Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ etta er stórkostlegt land sem við búum í. Svo stórkostlegt að það lætur mann finna til minnimátt- arkenndar. Þegar ég segi land þá á ég við landslagið. Öll þessi víð- átta sem bíður þess hreinlega að litla mannfólkið dóli sér í dölunum og fari í fjallgöngur í óbyggð- unum. Í mörg ár hafa erlendir ferðalangar flykkst hingað til þess að dást að náttúrunni og sveia svo í leiðinni yfir fyllirísröfli landans og þessum Íslendingum sem ekki kunna að meta landið sitt. Þeir veiða litlu sætu hvalina og drekkja hálendinu án þess að hugsa sig tvisvar um. Það getur vel verið að hvalveið- arnar hafi haft áhrif á ferðaþjón- ustuna í ár en það breytir samt ekki þeirri staðreynd að það er ennþá til nóg af fólki sem vill ólmt fara á fjöll þar sem loftið er tært. Það kemur því í hrönnum til Ís- lands. En Íslendingar eru líka að taka við sér. Það þykir víst töff að vera fjallgöngugarpur þessa dagana. Fólk leitar út fyrir borgarmörkin til þess að losna undan álagi hver- dagsins og anda að sér sætri sveitasælunni. Ferðafélögin anna ekki eftirspurninni því allir vilja komast í útivistarfílinginn. Gott og vel. Lífið er líka yndislegt úti í náttúrunni. Hins vegar eru til staðir sem eru svo stórfenglegir og yfirþyrm- andi að það getur reynst erfitt að halda aftur af tilfinningunum. Landmannalaugar er einn þess- ara staða. Það sem gerir Landmannalaug- ar svona sérstakar er fyrst og fremst aðgengið að svæðinu. Lengi vel hélt ég að það væri ómögulegt að komast þangað nema að vera á upphækkuðum jeppaskrímslum eða risarútum. Ég komst að því nýlega að það er hægt að leggja fólksbílum við ána, rétt áður er komið er að skál- anum. Það er hins vegar alls ekki mælt með því í ár, þar sem veg- urinn er sérstaklega slæmur. Þá gildir einu hvort farið er Dóma- dalsleið eða Hrauneyjaleiðina, báðar leiðir eru jafnslæmar. Vanir bílstjórar hrista hausinn yfir litlum borgarbúum sem halda að þeir komist um allt á Nissan- jepplingunum sínum eða lágum fólksbílum. Tveir og hálfur tími á þvottabretti eru ekki fyrir hvern sem er, hversu öflugt sem far- artækið kann að vera og ekki er mælt með ferð til Landmanna- lauga fyrir bakveika, hjartveika eða dramadrottningar. Aðrir sem leggja leið sína þangað geta ekki orðið vonsviknir, nema kannski ef búið er að kúka í laugina. Ef gengið er upp á einn ná- lægra toppa blasir við ein stór- kostlegasta sýn sem hægt er að ímynda sér. Fjöll, vötn, lækir, sprænur, dalir og hólar eins langt og augað eygir og litirnir eru eins og málaðir á striga af færasta myndlistarmanni Íslands. Gufu- strókar á víð og dreif og yndislega sjálflýsandi grænn mosi skýtur upp kollinum hér og þar. Ég gæti setið og horft á lands- lagið tímunum saman, ef ekki væri fyrir þessa litlu óþægilegu tilfinningu sem læðist aftan að mér. Það er OF fallegt hérna. Landslagið er yfirþyrmandi og ætlar að gleypa mig. Það er ein- hvern veginn svo erfitt að vera svona lítill í svona stórfenglegu samhengi. En svo reikar hugurinn til útlaganna fyrr á öldum. Þeir sem gengu út úr mannlegu sam- félagi og áttu náttúruna sem sinn eina vin. Hvernig ætli það hafi verið að lifa á stað eins og Land- mannalaugum í fornri tíð? Ein- hverjir reyndu það víst en fólkið var sótt nokkrum árum síðar og þjáðist þá af næringarskorti og sjúkdómum. Hugmyndin er kannski fullrómantísk og illfram- kvæmanleg, sérstaklega á okkar tímum þar sem alltaf væri hætta á að rekast á bandóða bakpoka- menn frá Ungverjalandi í óbyggð- unum kringum Landmannalaug- ar. Ferð til Landmannalauga einu sinni á ári er loforð sem ég skal standa við, hversu kalt sem kann að vera í tjaldinu og þrátt fyrir minnimáttarkenndina. Það má líka færa rök fyrir því að landslagið er ekki það eina í þessu landi sem ýtir undir minni- máttarkenndina. Það er til fólk í landinu sem einnig getur vakið með manni ömurlegar tilfinn- ingar. Eða hvað er hægt að kalla það þegar meðallaun þeirra sem reka landið eru 700 þúsund krón- um hærri en meðallaun hins al- menna launamanns? Það verður ekki til þess að auka á sæluna og góðviðrisskapið að minnsta kosti. Það er kannski ekki skrýtið að það sé verðbólga og vörur séu óhóf- lega dýrar á Íslandi þegar kjör ráðamanna eru í ósamræmi við al- menn launakjör í landinu. Hátt íbúðaverð og skattaálagning hef- ur sama sem engin áhrif á þann sem hefur 900 þúsund krónur í laun á mánuði. Á meðan er fólk sem hefur ekki efni á að kaupa sér notalega kuldaúlpu fyrir veturinn eða senda börnin sín til tann- læknis. En það er nú varla hægt að ætlast til þess að ráðamenn geti beitt sér fyrir betra fé- lagslegu kerfi eða skilið hvernig fólkinu í landinu líður þegar líf þeirra er svo ólíkt. Þessu sama fólki er treyst fyrir mikilvægum ákvarðanatökum og ef þær halda áfram að vera svona snilldarlegar, eins og að hefja hvalveiðar eða styrkja atvinnulífið með því að út- rýma fegurstu stöðum í nátt- úrunni, má fólkið í landinu fara að hugsa sig aðeins betur um. Kannski væri hugmynd að senda ráðamenn í ólaunaða eins árs út- legð til Landmannalauga? Til að læra að meta landið sitt upp á nýtt og öðlast lotningu gagnvart nátt- úruöflunum. Eitt er nokkuð víst, miklar fjárhæðir myndu sparast í ríkissjóði og kannski myndi smás- umma verða lögð í að laga veginn þangað. Laun og Laugar Til eru staðir sem eru svo stórfenglegir og yfirþyrmandi að það get- ur reynst erfitt að halda aftur af tilfinningunum. Landmannalaugar eru einn þessara staða. VIÐHORF Sara M. Kolka sara@mbl.is LÍFSKJARARANNSÓKN sem IMG Gallup gerði fyrir Akureyr- arbæ hefur leitt til mikillar umræðu á undanförnum vikum. Sú umræða hefur því miður að hluta snúist um aukaatriði í stað þess að sýna hversu mikilvægt verkefni þessi rannsókn er fyrir Akureyrarbæ sem er í sam- keppni við önnur sveitarfélög bæði um fólk og fyrirtæki. Bæjarfélagið hefur markvisst unnið að því að styrkja samkeppn- isstöðu sína undanfarin ár með kynningarátakinu Akureyri öll lífs- ins gæði. Allt frá byrjun þessa verk- efnis, sem hófst árið 1999, hefur bæjarfélagið lagt metnað sinn í það að beita faglegum vinnubrögðum og hafa mörg bæjarfélög hérlendis fet- að í fótspor þess. Notkun rannsókna við stefnumótun og ákvörðunartöku sveitarfélaga hefur aukist mikið undanfarin ár og hefur IMG Gallup unnið fyrir flest stærstu sveitarfélög landsins. Ef tekið er mið af þróun er- lendis má búast við að kröfur um mat á þjónustu og frammistöðu sveitarfélaga muni enn aukast á komandi árum. Akureyrarbær gerði sambæri- legar rannsóknir árin 2000 og 2002 og hafa þær niðurstöður verið not- aðar í því starfi sem miðar að því að á Akureyri njóti fólk allra lífsins gæða. Þess ber einnig að geta að síð- asta könnunin er hluti af Evrópu- verkefninu Brandr sem bæjarfélagið er þátttakandi í ásamt Sollefteå í Svíþjóð og Steinkjer and Sortland í Noregi. Í hinni pólitísku umræðu hafa komið fram ásakanir um að nið- urstöðum skýrslunnar hafi átt að stinga undir stól og halda leyndum en slíkt er fjarri lagi. Við kynningu í bæjarráði og á blaðamannafundi kom skýrt fram að verið væri að kynna helstu niðurstöður og að frek- ari niðurstöður yrðu kynntar innan kerfis og utan. Undirritaðar bera meginábyrgð á Lífskjararannsókn- inni – könnuninni sjálfri og kynn- ingu niðurstaðna. Við teljum þetta verkefni mun mikilvægara en svo að grundvöllur þess og notagildi séu löskuð. Staðreyndir málsins eru einfald- ar: Það sem helst hefur verið gagn- rýnt og fjallað um er að spurning um pólitíska afstöðu hafi verið notuð sem bakgrunnsbreyta í rannsókn- inni. Eins og áður hefur komið fram í yfirlýsingu sem IMG Gallup sendi frá sér var það gert að frumkvæði IMG Gallup sem hafði að fyrirmynd norskar bæjarfélagsrannsóknir. Markmiðið er eins og með öðrum bakgrunnsbreytum að vita hvort og þá hvaða lýðfræðilegu eða við- horfatengdu þættir hafa áhrif á ólík viðhorf til einstakra atriða. Mark- miðið var sannarlega ekki að kanna sérstaklega fylgi stjórnmálaflokka. Kynning á niður- stöðum tafðist vegna nokkurra þátta. Til stóð að kynna þær í bæjarráði fimmtudag- inn 18. maí en af óvið- ráðanlegum orsökum, m.a. vegna veik- indaleyfis annarrar sem þetta skrifa og síðan fjarveru aðal- manna í bæjarráði, reyndist ekki unnt að kynna helstu nið- urstöður í bæjarráði fyrr en 7. júlí. Í kjölfar þeirrar kynningar fengu þeir bæj- arfulltrúar sem þess óskuðu aðgang að skýrslunni. Við sem stýrum þessu verkefni höfum lagt ríka áherslu á kynningu og í kjölfarið sett af stað markvissa vinnu í tengslum við nið- urstöður rannsóknarinnar. Slíkt er ekkert einsdæmi enda jafnmik- ilvægt hvernig unnið er með upplýs- ingar eins og hvernig þeirra er aflað. Allir starfsmenn Akureyrarbæjar, bæjarfulltrúar þar með taldir, áttu að fara með niðurstöður skýrslunnar sem trúnaðarmál. Á forsíðu þeirrar skýrslu sem IMG Gallup skilaði Ak- ureyrarbæ stendur að innihald skýrslunnar sé eingöngu ætlað til nota innanhúss og opinber dreifing sé óheimil án skriflegs leyfis IMG Gallup. Skriflegt leyfi IMG Gallup er áskilið til að tryggja sem best rétta meðhöndlun gagnanna og að- ferðafræðilega túlkun þeirra. Lífskjararannsóknin snýst um það að efla Akureyri og auka ánægju bæjarbúa. Þrátt fyrir að umræðan um rannsóknina hafi að hluta verið neikvæð leggjum við áherslu á það að niðurstaða rannsóknarinnar er ótvírætt jákvæð fyrir Akureyri, íbú- arnir leggja sem fyrr jákvætt mat á þjónustu og búsetuskilyrði í bænum. Akureyri – öll lífsins gæði. Rétt skal vera rétt Sigríður Stefánsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir fjalla um lífskjararannsókn Akureyrarbæjar ’… niðurstaða rann-sóknarinnar er ótvírætt jákvæð fyrir Akureyri, íbúarnir leggja sem fyrr jákvætt mat á þjónustu og búsetuskilyrði í bænum.‘ Sigríður Stefánsdóttir er markaðs- og kynningarstjóri Akureyrarbæjar og Sigríður Ólafsdóttir er rekstrarstjóri IMG Gallup á Akureyri. Sigríður Stefánsdóttir Sigríður Ólafsdóttir FYRIR nokkru var alþingis- maður spurður um áfengisvanda- mál af fréttamanni í útvarpi, í tengslum við að áfengt öl og vín yrði selt í matvöruverslunum. Hann svaraði því svo að hann bæri virðingu fyrir áfengisvand- anum. Á sama tíma og þetta samtal átti sér stað, auglýsti öl- framleiðandi vöru sína í sjónvarpi með þeim orðum m.a. að krafist væri virðingar á ölinu. Hvort hér er eitthvað samband á milli, veit ég ekki, en það vakna spurningar þegar maður verður vitni að svona ummælum. Hvernig væri að ölgerðin reyndi frekar að virða löggjöfina um bann við auglýsingum á áfengi en að storka löghlýðnum almenningi með þessum hætti. Þá hljóma einkennilega fyrr- greind ummæli hins kappsfulla stjórnmálamanns þegar það er haft í huga, að hann er flutnings- maður að frumvarpi á Alþingi, að opna fyrir sölu á áfengu öli og víni í matvöruverslunum. Því áformi lýsti hann hróðugur yfir í nefndu samtali og lét þess jafnframt getið að flutningsmönnum ætti eftir að fjölga sem stæðu að slíku frum- varpi á þingi. Frumvarp þetta fel- ur í sér, ef til framkvæmda kæmi, að auðvelda aðgengi að áfengi. En það gengur þvert á það álit Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO um nauðsyn virkrar stefnu stjórnvalda í áfengismálum, ekki síst til verndar börnum og ung- mennum, og sömuleiðis heilbrigð- isáætlunar Alþingis. Í sam- þykktum WHO felst m.a. að rýmka ekki aðgengi að áfengi og að halda áfengiskaupaaldri háum. Af framanrituðu um ummæli alþing- ismannsins gæti þá einhver sagt, að virð- ing við vandann felist í því að auka hann! Viðhorfið breyti- legt eftir aldri Í þessu sambandi er athyglisvert að horfa til þess hverjir það eru sem í könnunum hafa látið í ljósi álit sitt á því efni sem hér er til umfjöllunar. Skoðanir manna eru lagskiptar í þjóðfélaginu. Fólk úr yngri aldurshópi þ.e. þeir sem eru lausir og liðugir eða eru að stofna til sambúðar og eru komnir með börn virðist hlutfallslega fleiri vilja auðvelda aðgengi að öli og víni. Er það, að mínum dómi, sorg- legt hversu margir á þessu aldurs- skeiði meðtaka ekki aðvaranir, fræðslu og upplýsingar um þessi málefni. Síðar breytist viðhorfið hjá mörgum til þessara hluta þeg- ar börn þeirra verða unglingar. Í umræðu manna á milli heyrist oft sagt að við eigum að hafa það eins og aðrar menningarþjóðir um meðferð áfengis. Og þá gjarnan fylgir með að þar sé ástandið betra í þessum efnum en hér á landi. Hvaða ástand eru menn þá að tala um ? Vilja menn fá það munstur að drukkið sé daglega? Hvað um Frakkland og skorpu- lifur, en sá sjúkdómur herjar víða erlendis og er kostnaður vegna hans mjög mikill og íþyngir því verulega heilbrigðisstofnunum. Franskur forsætisráðherra sem varð heimsfrægur á sínum tíma hvatti landa sína til að draga úr neyslu víns og drekka heldur mjólk. Þá er ekki úr vegi að nefna ástandið í Englandi um þessar mundir með bjórdrykkjuna og krárnar og ástand t.d. í stór- borgum þar. Uppi eru hugmyndir að rýmka afgreiðslutíma kránna. Dómarar í Englandi vara við þess- ari breytingu, ástandið væri nógu slæmt fyrir. Við skoðanakönnun Sky sjónvarpsstöðvar kom í ljós að 70 af hundraði þátttakanda í henni voru á móti þessari rýmkun á af- greiðslutímanum. „Að bera virðingu fyrir áfengisvandanum“ Einar Hannesson fjallar um áfengismál ’Hvernig væri að öl-gerðin reyndi frekar að virða löggjöfina um bann við auglýsingum á áfengi en að storka lög- hlýðnum almenningi…‘ Einar Hannesson Höfundur er félagi í fjölmiðlanefnd IOGT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.