Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 11 FRÉTTIR ÞEGAR Baugsmálið verður þingfest í Hér- aðsdómi Reykjavíkur klukkan 13.30 í dag verða hinir ákærðu spurðir af dómara hvort þeir játi eða neiti þeim sökum sem bornar eru á þá í ákæru og einnig mun dómari form- lega leggja fram í dóm ákæruna og önnur gögn málsins. Þeir sem ákærðir eru í málinu hafa raunar þegar lýst því yfir opinberlega að þeir neiti sök en í dag gera þeir það fyrir dómi. Þeir sem eru ákærðir í málinu hafa verið boðaðir til að mæta í þingfestinguna, þ.e.: Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórð- ardóttir. Fyrir hönd ákæruvaldsins er ákær- andi skráður Jón H. B. Snorrason, saksókn- ari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Dómurinn í Baugsmálinu er fjölskipaður, þ.e. þrír sitja í dómi. Dómsformaður er Pétur Guðgeirsson héraðsdómari. Ekki hefur verið greint frá því hverjir sitja með honum í dómi en það verður væntanlega gert við þingfest- inguna í dag. Meðdómendur eru yfirleitt starfandi dóm- arar en það er þó leyfilegt að kveðja til sér- fræðinga sem ekki eru dómarar, s.s. löggilta endurskoðendur, verkfræðinga eða lækna, allt eftir eðli málsins. Meðdómendurnir taka þátt í málsmeðferðinni og dómsuppsögunni en það er dómsformaður sem stýrir vinnu dómsins, kveður einn upp úrskurði o.þ.h. og kemur fram út á við fyrir hönd dómsins. Bannað að hljóðrita og taka myndir Þegar fjallað er um mál fyrir dómi kallast það þinghald í lögum. Þinghöld í Baugsmál- inu verða fyrir opnum tjöldum og er því öll- um heimilt að vera í dómsalnum á meðan húsrúm leyfir. Dómari hefur þó vissar heim- ildir til að vísa fólki frá og getur t.d. vísað börnum yngri en 15 ára og ölvuðum mönnum úr dómsal. Óheimilt er að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi en dómari getur veitt und- anþágu ef sérstaklega stendur á. Við þingfestingu er yfirleitt ákveðið hvaða dag aðalmeðferðin fer fram en einnig er hugsanlegt að því verði frestað og þess í stað verði dagsetningin ákveðin á sérstöku milli- þinghaldi. Krefjist verjendur að málinu verði vísað frá dómi tekur dómari afstöðu til þess með úr- skurði. Ef hann hafnar frávísunarkröfu geta verjendur ekki kært úrskurðinn til Hæsta- réttar en þeir geta á hinn bóginn krafist frá- vísunar frá héraðsdómi þegar og ef málið kemur til kasta Hæstaréttar. Ef héraðsdóm- ari vísar málinu frá getur ákæruvaldið kært úrskurðinn til Hæstaréttar sem getur ann- aðhvort staðfest frávísunarkröfu eða synjað henni. Skýrslur gefnar við aðalmeðferð Næsta stig í málsmeðferðinni er aðalmeð- ferð. Hún hefst á því að fulltrúi ákæruvalds- ins gerir stuttlega grein fyrir ákæru og máls- gögnum. Því næst er tekin skýrsla af ákærðu og síðan vitnum. Þegar skýrslutökum lýkur fer fram munnlegur málflutningur, þ.e. sækj- andi og verjendur flytja ræður þar sem þeir færa rök fyrir sekt og sýknu. Sækjandi byrj- ar og má hvor aðili flytja tvær ræður. Að loknum málflutningi er málið tekið til dóms. Dómarar fara þá yfir málsgögn, framburð ákærðu og vitna og málflutning sækjanda og verjenda og ákveða hvort ákærðu verði sak- felldir eða sýknaðir, að hluta eða í heild. Sam- kvæmt lögum um meðferð opinberra mála skal kveða upp dóm svo fljótt sem auðið er og að jafnaði ekki síðar en þremur vikum eftir að málið er tekið fyrir dóm. Dómur í Hæstarétti haustið 2006? Afar erfitt er að meta hversu langan tíma málsmeðferðin mun taka. Málið er að sönnu umfangsmikið og til marks um það eru máls- kjölin hvorki meira né minna en um 20.000 blaðsíður. Til þess að gefa einhvern sam- anburð um hversu langan tíma málsmeðferð getur tekið má geta þess að málverkaföls- unarmálið svonefnda var þingfest í lok janúar 2003, aðalmeðferð fór fram í apríl og maí og dómur var kveðinn upp í byrjun júlí. Það tók því héraðsdóm um hálft ár að ljúka málinu. Málverkafölsunarmálið var afar flókið og það má búast við að Baugsmálið taki skemmri tíma. Að því gefnu má ætla að héraðsdómur kveði upp sinn dóm fyrir jól. Hver sem niðurstaðan verður má telja afar líklegt að dómi héraðsdóms verði áfrýjað til Hæstaréttar og má búast við að málsmeðferð þar taki töluvert lengri tíma en í héraði. Sé málverkafölsunarmálið aftur notað til sam- anburðar, þá féll dómur í Hæstarétti rúmlega 11 mánuðum eftir að dómur í málinu var kveðinn upp í héraði. Með fyrirvara um nokkurra mánaða skekkjumörk má því búast við hæstarétt- ardómi í Baugsmálinu haustið 2006, verði málinu áfrýjað til Hæstaréttar. Þingfest í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn MÁLSSKJÖL í Baugsmálinu verða ekki aðgengileg almenningi fyrr en 80 árum eftir að gögnin urðu til, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskjalasafninu. Hinir ákærðu geta þó veitt einstakling- um leyfi til að lesa skjölin en það flækir málið að sex manns eru ákærðir og hugsanlega yrði því að fá leyfi hjá þeim öllum. Fram hefur komið að málsskjöl í Baugsmálinu eru yfir 20 þúsund talsins. Að sögn Péturs G. Kristjánsson- ar salvarðar í Þjóðminjasafninu er 80 ára reglan byggð á 8. grein upp- lýsingalaga þar sem segir að upp- lýsingar sem varða einkamálefni einstaklinga skuli fyrst veita að 80 árum liðnum frá því þau urðu til. Undir þessi grein falli málsskjöl í dómsmálum. Í upplýsingalögum er almenna reglan sú að veita skuli aðgang að öllum gögnum en á öðrum stað í lögunum er upplýsingarétturinn takmarkaður. Þannig segir í 5. grein að óheimilt sé að veita al- menningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni ein- staklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá sem í hlut á veiti samþykki sitt. Sömu takmarkanir gilda um mikilvæga hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Málsaðilar hafa ávallt rétt til að sjá málsskjöl sem varða þá sjálfa. Það ríkir því strangari leynd um gögn sem varða einstaklinga en t.d. um leyndarmál ríkisins. Í upplýs- ingalögum er stjórnvöldum m.a. veitt heimild til að takmarka að- gang að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um öryggi rík- isins eða varnamál en þær tak- markanir geta ekki varað lengur en í 30 ár frá því gögnin urðu til. Vantar hillur í safnið Frumrit málsskjala eru að jafn- aði varðveitt hjá dómstólunum en þeim ber að afhenda þau Þjóð- skjalasafni ekki síðar en eftir 30 ár. Pétur segir að vegna skorts á geymsluplássi vilji safnið helst ekki taka við gögnum frá opinberum stofnunum fyrr en þau eru orðin 30 ára gömul. „Við erum með nóg af flatarmáli en getum ekki nýtt rúm- málið því við erum ekki með nógu margar hillur,“ segir hann. Til þess að hægt sé að bæta við nægilega mörgum hillum þurfi að gera breytingar á húsnæðinu og til þess hafi ekki fengist fjármagn. Rétt er að taka fram að dómar Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar verða öllum aðgengi- legir. Þá afhenda fulltrúar ákæru- valdsins fjölmiðlamönnum jafnan ákærur í sakamálum þegar mál hefur verið þingfest. Hjá Héraðsdómi Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að máls- skjöl yrðu afhent þeim sem hefðu lögvarða hagsmuni. Í lögum og reglugerð væri kveðið á um að að- eins þeir sem hefðu lögvarða hags- muni, þ.e. fulltrúar ákæruvalds, sakborningar eða umboðsmenn þeirra gætu fengið þau afhent. Þá hefur embætti ríkislögreglustjóra staðfest við Morgunblaðið, að emb- ættið muni ekki afhenda málsskjöl- in öðrum en þeim sem hafa lög- varða hagsmuni í málinu. Málsskjöl að- gengileg almenn- ingi eftir 80 ár - % 0  2 " % 28 7   72 '('  9#7# ')* * (() :;<:#7# ')* * ')+' #7# ')* * '(' :<=#7# ')* * ',- ' >#7# ')* * ',- ' ?=#7# ')* * ' :<=#7# ')* * '." =#7# ')* * '!- ' =<=#7# ')* * '!- ' ?<>#7# ')* * '!- ' >=<>#7# ')* * ' #7# ')* * '." ;=#7# ')* * 0   0   #( >:@' %( -!)   /(""- " "+0 (" 123""- ,2((*!, (.24* '5(( */ )3*( 6!**+ 3*(!.)(  ,- - -)  %( -!)   /(""- " "+4* '5((  */3*( 6!*+ 3*(!.)(  ,- - -)  &)"- "3*(!6+ "*%.)! ' 5(( */)3*( 6!**+ '"-(-3!' &)"- "3*(!6+ "*%.)! ' 5(( */)3*( 6!**+  !() "- " "+4* -+"*/ )3*( 6!*7- -"3 8&-(",  !(( #89:5 -+-  4* !; 3*(#89:5$   /((* ( -3!'  !() "- " "+4* -+" */)! (- +"$ 3 !  !(( < ", " -+-   )3*(!.)!*!; 4* 4**!63*( 6!%*+- * - * -, '=+ ( !;   .2"   !(( #89:5 = *"( - +", $ *-(*"" %; )   '  " "+* $   /( "+-"+*(   '!-  4-(*//-!( 3 - (  +-+*')+ ( 4- ((',-  #*,+-*//-*/* *+ ) *3*(!6$   /( (* ( ?""'." %.2+-  * )* (*+ !)4* )(  "* '( (  ',-  4-(*//-@  - +-! ""(' ++- ,,* ' -/(' 4-(*//-@  - +-! ""(' ++- ,,* ' -/(' 4-(*//-@  - +-! ""(' ++- ,,* ' -/(' 4-(*//-@  - +-! ""(' ++- ,,* ' -/('  !() " - " "+4*  !((  0*/? "+ &)"- "3*(!6+ "*%.)! ' 5(( */)3*( 6!**+ 9) (! ,+* ( 5, 9- (*"(4*/A -3*(!.) !+4* ?!6+ , , "+,2((*!6 %A, "+ - - +*4* '!' 4-(*//-!( 3 - (  +-+*')+ ( 0- !(*( *+   " "+ -+.?- *//3 3! - ?2"*"( 4* !;  !!)6((  "*-+"?)((( A>, "+-+"!.)!- ( "+A ,  4-(*//-@  - +-! ""(' ++- ,,* ' -/('

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.