryggi íbúanna, en blóð- ug átök hafa staðið þar yfir síðan í janúar. Engin lögregla eða öryggis- sveitir hafa verið á svæðinu sem er svo afskekkt að það tók eftirlifendur í árásinni á þriðjudag nokkrar klukkustundir að komast til næsta bæjar og tilkynna ódæðið. Reuters Móðir í Kenýa með barn sitt er fórnarlömb fjöldamorðanna í Turbi voru jarðsett á fimmtudag. 77 fallnir í ættflokka- deilum í Kenýa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.