Morgunblaðið - 17.08.2005, Page 34

Morgunblaðið - 17.08.2005, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ 400 kr. í bíó!* Sýnd kl. 6 Miðasala opnar kl. 15.00    Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 10.30 B.i 16 ára kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 kl. 3.40 og 5.50 Í þrívídd  VINCE VAUGHN OWEN WILSONVINCE VAUGHN OWEN WILSON KVIKMYNDIR.IS  I I .I Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30 Sýnd kl. 8 og 10.20Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i 10 ára KVIKMYNDIR.IS  I I .I OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS WWW. XY. IS WWW. XY. IS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA ÞRIÐJA STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA Sýnd kl. 3.20, 4.20, 5.40, 6.40, 8, 9, 10.20 og 11.20 B.i 10 árawww.borgarbio.is Sími 564 0000         KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS KVIKMYNDIR.COM  S.K. DV  BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. MIÐVIKUDAGINN 26. október hefst mikil kvikmyndaveisla í Reykjavík undir nafninu Október- bíófest og mun hún standa til 14. nóvember. Hátíðin verður bæði í Háskólabíói og Regnboganum og á henni verða sýndar hátt í fjörutíu nýjar og athyglisverðar kvikmyndir hvaðanæva úr heiminum. Aðstandendur hátíðarinnar eru tveir; Iceland Film Festival og Kvik- myndahátíð í Reykjavík. IFF er fyr- irtæki sem var stofnað í byrjun árs gagngert í þeim tilgangi að halda kvikmyndahátíðir reglulega og hélt sína fyrstu hátið í apríl, Iceland Int- ernational Film Festival. Hátíðin var sú stærsta sem haldin hefur ver- ið hérlendis, sýndi sextíu og sex myndir á rúmlega þremur vikum um allt land og sló hún rækilega í gegn, laðaði að hvorki meira né minna en 34 þúsund gesti á landsvísu. Kvik- myndahátíð í Reykjavík er elsta kvikmyndahátíð Norðurlanda, var stofnuð 1978 og er brautryðjandi í skipulagningu kvikmyndahátíða hérlendis. Meðal merkra gesta sem hafa sótt Ísland heim á vegum KÍR í gegnum tíðina eru Roman Polanski, Wim Wenders, Aki Kaurismaki, Hal Hartley og Emir Kusturica. Sá háttur verður hafður á að þessu sinni að myndum hátíðarinnar verður skipt í fjóra flokka: Ameríka: Kvikmyndir óháðra framleiðenda í Bandaríkjunum. Heimurinn: Kjarnadagskráin; óháðar myndir hvaðanæva úr heim- inum. Heimildamyndir: Nýjustu og bestu heimildamyndirnar frá öllum heimshornum. Gala: Sérvaldar kvikmyndir sem allar verða frumsýndar með viðhöfn. Þar á meðal opnunar- og lokamynd hátíðarinnar. Augnakonfekt á Októberbíófest Vinsælasta mynd síðustu hátíðar var Hotel Rwanda og hlaut leikstjóri myndarinnar, Terry George, verðlaun IIFF, Jökulinn. Kvikmyndir | Kvikmyndaveisla í Reykjavík í haust The Assassinaton of Richard Nixon Eftir Niels Mueller sýnd í Am- eríkuflokknum (USA/Mexíkó, 95mín) Sean Penn sýnir stórkostlegan leik sem misheppnaður sölumaður sem í örvæntingu sinni ákveður að ráða Richard Nixon af dögum. Byggt á sönnum atburðum. Crónicas Eftir Sabastián Cordero sýnd í Heimsflokknum (Mexíkó/Ekvador, 108 mín.) Átakanleg verðlauna- mynd frá framleiðendum Y tu mamá también um fjölmiðla og fjöldamorðingja. Framlag Ekvador til Óskarsins. Enfant, l’ (The Child) Eftir Jean-Pierre Dardenne og Luc Dardenne sýnd í Heims- flokknum. (Belgía/Frakkland, 95 mín.) Sigurvegari Gullpálmans á Cannes í maí eftir meistara raunsæisins, Dardenne bræðurna frá Belgíu. Gong Fu (Kung Fu Hustle) Eftir Stephen Chow sýnd í Heimsflokknum (Kína/Hong Kong, 99 mín) Grín, drama, hasar, bardagar og söngvar eftir höfund Shaolin Socc- er. Óviðjafnanleg blanda af Jackie Chan, Buster Keaton, Quentin Tar- antino og Bugs Bunny sem hefur heillað gagnrýnendur og áhorf- endur um allan heim. Kiss, Kiss, Bang, Bang Eftir Shane Black sýnd í Am- eríkuflokknum (103 mín) Robert Downey Jr. og Val Kilmer fara hér á kostum í hörkuspennandi og bráðfyndinni mynd eftir Shane Black. Staðfestir titlar á hátíðinni www.icelandfilmfestival.is/ myndir/ La Marche de l’Empereur (The March of the Penguins) eftir Luc Jacquet verður sýnd í Heimild- armyndaflokknum. Marche de l’Empereur, la (The March of the Penguins) Eftir Luc Jacquet sýnd í Heim- ildamyndaflokknum (Frakkland, 85 mín) Óvæntasti smellur ársins í Bandaríkjunum og öllum helstu að- alhlutverkum eru … mörgæsir. Match Point Eftir Woody Allen sýnd í Heims- flokknum (USA/UK) Meistari Woody Allen söðlar hér um, yfirgefur New York borg og gerir kvikmynd í Englandi með frábærum árangri. Murderball Eftir Henry Alex Rubin og Dana Adam Shapiro sýnd í Heimild- armyndaflokknum (USA, 85 mín) Einstök kvikmynd um ótrúlega menn; lamaða fyrir neðan mitti stunda þeir hrikalega grófa útgáfu af rugby, í hjólastólunum. Grizzly Man Eftir Werner Herzog sýnd í Heimildarmyndaflokknum (USA, 103 mín) Áhrifarík heimildarmynd um mann sem tileinkaði líf sitt skógarbjörnum, en var svo drepinn og étinn af þeim. PETE Townshend, gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Who, greindi frá því í gær að hljóm- sveitin ætlaði í risastórt tónleika- ferðalag á næsta ári. Stirt hefur verið á milli þeirra Townshend og Roger Daltrey, söngvara hljóm- sveitarinnar, í nokkur ár. Þeir grófu hins vegar stríðsöxina þegar þeir komu saman á Live 8- tónleikunum í Lundúnum í síðasta mánuði. Hljómsveitin hefur nokkr- um sinnum ætlað að fara í tónleika- ferðalag en voveiflegir atburðir hafa ætíð sett strik í reikninginn. Townshend skrifaði á vefsíðu sinni að hann hefði sest til borðs með Daltrey og hefðu þeir ákveðið að hefja undirbúning fyrir tón- leikaferðina í febrúar á næsta ári. Ýmiss konar atvik hafa orðið til þess að setja stein í götu The Who. Hljómsveitin hætti störfum skömmu eftir að trommari hljóm- sveitarinnar, Keith Moon, lést árið 1987. Þá áætlaði hljómsveitin að koma saman á ný árið 2002 og spila á nokkrum tónleikum. Bassa- leikari hljómsveitarinnar, John Entwistle, fannst hins vegar látinn á herbergi sínu á Hard Rock- hótelinu í Las Vegas skömmu fyrir fyrstu tónleikana. Hljómsveitin ætlaði fyrir skömmu að koma sam- an á ný en vandræði með tromm- ara hindruðu áætlanir hennar. Zak Starkey, sonur Bítilsins Ringo Starr, mun sitja við settið á æfing- um eftirlifandi meðlima upp- runalega Who, Pete Townshend og Roger Daltrey, sem hefjast í febr- úar á næsta ári. The Who í tónleikaferðalag Reuters Pete Townshend kom fram í Hyde Park í London á Live 8. NÝ tegund leikjatölvu, svokölluð PSP (PlayStationPortable), verður fáanleg hér á landi 1. september. Tölvan hefur verið kölluð bylting í afþreyingu fyrir þá notendur sem eru mikið á ferðinni. Gefur hún not- endum frelsi til að spila fullkomna þrívíddarleiki, horfa á kvikmyndir, hlusta á tónlist og tengjast þráð- laust hvar og hvenær sem er. Tölvan verður fáanleg í sér- stökum pakka sem mun innihalda fjölda aukahluta fyrir vélina, þar á meðal 32 MB-minniskort, rafhlöðu, heyrnartól, straumbreyti, ól til að festa vélina við úlnliðinn, klút og disk sem inniheldur myndbönd. PSP notar nýja gerð diska sem heita Universal Media Disc (UMD). Þessi miðill er næsta kynslóð í litlum diskum og þó að diskurinn sé aðeins 60 mm í þvermál getur UMD borið 1,8 GB af stafrænum gögnum – meira en þrefalt það magn sem rúmast á venjulegum CD-disk. Gríðarlegt úrval afþreyingar er hægt að dreifa á UMD-diskunum og má þar nefna hágæða þrívídd- arleiki, tónlist, kvikmyndir, mynd- bönd og fleira. Ferða-PlayStation væntanleg PSP-tölvan er líkast til kærkomin viðbót í tölvusafnið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.