Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BAUGSMÁL ÞINGFEST Baugsmálið svonefnda verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í dag, og fá þá sakborningarnir sex að tjá sig um sekt sína eða sak- leysi við dómara, en þeir hafa allir lýst yfir sakleysi opinberlega. Gyðingar frá Gaza Ljúka átti lokun gyðingabyggða á Gaza í gærkvöldi. Nokkur þúsund gyðingar höfðu neitað að verða við tilmælum ísraelskra stjórnvalda að yfirgefa heimili sín sjálfviljugir og var því ætlunin að Ísraelsher fjar- lægði fólkið með valdi. Var gert ráð fyrir að byrjað yrði á því við sólar- upprás í dag. Talsverður hópur gyð- inga hafði komið frá Ísrael til að lið- sinna íbúum gyðingabyggðanna í gærkvöldi og sló í brýnu milli land- nemanna og hermannanna. Ljósabrýr á Miklubraut Framkvæmdir við uppsetningu fyrstu umferðarljósabrúa á landinu eru nú að hefjast á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Brýrnar munu standa í rúmlega 6 metra hæð og verða um 20 metrar á breidd. 160 fórust í flugslysi 160 manns biðu bana þegar kól- umbísk flugvél fórst í Venesúela í gær. Allir farþegar vélarinnar voru frá eyjunni Martinique í Karíbahaf- inu og franskir ríkisborgarar en átta manna áhöfnin var frá Kólumbíu. Tímalásar á lyfjaskápum Verið er að taka í notkun nýja ör- yggisskápa með tímalásum í versl- unum lyfjakeðjunnar Lyfju, en þar verða ávanabindandi lyf geymd. Eru þetta viðbrögð við ránum í sumar. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 22 Viðskipti 12 Umræðan 22/23 Erlent 14 Minningar 24/26 Minn staður 15 Myndasögur 28 Akureyri 16 Dagbók 28/32 Höfuðborgin 16 Víkverji 28 Suðurnes 17 Staður og stund 30 Landið 17 Bíó 34/37 Daglegt líf 18 Ljósvakamiðlar 38 Menning 19, 33/37 Veður 39 Forystugrein 26 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %                &         '() * +,,,                                 LAGALEG staða samkynhneigðra verður sú sama og gagnkynhneigðra verði frumvarp ríkisstjórnar- innar um málefni samkynhneigðra samþykkt á Al- þingi í haust, að mati Hrafnhildar Gunnarsdóttur, formanns Samtakanna ’78. Hún segir að það eina sem eftir standi séu hjónavígslur hjá trúfélögum landsins. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kynnti frumvarp sem verið er að semja á ríkisstjórnar- fundi í gær, og var samþykkt að frumvarpið yrði lagt fram á haustþingi. Á minnisblaði, sem lagt var fram á fundinum, kemur fram að forsætisráðuneyt- ið hafi undanfarið haft til athugunar hvernig fylgja beri eftir skýrslu nefndar um réttarstöðu samkyn- hneigðra sem lauk störfum haustið 2004. Meðal þess sem nefndin lagði til var að samkyn- hneigð pör geti skráð sig í óvígða sambúð með sömu réttaráhrifum og gagnkynhneigð pör. Einnig var lagt til að þar sem sambúð konu og karls hefur sér- stök réttaráhrif, t.d. á vettvangi vinnumarkaðsrétt- ar, skattamála, almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, yrði lögum breytt þannig að þau næðu einnig til samkynhneigðra para í sambúð. Einnig að fellt yrði niður búsetuskilyrði laga um staðfesta samvist þess efnis að annar einstaklinganna þurfi að vera íslenskur ríkisborgari með fasta búsetu hér á landi. Nefndin klofin Nefndin gerði það einnig að tillögu sinni að sam- kynhneigðum pörum í staðfestri sambúð yrði heim- ilað að frumættleiða íslensk börn, en klofnaði í af- stöðunni til þess hvort gera ætti samkynhneigðum kleift að ættleiða börn frá útlöndum. Einnig klofn- aði nefndin í afstöðu sinni til þess hvort heimila ætti tæknifrjóvgun tveggja kvenna í staðfestri sambúð. Þrátt fyrir að nefndin hafi klofnað í tveim mála- flokkum verður það gert að tillögu ríkisstjórnarinn- ar í frumvarpi hennar að réttindi samkynhneigðra verði hin sömu og gagnkynhneigðra í öllum ofan- töldum atriðum, að því er fram kemur á minnis- blaðinu sem kynnt var í ríkisstjórn í gær. „Það er mjög ánægjulegt að ríkisstjórnin ætli að taka af skarið með að leiðrétta þetta lagalega mis- rétti sem viðgengst enn gagnvart samkynhneigð- um,“ segir Hrafnhildur. Hún segir að frá því skýrsla nefndarinnar kom fram hafi verið beðið eft- ir þessu frumvarpi, enda ekki víst hvaða afstöðu ríkisstjórnin myndi taka, t.d. hvað varðar þau atriði sem ekki var samkomulag um í nefndinni. Fullnaðarsigur unninn Hrafnhildur segir mjög mikilvægt að forsætis- ráðherra hafi tekið af skarið með að öll réttindi verði að vera jöfn. „Það þarf að ganga hreint til verks vegna þess að ef það er tvískinnungur ein- hvers staðar er ennþá grundvöllur fyrir því að búið sé að fordómum í þessu samfélagi, og þeim viljum við eyða.“ Ef frumvarp á þeim nótum, sem forsætisráð- herra kynnti í gær, verður að lögum er fullnaðarsig- ur unninn í baráttunni fyrir því að samkynhneigð- um sé ekki mismunað í lögum, segir Hrafnhildur. Það eina sem standi eftir þá séu hjónavígslur hjá trúfélögum í landinu, og því sé um að gera að taka af skarið í þeim málum líka. Stjórnarfrumvarp sem jafnar stöðu samkynhneigðra lagt fram á haustþingi Lagaleg staða fólks verði hin sama óháð kynhneigð Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ÞÝSKA skákforritið Shredder varði í gærkvöldi heimsmeistaratitil sinn í hraðskák á Heimsmeistaramóti skákforrita sem fram fer í Háskól- anum í Reykjavík þessa dagana. Forritið tapaði reyndar fyrstu skák mótsins vegna mannlegra mis- taka höfundar þess, sem færði vit- lausan hrók á skákborðinu, og var skákin því sjálfkrafa töpuð. Shredd- er tókst hins vegar að vinna alla and- stæðinga sína eftir það, og var loka- skákin við forritið Zappa frá Bandaríkjunum úrslitaskákin. Forritin berjast enn um heims- meistaratitilinn í kappskák, en keppni í þeirri grein lýkur ekki fyrr en á sunnudag. Skákforrit ver heimsmeistaratitil Morgunblaðið/ÞÖK „ÞAÐ kom ekkert annað til greina af minni hálfu og ég geri ráð fyrir því að flestir félaga minna í lögregl- unni hefðu gert hið sama í mínum sporum,“ segir lögreglukona sem hljóp uppi töskuþjóf við Háteigsveg í fyrradag eftir að hann hrifsaði tösku af óléttri konu við veitinga- stað í Skipholti. Umrædd lögreglukona hefur ver- ið í lögreglunni í á annan áratug en er nú í barneignarleyfi og var – óeinkennisklædd eins og vænta mátti – fyrir tilviljun stödd við veit- ingastaðinn þegar hún veitti pilti um tvítugt fyrir utan staðinn eftirtekt. „Hann var í annarlegu ástandi og mér fannst hann vera að reyna að ná axlartösku af konu á leið inni í verslun þarna. Hún slapp þó inn og hann fór á eftir henni en staðnæmd- ist í anddyrinu og kom strax út aft- ur. Skömmu seinna lögðu maður og kona bíl sínum nálægt bílnum mín- um,“ sagði hún en nafn hennar verð- ur ekki tilgreint að hennar ósk. Um- ræddur lögregluþjónn sagði konuna greinilega hafa verið ólétta og pilt- urinn hafi undið sér að henni og byrjað að toga í tösku hennar. „Ég hljóp þá öskrandi út úr bílnum mín- um og elti manninn þegar hann tók til fótanna.“ Með í eftirförinni var eiginmaður konunnar og stuttu seinna játaði piltur sig sigraðan. „Ég náði taki á honum og tókst að klóra símann upp úr töskunni á meðan á stimpingunum stóð og hringdi í lögregluna.“ Pilturinn reyndi að brjótast um en varð ekki ágengt. Ekki var um alvarlega mót- spyrnu að ræða. Einkennisklæddir lögreglumenn komu stuttu síðar á vettvang og tóku piltinn í sína vörslu. Lögregluþjónninn segir að ekkert annað hafi komið til greina en að bregðast við með þeim hætti sem gert var og bætti því við að flestir hefðu líklega gert hið sama, lög- reglumenn jafnt sem borgarar. Hljóp öskrandi út úr bíln- um og elti töskuþjófinn JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í viðtali í fréttaþættin- um Kastljósi í Sjónvarpinu í gær- kvöldi að hann teldi engar líkur á því að hann eða aðrir sakborning- ar í Baugsmálinu yrðu sakfelldir. „Ég treysti dómstólum,“ sagði Jón Ásgeir. Aðspurður hvort hann treysti því að hann fengi sanngjarna meðferð fyrir dómi sagði Jón Ásgeir: „Já, ég ætla að vona það.“ Spurður um hvort það sama ætti við um Hæstarétt, þar sem Jón Steinar Guðlaugsson hæstaréttar- dómari situr, sagði Jón Ásgeir: „Þar er ég ekki eins viss.“ Hann sagði þó ljóst að Jón Steinar væri óhæfur í þessu máli, en alltaf væri tortryggi- legt þegar einn eða tveir dómarar þyrftu að víkja úr Hæstarétti vegna mála sem dómurinn þyrfti að fjalla um. Treystir héraðsdómi en síður Hæstarétti Jón Ásgeir Jóhannesson ALDREI hafa verið fleiri flett- ingar og innlit á mbl.is heldur en í síðustu viku, frá 8. til 14. ágúst. Alls voru flettingar 11.152.369 í 1.281.170 innlitum. Notendur voru 169.026 og hafa áður verið ívið fleiri. Mest notaði vefhluti mbl.is er forsíðan, en 145.216 stakir notend- ur lásu hana í vikunni. Metaðsókn að mbl.is STAÐAN á toppnum á Skákþingi Ís- lands hélst óbreytt eftir skákir gær- dagsins. Stefán Kristjánsson og Hannes Hlífar Stefánsson unnu báðir skákir sínar og eru efstir og jafnir með fimm vinninga. Óbreytt staða efstu manna ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.