Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Hellur steinar borðinu skuluð þið þekkja þær Á yfir- HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540-6855 Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 www.steypustodin.is Hellur og steinar fást einnig í verslunum BYKO        F A B R I K A N            Sumarið & garðurinn Dóra Sigfúsdóttir býr íSmáranum og prjónarskemmtilegan fatnað.Hún hefur undanfarin átta ár verið með bás á Hrafnagili í Eyjafirði en þar hittist handverksfólk alls staðar að af landinu og selur vörur sínar eina helgina í ágúst. Dóra komst þó ekki í ár. Hún selur því fallegu ullarsjölin sín þeim sem til hennar leita og hefur einnig verið með vörur til sölu í Víkurprjóni í Hafnarstræti. „Ég prjóna allt mögulegt; vett- linga, húfur, skó, minni sjöl og hyrnur, allt undir merkinu mínu „Dora’s de- sign“,“ segir Dóra og sýn- ir mér bleika merkið sem er að finna innan á hlýrri ull- arhúfunni sem ég held á. Hún tekur fram stóra tösku sem er full af alls konar ullarvörum. „Ég hef svolítið mikið af dóti núna þar sem ég kemst ekki í Hrafnagil en sel það með glöðu geði. Hingað komu tvær konur að norðan um daginn og keyptu beint af mér,“ segir hún. Dóra segist hafa prjónað alveg frá því hún var barn. „Ég lærði að prjóna hjá systur minni þegar ég var sjö ára og hef prjónað meira og minna síðan. Fyrst prjónaði ég á sjálfa mig, svo á börnin mín og nú er ég með mína eig- in hönnun,“ segir hún. Ullarsjöl Dóru eru ansi skemmti- leg, enda eru þau blanda af ullarsjali og hlýrri peysu en þau hannaði hún sjálf. Hún hlaut þá viðurkenningu frá samtökum hönnuða fyrir peysu sem hún prjónaði fyrir nokkrum árum og segist myndu vilja taka virkari þátt í starfsemi samtakanna en það sé erfitt þar sem hún noti ekki tölvu- póst. Dóru finnst lang- skemmtilegast að notast við íslenska lopann þótt hún prjóni líka úr öðr- um efnum eins og silki. „Íslenska ullin er bara svo dásamleg,“ segir hún sannfærandi. Dóra er líka dugleg að miðla kunnáttunni til annarra enda finnst henni að allar konur ættu að kunna eitthvað í handavinnu. „Ég finn til þegar ég heyri konur segja að þær kunni ekki að hekla,“ segir hún. Sjálf hefur hún verið leiðbeinandi í handavinnu á Vesturgötu 7 hjá Þjón- ustumiðstöð aldraðra og heldur prjóna- og heklunámskeið fyrir áhugasama.  HANDAVINNA | Hannar prjónaðar flíkur af ýmsum gerðum Finnur til þegar hún heyrir kon- ur segjast ekki kunna að hekla Toppur og húfa úr gylltu silkigarni sem Dóra fékk á Spáni. Morgunblaðið/Árni Torfason Ekki verður manni kalt á tánum í hlýjum ullarskóm. Ullarhúfa með fallegri rós, en rósin er eitt aðalsmerki Dora’s design. Dóra Sigfúsdóttir í eigin hönnun – sjölin eru flott og funheit. Heimaprjónaðar flíkur settu óneitanlega lengi svip sinn á klæðaburð landans, þó að þeim hafi nú fækk- að mikið sem leggja stund á þessa handavinnu. Sara M. Kolka hitti konu sem prjónar af lífi og sál. sara@mbl.is „FÓLK treystir þessum bað- sætum allt of mikið og heldur að þetta sé öryggisbúnaður, sem þetta er ekki því þessi bað- sæti eru aðeins til að aðstoða fólk við að baða börnin,“ segir Herdís L. Storgaard hjá Lýð- heilsustöð. Nýlega var fimm mánaða gamalt barn hér á landi nærri drukknað þeg- ar litið var af því þar sem það sat í bað- sæti. Bað- sætið, sem fest er við baðkarið með sogkoppum, losnaði með þeim afleið- ingum að barninu hvolfdi ofan í vatnið. Herdís segir sogkopp- ana á sætunum alls ekki halda vel. „Það þarf litla hreyfingu hjá barninu svo þeir losni frá og annað, sem fólk áttar sig ekki á, er að sogkopparnir verða sápumett- aðir með tímanum og missa sog- kraftinn. Það er þess vegna sem það má ekki undir nokkrum kringumstæðum skilja barnið eftir eitt augnablik.“ Sætin aðeins hjálparbúnaður Slysið sem átti sér stað um daginn er fyrsta alvarlega slysið sem Herdís fær fregnir af en hún veit hins vegar að það hafa orðið dauðaslys vegna svona baðsæta í nágrannalöndunum. „Það er mikil umræða í Evrópu um þennan búnað því að notkun hans hefur svo mikla hættu í för með sér. Og hættan felst fyrst og fremst í því að fólk treystir vörunni of mikið og víkur frá barninu eitt augnablik eins og gerðist í tilfellinu hér á landi,“ segir Herdís. Ekki er mælt með því að börn sem ekki geta setið óstudd noti baðsætið, oft er miðað við að barnið sé orðið sex mánaða. Hætta skal notkun baðsætis þegar barnið getur staðið upp án hjálpar. Ástæða þess er sú að börn sem geta staðið upp óstudd eru orðin það styrk að þau geta haft áhrif á virkni sog- koppana með þeim afleiðingum að þeir losna frá baðkarinu. Herdís segir slysin í baðsæt- um gerast á tvenns konar hátt; barnið buslar mikið eða hallar sér fram svo sætið losnar og barnið steypist fram fyrir sig. Og fólk setur of ung börn í sæt- in svo þau renna niður úr þeim og ofan í vatnið. Herdís leggur áherslu á að sætin séu aðeins hjálparbúnaður við böð- un og séu þau notuð rétt og undir stöðugu eftirliti eigi þau að vera í lagi. Henta ekki í öll baðkör Fjóla Guðjónsdóttir hjá Neyt- endastofu segir að það eigi að fylgja leiðbeiningar með öllum keyptum baðsætum og þar komi fram hvernig á að nota þau, fyr- ir hvaða aldursflokka þau eru, hvernig á að hreinsa þau og upplýsingar um eftirlit. Á flest- um baðsætum eru líka strik sem sýna hvað vatnið má ná hátt upp á þau. Hún segir þó að því miður séu leiðbeiningarnar yf- irleitt ekki á íslensku. Þegar baðsæti er notað er mikilvægt að baðkarið og sog- kopparnir á sætunum séu hreinsaðir með efni sem ekki skilur eftir sig fitu- eða sápulag. Aldrei má nota baðsæti á hálu yfirborði eða í halla og hafa ber í huga að ekki er hægt að nota baðsæti í öllum baðkörum. Hætta á að nota baðsætið um leið og virkni sogkoppana minnkar eða þeir skemmast. En fyrst og fremst ber fólki að hafa í huga að baðsæti eru ekki ör- yggisbúnaður og ekki má sleppa augunum af börnum í sætunum.  BAÐSÆTI |Ekki má líta af börnunum Röng notkun baðsæta getur verið hættuleg Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.