Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skortur er á ófaglærðufólki á vinnumark-aðnum. Leikskólarn- ir koma einna verst út en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær vant- ar milli 130 og 140 manns til starfa í leikskólum sem Reykjavíkurborg rekur. Ástandið er hvað verst í Grafarvogi og dæmi eru um að það vanti fólk í allt að helming stöðugilda. Leik- skólastjórar sem Morgun- blaðið spurði álits vilja flestir meina að ástandið sé orðið svipað og það var árin 1999– 2000 en þá var mjög mikill skortur á starfsfólki. Lilja Eyþórsdóttir, leikskóla- stjóri á Klettaborg í Grafarvogi, segir að þegar þensla verður á at- vinnumarkaði lendi leikskólarnir yfirleitt fyrst í vandræðum. Að mati Lilju hefur orðið breyting á umsækjendum um leiðbeinenda- störf síðustu 15–20 árin. „Nú koma margir til starfa í leikskól- anum á meðan þeir eru að spá í eitthvað annað, taka sér t.d. hlé frá námi og vilja reynslu í eitt ár. Það er alltaf að verða stærri og stærri hópur sem við fáum inn í skamman tíma en það verður til þess að við þurfum að ráða inn hóp á hverju hausti.“ Lilja segir að laun leiðbeinenda í leikskólum séu svo lág að leik- skólarnir séu engan veginn sam- keppnisfærir. „25 ára gamall leið- beinandi hjá okkur er með 115 þúsund krónur í mánaðarlaun,“ bendir Lilja á og bætir við að fólk fari oft í önnur störf þótt því líki vel við leikskólakennslu. Gæti þurft að fækka börnum Á Klettaborg vantar nú í 6–7 stöðugildi af fimmtán og Lilja er þegar farin að huga að úrlausnum ef ekki tekst að ráða í stöðurnar. „Við þurfum að fara eftir reglu- gerð varðandi barnafjölda á hvern starfsmann. Þegar við náum því ekki verður að skerða þjónustuna og fækka börnum á hverjum degi,“ segir Lilja. Foreldrar gætu t.d. þurft að hafa börn sín heima einn dag í viku meðan ástandið er slæmt. Lilja hefur þungar áhyggj- ur af því að samfélagið bjóði börn- um upp á svona umhverfi. Manna- breytingar séu örar og mjög slæmt að geta ekki ráðið í allar stöður. Halldóra Pétursdóttir, leik- skólastjóri Laufskála í Grafar- vogi, er einnig að vinna að áætlun um hvernig verði tekið á vandan- um. „Við getum þurft að skerða þjónustu eins og t.d. sérkennslu- úrræði. Svo þurfum við kannski að taka af leikskólakennurunum undirbúningstímann til að halda þessu gangandi,“ segir Halldóra en bætir við að hún vilji þó halda í bjartsýnina og vonast til að málin leysist farsællega. „Ég held að margt fólk vilji vinna innan leik- skólanna. Þetta eru góðir vinnu- staðir og fjölskylduvænir. Þau laun sem eru boðin ófagmenntuðu fólki í leikskólum eru afar léleg,“ segir Halldóra. Guðrún Samúelsdóttir, leik- skólastjóri á Brekkuborg, bendir á að alls staðar virðist vera skort- ur á fólki í láglaunastöður. Hún á enn eftir að manna fimm stöður og segir ástandið mun verra en á sama tíma í fyrra. „Það er mikið um að fólk sé að fara í nám eða í betur launuð störf. Það er auðvit- að lag núna fyrir fólk sem er að leita að betur launaðri vinnu.“ Eðlilegt miðað við árstíma Ráðningaskrifstofur hafa orðið varar við mikla eftirspurn eftir starfskröftum og ekki síst í stöður þar sem ekki er gerð krafa um sérstaka menntun. Gunnar Haug- en, forstöðumaður ráðningastofur IMG, telur þó ekki að ástandið sé óeðlilegt miðað við árstíma. „Það er samt klárlega meira að gera núna en fyrir 2–3 árum þegar allt var í lægð. En á þessum árstíma er alltaf hreyfing á fólki. Það er verið að manna stöður sem hafa verið mannaðar með skólafólki yf- ir sumarið,“ segir Gunnar. Rósa Guðný Þórsdóttir, verk- efnisstjóri hjá Stúdentamiðlun, segir að þar vanti fólk á skrá en miðlunin er mest með sumarstörf og hlutastörf með skóla. „Það hef- ur gengið mjög vel fyrir fólk að fá vinnu í sumar en það eru óneit- anlega lægst launuðu störfin sem verða fyrst útundan,“ segir Rósa og bætir við að mun meira hafi verið að gera hjá Stúdentamiðlun í sumar en í fyrrasumar. Verslanir og skyndibitakeðjur verða einnig varar við þróunina á atvinnumarkaðnum. Guðrún Helga Jónsdóttir, verkefnastjóri í starfsmannadeild 10-11, segir færri umsóknir berast nú en áður þótt hún sjái ekki fram á stór vandræði. „Við erum að koma hlutunum saman fyrir veturinn. Það er mjög algengt að skólafólk- ið okkar sé í fullu starfi yfir sum- artímann en færi sig svo í hluta- störf,“ segir Guðrún. Kristín Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri KFC, segir að eitt- hvað vanti af fólki en það sé engin nýlunda á þessum tíma. „Þetta er ekkert verra núna en undanfarin ár. Við stöndum ágætlega að vígi,“ segir Kristín en bætir við að helst sé erfitt að fá fólk í fulla vinnu. Fréttaskýring | Mikil eftirspurn eftir ófaglærðu fólki Áhrif þenslu á vinnumarkaði Dæmi um að enn eigi eftir að manna allt að helming stöðugilda í leikskólum Víða vantar starfsfólk í leikskóla. Söluandvirði Símans mætti nýta í þágu barna  Leikskólastjórar hafa margir áhyggjur af stöðu mála í leik- skólum landsins. Einn hafði á orði við Morgunblaðið að þrátt fyrir miklar umræður um í hvað söluandvirði Símans skuli nýtt hafi aldrei verið minnst á að það skuli nýtt í þágu barna. Laun leiðbeinenda í leikskólum séu t.a.m. skammarlega lág með þeim afleiðingum að starfsfólk staldri stutt við. Taldi leik- skólastjórinn skammarlegt að bjóða börnunum upp á svona mikið óöryggi í leikskólum. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Beint leiguflug* 26. febrúar í 9 nætur ÍS L E N S K A A U G L † S IN G A S T O F A N /S IA .I S U R V 2 9 2 6 3 0 8 /2 0 0 5 *Flogið til Eagle County í Colorado, millilent í Minneapolis vegna eldsneytistöku og vegabréfaskoðunar. Frægasti skíðastaður í heimi! Aspe Fáðu ferðatilhögun, nánari upplýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! www.urvalutsyn.is Verð frá: 139.780 kr. á mann í tvíbýli með morgunverði á Hótel Durant • Glæsilegir gististaðir miðsvæðis í Aspen • Sértilboð á skíðapössum fyrir viðskiptavini Úrvals-Útsýnar Blönduós. Morgunblaðið. | Gæsaveiði- tímabilið hefst á laugardaginn, 20. ágúst. Grágæsirnar sem dvalið hafa á Blönduósi frá því í lok mars hætta að njóta verndar nema þær hafi vit á því að halda sig inn- an bæjarmarkanna. Þessar gæsir sem hafa haldið sig á svæði við lögreglustöðina og sjúkrahúsið hafa flestar lært flugtökin en þó er enn nokkuð um að ungar séu ekki orðnir fleygir. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gæsaveiðitímabilið að hefjast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.