Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 220. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Íslenski lopinn í uppáhaldi Dóra hefur hannað og prjónað frá unga aldri | Daglegt líf 18 Úr verinu og Íþróttir í dag GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, stefnir að því nú í haust að lækka verulega skatta á áfengi eða um allt að því 40%. Sá hængur er þó á þessari fyrirætlan, að Vinstriflokk- urinn, sem styður stjórn Perssons á þingi, er henni algerlega andvígur. Í viðtali við Svenska Dagbladet sagði Persson óhjákvæmilegt að bregðast við þeirri staðreynd, að áfengisverð í Svíþjóð er miklu hærra en í nágrannalöndunum að Noregi einum undanskildum. Það hefur aft- ur leitt til mikils áfengissmygls auk þess sem lögleg áfengisinnkaup Svía í Danmörku og á meginlandinu aukast stöðugt. Ekki er vitað hver skattalækkunin verður en talað er um 40% á sterku víni og 30% á léttum vínum og öli. Myndi þetta þýða, svo dæmi séu tekin, að flaska af Absolut- vodka færi úr 1.930 ísl. kr. í 1.350. Vill lækka skatta á áfengi MÖRGUM landsmönnum hefur ef- laust brugðið í brún og talið haustið skollið á þegar risið var úr rekkju í gærmorgun og grámi, rok og rigning blasti við utan- dyra. Þótti mönnum haustkoman heldur ótímabær um miðjan ágúst. „Við vorum að ræða þetta á veðurstofunni og komumst að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki haustið, heldur fremur síð- sumarslægð, sem mun fara hjá,“ segir Þór Jakobsson veðurfræð- ingur. „Það er ekki komið að haust- inu ennþá, þótt búast megi við vætutíð þessa vikuna. En það er ekki öll nótt úti enn og ekki sum- arið heldur. Auðvitað er athygl- isvert þegar svona hvassviðri verð- ur á þessum árstíma, en það var samt ágætlega hlýtt. Þetta var því að okkar mati aðeins tímabundinn afturkippur í sumarið. Landsmenn munu sjá sólina að nýju.“ Morgunblaðið/RAX Tímabundinn aftur- kippur í sumarið ÞEIR sex sem ákærðir eru í Baugs- málinu verða spurðir að því af dóm- ara hvort þeir játi eða neiti þeim sök- um sem á þá eru bornar við þingfestingu í Héraðsdómi Reykja- víkur kl. 13.30 í dag, en þá verður málið þingfest fyrir dómnum. Ákærðu hafa allir lýst því opinber- lega yfir að þeir neiti sök. Dómurinn verður fjölskipaður, dómstjóri er Pétur Guðgeirsson hér- aðsdómari, og kemur í ljós í dag hvaða tveir dómarar sitja með hon- um í dómi. Allir hinir ákærðu hafa verið boðaðir til að mæta í þingfest- inguna, en þeir eru Jóhannes Jóns- son, Jón Ásgeir Jóhannesson, Krist- ín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Málsskjölin í Baugsmálinu eru gríðarlega umfangsmikil, eða um 20 þúsund síður. Þau verða þó ekki gerð opinber, og samkvæmt upplýsinga- lögum verður ekki heimilt að gera þau aðgengileg fyrr en 80 ár eru liðin frá því þau urðu til. Hinir ákærðu geta þó gefið leyfi til þess að fara yfir skjölin, en þá þurfa allir sem ákærðir eru að gefa leyfi sitt fyrir því. Málsskjölin ekki afhent Hjá Héraðsdómi Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að máls- skjöl yrðu afhent þeim sem hefðu lögvarða hagsmuni, þ.e. fulltrúum ákæruvaldsins og sakborningum, eða umboðsmönnum þeirra. Emb- ætti ríkislögreglustjóra hefur enn- fremur staðfest við Morgunblaðið að embættið muni ekki afhenda máls- skjölin öðrum en þeim sem lögvarða hagsmuni hafa í málinu. Stjórn Baugs leitaði til bresks lög- fræðifyrirtækis eftir að ákærurnar voru birtar, og verða niðurstöður út- tektar lögfræðinganna kynntar á fundi með fjölmiðlum í dag. Baugsmálið þingfest í dag í héraðsdómi  Þingfest í Baugsmálinu | 11 FARÞEGAÞOTA flugfélagsins West Caribbean Airways fórst í afskekktu fjalllendi í Venesúela snemma í gærmorgun að staðar- tíma, nálægt landamærunum að Kólumbíu. 160 manns voru um borð í vélinni og biðu allir bana. Flugvélin var á leiðinni frá Pan- ama til eyjunnar Martinique í Kar- íbahafi, sem lýtur franskri stjórn. Allir farþegar vélarinnar voru franskir ríkisborgarar á heimleið en átta manna áhöfnin var frá Kól- umbíu. Flugvélin var af gerðinni McDonnell-Douglas MD-82 en um var að ræða annað slysið sem flug- vélar West Caribbean lenda í á fimm mánuðum, í mars dóu átta þegar lítil flugvél þess fórst skömmu eftir flugtak í Kólumbíu. West Caribbean er lággjalda- flugfélag með aðsetur í Medellin í Kólumbíu. Flugfélagið átti þrjár farþegaþotur af gerðinni MD-82, að meðtalinni þeirri sem fórst í gær, og tvær MD-81. Þá á félagið nokkrar minni flugvélar. Jesse Chacon, innanríkisráð- herra Venesúela, sagði að flug- maður vélarinnar hefði tilkynnt bilun í öðrum hreyfli hennar og farið fram á heimild til að lenda vélinni á Maracaibo-flugvelli í Venesúela. En skömmu síðar bil- aði einnig hinn hreyfillinn og tók þá flugvélin að hrapa hratt til jarð- ar. Lenti hún í Sierra de Perija- fjalllendinu og sögðust íbúar bæj- arins Machiques, um 830 km vest- ur af Caracas, hafa séð mikla sprengingu verða. Miklar rigningar voru sagðar hamla starfi björgunarsveita á vettvangi í gær, sem og sú stað- reynd að landið á þessum slóðum er erfitt yfirferðar. Þó var búið að finna einn af flugritum vélarinnar í gærkvöldi. Flugslysið í Venesúela kemur aðeins tveimur dögum eftir að kýpversk flugvél fórst skammt frá Aþenu í Grikklandi á sunnudag, með þeim afleiðingum að 121 beið bana. 160 fórust í flug- slysi í Venesúela                 !  " # $   %  &  ' # &  '       ()& *)*+,*- !.-/&01 $ 2     "3 %      &4 %5   #     %  # $  36  2 " 7  2  # Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is  Sögð hafa orðið | 14 Neve Dekalim. AFP, AP. | Íbúar gyð- ingabyggðanna á Gaza streymdu frá svæðinu í nótt eftir að frestur, sem þeim hafði verið veittur til að yfir- gefa heimili sín sjálfviljugir, rann út. Í öfuga átt fóru ísraelskar öryggis- sveitir sem áttu að fjarlægja með valdi þá sem aftaka með öllu að hverfa frá heimilum sínum. Ekki var í gærkvöldi gert ráð fyrir því að hermenn létu til skarar skríða gegn þeim allra hörðustu, sem hvergi vilja fara, fyrr en hugsanlega við sólarupprás í dag. Fyrir liggur þó að þeir verða færðir á brott með valdi, fari þeir ekki sjálfviljugir. Ísraelsk stjórnvöld hafa ákveðið að öllum gyðingabyggðum á Gaza skuli lokað. Ríflega átta þúsund gyð- ingar bjuggu á Gaza, innan um 1,4 milljónir Palestínumanna, og í gær- kvöldi höfðu flestir haft sig á brott. En herinn mætti harðri mótspyrnu á nokkrum stöðum, m.a. í stærstu gyð- ingabyggðinni í Neve Dekali, en harðlínumenn er ferðast höfðu frá Ísrael höfðu tekið sér stöðu með íbú- unum þar. Kastaði fólkið eggjum og grjóti að hermönnunum og hrópaði að þeim ókvæðisorð. Aðrir grétu. „Skiljið þið ekki að þetta er stríðs- glæpur? Við munum ekki fyrirgefa þetta og aldrei gleyma þessu,“ hróp- aði einn úr gjallarhorni. Mættu harðri mótspyrnu Ljúka á lokun gyðingabyggða á Gaza í dag  Fimmtíu ísraelskir | 14 Úr verinu | Minni fiskafli  Meiri toghraði  Íslenskt hráefni á lúxushót- elum Umskipað norður í höfum Íþróttir | Handboltastrákarnir unnu Kongó  Sigur í körfu gegn Hollandi  Landsleikur í knattspyrnu gegn S-Afríku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.