Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 19 MENNING BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn Bobby McFerrin, sem stakk hér við stafni á dögunum, hefur ákveðið að taka sér ársfrí frá tónlistinni. Gerði hann grein fyrir þessari ákvörðun sinni um liðna helgi þeg- ar hann tók við viðurkenningu Henry Mancini-stofnunarinnar fyr- ir framlag sitt til tónlistar. „Ég er bókaður út vikuna en þá fer ég í ársfrí,“ sagði McFerrin sem gert hefur lítið hlé á tónleikahaldi und- anfarin fimmtán ár. „Tónlistin er í senn skemmtileg og ögrandi en hún getur líka verið lýjandi. Nú ætla ég að hvílast. Sækja dansnámskeið, læra spænsku, uppgötva nýja veit- ingastaði og verja tíma með þrett- án ára dóttur minni og hundinum. Síðan verður ekki ónýtt að setjast í róluna á veröndinni og sofa í sínu eigin rúmi. Hugsið ykkur það,“ segir McFerrin. McFerrin í ársfrí Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bobby McFerrin á tónleikum í Háskólabíói fyrir skemmstu. „ÍMYNDIÐ ykkur kvöld með hlýju tungli, dálítið bognu; þúsund fjarska- ljós frá bökkunum í lúmsku vatninu; hljómsveit alvöru virtúósa, tenór með einstakan hljómblæ, leikhúsið í Il Vittoriale með þráðbeina trjónu, viðbúið að létta aldrei akkerum, og já, ímyndið ykkur líka kýprusviðinn á náttklæðum – takið eftir ljóðræn- unni – í tvöfaldri röð uppi við sviðið, og þá skiljið þið hvers vegna hálft þúsund áhorfenda var jafnhrifið og raun bar vitni af þessum sérlega fág- uðu tónleikum; þeir hrufluðu lófa sína í dynjandi viðtökunum, heimt- uðu og fengu tvö aukaatriði og héldu heim á leið með flæðandi gleði hið innra.“ Á þessa leið hefst lofsamlegur dómur Egidio Bonomi í dagblaði Brescia-borgar á Ítalíu, Giornale di Brescia, um tónleika Kristjáns Jó- hannssonar og hljómsveitarinnar I virtuosi di Praga (Virtúósarnir frá Prag) undir stjórn hins unga Alfonso Scarano í ágústbyrjun. Tónleikarnir voru haldnir á leiksviði í Il Vittoriale, sögufrægu borgarvirki ítalska skáldsins Gabriele D’Annunzio við Gardavatn, sem nú er fjölsótt safn. Undirfyrirsögn umsagnarinnar er „Töfrandi Jóhannsson í húsi D’Ann- unzio“ og talað er um Kristján í gæsalöppum sem „bresciano“ – er þá átt við að hann sé eins konar ætt- leiddur sonur borgarinnar Brescia. Líkt og útlendingur væri góðlátlega titlaður „reykvískur“ eftir áralanga þátttöku í listalífi Reykjavíkur. Hljóðfæraleikararnir frá Prag fluttu að sögn efnið með sjaldgæfri samstillingu og stjórnandinn bætti við latneskum áhrifum. Og tenórinn „frá Brescia“ Kristján Jóhannsson, sigldi „af hispursleysi frá Grieg til Liszt, frá Tosti til Giordano, milli þýsku, ítölsku og napólítönsku, með skínandi rödd og framburði, laus við allt flökt (…)“. Röddin var að sögn með fyllingu í háu tónunum en ávöl í djúpu tónunum. Og það var eins og að „gleyma sér í hlíðum San Mic- hele-fjallsins“ að hlýða á allt þetta „eyrnakonfekt, notalegt og farsælt“. Tónleikarnir voru á vegum listahátíðarinnar „Harmónía undir hamri – Á bárum Dónár“ og meðal verka sem hljómsveitin lék voru for- leikir úr Brúðkaupi Fígarós og Don Giovanni eftir Mozart og Rak- aranum frá Sevilla og Öskubusku eftir Rossini. Gagnrýnandi hreifst sérstaklega af leikgleði meðlima og færni og „Jóhannsson sá um af- ganginn“. Sem fyrsta uppklappslag bauð hann upp á Amor ti vieta úr Fedora eftir Giordano og þegar enn meira var klappað söng hann Oh Liebe eftir Liszt sem yfirleitt er ein- ungis leikið á hljóðfæri en var upp- haflega ætlað fyrir rödd, líkt og ten- órinn sýndi fram á. Og gagnrýnandi lýkur umsögninni til samræmis við upphafið, með því að skrifa að „jafn- vel kýprusviðurinn“ hafi virst hneigja sig feimnislega í lokin, undir lófatakinu. Tónlist | Kristján Jóhannsson fær lofsamlega dóma í ítölsku blaði Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristján Jóhannsson: Ættleiddur sonur borgarinnar Brescia. Jafnvel kýprusvið- urinn hneigði sig Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is KÍNVERSKI ríkissirkusinn er með- al þátttakenda í Edinborgarhátíð- inni sem stendur sem hæst þessa dagana, þar á meðal þessi flug- kappi. Edinborgarhátíðin er árlega vettvangur sígildrar tónlistar, leik- listar, óperu og dans í þrjár vikur síðsumars. Reuters Svifflug í Edinborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.