Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 9. sýn. sun. 21/8 kl. 14 nokkur sæti laus 10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 sæti laus 11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 sæti laus Kabarett í Íslensku óperunni Næstu sýningar Föstudaginn 19. ágúst - UPPSELT Laugardaginn 20. ágúst kl. 20.00 Föstudaginn 26. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 27. ágúst kl. 20.00 Sunnudaginn 28. ágúst - Örfá sæti laus Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, fótaaðgerð, spilað bridge/vist. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14.40 ferð í Bónus. Ferðaklúbbur eldri borgara | 23. ágúst er dagsferð í Landmannalaug- ar. Uppl. í síma 892 3011. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan er opin í dag kl. 10 til 11.30 og viðtalstími í Gjábakka kl. 15 til 16. Félagsvist er spiluð í dag í Gjábakka kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dagsferð 25. ágúst: Reykjaness- skagi. Ekið um Vatnsleysuströnd og Voga, Jarðfræðisafnið Svartsengi skoðað, og Saltfisksetrið, ekið að Reykjanesvita, Garðskagavita. Dags- ferð 30. ágúst: Krýsuvík, Selvogur, Flóinn. Komið við m.a. í Krýsuvík, Herdísarvík, Strandarkirkju og Þor- lákshafnarkirkju. Uppl. í síma 588 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 pútt, kl. 11 banki, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 brids, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Línudans kl. 11, Sigvaldi mætir. Pílu- kast kl 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Samverustund kl. 10.30. Böðun virka daga fyrir há- degi. Hádegisverður. Bingó kl. 14, spil- aðar 6 umferðir, kaffi og meðlæti. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Púttvöllur alltaf opinn. Listasmiðja og Betri stofa kl. 9–16. Morgunkaffi, hádegisverður og síð- degiskaffi. Dagblöðin liggja frammi. Fótaaðgerðarstofa 897 9801. Hár- greiðslustofa 568 3139. Skráningu er að ljúka fyrir haustönn. Uppl. 568 3132. Norðurbrún 1 | Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl. 9 smíði, kl. 9 fótaað- gerð, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 10–12 sund. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 12.15– 14 verslunarferð í Bónus, Holtagörð- um. Kl. 13–14 videó/ Spurt og spjallað. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handavinnustofan opin, böðun, verslunarferð kl. 12.30. Kirkjustarf Bessastaðasókn | Foreldramorgnar frá kl. 10–12. Förum gangandi kl. 10 frá Haukshúsum í heimsókn á vinnustofu leirlistakonunnar Steinunnar Helga- dóttur í Leirkrúsinni, Hákotsvör 9, Álftanesi. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund alla miðvikudaga kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Kaffisopi eftir stundina. Dómkirkjan | Bænastund alla mið- vikudaga kl. 12.10–12.30. Léttur há- degisverður á kirkjuloftinu á eftir. Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag í sumar kl. 10 til 12.30. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynnast. Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Alltaf heitt á könnunni. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8 árdegis alla miðvikudaga. Hugleiðing, altarisganga. Einfaldur morg- unverður í safnaðarsal eftir messuna. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bæn miðvikudaga kl. 12. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund kl. 20. Einnig er bæna- stund alla virka morgna kl. 07–08. Allir velkomnir. www.gospel.is. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, miðvikudagskvöld kl. 20. Ræðumaður er Ragnar Gunnarsson. Kaffi eftir samkomuna. Allir eru vel- komnir. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 Rf6 7. Dd2 Bb4 8. f3 Rxd4 9. Dxd4 Bxc3+ 10. bxc3 b6 11. Bc1 e5 12. Dd2 O-O 13. Ba3 He8 14. Bb5 a6 15. Bd6 Da7 16. Bc4 b5 17. Bb3 Bb7 18. O-O-O a5 19. a3 Hac8 20. g4 Hc6 21. g5 Rh5 Staðan kom upp á öflugu al- þjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Biel í Sviss. Andrei Volokitin (2671) hafði hvítt gegn Yannick Pelletier (2603). 22. Bxe5! Dc5 22… Hxe5 gekk ekki upp vegna 23. Dxd7 Db8 24. Bxf7+ og hvítur vinnur. 23. Dxd7 Dxe5 24. Bxf7+ Kf8 25. Bxe8 Hc7 26. Dd8 Df4+ 27. Kb1 Hc8 28. Db6 og svartur gafst upp enda staða hans að hruni komin. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. ELVAR Logi Hannesson heldur í dag fertugustu sýninguna á einleik sínum um Gísla Súrsson. Sýningin byggist á Íslendingasög- unni vinsælu en leikritið samdi Elv- ar ásamt Jóni Stefáni Kristjánssyni sem jafnframt er leikstjóri verksins. „Við höfum sýnt verkið frá því um miðjan febrúar,“ segir Elvar sem hefur miðstöð á Ísafirði. „Við höfum sýnt einleikinn víða, síðast á Egils- stöðum og Stokkseyri. Ég hef líka flutt sýninguna á ensku fyrir ferða- menn sem hafa sótt okkur heim hingað á Ísafjörð. Svo hef ég flutt leikritið hér fyrir vestan og flutt það í öllum grunnskólum á Vest- fjörðum.“ Þó sagan sé löng hefur Elvar komið henni í stuttan og lifandi bún- ing: „Það er mikill hraði á sýning- unni, hún er aðeins 55 mínútur, en allt kemur þarna fram. Ég færi sög- una nær nútímafólkinu, en sýningin þykir höfða mjög vel til ungs fólks. Við reynum að segja frá Gísla á mannamáli, poppa frásögnina svolít- ið upp, án þess þó að það bitni á sög- unni sjálfri.“ Útlegð í haust Með haustinu hyggur Elvar á „út- legð“ eins og hann orðar það sjálfur, en hann heldur í leikför um skóla á Norðurlandi og loks á höfuðborg- arsvæðinu í október. Saga Gísla Súrssonar er fjórði ein- leikurinn sem Elvar flytur. „Síðan 2001 hef ég eingöngu leikið í ein- leikjum með leikhúsinu mínu, Kóme- díuleikhúsinu, sem er eina atvinnu- leikhúsið á Vestfjörðum. Ég hef alltaf fengist við vestfirska sögu; tók meðal annars Mugg fyrir, og síðast Stein Steinarr og nú var hoppað aft- ur í fornöld og Gísli Súrsson tekinn fyrir.“ Fertugasta sýning á Gísla sögu verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl. 20.30 í kvöld. Í tilefni dagsins er aðgangseyrir 1.000 krónur en til heiðurs aðalsöguhetjunum fá allir sem heita Auður og Gísli aðgang ókeypis. Fertugasta sýning Gísla sögu Gísli og Auður fá ókeypis Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Elfar Logi Hannesson leikari. Í KVÖLD og annað kvöld mun tríóið Flís halda útgáfutónleika vegna nýju plötunnar, Vottur. Á plötunni leika þeir Helgi S. Helgason, Davíð Þór Jónsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson lög sem Haukur Morthens gerði fræg: Sumir myndu kalla plötuna djass- plötu en þeir félagar eru ekki hrifnir af skilgreiningum: „Fyrir okkur er þetta ekkert endilega djassplata. Við höfum verið að vasast í alls konar stefnum og erum allir sammála um eitt: ofurskilgreining á hvort tónlist er djasstónlist, popp eða klassík lokar ofboðslega mikið augunum á fólki,“ segir Davíð. „Fólk fer að afskrifa tón- list vegna þess að það gefur henni fyrirfram eitthvert ákveðið gildi.“ Saman í sjö ár Leiðir þremenninganna lágu fyrst saman í Tónlistarskóla FÍH, fyrir hálfgerða tilviljun eins og Helgi segir frá: „Við hittumst þar fyrir sjö árum. Við vorum fljótlega sendir þaðan saman til Færeyja, í einhvers konar skandinavíska ungliðadjasskynningu. Svo höfum við bara spilað meira eða minna stanslaust síðan þá.“ Þeir Helgi, Davíð og Valdimar hafa síðan spilað hver í sínu horni, og tekið þátt í alls kyns verkefnum og stundað nám erlendis svo oft hefur tognað á samstarfinu. „Við höfum náð að spila á sumrin og í jólafríinu. Þessi plata er einmitt afraksturinn af einu svoleiðis jólafríi.“ Platan er þeirra fyrsta plata sam- an, þótt þeir hafi allir komið að öðrum plötum undir öðrum formerkjum. Reggí, rapp og allt hitt Flís mætti kannski kalla djasstríó af víðari sortinni: „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um hvað við spilum. Við byrjuðum á að spila djass-standarda, og eitthvað sem tengdist námi okkar. Það þróaðist síðan út í að verða opnara, því eftir því sem við kynntumst betur djass- músík, því opnara varð það sem við vorum að skoða sjálfir,“ segir Helgi. „Við fórum að spila allt sem vakti áhuga okkar; drum-n-base-músík, elektróníska músík, reggí, hipp-hopp og alls konar. Við höfum spilað undir hjá röppurum, fyrir leikhús, fyrir auglýsingar, stuttmyndir og gert alls kyns tilraunir.“ „Þetta þróaðist gjörsamlega í allar áttir,“ segir Davíð, „og þessi plata hefði þess vegna getað orðið reggí- plata!“ „Þetta er bandið sem veitir okkur hið fullkomna frelsi, í raun- inni,“ skeytir Helgi aftan við. „Við er- um bara þrír litlir karlar sem elska að spila og gerum það alveg for- dómalaust. Þegar við þrír hittumst og spilum þá gerum við bara nákvæm- lega það sem kemur. Við gerð þess- arar plötu fórum við inn í stúdíó og æfðum ekkert eða gerðum einhverjar sérstakar útsetningar. Heldur var bara talið í hvert lag fyrir sig og það kom eins og það kom. Lögin fengu hálfpartinn að segja okkur hvernig þau vildu vera. Sumt kom skýrar en annað, kom rétt við fyrstu töku, en önnur lög mótuðust.“ Enginn kemur í staðinn fyrir Hauk Það gerðist síðan fyrir hálfgerða tilviljun að þeir félagar voru allir að hlusta á tónlist Hauks Morthens og varð úr að gera plötu af þessu tagi: „Þessi tónlist hefur alltaf fylgt okkur, eins og öllum, alveg frá því við vorum litlir. Hver man ekki eftir Hauki?“ segir Davíð. En platan er alveg ósungin – ein- göngu leikin með hljóðfærum. Um það hefur Valdimar að segja: „Við gætum ekki fundið einhvern sem kæmi í staðinn fyrir Hauk. Við lögð- um ekki upp með það að fara í ein- hvern Hauk Morhens-pakka og afrita hann, heldur vildum við eitthvað dýpra. Það hefur líka endalaust af fólki gert það áður og það hefur heppnast misvel. Við fórum okkar leið að þessu.“ Tríóið Flís heldur útgáfutónleika vegna nýrrar plötu Bara þrír litlir karlar sem elska að spila Morgunblaðið/Kristinn Tríóið Flís: Helgi, Valdimar og Davíð. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Útgáfutónleikar Flís verða í Iðnó í kvöld og annað kvöld og hefjast kl. 20. Miðaverð er kr. 1.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.