Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT TIL átaka kom í gær á milli ísraelskra her- og lög- reglumanna og ísraelskra landnema þegar lög- regla reyndi að ryðja vegi að Neve Dekalim, stærstu landnemabyggðinni á Gaza, svo að flutn- ingabílar kæmust þangað inn. Hundruð andstæð- inga brottflutningsins frá Gaza lentu í stimpingum við her og lögreglu og voru um 50 þeirra hand- teknir í kjölfarið. Samkvæmt áætlun um lokun gyðingabyggða á Gaza áttu landnemar að hafa haft sig á brott fyrir miðnætti í gær að staðartíma, ellegar sæta því að vera fluttir brott með valdi. Vegna aðgerða íbúa í Neve Dekalim, sem meðal annars settu upp girðingar um byggðina, komust ísraelskar öryggissveitir ekki þangað inn á mánu- dag. Snemma í gær brutu þær hins vegar hlið að henni og ruddu veginn þangað fyrir um 120 flutn- ingabíla. Til átakanna kom þegar andstæðingar brottflutningsins reyndu að stöðva þessa aðgerð með því að stífla veginn, kveikja í stórum rusla- gámi og kasta vatnsflöskum að lögreglumönnum. Fjórir lögreglumenn slösuðust í stimpingunum og 50 mótmælendur voru handteknir. Síðdegis í gær hafði hópurinn tvístrast og landnemar í Neve Dekalim sáust sumir hverjir pakka eigum sínum inn í gáma og bíla. Talsmaður íbúa á svæðinu sagð- ist telja að aðeins 20% af þeim 400 fjölskyldum sem búa í Neve Dekalim myndu yfirgefa byggðina. Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagðist búast við því að um helmingur af þeim 8.500 ísr- aelsku landnemum sem búa á Gaza myndu fara fyrir tilsettan frest, það er að segja miðnætti í gær. Mofaz sagði einnig að Palestínumenn skyldu hafa í huga að það tæki um mánuð, eftir að síðasti land- neminn væri farinn, að afhenda þeim landsvæðið. Lögregla skaut viðvörunarskotum Stuðningsmenn skæruliðasamtakanna Hamas hafa lofað að ráðast ekki á landnemana þegar þeir hafa sig á brott frá Gaza. Til að tryggja öryggi á svæðinu hafa Palestínumenn gert út 7.500 manna öryggissveitir sem koma eiga í veg fyrir árásir gegn Ísraelsmönnum. Í gær söfnuðust um 2.000 stuðningsmanna Hamas saman í suðurhluta Gaza til að fagna brottflutningnum. Palestínska lögregl- an reyndi þar að hindra aðgang palestínskra ung- menna að vegg við nærliggjandi landnemabyggð, en ungmennin vildu setja fána Hamas á vegginn. Í einu tilviki skutu ísraelskar öryggissveitir viðvör- unarskotum þegar ungmennum tókst að setja fán- ann á vegginn. Eyðileggingu bænahúsa frestað Þá úrskurðaði Hæstiréttur Ísraels í gær að stjórnvöld skyldu slá tímabundið á frest áætlunum um að eyðileggja 26 bænahús gyðinga á Gaza, sem var hluti af áætlun um brottflutning landnema af svæðinu. Fimmtíu ísraelskir mót- mælendur handteknir Reuters Stúlkur úr hópi ísraelskra landnema mótmæla aðgerðum ísraelskra öryggissveita í Neve Dekalim. Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is Kabúl. AP, AFP. | Sautján spænskir friðargæslumenn fór- ust er NATO-þyrla hrapaði til jarðar við æfingar í Vestur-Afg- anistan í gær. Flest bendir til, að um slys hafi verið að ræða en spænska varnarmála- ráðuneytið sagði þó ekki útilokað, að skotið hefði verið á þyrluna. Auk þyrlunnar, sem hrapaði, neyddist önnur spænsk þyrla til að nauðlenda á sama tíma og slösuðust þá fimm hermenn. Abdul Wahab Walizada, her- foringi í afganska hernum, sem sá um öryggisgæslu á þessu svæði fyrir vestan borgina Her- at, sagði, að þyrlurnar hefðu flogið svo nærri hvor annarri, að skúfublöð annarrar hefðu lent á hinni. Jose Bono, varn- armálaráðherra Spánar, sagði í gær, að líklega hefði verið um slys að ræða en „eftir að hafa séð myndir frá slysstaðnum viljum við ekki útiloka, að skot- ið hafi verið á þyrluna“. Um 1.000 spænskir hermenn eru í Afganistan og var æfingin í gær liður í undirbúningi fyrir almennar þingkosningar í land- inu í næsta mánuði. Hafa Spán- verjar áður orðið fyrir áföllum þar en í maí 2003 fórust 62 her- menn er flugvél, sem var að flytja þá heim, hrapaði í Tyrk- landi. Sautján fór- ust er þyrla hrapaði Jose Bono Aþenu. AFP. AP. | Talið er hugsanlegt að kýpverska farþegaþotan sem hrapaði skammt frá Aþenu á sunnu- dag, hafi orðið eldsneytislaus, að því er AFP-fréttastofan hafði í gær eftir háttsettum grískum embættismanni. Annars hefur verið talið að slysið hafi átt sér stað eftir að loftþrýst- ingur í vélinni féll skyndilega. Rann- sókn á tildrögum slyssins er í fullum gangi og eru upplýsingar um það sem gerðist enn óljósar. Í gær kom fram að flugvélin, sem var af gerðinni Boeing 737 og í eigu Helios-flugfélagins, hefði áður átt í vandræðum vegna loftþrýstings í farþegarými. Í tilkynningu frá Hel- ios segir að í sex ára sögu félagsins hafi loftþrýstingur aðeins einu sinni fallið í flugvél á vegum þess og það hefði gerst í þessari tilteknu vél sem fórst á sunnudag. Með vélinni fórst 121, allir farþeg- ar hennar og áhöfn. Krufning hefur farið fram á 26 líkanna og í gær var greint frá því að við hana hefði komið í ljós að allir 26 hefðu verið á lífi, þó ekki endilega með meðvitund, þegar flugvélin hrapaði. Meðal þeirra var aðstoðarflugmaður vélarinnar og flugþjónn. Rannsókn hefur einnig leitt í ljós að flugþjónninn virðist hafa reynt að grípa í stjórntæki vél- arinnar í því skyni að reyna að koma í veg fyrir slysið. Flugþjónninn, Andreas Prodromou, hafði flug- mannsréttindi og mun sjást ásamt unnustu sinni, sem einnig var flug- þjónn í vélinni, á upptökum grískra orrustuþotna sem flugu að vélinni eftir að samband hennar við flugum- ferðarstjóra rofnaði. Flugmenn orr- ustuþotnanna sögðu að aðstoðarflug- maðurinn hefði virst meðvitundar- laus í stjórnklefa vélarinnar rétt áður en hún hrapaði. Flugstjóri vél- arinnar hafi hinsvegar ekki verið í stjórnklefanum og er lík hans enn ófundið. Þá hefur komið í ljós að 32 ára maður sem sagðist hafa fengið sms- skilaboð frá frænda sínum sem var um borð í vélinni, var að segja ósatt. Hann sagði fjölmiðlum og lögreglu að frændi sinn hefði sent sér eftirfar- andi skilaboð: „Frændi, allir eru meðvitundar- lausir. Við erum að frjósa... flugstjór- inn er dáinn... ég kveð þig.“ Maðurinn hefur verið kærður fyr- ir að gefa lögreglu rangar upplýsing- ar og á yfir höfði sér fimm ára fang- elsisdóm verði hann fundinn sekur og dæmdur til hámarksrefsingar. Sögð hafa orðið eldsneytislaus Enn óljóst hvað varð til þess að kýpversk flug- vél fórst með 121 innanborðs                 !        "        #  $%   & &&    '  $                             ! " # $  % &     &! & !& # ' (!% & )  ! '%*$ +, - .  ) !   !# $  % .   -  /!#   $  /0 % .% ! / #   !   /0 * # '%  %   %! !  /0  % 12 - % !   ()*+!,-            %  )  /(! .% (! 1/0     -! -&# !    ÓTTAST er, að upp úr sjóði í íröskum stjórnmálum takist ekki að koma saman drögum að nýrri stjórnarskrá fyrir næsta mánudag. Er meginágreiningurinn enn sem fyrr um tengsl íslams og rík- isvaldsins, um skiptingu olíu- teknanna og hugmyndir Kúrda og sjíta um sambandsríki en súnnítar eru ákaflega andvígir þeim. „Stjórnarskrárnefndin fær ekki annan frest. Ef þessi dugir ekki til, verður að leysa upp þingið, stjórnin mun falla og þá verður óhjákvæmilegt að boða til nýrra kosninga,“ sagði Munther al- Fadhal, kúrdískur fulltrúi í stjórn- arskrárnefndinni. Sagði hann, að lögum samkvæmt væri ekki hægt að fresta stjórnarskrárvinnunni nema einu sinni en stefnt er að þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórn- arskrána um miðjan október og almennum kosningum undir árs- lok. Reyna að bera sig vel Bandaríkjamenn, sem hafa lagt mjög hart að Írökum að ljúka stjórnarskrárvinnunni, reyndu að bera sig vel í gær þrátt fyrir aug- ljós vonbrigði og George W. Bush forseti og Condoleezza Rice utan- ríkisráðherra lögðu áherslu á, að svona væri lýðræðið í verki. Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, kenndi hins vegar miklum sandbyl um, að ekki tókst að ljúka verkinu en vegna hans lá öll vinna við það niðri í þrjá daga. Kúdísku fulltrúarnir í stjórn- arskrárnefndinni kenna súnnítum um, að ekki náðist samkomulag en súnnítar óttast, að verði komið á sambandsríki, muni þeir missa af olíutekjunum. Eru olíulindirnar fyrst og fremst í kúrdíska hlut- anum í norðri og á svæðum sjíta í suðri. Kúrdísku fulltrúarnir spáðu því, að stjórnarskrárdrögin yrðu samþykkt í vikunni með eða án stuðnings súnníta. Daglega lífið ein samfelld kreppa Erfiðleikarnir við að koma sam- an nýrri stjórnarskrá voru aðal- efni írösku blaðanna í gær en mörg þeirra sögðu, að líklega hefði þessi vandi farið framhjá óbreyttum borgurum vegna þess, að fyrir þá væri daglega lífið ein samfelld kreppa. „Bensínkreppan yfirskyggði stjórnarskrárkreppuna,“ sagði í leiðara eins stærsta dagblaðsins, Azaman, og í Al-Mashriq, blaði, sem tengist Kúrdum, sagði meðal annars: „Hver hefur áhuga á þró- uninni í stjórnmálum þegar hlut- skipti venjulegra borgara versnar með degi hverjum?“ Óttast ólgu í Írak vegna stjórnar- skrárkreppu Ný stjórnarskrárdrög hugsanlega samþykkt seinna í þessari viku gegn mótmælum súnníta Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.