Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 33 UMRÆÐAN Í FLESTUM jafnréttisumræðum er reynt að finna blóraböggul fyrir það sem hefur misfarist í baráttunni um jafnan rétt einstaklingsins. Oftar en ekki er fjölmiðlum, ríkinu og einkafyrirtækjum kennt um. Of mik- ið klám, auglýsingar „steríótýpa“ konur og karla, fyrirtæki borga ekki jöfn laun og halda launum leyndum, síðast en ekki síst þá „eru“ allar stöður innan ríkisins klíkuráðningar. Mín skoðun á jafnréttisumræðunni í dag er sú að hún sé að missa vægi á meðal almennings og þykir mörgum hún vera eilífðarnöldur. Umræðan er búin að hringsólast síðastliðin ár í kringum sömu aðila. Það er tími kominn á umræðu þar sem allir ein- staklingar eru teknir til ábyrgðar en ekki bara ríkið, fjölmiðlar og einka- fyrirtæki. Hvort sem þú ert kona eða karl, móðir eða faðir, dóttir eða sonur, áttu stóran þátt í því að markmið jafnréttis náist. Ástæðan fyrir því að misrétti er ennþá við lýði er sú að þú ert ekki að gera nóg til að fólkið í kringum þig njóti jafnréttis. Hvað ert þú t.d. að gera sem foreldri til að fræða börnin þín um „kynja- hlutverk“ og jafna þátttöku stráka og stúlkna í samfélaginu? Hvað ert þú að gera sem framkvæmda- stjóri á vinnustað þín- um til að fylgja full- komnu jafnrétti? Hvað ert þú gera sem jafn- ingi gagnvart öðrum til að jafnrétti náist? Fyrirtæki og stofnanir sem ég nefndi hér fyrr stjórna sér ekki sjálf heldur eru kon- ur og karlar þar við völd. Öll eruð þið ábyrg fyrir því að traðka ekki á rétti ann- ars fólks, fræða starfs- menn og viðskiptavini um jafnréttismál. Þú ert líka ábyrg/ur fyrir því að fræða börnin þín og ala þau upp sem ein- staklinga en ekki kyn- verur. Mikilvægasta atriðið er samt sem áður að einstaklingar þurfa að breyta viðhorfi sínu og gömlum venjum til að við náum fram jafnrétti á meðal einstaklinga. Ef þú ert ein af þeim konum sem leitar einungis til karlkyns starfsmanna þegar þig vantar hjálp við að kaupa tæknivör- ur, eða mælir út frama-/fjölmiðla-/ stjórnmálakonur í sjónvarpinu og lætur allt gossa um útlitið þá þarftu að breyta viðhorfi þínu. Ef þú ert einn af þessum körlum sem spáir ekkert í því hvort börnin þín verða sótt í leikskólann því að konan þín gerir það hvort sem er eða dettur ekki í hug að bjóða samstarfskonu með í fótbolta einu sinni í viku þó svo að þú vitir að hún spilaði fótbolta í mörg ár þá þarftu að breyta viðhorfi þínu. Dæmin hér á undan virðast létt- væg í augum margra en með hverri viðhorfsbreytingu náum við lengra í átt að fullkomnu jafnrétti. Við gleymum okkur of oft í því að finna einhvern til að skella skuldinni á. Í staðinn þurfum við að hvetja ein- staklinga til aðgerða. Settu þig í spor einstaklingsins og breyttu við- horfi þínu. Þú hefur áhrifamikla rödd sem þarf að heyrast á meðal okkar, nýttu hana! Breyttu viðhorfi þínu! Camilla Ósk Hákonardóttir fjallar um jafnrétti ’Dæmin hér á undanvirðast léttvæg í augum margra en með hverri viðhorfsbreytingu náum við lengra í átt að full- komnu jafnrétti.‘ Camilla Ósk Hákonardóttir Höfundur er nýkjörinn formaður Hvatar – Sjálfstæðra kvenna í Reykjavík. Sturla Kristjánsson: Bráð- ger börn í búrum eða á af- girtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líf- fræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofn- ana, sem heyra undir sam- keppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilisofbeldi og kortleggj- um þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyr- irbyggja að það gerist. For- varnir gerast með fræðslu al- mennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýð- ræðisþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyr- irmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmunds- son: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Við erum sérfræðingar í útimálningu Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík KÓPAL STEINTEX er frábær málning til notkunar á múr og steinsteypta fleti þar sem krafist er mikils veðrunarþols. KÓPAL STEINTEX er fáanleg í þúsundum lita. Hentar einkar vel til endurmálunar. KÓPAL STEINTEX Hörkutilboð 10 lítrar aðeins 5.990 kr. 4 litir, hvítt, marmarahvítt, hrímhvítt og antikhvítt Útimálning fyrir íslenskar aðstæður Nýtt útilitakort á næsta sölustað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.