Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HAFI stjórnarmenn, hluthafar eða stjórnendur fyrirtækis fengið „verulegar fjárhæðir“ að láni hjá fyrirtækinu ber að geta um lánveit- ingarnar í ársreikningi þess, að sögn Stefáns Svavarssonar, for- stöðumanns meistaranáms í endur- skoðun í Háskólanum í Reykjavík. Hlutverk endurskoðenda sé að votta um að ársreikningar fyrir- tækja gefi rétta heild- armynd af rekstri og efnahag fyrirtækja en endurskoðendur geti ekki vottað um að allar færslur í bókhaldinu séu réttar. Ákærur í Baugsmál- inu lúta m.a. að því að rangar upplýsingar hafi verið í ársreikningum áranna 1999–2001. Jón Ásgeir og Tryggvi eru sakaðir um að hafa ekki greint frá lánum til hluthafa, stjórnar- manna, framkvæmda- stjóra eða aðila sem eru þeim nátengdir í árs- reikningum og skýrslum til stjórn- ar 1999–2001, heldur fellt þau und- ir liðinn „aðrar skammtímakröfur“ í efnahagsreikningi. Stefán Hilmar Hilmarsson hafi undirritað árs- reikning fyrir árið 1999 án fyr- irvara og hann ásamt Önnu Þórð- ardóttur undirritað ársreikninga 2000 og 2001 án fyrirvara. Fyrir þetta eru þau öll ákærð fyrir brot á almennum hegningarlögum og brot á lögum um ársreikninga. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir að lána sjálfum sér og tengdum fyrirtækjum 846 milljónir króna á tímabilinu októ- ber 1998 til maí 2001. „Undarleg lagasmíð“ Stefán sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig um Baugsmálið sem slíkt heldur aðeins um reikningsskil og endurskoðun almennt. Hann benti á að í hluta- félagalögum væri lagt bann við því að fyrirtæki lánuðu hluthöfum, stjórnar- mönnum, stjórnend- um og aðilum þeim tengdum peninga. Í lögum um ársreikn- inga væri á hinn bóg- inn kveðið á um að ef fyrirtæki veitti þess- um aðilum peninga- lán, bæri að geta um það í ársreikningi. Í lögum um ársreikn- inga væri sem sagt gert ráð fyrir því að ef að fyrirtæki bryti gegn hlutafélagalög- um skyldi þess getið í ársreikningi. Stefán benti á að hlutverk end- urskoðenda væri að tryggja að árs- reikningur gæfi rétta heildarmynd af rekstri og efnahag viðkomandi fyrirtækis. Ef fyrirtæki hefði veitt hluthöfum, stjórnendum og öðrum slíkum óveruleg lán hefði það engin áhrif á heildarmyndina og því ekki nauðsynlegt að gera athugasemdir við slíkt þegar ársreikningar væru áritaðir, þrátt fyrir fyrrnefnd fyr- irmæli í lögum um ársreikninga. Að hans áliti væri það matsatriði, með hliðsjón af svonefndri mik- ilvægisreglu, hvort greina þyrfti frá óverulegum lánum til þessara aðila. „Ef allar tölur í efnahags- reikningnum hlaupa á hundruðum milljóna, hvaða tilgangi þjónar að tilgreina nokkra þúsundkalla, jafn- vel eina milljón, við áritun árs- reikninga?“ sagði hann. Það væri þó skynsamlegt af endurskoðend- um að gera stjórnendum grein fyr- ir lánveitingunum þar sem þær væru strangt til tekið óheimilar samkvæmt lögum. Öðru máli gegndi ef upphæðirn- ar væru verulegar, í slíkum til- fellum bæri stjórn og stjórnendum að greina frá lánunum í ársreikn- ingi. Ef það væri ekki gert ættu endurskoðendur skilyrðislaust að gera athugasemdir við það þegar þeir árituðu ársreikning. Það væri hins vegar afstætt hvað teldist vera veruleg fjárhæð. Að mati Stefáns er réttast að miða við önn- ur viðskipti milli fyrirtækja og þess sem fær lánið, t.d. við launakjör viðkomandi. Ef lánið jafngilti t.d. 1–2 mánaða launum teldist það ekki verulegt en öðru máli gegndi ef lánið næmi margra mánaða launum, hvað þá tugum milljóna. „Þetta verður að meta með hliðsjón af launakjörum og öðru slíku en það er fráleitt að meta þetta með hliðsjón af til dæmis veltu félags- ins,“ sagði hann. Þrátt fyrir fyrrnefnt bann í lög- um sagðist Stefán telja algengt að íslensk fyrirtæki veittu hluthöfum, stjórnarmönnum og slíkum óveru- leg peningalán. Stefán Svavarsson endurskoðandi um óheimil lán fyrirtækja til hluthafa, stjórnarmanna og stjórnenda Geta á „verulegra fjár- hæða“ í ársreikningi Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Stefán Svavarsson Í BAUGSMÁLINU eru þeir Jón Ás- geir og Tryggvi m.a. ákærðir fyrir að láta Baug hf. greiða fyrir per- sónuleg útgjöld sín sem voru fyr- irtækinu óviðkomandi. Stefán ítrekaði að hann vildi ekki tjá sig um Baugsmálið sérstaklega en sagði að á undanförnum árum hefðu fyrirtæki í auknum mæli greitt útgjöld starfsmanna sem áð- ur þótti sjálfsagt að teldust til per- sónulegra útgjalda. Þannig greiddu fyrirtæki nú oft og iðulega íþróttastyrki til starfsmanna og teldu það fram sem starfs- mannakostnað. Klæðnaður starfs- manna gæti eins fallið undir starfs- mannakostnað. Þá væri orðið algengt að fyr- irtæki borguðu ferðir á stórmót í íþróttum erlendis fyrir mikilvæga viðskiptavini og teldu það fram sem risnu. Endurskoðandi myndi ekki gera athugasemdir við það, jafnvel þó að skattayfirvöld myndu hugsanlega hafa aðra afstöðu. Stef- án sagði að skilin milli kostnaðar einstaklinga og fyrirtækja væru oft á reiki og örugglega mörg fyr- irtæki í landinu sem hefðu fært hluta af persónulegum kostnaði starfsmanna yfir á fyrirtækið. Það væri þó alveg ljóst að stjórnendur fyrirtækja mættu aðeins stofna til útgjalda sem beint eða óbeint væru til hagsbóta fyrir hluthafa. Óskýr skil milli einstaklinga og fyrirtækja BAUGUR Group boðaði í gær til blaðamannafundar vegna skýrslu um Baugsmálið sem unnin var af enska lögfræðifyr- irtækinu Capcon-Argen Limited. Í fundarboðinu segir að í kjöl- far þess að gefnar voru út ákær- ur á hendur Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni og fimm öðrum hafi stjórn fyrirtækisins leitað til enska lögfræðifyrirtækisins Capcon-Argen Limited, sem sér- hæfir sig í hvers kyns rannsókn- um á fyrirtækjum. Lögfræðing- unum hafi verið fengið það verkefni að rannsaka ákæruat- riðin til hlítar og vinna skýrslu fyrir félagið um málsatvik. Þeim hafi verið veittur fullur aðgang- ur að málsskjölum, sakborning- um, verjendum og starfsmönn- um félagsins undanfarnar fimm vikur. Stjórn Baugs Group vilji með fundinum gefa fjölmiðlum kost á að kynna sér efni skýrslunnar og spyrja út í efni hennar á fundi sem hefst klukkan níu í dag á Nordica hóteli. Verjendur sakborninga verða jafnframt gestir á fundinum og verða til svara um atriði sem varða ís- lenskt réttarfar, að því er segir í tilkynningunni. Stjórn Baugs fékk enskt lögfræði- fyrirtæki til að rannsaka ákærur Skýrslan kynnt fjölmiðlum á fundi í dag PÁLMI Kristinsson, framkvæmda- stjóri Smáralindar, segir það mis- skilning hjá Helga Njálssyni, eiganda Ralph Lauren-verslunarinnar, að ekki sé biðröð eftir plássi í verslunar- miðstöðinni, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Hann segir hið rétta að mikill áhugi sé á verslunarrými, en hins vegar sé fyrirkomulagið ekki þannig að sá fyrsti sem lýsir áhuga fái pláss sem losnar. Stjórnendur verslunar- miðstöðvarinnar verði þvert á móti að velja réttu verslanirnar í þau rými sem losni, og því standi pláss gjarnan auð meðan beðið sé eftir þeim versl- unum sem stjórnendurnir telji henta best. Þetta fyrirkomulag sé alþekkt í verslunarmiðstöðvum um heim allan og Smáralind sé engin undantekning. „Það er allt verslunarrými hér í Smáralind annaðhvort í útleigu eða ráðstafað til opnunar nýrra verslana síðar á árinu nema eitt pláss, sem er í endurskipulagningu og því ekki til út- leigu í bili,“ segir Pálmi. Hann segir að seint í haust verði opnaðar 5–6 nýj- ar verslanir í Smáralind, og sé það gjarnan vilji eigenda að opna á þeim árstíma. Misjöfn velta Hvað varðar sölu einstakra versl- ana í Smáralind segir Pálmi að hún geti verið misjöfn hjá verslunum eftir því hvernig þær falli að smekk gesta verslunarmiðstöðvarinnar. Hann nefnir sem dæmi verslun sem hafi selt vörur fyrir um 170 milljónir króna á ári, en hætt starfsemi, og verslun sem kom í staðinn, í sama pláss, sem selji fyrir 700 milljónir króna á ári. Þá sé dæmi um smærri verslun sem hafi selt fyrir 12 milljónir króna á ári, og hætt starfsemi, og verslunin sem kom í staðinn selji fyrir 80 millj- ónir á ári. Sumar verslanir gangi ein- faldlega betur en aðrar þótt stað- setningin sé sú sama, og það sé áhætta sem verslunareigendur verði að taka. Pálmi segir að hann muni ekki ræða þetta tiltekna mál tengt verslun Helga frekar, en óskar honum alls hins besta með nýja verslun Ralph Lauren á Laugavegi. Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar Allt verslunarrými í útleigu eða ráðstafað Morgunblaðið/Einar Falur Viðsnún- ingur á einu og hálfu ári VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS á morgun  Forstjóri Ingvars Helgasonar í viðtali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.