Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR mömmu að passa hundana mína. Þá sagði hann gjarnan að hann hefði hunda í stað barnabarna. Ég er óum- ræðilega fegin að hann hafði tæki- færi til að njóta þess að eiga Alvin, son minn, í 11 dýrmæta mánuði. Afi og Alvin voru mestu mátar. Við bjuggum hjá pabba og mömmu um tíma, og það sem pabbi hugsaði um allan daginn í vinnunni var að komast heim og hitta Alvin. Um leið og hann kom inn úr dyrunum var það fyrsta sem hann sagði : „Hvar er Alvin?“ Svo fékk hann drenginn í fangið og sat og spjallaði við hann, gekk með hann um húsið og sýndi honum hitt og þetta. Hann var svo stoltur af litla stráknum og það er ómetanlegt að hann kom í heimsókn kvöldið áður en hann féll frá, og sá afadrenginn stíga fyrstu skrefin sín. Við erum þakklát fyrir það. Elsku pabbi. Takk fyrir að vera svona góður faðir og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú lifir í hjarta mínu og víkur ekki úr huga mínum eitt andartak. Ég elska þig, pabbi minn. Siggi og Alvin biðja fyrir góða kveðju. Hlín Einarsdóttir. Elsku bróðir, í dag kveðjum við þig kæri Einar, sem lést langt um aldur fram aðeins 57 ára gamall. Við systur minnumst margra góðra stunda úr æsku okkar, þegar þú áttir að passa okkur og hvað þú hafðir miklar áhyggjur af því að við færum okkur að voða. Það var ekki alltaf auðvelt að hafa hemil á tveimur yngri systrum, en þú varst alltaf jafn ljúfur og góður við okkur. Einar stríddi okkur oft á því að hann hefði óskað eftir því að eignast lítinn bróðir, en í staðinn fékk hann tvær systur. Þú varst mikill grúskari og hafðir áhuga á ólíklegustu hlutum. Við munum eftir módelsmíðunum og þegar þú komst heim með fyrsta plötuspilarann, sem þótti hin mesta gersemi. Einar átti góða vini, sem sakna hans sárt. Við viljum þá sérstaklega nefna Halla og Frímann, sem nú kveðja góðan vin. Mikið var gaman þegar við systkinin ásamt fjölskyld- um okkar hittumst síðasta sumar í Mosfellsbænum. Einar var þar hrók- ur alls fagnaðar með sína góðu frá- sagnarhæfileika og létta húmor. Ein- ar átti mörg áhugamál, en þar bar hæst starf hans með Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík, sem hann starf- aði með í áratugi. Á hverjum einasta laugardegi var hann mættur til að að- stoða félagana. Alla sína starfsævi vann hann hjá Símanum og var þar traustur og góður starfsmaður. Elsku Vala, Hlín, Anna Malín, Sig- urður og litli Alvin, missir ykkar er mikill við fráfall elskulegs eigin- manns, föður og afa. Við systur og fjölskyldur okkar sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum góðan bróður. Þínar systur. Oddgerður og Ólöf. Ég átti alls ekki auðvelt með að trúa þeim fréttum sem ég fékk mið- vikudaginn 10. ágúst, að Einar Odd- geirsson, félagi minn í Flugbjörgun- arsveitinni, væri látinn. Nei, mér fannst það vera mjög óraunverulegt. Þegar ég byrjaði að starfa sem ný- liði árið 1996 var Einar einn af þeim sem alltaf voru sýnilegir í starfsem- inni. Glaðlegur og góður var hann og hafði svör á reiðum höndum fyrir þá sem til hans leituðu. Eftir því sem ég fór að starfa meira og vera í þeim verkefnum sem komu upp, sérstak- lega fyrstu árin mín, þá var Einar þar. Sama á hvaða tíma maður var þarna, hann var þarna eða þá bara rétt ókominn. Ég starfaði sem spjaldskrárritari í nokkur ár og gott var að leita til þeirra sem mundu lengra aftur í tímann. Einar varð oft fyrir svörum. Hann hafði safnað í gegnum árin mjög miklum upplýs- ingum um sögu sveitarinnar, mynd- um o.fl. o.fl. Við ræddum oft um hvað væri gaman að geta komið þessu bet- ur frá okkur og gera efnið aðgengi- legra fyrir félaga okkar sem og aðra. Á heimasíðu Flugbjörgunarsveitar- innar var hann búinn að skrifa um fyrstu árin. Hann átti efni í heila bók ef ekki meira og var langtímamark- miðið að það yrði gerð bók. Þegar spjaldskrárkerfi sveitarinn- ar tók breytingum, settumst við nið- ur og fórum í gegnum öll nöfnin sem þar voru. Við fórum vandlega yfir allt saman og lagði Einar mikla áherslu á vandvirkni. Það sem við vorum ekki viss um var sett til hliðar og þeir spurðir sem þekktu betur til. Oftar en ekki voru til hinar ýmsu sögur með nöfnunum. Einar sagði skemmtilega og lifandi frá, eins og honum er lagið. Það voru teknar reglulega pásur því að pípunni og kaffinu varð að sinna ásamt því að spjalla við þá sem voru í húsi. Stund- um vorum við svo þaulsætin yfir þessu verkefni að við vorum spurð að því hvort við færum ekkert heim. En tíminn flaug bara frá okkur og við sátum eins og við þurftum. Einar var alltaf svo afslappaður og þægilegur. Við gátum spjallað um heima og geima og það kom líka fyrir að við ræddum um önnur málefni en Flugbjörgunarsveitina og þótti mér mjög vænt um að hann skyldi vilja ræða við mig um það sem honum lá á hjarta. Eins fann ég að ég gat alveg létt á mér líka og sagt honum frá einu og öðru. Ég hafði stundum áhyggjur af því að hafa ekki gefið mér tíma í verkefnið um sögu sveitarinnar nú- verið vegna anna í skólanum. Hann hvatti mig alltaf til að sinna náminu vel, við tækjum bara á skrifunum síð- ar. Svona var hann, góður, rólegur og ekkert stress. Einar var hluti af Lávörðunum í Flugbjörgunarsveitinni og þar er mikið einvala lið af góðum félögum. Hef ég sjaldan fundið eins mikla hlýju og væntumþykju frá nokkrum í sveitinni og frá þeim. Þeir voru alltaf hressir og kátir, hittust reglulega á laugardagsmorgnum yfir kaffi og kökum og spjölluðu mikið og gera enn. Einnig komu þeir saman á kvöldin þegar hin ýmsu verkefni lágu fyrir. Ég minnist þess hvað Lávarð- arnir tóku einu sinni vel í að grilla fyrir stóran hóp af björgunarmönn- um eftir viðamikla björgunaræfingu. Þeir gerðu það með mikilli ánægju. Þótti okkur, sem stóðum að þessari æfingu, mjög vænt um framlag þeirra. Einar var vel að sér í fjarskipta- málum og var oft fenginn til að vera með fyrirlestra fyrir nýliða sveitar- innar, a.m.k. á mínum nýliðaárum. Hann var alltaf að brasa eitthvað með tölvur, prófa sig áfram, hanna og þróa. Hann tók að sér hin ýmsu verk- efni úr vinnunni sinni sem hann sagð- ist oft geta unnið heima. Mér fannst hann alltaf að vera gera eitthvað og hugsaði oft hvernig hann hefði tíma fyrir þetta allt saman. Einnig sinnti hann fjölskyldunni sinni vel og var greinilegt hvað hún skipti hann miklu máli. Flugbjörgunarsveitin og hennar málefni skiptu Einar miklu máli og lagði hann sig alltaf fram í öllu sem hann kom nálægt og ekki síður við byggingu nýs skála í Tindfjöllum sem sendur yfir núna. Það var hon- um mikið áhugamál. Þegar ég hitti Einar síðast fyrr í sumar, töluðum við um að fara nú að hittast og setja eitthvað á blað af til- efni afmælisárs sveitarinnar. En hann sagði alltaf að það væri nógur tími. Það fór nú svo að við náðum ekki að klára það verk sem við ætl- uðum okkur. Mér finnst ég hafa lært mikið af Einari. Hann var einstaklega góður maður sem var alltaf boðinn og búinn að veita aðstoð. Þó að ég hafi ekki verið eins virk í starfi núna undanfar- ið kom ég þó stundum niðrí sveit og Einar var þar yfirleitt. Hann var fastapunkturinn þar (að öðrum ólöst- uðum). Ég kveð því Einar með miklu þakklæti fyrir allar góðar stundir í starfinu og tel mig ríka af því að hafa kynnst honum. Ég votta fjölskyldu hans mína innilegustu samúð og bið guð að vera með þeim á erfiðum stundum. Kristbjörg (Kitta). Flugbjörgunarsveitinni í Reykja- vík.Fyrir viku bárust þær fréttir að góður vinur og félagi okkar væri lát- inn. Þegar við kvöddum hann síðast átti enginn okkar von á því að það væri í síðasta sinn. Einar hóf störf hjá Símanum ung- ur að aldri og hafði því starfað nær sleitulaust hjá fyrirtækinu í nálægt 40 ár. Hann lærði rafeindavirkjun hjá fyrirtækinu og vann við ýmis störf tengd faginu hjá ýmsum deild- um fyrirtækisins. Á þessum langa ferli sínum hjá Símanum kynntist hann mörgu fólki, bæði innan sem ut- an fyrirtækisins, og kom alstaðar vel fyrir, enda góður í viðkynningu og tilbúinn að veita góða þjónustu. Einkar gott minni og góður húmor einkenndi Einar og mátti iðulega heyra góðar sögur frá honum. Hann hafði næmt auga fyrir spaugilegum hliðum lífsins og sagði hann skemmtilega frá, enda sagnamaður góður. Sjálfur hafði hann einnig ánægju af að hlusta á góðar sögur af mönnum og málefnum. Hann hafði gott vald á íslenskri tungu og nýttist það vel í starfi hans hjá Símanum. Samstarfsmenn Ein- ars í gegnum tíðina leituðu oft til hans til að yfirfara texta. Vegna hæfni hans í tungumálum og texta- gerð var hann fyrir mörgum árum fenginn til þess að þýða erlenda bæklinga fyrir símabúnað og vann hann enn að þýðingum fram á síðasta dag samhliða sínu venjubundna starfi. Einars verður sárt saknað og minning um góðan félaga mun lifa. Við sendum fjölskyldu Einars okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi góð- ur Guð veita ykkur styrk og blessun sína á erfiðum tímum. Samstarfsfólk, Talsímasviði Símans. EINAR ODDGEIRSSON Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Mótorhjól Ural reynsluaksturshjól með af- slætti. Ural Tourist reynsluakst- urshjól eru til sölu, ekin 170/120 km. Verð kr. 950.000. Tilboð kr. 850.000. Aðeins 2 eintök með þessum afslætti. Upplýsingar á www.ural.is og 864 3633. Til sölu Suzuki Intruder 800 árgerð 1996, ekið 9.400 mílur. Á hjólinu er forward contro, töskur, gler og ný dekk. Verð 650 þúsund. Upplýsingar í síma 862 1167. Hjólhýsi Dethleffs Rondo hjólhýsi. 8,5 m að lengd og 2,5 m á breidd. Sk. 06.2003. Lítið notað. Með raf- magnskælingu og hitun. Einnig gashitun. Kaldasel ehf., s. 544 4333 og 820 1070. Kerrur Skoðaðu úrvalið hjá: Bæjardekk Mosfellsbæ, 566 8188 Hyrnan Borgarnesi, 430 5565 Gúmmíbátaþjónustan Ísafirði, 470 0836 Bílaþjónustan Vogum, 424 6664 Smáauglýsingar sími 569 1100 Bikarkeppni BSÍ – Dregið í fjórðu umferð Dregið hefur verið í fjórðu umferð bikarkeppninnar og mætast eftir- taldar sveitir: Skeljungur – Ferðask. Vesturlands Sparisj. Norðlendinga – Hermann Friðriks. Vinabær – Eykt Grant Tornton/Esso – Allianz Grant Thornton og Esso frestuðu sínum leik og var hann spilaður í gærkvöld. Síðasti spiladagur fjórðu umferð- ar er 11. september. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Stangarhyl 4, fimmtud. 11.8. Spilað var á 9 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Jón Hallgrímsson – Helgi Hallgrímsson 267 Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 257 Bragi Jónsson – Halla Ólafsdóttir 215 Júlíus Guðm.son – Rafn Kristjánsson 215 Árangur A-V Soffía Theodórsdóttir – Elín Jónsdóttir 281 Alda Hansen – Jón Lárusson 268 Bragi Björnsson – Albert Þorsteinsson 240 Tvímenningskeppni var spiluð á 10 borðum mánud. 15.08. Meðalskor 216 stig og besti árangur í N/S: Halla Ólafsdóttir - Sigurður Pálsson 266 Helgi Hallgrímsson - Jón Hallgrímsson 260 Júlíus Guðm.son - Rafn Kristjánsson 249 Árangur A-V Ragnar Björnsson - Eysteinn Einarsson 256 Guðm. Vestmann - Magnús Þorsteinss. 244 Alda Hansen - Jón Lárusson 241 Sex borð í Gjábakkanum Spilaður var Howell-tvímenningur á sex borðum í Gjábakkanum sl. föstudag og urðu úrslitin þessi í N/S: Rafn Kristjánsson - Oliver Kristófersson 141 Eysteinn Einarsson - Ragnar Björnsson 134 A/V: Auðunn Guðm.son - Bragi Björnsson 141 Jón Hallgrímsson - Bjarni Þórarinsson 136 Spilað er alla föstudaga. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 12. ágúst var spilað á sex borðum og urðu úrslit þessi í N/S: Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 121 Guðrún Gestsdóttir – Ólafur Gíslason 116 Bjarnar Ingimarss. – Friðrik Herm.son 102 A/V Sófus Berthelsen – Haukur Guðm.son 111 Jón Sævaldsson – Þorvarður S. Guðmss. 101 Jón R. Guðm.son – Kristín Jóhannsd. 101 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson FRÉTTIR ALMENNUR félagsfundur Dýra- læknafélags Íslands, haldinn á Hall- ormsstað laugardaginn 13. ágúst sl., samþykkti eftirfarandi ályktun: „Fundurinn tekur heilshugar und- ir ályktun stjórnar Dýralæknafélags Íslands frá 10. ágúst sl. um staðsetn- ingu væntanlegrar Landbúnaðar- stofnunar og ráðningu forstjóra hennar. Jafnframt undrast fundurinn ómálefnaleg viðbrögð landbúnaðar- ráðherra við faglegri gagnrýni stjórnar D.Í. Landbúnaðarstofnun er ætlað að sameina og efla starfsemi þeirra aðila sem vinna að landbúnaðar- og dýra- heilbrigðismálum. Nú blasir við að reyndin verður önnur. Ákvörðun landbúnaðarráðherra varðandi ráðn- ingu forstjóra án sérþekkingar á stærsta málaflokki stofnunarinnar og staðsetningu hennar fjarri helstu samstarfsaðilum er til þess fallin að veikja það starf sem unnið hefur ver- ið á undanförnum árum og áratugum á sviði dýraheilbrigðis og dreifa þeim kröftum sem vinna að þeim málum. Náið samstarf Embættis yfirdýra- læknis og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er grunnur faglegrar ákvarðanatöku og stefnumörkunar á sviði dýrasjúk- dóma og hefur tryggt heilbrigði ís- lenskra dýrastofna og matvælaör- yggi sem er með því besta sem gerist. Með flutningi sérfræðinga yfirdýra- læknisembættisins er verið að rjúfa tengsl þeirra sem vinna að dýraheil- brigði, rannsóknum og forvörnum á sviði dýrasjúkdóma og splundra þeim vísi að faglegu umhverfi sem byggt hefur verið upp í landinu. Fundurinn skorar á stjórnvöld að draga til baka vanhugsaðar ákvarð- anir varðandi væntanlega Landbún- aðarstofnun og taka málið til gagn- gerrar endurskoðunar með aðkomu fagaðila sem gerst þekkja til. Dýralæknar vilja endurskoða Landbúnaðarstofnun Í MORGUNBLAÐINU á laugar- daginn var sagt frá þátttöku nokk- urra Íslendinga í Arctic Team Chall- ence á Grænlandi. Nöfn íslensku keppendanna vantaði í greinina, en íslensku garparnir heita Erlendur Birgisson, Pétur Ásbjörnsson, Pétur Helgason og Trausti Valdimarsson. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Nöfn féllu niður BORGARSKÁKMÓTIÐ fer fram á afmælisdegi Reykjavíkur á morgun, 18. ágúst, og hefst kl. 15. Mótið er hluti af mikilli skákhátíð og fer fram í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, samhliða Skákþingi Íslands, og standa Reykjavíkurfélögin, Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir að mótinu. Mótið er öllum opið og er þátt- taka ókeypis. Borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, mun setja mótið og leika fyrsta leik þess. Skráning fer fram á www.skaknet.is. Skráning á Borgarskákmótið LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðarslysi mánu- daginn 15. ágúst kl. 9.48 á gatnamót- um Geirsgötu, Kalkofnsvegar og Lækjargötu. Þar rákust þá saman tvær fólksbifreiðir, Mercedes Benz og Honda. Vitni eru beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1130. Lýst eftir vitnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.