Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 33 MENNING TÓNLIST Sumarkvöld við orgelið Hallgrímskirkja Orgeltónleikar James David Christie frá Boston lék á Klais-orgel. Sunnudagurinn 14. ágúst, 2005. EFNISSKRÁ fyrri hluta tónleikanna sam- anstóð af verkum barokktónskálda, er áttu sinn starfsdag fyrir og eftir daga J.S. Bachs, þá Buxtehude, Sweelinck, Johann Bernhard Bach og Georg Böhm. Eftir hlé var tekin til meðferðar frönsk orgeltónlist eftir Ropartz, feðgana Albert og Jehan Alain og Tournem- ire, með einu innskoti eftir bandaríska tón- skáldið Joel Martinson. Það fór ekki á milli mála, að Christie er frábær orgelleikari, bæði er varðar tækni, mótun viðfangsefna, sem og notkun raddblæbrigða Klais-orgelsins. Tæknilega var leikur Christies yf- irvegaður en þó leikandi léttur og mótun tónhend- inga einstaklega skýr. Það sem og einkenndi raddval Christies var að allar radd- breytingar voru sér- kennilega samvaldar, þannig að ekki var að greina þá andstæður í raddskipan, sem oft má heyra og orgelleikurum er gjarnt á að nota. Þannig var allur leikur Christies yf- irvegaður. Ricercar eftir Sweelinck og d-moll prelúdían eftir Böhm voru sérlega skemmti- leg áheyrnar, líklega vegna þess hve sjaldan þessi verk heyrast, en d-moll prelúdían (BuxWV 140) eftir Buxtehude er gamall kunningi. Ciaconna í B-dúr eftir Jóhann Bernhard er ekki viðamikil tónsmíð, til- brigðin öll mjög keimlík, grunnstefið smátt í gerð og kom þá fyrir lítið, að Christie notaði nokkuð breytilega raddskipan. Mjög sterk einkenni eru ráðandi í frönsku tónverkunum, Sortie í B-dúr eftir Ropartz, Scherzo, eftir Albert Alain, Litaníu eftir son hans Jehan og spunaverki eftir Tournemire, yfir sálminn Victimae paschali, sem Duruflé festi á blað eftir upptökum á þessum áhrifa- mikla verki. Í þessum verkum sýndi Christie leiktækni sína, en eins og fyrr segir er tón- mál þessara verka af sama skóla, sem bæði vísar til eldri hefðar og þeirra tónrænu nýj- unga sem „módernisminn“ gat af sér og eru því í heild eins konar sátt um gamalt og nýtt. Aría og Chaconne, eftir Joel Martinson, er dæmi um áhrif dægurlaga og fylgir slíkum verkum oft sá vandi að einfaldleiki dæg- urlagsins vill oft týnast í „lærðu“ útfærslunni og öfugt, og það einkenndi verk Martinson, að „dægurlagið“ var alls ráðandi. Þrátt fyrir töluverð tilþrif í frönsku verk- unum var það samt manual-leikur Sweelinks sem var mest heillandi á þessum tónleikum, ekki síst fyrir sérlega fallega mótaðan flutn- ing Christies. Jón Ásgeirsson Yfirvegaður orgelleikur James David Christie TÓNLIST Ólafsfjarðarkirkja Kammertónleikar Saint-Saëns: Romance Op. 36*. Mozart: Hornkvintett í Es K407. Messiaen: Appelle interstellaire. Bjerge: Hornlokk. Stefán Jón Bernharðsson horn. Auk hans Örn Magn- ússon píanó* og (í K407) Hildigunnur Hall- dórsdóttir fiðla, Guðrún Þórarinsdóttir & Ágústa María Jónsdóttir víólur og Örnólfur Kristjánsson selló. Sunnudaginn 14. maí kl. 15. SÍÐDEGISTÓNLEIKAR sunnudagsins á vegum Berjadagahátíðar á Ólafsfirði fóru, líkt og harmónikutónleikar Odd- nýjar Björgvinsdóttur sólarhringi áður, fram í Ólafsfjarðarkirkju. Synd væri þó að segja að aðsóknin hafi jafnazt á við fyrra kvöldið, því innan við þrjátíu manns létu sjá sig að þessu sinni og kom manni það óneitanlega í opna skjöldu. Varla var dagskránni um að kenna, því hún var bæði fjölbreytt og skemmtileg. Nema framúrstefnunafn eins og Messiaen, sem birtist hér reyndar í sinni hressustu mynd, hafi hugsanlega fælt einhverja frá. Rómansa Camilles Saint-Saëns Op. 36 var eina hornverkið með píanómeðleik. Píanistinn var ótilgreindur í tónleika- skrá, en fæstir fóru samt varhluta af því hver sá væri, nefnilega Örn Magnússon hátíðarstjóri. Verkið minnti mest á hug- ljúft líðandi bátssöng og var prýðisvel leikið, nema hvað flygillinn hefði að ósekju mátt vera á fullopnu loki í stað hálfopins, til jafnræðis við hljómmikinn horntóninn. Es-dúr kvintett Mozarts fyrir horn, fiðlu, 2 víólur og selló er ein af sígildustu kammerkrásum vínarklassíska skeiðsins, ávallt geislandi af góðu skapi. Að þessu sinni var blásaraparturinn í afburðagóð- um höndum, því Stefán Jón Bernharðs- son, sem þrátt fyrir ungan aldur er þegar fastráðinn í hornadeild Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, fór með oft óvægnar kröfur tónskáldsins eins og sá er valdið hefur og hreinlega brilleraði í hálsbrjót- andi fígúrum lokarondósins með ná- kvæmlega því fyrirhafnarleysi sem til er ætlazt. Hraðaval miðþáttar var að vísu í syfjulegra lagi, og örfá smábrot mátti greina á stangli í upphafsallegróinu, en annars var blásturinn nánast örðulaus og glampandi kátur eins og þegar bezt lét á velmektardögum Hermanns Baumann. Strengirnir studdu vel við með pott- þéttum samleik, jafnvel þótt spilagleði þeirra væri ekki alltaf jafnáþreifanleg og hjá hornleikaranum. Appelle interstellaire (Ákall til stjarn- anna), þáttur úr sérstæðu tíþættu kamm- ersveitarverki Oliviers Messiaens, Des canyons aux étoiles (1974; aðeins kynnt munnlega) þar sem hornið er eitt á báti, kom gleðilega á óvart í blæbrigðaríkri túlkun Stefáns, er skilaði gjörnýtingu franska módernistans á risavöxnu styrksviði valdhornsins með innlifuðum glæsibrag – allt frá jeríkóskum múr- brjótsrokum til einmana ýlfurs sléttuúlfa langt úr hásléttufjarska eyðimerkurgl- júfranna í Utah. Síðast var Hornlokk eftir þjóðlega norska tónskáldið Sigurd Bjerge, samið fyrir kennara Stefáns í Ósló. Melódískt angurvært verk, en líka tröllskessulegt á köflum, og sömuleiðis gætt sterkum nátt- úrusvip. Einmitt við hæfi hornsins, er aldrei hefur fullglatað óstýrilátu öræfa- eðli sínu þrátt fyrir húsögun ventlavæð- ingar á 19. öld. Lék þetta einkennilega rómantíska framúrstefnuverk sömuleiðis í þrautþjálfuðum höndum Stefáns, þó að andstæðurnar væru ekki jafnsláandi og í villtavestursvöku Messiaens. Þar með lauk skínandi góðum tónleikum er vissu- lega hefðu verðskuldað fullt hús áheyr- enda. Ríkarður Ö. Pálsson Ólíkar náttúrur hornsins Morgunblaðið/Jim Smart Stefán Jón Bernharðsson hornleikari. Árið 2003 var fyrsta skrefið tekið í áttað sameiningu fimm safna í Noregisem sýndu myndlist, hönnun og arkitektúr. Ástæða sameiningarinnar er að vekja athygli á hverfandi mörkum list- greina en stefnt er að því að nýlistasafn sem sameini allar listgreinarnar rísi innan fárra ára. Í tilefni sameiningarinnar var sýningin Kiss the Frog, Art of Transformation opnuð í Listasafni Noregs í Osló í lok maí og á meðal tuttugu alþjóðlegra listamanna sem þar sýna er Katrín Pétursdóttir, hönnuður og listamaður. Titill sýningarinnar, Kiss the Frog, vísar til þess að froskurinn breytist vonandi í fal- legt safn að lokum en hluti sýningarinnar fer fram inni í grænum uppblásnum froski á bílastæði núverandi byggingar listasafns- ins.    Katrín telur ákvörðun Norðmanna, umað steypa þessum stofnunum saman, mjög metnaðarfulla og áhugaverða og segir líklegt að hún hafi verið valin með tilliti til þess að hún starfar á gráu svæði hönnunar og myndlistar. „Síðustu tíu ár hef ég verið að þróa per- sónulegt myndmál og búið til minn eigin sérviskuheim,“ útskýrir Katrín. „Þegar ég eignaðist tölvu árið 1998 lagð- ist ég í það eilífðarverkefni að teikna í tölv- unni og búa til einhverskonar sjónræna orðabók úr minni mínu. Ég byrjaði að teikna einstaka hluti en síð- ustu ár hef ég unnið markvisst að flóknari myndum.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Katrín tekur þátt í myndlistarsýningu en verk hennar, sem er tölvugrafík og þekur stóran vegg safnsins, heitir Subplant5 og sýnir nokkurs konar samansafn af heimum þar sem mörk hins þekkjanlega og óþekkjanlega renna saman.    Forsvarsmenn safnsins sáu verk hennar ásýningu í Belgíu þar sem hún og eig- inmaður hennar, hönnuðurinn Michael Young, sýndu saman og í kjölfarið leituðu þau til hennar vegna Kiss the Frog- sýningarinnar. Á samsýningu hjónanna voru verk Katr- ínar blásin upp í stórar stærðir, prentuð á plast og strengd á stóra kassa sem inn í voru verk Youngs. Á meðal annarra alþjóðlegra listamanna sem koma að sýningunni í Osló eru; Tracey Emin, Yayoi Kasum, Pippilotti Rist og Kara Walker en listrænn stjórnandi er Kari Brandtzæg og mun sýningin standa til 19. september. Katrín hefur starfað sem iðn- og graf- ískur hönnuður síðan hún lauk námi í París árið 1995 en meðal annarra hafa fyrirtækin Rosenthal, Mandarina Duck og Swedese framleitt verk eftir hana. Eins og fyrr segir mun nýlistasafn rísa innan tíðar í höfuðborg Norðmanna. Líkt og Katrín eru ætíð fleiri listamenn og hönnuðir sem fara út fyrir mörk sinna listgreina og því spennandi að sjá hvernig til tekst í Nor- egi. „Hef búið til minn eigin sérviskuheim“ ’Titill sýningarinnar, Kiss theFrog, vísar til þess að frosk- urinn breytist vonandi í fallegt safn að lokum.‘ AF LISTUM Vala Ósk Bergsveinsdóttir Framlag Katrínar til Kiss the Frog-sýningarinnar var grafíkverkið Subplant5. Katrín Pétursdóttir hönnuður. valaosk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.