Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Til lóðarhafa atvinnuhúsnæðis á Akureyri Gera þarf ráð fyrir stæðum fyrir hreyfihamlaða við verslunar- og skrifstofuhúsnæði og byggingar. 1% stæða á lóðum slíkra bygginga, en þó ekki minna en eitt stæði, skal merkt fyrir hreyfihamlaða. Upplýsingar um merkingarnar má sjá á www.vegag.is. Frá 26. ágúst 2005 verður eftirlit með að sérmerkt bílastæði á einkalóðum og opinberum bílastæðum á Akureyri séu rétt notuð. Bifreiðastæðasjóður Akureyrarbæjar Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Suðurgata | Fjörutíu og fjórir íbúar við Suðurgötu í Reykjavík sendu borgarráði Reykjavíkur og borgar- stjóra nýlega bréf vegna nýlegra breytinga á leiðakerfi Strætós bs. Gera íbúarnir alvarlegar athuga- semdir við það að eftir breytingarnar fari nú að meðaltali 414 strætisvagnar um götuna á hverjum degi, eða einn vagn á 3,5 mínútna fresti. Benda þeir einnig á að ekki sé langt síðan gatan var mjókkuð og settar í hana hraða- hindranir, enda hafi verið ráðgert að fella niður umferð strætisvagna um götuna. Guðjón Magnússon, íbúi við Suður- götu, segir íbúa hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með vanefndir borg- aryfirvalda við áður auglýst kerfi. „Þegar þetta nýja leiðakerfi var kynnt í byrjun áttu stofnleiðirnar að ganga í gagnstæðar áttir. Það var bú- ið að ákveða að vagnarnir færu Frí- kirkjuveg og Skothúsveg í báðar átt- ir,“ segir Guðjón. „Við horfðum á þetta á netinu, en þegar kerfið var tekið í notkun var allt í einu annar leggurinn dreginn inn í Vonarstræti og suður Suðurgötu. Á sama tíma var verið að þrengja og endurbyggja Suð- urgötu og setja hraðahindranir í hana. Þetta kemur því þvert ofan í all- ar áætlanir borgarinnar um minni umferð um Suðurgötu. Þetta eru ein- kennileg vinnubrögð hjá borginni. Þennan hringlandahátt sætti ég mig ekki við.“ Mengun og þrengsli Í öðru lagi segir Guðjón verið að draga allar stofnleiðir niður í miðbæ sem ekki sé í raun lengur sá miðbær sem farþegar séu að sækja. „Það hef- ur dregið úr allri umferð í miðbæinn. Það sjáum við best sem búum þarna að vagnarnir eru tómir að þvælast um þröngt Vonarstrætið og Suðurgöt- una,“ segir Guðjón og bætir við að í þriðja lagi sé mengunin af vögnunum miklu meiri í þröngri Suðurgötunni heldur en á rúmum Fríkirkjuveginum og Skothúsvegi. „Ég hafði samband bæði við for- stjóra Strætisvagnanna og bæjarfull- trúa og benti þeim á þetta. Forstjóri Strætós sagði að það hefði verið fyrsta tillaga að vagnarnir færu í báð- ar áttir, en stjórnmálamenn hefðu breytt þeirri ákvörðun,“ segir Guð- jón. „Ég er alveg klár á því að ef ég myndi spyrja strætisvagnabílstjór- ana hvernig væri að keyra þetta níu- tíu gráðu horn í þessum þrengslum, kæmi á daginn að það er hvergi verra að keyra á öllum leiðunum. Við erum svekkt. Það var búið að gera götuna fína, taka hana alla upp og gera þetta fínt og allt í einu er öllu draslinu hent á götuna aftur.“ Ólík sjónarmið sætt Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætós bs., segist telja tölurn- ar réttar hjá íbúunum, enda sé mikil umferð um Suðurgötuna. „Í leiðar- kerfisvinnunni var mikil áhersla lögð á það að þjóna miðborginni vel,“ segir Ásgeir. „Til þess að komast til mið- borgarinnar er ekki um margar leiðir að velja. Sérstaklega tvær, fyrir þá sem þurfa að koma við í Háskólanum. Annars vegar er þar um að ræða Suð- urgötuna og hins vegar Skothúsveg og Fríkirkjuveg. Báðir þessir mögu- leikar voru skoðaðir og niðurstaðan var sú eftir tilmæli frá Reykjavíkur- borg að fara þessa leið, að Suðurgatan yrði notuð út úr borginni og Skothús- vegur-Fríkirkjuvegur yrði notaður inn í borgina. Einn af þeim valkostum sem voru í stöðunni var að aka báðar áttir um Skothúsveg-Fríkirkjuveg, en þá var stoppistöðin við Ráðhúsið í uppnámi og einnig komu upp sjónar- mið íbúa við Skothúsveginn sem kvörtuðu yfir miklum umferðarþunga sem myndi leiða af þessu. Á endanum vísa ég þó á borgaryfirvöld, því loka- ákvörðunin um leiðakerfið í Reykja- vík lá hjá þeim.“ Íbúar við Suðurgötu afar óánægðir með gríðarlega umferð strætisvagna um götuna Faglegar tillögur felldar fyrir pólítík 414 strætisvagnar á dag – Einn á 3,5 mínútna fresti Morgunblaðið/Árni Sæberg Þétt umferð Oft er mikil umferð strætisvagna um Suðurgötuna, sér- staklega á háannatímum, segir Guðjón Magnússon, íbúi við götuna. Við höfum aldrei séð aðra eins gommu af reiðhjólum sungu Stuð- menn í frægu lagi um Kaupmanna- höfn. Eitthvað í þá veru hefðu heimamenn á Akureyri getað hugs- að með sér í úrhellisrigningu gær- dagsins, nema hvað skipta þarf út orðinu reiðhjól fyrir regnhlífar. Í miðbænum var slangur af ferða- fólki, útlendingum mest og allir vel vopnaðir regnhlífum í öllum regn- bogans litum. Útlit fyrir að ferða- langar þurfi áfram að bera slíkar hlífar yfir höfði sér, veðurspá gerir ráð fyrir votviðri í dag og á morgun en eitthvað mun birta til á föstudag. … aðra eins gommu af regnhlífum Morgunblaðið/Margrét Þóra Himnasending | Danski saxó- fónleikarinn Benjamin Koppel mætir með kvartett sinn á næsta Heita fimmtudag, annað kvöld kl. 21.30 í Ketilhúsið. Auk hans eru í kvartettnum Eyþór Gunnarsson, píanó, Thomas Anderson, kontrabassi og Alex Riel á trommur. Kvart- ettinn „er eins og þeir gerast bestir og mikill fengur fyrir djassunnendur að fá tækifæri til að njóta slíkrar himnasend- ingar,“ segir í frétt frá Djassklúbbi Akureyrar sem ásamt Listasumri efnir til tón- leikanna. BERJASPRETTA virðist vera í ágætu meðallagi við utanverðan Eyjafjörðinn að því er netmiðillin Dagur hefur eftir áhugamönnum um berjasprettu. Uppskera að- albláberja má heita í meðallagi, mikið er af krækiberjum sem al- veg brugðust í fyrra og áberandi mikið er af bláberjum, segir á vefnum. Berjatínslufólk hefur þó lítið haft sig í frammi enda hefur tíðarfarið ekki gefið tilefni til berjaferða sem heitið getur. Haft er eftir þeim ötula berja- tínslumanni, Stefáni V. Ólafssyni í Ólafsfirði, að spretta sé góð í Múl- anum, en þangað hefur hann farið nokkrar ferðir. Kuldinn og vætan setji þó strik í reikninginn, berin séu ekki eins vel á veg komin og venjulega á þessum tíma og enn vanti svona viku sólskin og hita svo allt sé til reiðu. Engu að síður sé nú þegar nóg af þroskuðum berjum til að fara í berjamó. Stef- án þakkar vætunni það að mikið er af bláberjum en ekki er jafnmikið af aðalbláberjum og í fyrra enda var það metár. Kristín Jónsdóttir í Stærra-Ár- skógi á Árskógsströnd hefur sömu sögu að segja; berjasprettan þar lofi góðu. Í Stærra-Árskógi er hægt að kaupa sér leyfi til berjatínslu og segir Kristín standa til að opna berjalöndin næsta laug- ardag. Utanverður Eyjafjörður Berjaspretta í ágætu meðallagi Styttri og aðgengilegri | Árs- skýrsla Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 er komin út og hefur verið stytt mikið frá því sem áður var. Ákvörðun um að breyta skýrslunni var tekin í kjölfar könnunar sem gerð var á lestri hennar meðal bæjarbúa að því er fram kemur á vef bæjarins. Markmið- ið með styttingu skýrslunnar var að gera hana aðgengilegri og um leið var ákveðið að leggja ekki út í umtals- verðan kostnað við að dreifa henni á hvert heimili í bænum.Skýrsluna er hægt að nálgast á vef bæjarins, en einnig geta áhugasamir sótt hana á Amtsbókasafnið eða í þjónustuand- dyri Akureyrarbæjar að Geislagötu 9 eða fengið hana senda í pósti með því að hringja í Akureyrarbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.