Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ -Steinunn/ Blaðið  -S.V. Mbl.  HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ KÆMIST AÐ ÞVÍAÐ ÞÚ VÆRIR AFRIT AF EINHVERJUM ÖÐRUM? SUMAR RÁÐGÁTUR BORGAR SIG EKKI AÐ UPPLÝSA Þrælskemmtileg rómantísk gamanmynd um dóttur sem reynir að finna draumaprinsinn fyrir mömmuna. „The Island, virkilega vel heppnuð pennumynd, skelfileg en trúleg framtíðarsýn!!“  S.U.S XFM „The Island er fyrirtaks afþreying. Ekta popp og kók sumarsmellur. “ -Þ.Þ. Fréttablaðið. l i i . ll . - . . r tt l i . Frábær Bjölluskemmtun fyrir alla.  Herbie Fully Loaded kl. 5 - 7.10 - 9.15 og 11 The Island kl. 5.30 - 8 og 10.40 b.i. 16 Dark Water kl. 8 og 10.15 b.i. 16 Madagascar - enskt tal kl. 5 - 7 og 9 Batman Begins kl. 6 og 8.30 b.i. 12 Kicking and Screaming kl. 6     HR. ÖRLYGI, skipuleggjanda Ice- land Airwaves-tónlistarhátíð- arinnar, hafa borist yfir tvö hundrað umsóknir um að fá að spila á hátíðinni í ár. Nú í ár gafst íslenskum tónlist- armönnum og hljómsveitum í fyrsta sinn kostur á að sækja um að fá að spila á hátíðinni með því að fylla út umsóknareyðublað og skila inn fylgi- gögnum (tónlist, sögu listamanns eða hljómsveita og mynd) en hingað til hefur umsóknarferlið verið óformlegra. „Viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa, en aldrei áður hefur jafn mikið af innlendum tónlist- armönnum sótt í að fá að spila á há- tíðinni. Tónlistin sem fylgir umsókn- unum er af margvíslegum toga, hiphop, djass, elektróník, rokk, popp og allt þar á milli,“ sagði Eldar Ástþórs- son, einn starfsmanna Hr. Örlygs, en alls bárust rúmlega 200 umsóknir. Stefnt er að því að svara öllum umsóknum fyrir 1. september en það eru starfsmenn Hr. Örlygs, þeir Þorsteinn Stephensen, Árni Einar Birgisson, Egill Tómasson og Eldar, sem fara yfir umsóknirnar og taka síðan ákvörðun um hverjir koma fram á Iceland Airwaves 2005. Þeim til aðstoðar er óformleg ráðgjaf- arnefnd úr tónlistarbransanum. Innlendir listamenn sem þegar hafa verið bókaðir til að koma fram á Airwaves 2005 eru Nine Elevens, Ampop, Apparat Organ Quartet, Bang Gang, Brain Police, Deep Jimi, Dr. Discoshrimp, Dikta, Eberg, For- gotten Lores, Gus Gus, Hairdoctor, Hjálmar, Jagúar, Jan Mayen, Leav- es, Kimono, Mínus, Rass, Sign, Ske, Vinyl og Without Gravity. Erlendir listamenn sem þegar hafa verið bókaðir til að koma fram á Airwaves 2005 eru Babyshambles (Bretland), The Zutons (Bretland), The Fiery Furnaces (Bandaríkin), The (International) Noise Conspi- racy (Svíþjóð), The Mitchell Brot- hers (Bretland), Zoot Woman (Bret- land), Annie (Noregur), José González (Svíþjóð) og High Contrast – DJ set (Bretland). Miðasala á Iceland Airwaves hefst 5. september næstkomandi. Morgunblaðið/Árni Torfason Breska hljómsveitin Keane lék á Iceland Airwaves í fyrra. Tónlist | Undirbúningur fyrir Iceland Airwaves í fullum gangi Aldrei fleiri umsóknir ÆVINTÝRAMYNDIN Hin fjögur fræknu (Fantastic Four) fór beint í efsta sæti listans yfir aðsókn- armestu kvikmyndir landsins síð- ustu vikuna. Alls sáu um átta þús- und manns myndina á fyrstu fimm dögum hennar í sýningu, að sögn Jóns Gunnars Geirdal, markaðs- stjóra Senu. „Fantastic Four slær í gegn um heim allan og því Ísland engin und- antekning eins og góð aðsókn fyrstu dagana sýnir,“ sagði hann einnig. Hin fjögur fræknu segir frá fjór- menningum sem skyndilega öðlast ofurkrafta og reyna sitt besta til að nýta þá í þágu góðs málstaðar. Næstaðsóknarmesta mynd lands- ins í síðustu viku var myndin um bílinn fjölhæfa Herbie, Herbie Fully Loaded. Boðflennurnar (Wedding Chrashers) urðu að láta sér nægja þriðja sæti á listanum yfir aðsókn- armestu myndirnar að þessu sinni en þær trónuðu efst á honum síðast- liðna viku. Kvikmyndir | Vinsælustu myndirnar í bíóhúsum á Íslandi Hin fjögur fræknu vinsælust Reuters Fjögur frækin: Jessica Alba, Ioan Gruffudd, Michael Chiklis og Chris Evans.                                !    " # $ %   &  '( )( ( *( +( ,( -( .( /( '0(   # AG#"" (""  (!  %6+ ;",3             MARGIR af bestu þjónunum á veitinga- og kaffihúsum landsins taka þátt í svokölluðu Þjónahlaupi á Menning- arnótt. „Þjónarnir halda á bakka með tveimur glösum fullum af rauðvíni og einni flösku af víni frá Beringer Blass – sá vinnur sem kemst hraðast á áfangastaðinn og hefur mest eftir af víninu í glösunum og flöskunni. Flokkur sópara fylgir fast eftir skyldu glös brotna,“ að því er segir í tilkynningu. Hlaupið hefst við Café Viktor við Ingólfstorg klukkan 15 á laugardaginn. Hlaupið verður í gegnum Austur- stræti, suður Lækjargötu og vestur Skólabrú þar sem markinu er stillt upp við Vínbarinn. Mikið fjör hefur gjarnan myndast í kringum hlaupið enda fara þjónarnir hraðar yfir en venjulega. Hefð hefur myndast fyrir hlaupi sem þessu víða erlendis. Árvisst þjónahlaup í París þykir umfangsmikið og krefjandi og líka er hlaupið árlega í Danmörku og Svíþjóð og víða í Bandaríkjunum. Vinningurinn í ár er ferð fyrir tvo til Kaupmannahafn- ar í boði Iceland Express í tilefni þess að Kaupmanna- höfn er gestur Menningarnætur. Þrír efstu þjónarnir fá einnig í verðlaun flöskur af eðalvíni frá Wolf Blass og Beringer. Þjónahlaup á Menningarnótt Bægslagangurinn var mikill í Þjónahlaupinu á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.