Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 fanga, 8 fuglar, 9 vondur, 10 starfsgrein, 11 talan, 13 starfsvilji, 15 álftar, 18 nurla saman, 21 blaut, 22 nagdýr, 23 ímu- gustur, 24 hindrunarlaust. Lóðrétt | 2 mótvilji, 3 skepnurnar, 4 nákominn, 5 hátíðin, 6 spjót, 7 þrjóska, 12 elska, 14 háma í sig, 15 harmur, 16 end- urtekið, 17 kaldi, 18 hús- gagn, 19 pela, 20 sigaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 belja, 4 bókin, 7 ríkan, 8 lotin, 9 afl, 11 aðal, 13 ærna, 14 ílepp, 15 mont, 17 alda, 20 eta, 22 rætur, 23 gæð- in, 24 rúmba, 25 arrar. Lóðrétt | 1 byrja, 2 lokka, 3 anna, 4 ball, 5 kýtir, 6 nunna, 10 frekt, 12 lít, 13 æpa, 15 múrar, 16 notum, 18 líður, 19 arnar, 20 erta, 21 agða. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samskipti við maka og nána vini ein- kennast af hlýju og innileika þessa dag- ana. Allir leggja sig fram við að geðjast öllum, virðist vera. Frábært. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið gerir sér far um að leggja sam- starfsfólkinu lið í dag. Hjálpsemi vermir hjartaræturnar og leiðir til vellíðunar. Hópvinna gengur venju fremur vel. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn gerir það sem hann getur til þess að hjálpa þurfandi börnum í dag, ef hann er fær um það á annað borð. Hann er fullur viðkvæmni í garð yngri kyn- slóðarinnar þessa dagana. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Eitthvað á heimilinu eða í fjölskyldulíf- inu eykur á ríkidæmi krabbans þessa dagana. Tilfinningar hans þurfa ekki endilega að tengjast veraldlegum auð- ævum, en gætu gert það. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Bjartsýni ljónsins er smitandi í dag. Því þykir raunverulega vænt um systkini, vinnufélagana og sína nánustu og er því jákvætt, hresst og tillitssamt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjunni finnst hún vera rík í dag. Hættan er því sú að hún eyði háum fjár- hæðum í einhvern lúxusvarning. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Júpíter er í voginni í dag og myndar já- kvæða afstöðu við Neptúnus. Það þýðir að vogin er venju fremur angurvær og draumlynd. Ímyndunaraflið er líka gott. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er mannvinur í dag og ber umhyggju fyrir ástvinum sínum. Hann á gott með að láta þarfir sínar víkja fyrir þörfum annarra þessa dagana. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Notaðu daginn til þess að ganga í félag eða samtök sem hjálpa þeim sem minna mega sín. Allt góðgerðarstarf sem þú leggur á þig núna skilar árangri. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fegurðarskyn steingeitarinnar er meira en ella um þessar mundir. Nú er lag að skreppa á safn, skoða garða, listhús, bókasöfn og fagrar byggingar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tækifæri tengd útgáfu láta hugsanlega á sér kræla í dag. Ef það gerist skaltu grípa gæsina. Líklegt er að áhrif þeirra verði góð til langframa. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Maki fisksins fær hugsanlega bónus, gjöf eða launahækkun. Fleiri möguleikar eru arfur eða forskot af einhverju tagi. Hafðu vasana opna. Stjörnuspá Frances Drake Ljón Afmælisbarn dagsins: Þú býrð yfir einbeitni og staðfestu. Fólk veit að það getur treyst á þig og stöð- ugleika þinn. Á hinn bóginn áttu líka til hvatvísi. Þú ert gefandi í nánum sam- böndum. Starfsframinn skiptir þig miklu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Frumleikhúsið | Kammersveitin Ísafold á tónleikaferð. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Al- mennt verð á tónleikana er kr. 1.500 en eldri borgarar og námsmenn greiða 1.000 kr. Fyrir 12 ára og yngri er aðgangur ókeypis. Myndlist 101 gallery | Þórdís Aðalsteinsdóttir til 9. sept. 101 gallerý er opið fimmtudaga til laug- ardaga frá kl. 14.00 –17.00 eða eftir sam- komulagi. Austurvöllur | Ragnar Axelsson til 1. sept. Árbæjarsafn | Anna Gunnarsdóttir með sýninguna Ljóshaf – lýsandi form úr þæfðri ull í Listmunahorninu á Árbæjarsafni. Sýn- ingin er opin kl. 10–17 alla daga til 18. ágúst. Café Karólína | Eiríkur Arnar Magnússon. Til. 26. ágúst. Deiglan | Sigurður Pétur Högnason (Siggi P) Olíumálverk. Til 21. ágúst. þri.–sun. frá kl. 13 til 17. Eden, Hveragerði | Valgerður Ingólfsdóttir (Vaddý) til 22. ágúst. Á sýningunni verða akrýl-, vantslita-, olíu-– og pastelmyndir. Feng Shui Húsið | Sýning Helgu Sigurð- ardóttir „Andlit friðar“ verður framlengd til 20. ágúst og lýkur þá á menningarnótt. Ferðaþjónustan í Heydal | Helga Krist- mundsdóttir með málverkasýningu. Gallerí 100° | Dieter Roth til 21. ágúst. Gallerí Humar eða frægð! | Myndasögur í sprengjubyrgi. Sýnd verk eftir Ólaf J. Eng- ilbertsson, Bjarna Hinriksson, Jóhann L. Torfason, Halldór Baldursson, Þórarin Leifs- son, Braga Halldórsson og fleiri sem kennd- ir eru við GISP! Einnig myndir úr Grapevine. Til 31. ágúst. Gallerí I8 | Sýning Lawrence Weiner stend- ur til 20. ágúst. Galleríið er opið mið.–föst. frá kl. 11–17 og laug. frá kl. 13–17. Gallerí Tukt | Sara Elísa Þórðardóttir sýnir málverk. Yfirskrift sýningarinnar er Kraftur. Galleríið er opið alla virka daga frá 9–17. Sýningin stendur til 5. september. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Bene- diktsson. Fiskisagan flýgur, ljósmyndir. Til 31. ágúst. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce- vic, Elke Krystufek og On Kawara til 21. ágúst. Handverk og hönnun | Sýningin „Sögur af landi“ stendur nú yfir í sýningarsal Hand- verks og hönnunar. Til sýnis er bæði hefð- bundinn íslenskur listiðnaður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni. Sýningunni lýkur 4. sept. Hrafnista, Hafnarfirði | Trausti Magnússon sýnir í menningarsal til 23. ágúst. Kaffi Nauthóll | Myndlistarsýning Sigrúnar Sigurðardóttur (akrýlmyndir) til ágústloka. Opið kl. 11–23. Kaffi Sólon | Guðmundur Heimsberg sýnir ljósmyndir á Sólon. „You Dynamite“ til 28. ágúst. Kirkjuhvoll Akranesi | Vilhelm Anton Jóns- son sýnir í Listasetrinu til 26. ágúst. Alla daga nema mán. frá kl. 15–18. Laxársstöð | Sýning Aðalheiðar S. Ey- steinsdóttur, Hreindýr og dvergar í göngum Laxárstöðvar. Listasafn Árnesinga | Sýningin Tívolí, sam- sýning á nýjum verkum 23 listamanna. Listasafnið á Akureyri | Skrýmsl – Óvættir og afskræmingar til 21. ágúst. Listasafn Ísafjarðar | Katrín Elvarsdóttir sýnir nýja ljósmyndaseríu sem kallast Heimþrá fram í byrjun október. Opið mán.– föst.kl. 13–19 og laug. kl. 13–16. Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabriel Kuri, Jennifer Allora, Guilliermo Calzadilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson til 21. ágúst. Listasafn Reykjanesbæjar | Á sumarsýn- ingu má nú sjá sænskt listagler. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Sýning á úrvali verka úr safneign. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Lest. Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Úr- val verka frá 20. öld til 25. september. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum- arsýning. Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. Opið frá kl. 14–17. Listasalur Mosfellsbæjar | Ólöf Ein- arsdóttur, Sigrún Ó. Einarsdóttir og Sören S. Larsen. Gler þræðir. Til 28. ágúst. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | „Rótleysi“ markar þau tímamót að tíu ár eru liðin frá stofnun lýðræðis í Suður–Afríku. Sýningin gefur innsýn inn í einstaka ljósmyndahefð þar sem ljóðrænn kraftur og gæði heimilda- ljósmyndunar eru í sérflokki. Opið 12–19 virka daga, 13–17 um helgar til 28. ágúst. Mokkakaffi | Árni Rúnar Sverrisson. Fléttur. Til 4. september. Norræna húsið | Grús – Ásdís Sif Gunn- arsdóttir, Helgi Þórsson, Magnús Logi Krist- insson. Terra Borealis – Andy Horner. Til 28. ágúst. Nýlistasafnið | Lorna, félag áhugafólks um rafræna list. Ragnar Helgi Ólafsson, Páll Thayer, Harald Karlsson, Hlynur Helgason og Frank Hall. Opið kl. 13–17 mið.–sun. Til 3. sept. Safnahús Borgarfjarðar | Pétur Pétursson sýnir 15 málverk í Safnahúsi Borgarfjarðar. Opið virka daga kl. 13–18 til 19. ágúst. Safnahúsið á Húsavík | Guðmundur Karl Ásbjörnsson sýnir verk sín í fyrsta skipti á Íslandi eftir 11 ára hlé. Sýningin stendur til 28. ágúst. Skaftfell | Malin Stahl – "Three hearts" á vesturvegg Skaftfells til 18. ágúst. Thorvaldsen Bar | Skjöldur Eyfjörð heldur myndlistarsýningu. „Töfragarðurin“. Til 13. september. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Mynd á þili er afrakstur rannsókna Þóru Kristjáns- dóttur á listgripum Þjóðminjasafns Íslands frá 16., 17. og 18. öld. Þjóðminjasafn Íslands | Kristinn Ingvars- son með svarthvítt portrett. Þessar myndir af samtíðarmönnum eru fjársjóður fyrir framtíðina. Þrastalundur, Grímsnesi | Listakonan María K. Einarsdóttir sýnir 20 myndverk til 26. ágúst. Listasýning Vínbarinn | Rósa Matthíasdóttir sýnir mósaíkspegla. Söfn Bókasafn Kópavogs | Dagar villtra blóma. Á Bókasafni Kópavogs stendur yfir sýning á ljóðum um þjóðarblómið holtasóley og önn- ur villt blóm. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga í sumar frá kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, sænsku og þýsku um húsið. Margmiðlunarsýning og skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Nánar á www.gljufrasteinn.is. Minjasafnið á Akureyri | Eyjafjörður frá öndverðu, saga fjarðarins frá landnámi fram yfir siðaskipti. Akureyri, bærinn við Pollinn, þættir úr sögu Akureyrar frá upp- hafi til nútímans. Myndir úr mínu lífi … Ljós- myndir Gunnlaugs P. Kristinssonar frá Ak- ureyri 1955–1985. Skriðuklaustur | Sýning um miðalda- klaustrið að Skriðu og fornleifarannsókn á því. Sýndir munir úr uppgreftri síðustu ára og leiðsögn um klausturrústirnar. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð- minjasafnsins, Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár, á að veita innsýn í sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til nútíma. Fréttir Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Reykjaneshöllina kl. 10–17. Allir velkomnir. Fjölskylduhjálp Íslands | Tökum á móti matvælum, fatnaði og leikföngum á mið- vikudögum kl. 13–17. Úthlutun matvæla er á miðvikudögum kl. 15–17 að Eskihlíð 2–4 v/ Miklatorg. Þeir sem vilja styðja starfið fjár- hagslega, vinsamlegast leggið inn á reikn- ing 101–26–66090 kt. 660903–2590. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Lokað vegna sumarleyfa. Fundir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Nýliða- fundur kl. 20 á Seljavegi 2, (Héðinshúsinu), á Tjarnargötu 20 og Neskirkju kl. 20. www.al-anon.is. Vallhöll | Sjálfstæðisfólk, opinn fundur ferðamála–, skóla– og fræðslu–, upplýs- ingatækni– og utanríkisnefnda í dag kl. 17.15 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fyrirlestrar Raunvísindadeild HÍ | Guido Burkard, próf. frá háskólanum í Basel, Sviss, heldur fyr- irlestur um skammtareikninga og eðl- isfræðileg kerfi. Fyrirlestrarnir er kl. 10–12 í Endurmenntun H.Í. við Dunhaga 7. Námskeið Laugardalur | Stafgöngunámskeið hefst í Laugardalnum 23. ágúst nk. Gengið er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.30. Skráning á www.stafganga.is eða 616 8595 og 694 3571. Leiðbeinendur Guðný Ara- dóttir og Jóna Hildur Bjarnadóttir. Útivist Ferðafélagið Útivist | Ferð um Fimmvörðu- háls 20.–21. ágúst. Brottför kl. 8.30. Verð 9.700/11.700 kr. Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer á Sauðadalahnúka og er brottför kl. 18.30 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Sauðadalahnúkar eru suður af Sauðadölum, austan Jós- epsdals. HM ungmenna. Norður ♠107642 ♥DG8543 ♦-- ♣Á10 Norður er í fjórðu hendi, á hættu gegn utan hættu: Vestur Norður Austur Suður -- -- 2 lauf * Pass 2 tíglar * ? Austur vekur á sterkum tveimur laufum (sem er í minnsta lagi 20–22 punktar og grandskipting) og vestur hlerar með tveimur tíglum. Er ástæða til að melda og þá hvað? Innákoma á tveimur gröndum myndi sýna láglitina, svo eina sögnin sem kemur til greina í stöðunni eru tvö hjörtu (fyrir utan pass, auðvitað). Norður ♠107642 ♥DG8543 ♦-- ♣Á10 Vestur Austur ♠G ♠Á9 ♥102 ♥ÁK76 ♦107542 ♦ÁKD83 ♣97632 ♣G8 Suður ♠KD853 ♥9 ♦G96 ♣KD54 Spilið er frá HM ungmenna í Ástr- alíu og afgreiðslan var æði misjöfn. Í leik Kanada og Bandaríkjanna pass- aði norður, austur sagði tvö grönd og vestur hækkaði í þrjú. Út kom smár spaði og þar með fékk sagnhafi ní- unda slaginn á spaðagosa! Þar sem Frakkar og Ísraelsmenn áttust við meldaði norður tvö hjörtu á öðru borðinu og austur doblaði til sektar. Sá samningur var spilaður og lak einn niður. Hinum megin fundu Frakkarnir Bessis og Gaviard spaðasamleguna: Vestur Norður Austur Suður -- -- 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass Pass 3 lauf * Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Bessis í norður sagði fyrst pass, en gat svo sýnt hálitina í næsta hring þegar vestur kaus að lyfta ekki í þrjú grönd. Austur var svolítið undrandi á þróun mála, en stillti sig um að dobla, sem var viturlegt, því 11 slagir standa á borðinu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Í KVÖLD og annað kvöld leikur hljóm- sveitin The Doors tri- bute band á Gauki á Stöng. Björgvin Franz Gíslason fer fyrir band- inu en honum til halds og trausts eru Daði Birgisson og Börkur Hrafn Birgisson, fyrr- verandi Jagúarbræður, Kristinn Snær Agn- arsson, fyrrverandi trommuleikari Hjálma, og Pétur Sigurðsson bassaleikari. Eins og nafnið gefur til kynna leikur hljómsveitin lög Doors. Húsið er opnað kl. 21. Til dýrðar Doors á Gauknum 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.